• Áfengisstefna á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Bjarni Össurarson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-03-01)
   Áfengi er aðalvímuefni Íslendinga. Um leið og það slær birtu í brjóst mikils meirihluta landsmanna veldur neysla þess gífurlegum heilsufarslegum skaða. WHO hefur áætlað að yfir 9% af snemmbærri fötlun/dauða megi rekja beint til áfengis (aðeins reykingar og hækkaður blóðþrýstingur valda meiri skaða) (1). Mikilvægt er að átta sig á að áfengi veldur ekki einungis skaða hjá þeim sem teljast áfengissjúkir heldur dreifist vandinn á miklu stærri hóp áfengisneytenda, aðstandenda og almennings. Þannig veldur áfengi hlutfallslega meiri skaða hjá ungu fólki, aðallega vegna slysa og sjálfskaða, en þeim eldri. Þegar litið er á þjóðfélagið í heild er sterk fylgni milli skaða og heildarmagns áfengis sem drukkið er (en sama á við um tíðni ölvunardrykkju og skaða af hennar völdum). Það er því mikið áhyggjuefni að áfengisneysla landsmanna hefur vaxið jafnt og þétt, rétt um 50% á síðustu 10 árum.
  • Heilsufar íslenskra bænda [ritstjórnargrein]

   Sigurður Thorlacius (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-12-01)
   Landbúnaður hefur lengi verið einn af mikil-vægustu atvinnuvegum landsins og því er verðugt viðfangsefni að skoða heilsufar bænda. Fram undir heimsstyrjöldina síðari höfðu vinnubrögð í íslenskum landbúnaði lítið breyst allt frá landnámi. Með vélvæðingu um miðja síðustu öld breyttust bústörfin.1 Má gera ráð fyrir að þetta hafi haft umtalsverð áhrif á heilsu bænda. 

  • Krabbamein, áfengi og samfélagsleg ábyrgð

   Laufey Tryggvadóttir; Klínískur prófessor í læknadeild HÍ framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-01)