• Cochrane samtökin - öflugur bandamaður heilbrigðisþjónustu [ritstjórnargrein]

   Sigurður Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-04-01)
   Cochrane eru alþjóðleg samtök, stofnuð 1993, sem hafa það markmið að aðstoða fólk við að taka upplýstar ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu. Það gera samtökin með því að vinna, viðhalda og koma á framfæri kerfisbundnum yfirlitum yfir áhrif og gagnsemi einstakra heilbrigðisaðgerða, svo sem meðferðar, greiningar, forvarna og skipulags heilbrigðisþjónustu. Yfirlitin eru unnin af ýmsum hópum (Cochrane Review Groups) víðsvegar um heiminn sem hver sinnir ákveðnu sviði. Hóparnir eru nú 49 en yfirlitin nálgast 2000. Þau eru birt í Cochrane bókasafninu sem er endurnýjað á fjögurra mánaða fresti og er aðgengilegt Íslendingum á www.hvar.is vef landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Yfirlitin eru ekki aðeins dýrmæt vegna þess að þau eru unnin á kerfisbundinn hátt eftir stífum aðferðafræðilegum kröfum heldur líka vegna stöðugrar endurnýjunar í ljósi nýrrar vitneskju (rannsókna eða faglegrar gagnrýni).
  • Evrópskar ráðleggingar um varnir gegn kransæðasjúkdómum [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson; Jón Högnason; Sigurður Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-04-01)
   Það heyrir vissulega til tíðinda þegar þrjú stór læknafélög í Evrópu (European Society of Cardiology, European Atherosclerosis Society og European Society of Hypertension) gefa sameiginlega út ráðleggingar um varnir gegn kransæðasjúkdómum. Þessar ráðleggingar hafa verið gefnar út víða (1) og félögin hafa jafnframt hvatt samsvarandi félög í hverju einstöku Evrópuríki til að gefa út sínar eigin ráðleggingar. Slíkar ráðleggingar tækju mið af séraðstæðum í hverju landi bæði með tilliti til mikilvægis áhættuþáttanna sem kann að vera mismikið og fjárhagslegra aðstæðna sem geta ráðið miklu um hvað unnt sé að ganga langt í hverju landi í forvörnum. Þessar Evrópuráðleggingar byggja á viðamiklum hóprannsóknum sem gerðar hafa verið á síðustu árum og sýnt hafa fram á að unnt sé að draga úr framþróun kransæðasjúkdóms og jafnvel koma í veg fyrir hann með réttri meðhöndlun áhættuþáttanna.
  • Þíasíð aftur fyrsta lyfið við háþrýstingi [ritstjórnargrein]

   Jóhann Agúst Sigurðsson; Sigurður Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-07-01)
   Nýlegar niðurstöður ALLHAT rannsóknarinnar á meðferð við háþrýstingi sýna að þvagræsilyf í flokki þíasíða er góður valkostur og jafnvel betri en ACE hemlar og kalsíumgangalokar. Að auki eru þíasíð mun ódýrari en hin lyfin. Endurmat á háþrýstingsmeðferð gefur tilefni til að skoða fjárhagslega ábyrgð lækna við ávísanir á lyf og áhrif lyfjafyrirtækja á ávísanavenjur þeirra.