• Aldur og kjör sjálfstætt starfandi sérfræðilækna

   Kristján Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-11)
  • Mat á vistunarþörf aldraðra

   Pálmi V. Jónsson; Sigurbjörn Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-10-01)
   Alkunna er að öldruðum fjölgar mest allra aldurshópa í þjóðfélaginu. í árslok 1989 voru 70 ára og eldri 7.1% af þjóðinni (1), en voru 5% 1950 (2) og spáð er að þeir verði 11.6 % árið 2020 (3). Jafnframt vex fjöldi háaldraðra mest. Árið 1984 var hlutfall 85 ára og eldri 1.1% af heildarmannfjölda en spáð er að 2028 verði hlutfall þeirra 1.7% (4). Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að 6.7% af 65-74 ára, 15.7% af 75-84 ára og 44% af 85 ára og eldri lifa við skerta færni í að minnsta kosti einni af athöfnum daglegs lífs (5). Borið saman við aldurshópinn 65-74 ára, hafa 85 ára og eldri liðlega þrefalt auknar líkur á því að tapa sjálfsbjargargetu, sjöfalt auknar líkur á að hafna á hjúkrunarheimili og 2.5 faldar líkur á dauða (6). Útgjöld ríkisins vegna vistunar aldraðra eru ekki fullkomlega ljós, en á árinu 1989 voru 999 einstaklingar á stofnunum reknum á hjúkrunardaggjaldi og 889 einstaklingar á stofnunum reknum á föstum fjárlögum (7,8). Meðalhjúkrunardaggjöld ársins 1989 voru 4.250 kr. (8) og má því ætla að útgjöld ríkisins vegna hjúkrunarvistunar aldraðra séu vægt áætluð 3 milljarðar kr. árlega og veruleg en óþekkt upphæð vegna þjónustuhúsnæðis aldraðra. Þrátt fyrir þetta er mikill vandi óleystur á suðvesturhorni landsins. Það er því ekki að undra að vistunarmál aldraðra séu í brennidepli. Undanfarna áratugi hafa margar viststofnanir fyrir aldraða starfað á Íslandi. Þessar stofnanir hafa verið reistar af opinberum aðilum, frjálsum félagasamtökum og einkaaðilum, en allar eru þær reknar af almannafé. Vegna hörguls á vistrými fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu, hefur stundum verið deilt um úthlutun vistrýma. Í lögum um málefni aldraðra frá 1982, sem voru hin fyrstu sinnar tegundar, var gert ráð fyrir mati á þörf fyrir langtímavistun (9). Ekkert varð úr framkvæmdum, en í lögum frá 1989 um málefni aldraðra, var kveðið enn skýrar á um vistunarmatið og í kjölfar lagasetningarinnar var sett reglugerð um vistunarmat snemma árs 1990. Höfundar tóku þátt í undirbúningi vistunarmatsins og vilja kynna það læknum, þar sem það snertir starf allra sem sinna öldruðum.