• Röntgen og regindjúpin [ritstjórnargrein]

      Sigurður V. Sigurjónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-11-01)
      Myndin hér til hliðar var merki 50. þings norrænna röntgenlækna, sem haldið var í Reykjavik 23.-26. júní 1992. Það er nú merki Félags íslenskra röntgenlækna. Í kynningarbæklingi þingsins var eftirfarandi grein gerð fyrir merkinu: „Myndin setur manninn í öndvegi en skírskotar einnig til Platonismans. Hún er þó fyrst og fremst tákn hinnar sígildu röntgenrannsóknar, þar sem sjúklingurinn, í miöðu, varpar skugga á röntgenfilmuna. Hann er umkringdur öldum, sem hann bæði hleypir í gegnum sig eða drekkur í sig, endurvarpar eða geislar út frá sér, sem er táknrænt fyrir nútíma geislagreiningu. En kannski lætur höfundur myndarinnar ímyndunaraflið hlaupa hér með sig í gönur, því myndin er einfaldlega „alheimsk", sýnir þróun og útþenslu allstaöar í alheiminum. Alla tíð síðan Mikli hvellur varð, hefur alheimurinn þanist út frá ofurheitu ástandi, þegar hann var baðaður í gamma- og röntgengeislum til hins svellkalda ástands vorra tíma með útvarpsöldur (örbylgjur) í bakgrunni hvert sem augum er litið, enduróm hita fortíðarinnar.