• Aldrei aftur Eldborg! [ritstjórnargrein]

   Guðrún Agnarsdóttir; Rape Trauma Center, Landspitali University Hospital, Fossvogi, 108 Reykjavík, Iceland. gudrunag@krabb.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-09-01)
   Nú hafa 22 stúlkur leitað aðstoðar Neyðarmóttöku vegna nauðgunar eftir síðustu verslunarmannahelgi. Fjórtán þeirra höfðu verið á Eldborgarhátíð. Þar voru einnig þrír hjúkrunarfræðingar Neyðarmóttökunnar sem skiptust á að liðsinna ungmennum í vanda. Þeim blöskraði svo ástandið og aðstæður allar að þær kölluðu til fundar með landlækni og hafa nú skilað ítarlegri skýrslu og tillögum til úrbóta. Dómsmálaráðherra brást einnig við og hefur skipað starfshóp með fulltrúum landlæknis, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar, ríkislögreglustjóra, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sýslumannafélags Íslands, Stígamóta auk ráðuneytisins. Þessum hópi er ætlað að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum og leggja fram tillögur sem miða að því að samræma enn fekar samstarf þeirra aðila sem koma að lögog heilsugæslu á slíkum hátíðum og endurskoða reglur um þær.
  • Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

   Ársæll Már Arnarsson; Kristín Heba Gísladóttir; Stefán Hrafn Jónsson; 1 Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, 2 Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-06-02)
   Inngangur: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi gagnvart börnum og unglingum er ein alvarlegasta ógn við heilbrigði þeirra. Markmiðið var að rannsaka algengi og áhrif þess á íslenska unglinga í 10. bekk. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum úr íslenska hluta HBSC-rannsóknarinnar á heilsu og lífskjörum skólabarna. Alls tóku 3618 íslenskir nemendur þátt í alþjóðlegri spurningalistarannsókn sem lögð var fyrir alla nemendur í 10. bekk í öllum skólum landsins að einum undanskildum. Reynsla nemenda af kynferðislegri áreitni og ofbeldi var metin með því að spyrja hversu oft þau hefðu gegn sínum vilja verið: a) snert með kynferðislegum hætti, b) verið látin snerta annan einstakling með kynferðislegum hætti, c) verið reynt að hafa við þau samfarir eða munnmök eða d) einhverjum hefði tekist að hafa við þau samfarir eða munnmök. Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að 14,6% (527) þátttakenda höfðu orðið fyrir einhvers konar kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Af þeim höfðu 4,5% (162) orðið fyrir slíku einu sinni en 10,1% (365) höfðu annaðhvort orðið oftar fyrir ákveðinni gerð ofbeldis eða því hafði verið beitt gegn þeim á margvíslegri hátt. Um 1% þátttakenda, eða 35 einstaklingar, sögð- ust hafa orðið mjög oft fyrir nær öllum gerðum ofbeldis og áreitni. Tíðni vanlíðunar og áhættuhegðunar var mun hærri hjá þeim sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Ályktun: Þó niðurstöðurnar sýni að algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn unglingum sé svipað og í öðrum vestrænum löndum er það nokkuð hærra en sambærileg rannsókn á Íslandi leiddi í ljós fyrir áratug.
  • HPV bólusetning og leghálskrabbameinsleit á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Kristján Sigurdsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-12-01)
   Leghálskrabbamein er á heimsvísu annað algengasta krabbamein í konum með um 500.000 ný tilfelli á ári og um 275.000 konur deyja árlega úr sjúkdómnum (1). Fjögur af hverjum fimm tilfellum greinast í þróunarlöndunum þar sem nýgengi sjúkdómsins getur farið yfir 40 tilfelli á 100.000 konur. Á Norðurlöndum er nýgengið nú um og undir 9 á 100.000 konur og hefur nýgengið fallið um 50-72% og dánartíðnin um 63-83% eftir upphaf skipulegrar leghálskrabbameinsleitar 1962-1964 í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð og 1995 í Noregi (2). Leghálskrabbamein hefur lengi verið tengt lífsstíl og kynhegðan og hafa þar verið nefndir til þættir svo sem aldur við fyrstu samfarir, fjöldi rekkjunauta, kynsjúkdómar, reykingar og getnaðarvarnarpillan. Á seinni hluta síðustu aldar kom í ljós að allir þessir áhættuþættir tengjast HPV (Human Papilloma Virus) smiti.
  • Innlagnir unglinga á Vog helmingi færri nú er árið 2002

   Þórarinn Tyrfingsson; Sjúkrahúsið Vogi (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-07-05)
  • Notkun metýlfenídats fyrir börn með ofvirkni [ritstjórnargrein]

   Lauth, Bertrand (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-12-01)
   þessu tölublaði Læknablaðsins birtist áhugaverð grein um þróun notkunar metýlfenídats fyrir börn með ADHD á Íslandi á tímabilinu 1989-2006. Höfundar koma einnig að niðurstöðum rannsakenda í öðrum löndum. Þessi grein er þarft innlegg í umræðu sem er einatt lituð tilfinningum og áberandi fyrirsögnum. Hinn 13. nóvember sl. birti dagblaðið 24 stundir til að mynda forsíðufrétt með áberandi fyrirsögn: "Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa". Blaðið fjallar þar um niðurstöður bandarískrar langtímarannsóknar á meðferð athyglisbrests með ofvirkni eftir að breska ríkissjónvarpið BBC hafði frumsýnt heimildarmynd um rannsóknina daginn áður. Þessi þekkta langtíma rannsókn sem vísað var til ber vinnuheitið MTA (The Multimodal Treatment Study of Children with ADHD) og hófst árið 1999. Niðurstöður hennar hafa haft mikil áhrif á barnageðlækna víða um heim. Yfir 600 börnum hefur verið fylgt eftir til lengri tíma en almennt tíðkast og áhrif lyfjameðferðar hafa verið borin saman við áhrif atferlismeðferðar og annarra úrræða eins og foreldrafræðslu, stuðnings og ráðgjafar í skóla. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar víða um heim og þar til nú hafa allir höfundar verið sammála um það að lyfjameðferð með örvandi lyfjum hafa borið árangur til lengri tíma og sé einnig örugg fyrir börn.
  • Sjálfsvíg unglinga [ritstjórnargrein]

   Óttar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-01-01)
   Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche segir einhvers staðar; "Möguleikinn á að fremja sjálfsmorð hefur bjargað mörgu mannslífinu. Sjálfsmorðið er einhvers konar brunaútgangur út úr lífinu; mönnum verður rórra af því að vita af honum þótt þeir noti hann ekki." Þýski rithöfundurinn Hermann Hesse kallaði sjálfsvígið "neyðarútgang sem alltaf væri fyrir hendi". En hverjir eru það sem velja sér þennan neyðarútgang og af hverju?