• Íslenskur forseti WMA, Alþjóðafélags lækna [ritstjórnargrein]

   Sigurbjörn Sveinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-10-01)
   Jón Snædal, læknir og fyrrum varaformaður Læknafélags Íslands, tekur við embætti forseta Alþjóðafélags lækna, World Medical Association (WMA), á næstu dögum í Kaupmannahöfn. Það er sannarlega mikill persónulegur heiður fyrir Jón og viðurkenning fyrir það starf, sem hann hefur unnið fyrir WMA og ytra tákn þeirrar virðingar, sem hann nýtur á þeim vettvangi. Einnig er þetta viðurkenning til annarra íslenskra lækna og Læknafélags Íslands og þeirrar stefnu, sem það hefur staðið fyrir í Alþjóðafélagi lækna.
  • Mál er að linni! [ritstjórnargrein]

   Sigurbjörn Sveinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-04-01)
   Undanfarna áratugi hefur umræða risið með reglulegu millibili í samfélaginu um hvort lyfjafyrirtæki komi upplýsingum á framfæri við lækna á eðlilegan hátt. Spurt er hvort samskipti lækna og lyfjafyrirtækja séu þannig að þau valdi trúnaðarbresti milli lækna og sjúklinga annars vegar og á milli lækna og heilbrigðisyfirvalda hins vegar. Því hefur verið haldið fram, að fræðsla, sem læknar njóta hjá lyfjafyrirtækjum, kunni að leiða til ótraustari ákvarðana um lyfjaávísanir og að risna, sem læknar fá í tengslum við þessa fræðslu, geri þá vilhalla framleiðslu þeirra lyfjafyrirtækja, sem í hlut eiga (1). Framkvæmdastjórn Landspítala hefur sett læknum spítalans reglur um samskipti við lyfjafyrirtæki og nefnd á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðherra með þátttöku fulltrúa Læknafélags Íslands, skilaði honum nýlega áfangaskýrslu, þar sem fjallað er um aukið aðhald að þessu leyti.
  • Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja [ritstjórnargrein]

   Sigurbjörn Sveinsson; Chairman of the Icelandic Medical Association, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, Iceland form@lis.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-12-19)
   Umræðan um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja er ekki ný af nálinni. Fyrir 15 árum urðu allmikil skoðanaskipti innan Félags íslenskra heimilislækna um þessi mál. Spunnust þau af svipuðum ástæðum og þeim, sem nú hafa nært umræðuna á vettvangi þjóðlífsins. Var því meðal annars haldið fram, að risna sem læknar nytu frá fyrirtækjum í lyfjadreifingu væri komin út fyrir eðlileg mörk. Bæri læknum að eiga frumkvæði að siðbót. Á sama tíma var svipuðum sjónarmiðum haldið á lofti víða í nágrenni okkar til dæmis í Svíþjóð og Bretlandi og kynntust íslenskir læknar þeim bæði af eigin raun og í tímaritum lækna.
  • Skurðlæknafélag Íslands 50 ára [ritstjórnargrein]

   Sigurbjörn Sveinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-05-01)
   Það hefur verið haft á orði, að læknar séu læknum verstir og má vera að eitthvað sé til í því. Það hefur hins vegar fylgt læknum, að þeir hafa kunnað vel að gleðjast saman vegna sigra læknisfræðinnar og fagnað hvers konar framförum við beitingu hugar og handa í þágu sjúklinganna. Og þeim hefur tekist í þessu skyni að standa saman um grundvallargildi læknisstarfsins með siðareglum sínum, kennslu læknisefna og hina fortakslausu kvöð um dreifingu þekkingarinnar. Til þess að ná þessum markmiðum sínum hafa læknar m.a. haft með sér skipulegan félagsskap og er Skurðlæknafélag Íslands dæmi um það
  • Um vottorðagjöf lækna [ritstjórnargrein]

   Sigurbjörn Sveinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-04-01)
   Eins og mörgum er í fersku minni hafði stjórn Læknafélags Íslands sjálfsögð afskipti af máli trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar, Þengils Oddssonar, er honum var vikið tímabundið úr starfi vegna vottorðs sem hann gaf út fyrir flugmann. Í bréfi sínu til samgönguráðherra segir stjórn LÍ: "Stjórn Læknafélags Íslands hefur yfirfarið ágreining Þengils Oddssonar, fluglæknis og trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar Íslands, annars vegar og Flugmálastjórnar/Samgönguráðuneytisins hins vegar um útgáfu heilbrigðisvottorðs atvinnuflugmanns samkvæmt heilbrigðisákvæðum um flugskírteini. Í hlut á læknir með óvenju fjölþætta starfsreynslu og farsælan feril í læknisstarfi. Er það niðurstaða stjórnar Læknafélags Íslands að Þengill Oddsson hafi ekki brotið gegn þeim ítarlegu reglum sem uppfylla ber á vettvangi flugöryggismála. Samgönguráðherra hefur skipað nefnd sem skoða skal störf og viðbrögð læknisins vegna þessa ágreiningsmáls. Hafi nauðsyn borið til að stofna slíka rannsóknarnefnd hefði átt að fela henni það verkefni að skoða meðferð þessa máls í heild, - þar með talda stjórnsýslu samgönguráðuneytisins í málinu og annarra þeirra, sem aðild eiga að ágreiningnum eða komið hafa að málinu með einhverjum hætti. Óháð skoðun á öllum málavöxtum hefði það verið trúverðugri skipan mála en sú sem valin var.