• Lokanir geðdeilda [ritstjórnargrein]

   Tómas Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-08-01)
   Enn bitnar fjárskorturinn harðast á þeim sem minnst mega sín og ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér og talað máli sínu, þannig að það nái eyrum ráðamanna. Á þessu ári þarf í fyrsta sinn að loka almennum geðdeildum tímabundið vegna mikils niðurskurðar fjárveitinga til geðdeildar Landspítalans. Á árunum 1993 og 1994 voru fjárveitingar til deildarinnar skornar hastarlega niður og átti það aðallega aö bitna á sjúklingum með vímuefnasjúkdóma, þótt vitað sé að þeir eru oftast einnig með aðra geðsjúkdóma. Vegna þessa niðurskurðar varð að loka tveimur deildum, sem annast bráðameðferð slíkra sjúklinga, í sex vikur. Jafnframt var einni eftirmeðferðardeild lokað í svipaöan tíma. Niðurskurðurinn heldur áfram og á yfirstandandi ári hafa fjárveitingar geðdeildarinnar enn verið skertar verulega. Því hefur verið gripið til þess óyndisúrræðis að loka tveimur deildum fyrir bráðameðferð til viðbótar, hvorri í sex vikur, og barnageðdeild verður lokuð jafnlengi. Þannig verða nærri helmingur spítalarúma geðdeildarinnar, það er 64 rúm, lokuð í sex vikur á þessu sumri. Þá er tveimur meðferðarheimilum utan spítala lokað jafnlengi. Auk lokana verður að draga úr starfsemi vinnustofa og iðjuþjálfunar.
  • Rannsóknir á áfengisneyslu og misnotkun [ritstjórnargrein]

   Tómas Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-04-15)
   Þó að áfengi hafi verið notað í árþúsundir til gagns eða ógagns eftir atvikum er þekkingin á notkun þess og verkun enn ófullkomin. Slík þekking er nauðsynleg til að takast á við þann vanda sem fylgir áfengisneyslu og afleiðingum hennar. Að vísu hefur safnast saman mikill þekkingarforði og er löngu vitað að áfengi er hættulegt efni sem veldur breytingum á hegðun fólks, sjúkdómum og dauða. Því er nauðsynlegt að hafa hemil á notkun þess í heilsuverndarskyni. Vegna mismunandi aðstæðna og hefða er nauðsynlegt að rannsaka áfengisnotkun í hverju landi sérstaklega jafnframt alþjóðlegum samanburðarrannsóknum. Ekki er víst að alls staðar hæfi sömu aðgerðir til að koma í veg fyrir heilsufarslegar afleiðingar notkunarinnar þó að sömu meginreglur eigi vafalaust alls staðar við.
  • Skipulag heilbrigðisþjónustu og nauðungarinnlagnir [ritstjórnargrein]

   Tómas Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1989-11-15)
   Læknum er vandi á höndum er alvarlega veikt fólk vill ekki þiggja meðferð og fortölum verður ekki við komið. Þvingunaaraðgerðir á sjúklingum eru andstæðar siðferðisvitund lækna og virðingu þeirra fyrir sjálfsákvörðunarrétti sjúklinganna. Þær aðstæður geta þó skapast við ákveðna sjúkdóma, að hugsun brenglist svo að fólk verði ófært um að taka raunhæfar ákvarðanir og því orðið nauðsynlegt að taka fram fyrir hendur þess svo að það skaði ekki eigin hagsmuni og heilsu. Til þess að þetta sé hægt án þess að ógna persónufrelsi og réttaröryggi einstaklinganna hafa verið sett sérstök ákvæði í lög um lögræði.