Browsing Icelandic Journal Editorials by Subject (MeSH)
Now showing items 1-2 of 2
-
Læknamistök nei takk - sjúklingaöryggi já takk [ritstjórnargrein]Merk tímamót eru í uppsiglingu í flugsögunni en í desember næstkomandi eru 100 ár liðin frá flugi Wright bræðra. www.firstflightcentennial.org Tólf sekúndna flug þeirra bræðra breytti heiminum og markar upphaf flugreksturs samtímans, reksturs sem fyrst og fremst gengur út á að þjóna almenningi þannig að fólk komist fljótt og örugglega milli staða hvar sem er á jörðinni. Ef vel er að gáð má greinilega sjá hliðstæður í þróun flugs og læknisfræði á þessum 100 árum. Í upphafi voru skrefin stigin af fáum og framgangurinn oftast markaður sigrum er féllu í skaut ákveðnum einstaklingum, á þeim tíma flugmannanna og læknanna. Það var ekki undarlegt því undirbúningurinn, áræðnin og niðurstaðan var algerlega þeirra. Flug á þessum upphafsárum taldist til merkisatburða og á hverjum nýjum brottfarar- og lendingarstað þyrptist að fólk og veislur voru haldnar. Sama gilti um læknisaðgerðir og má til gamans má rifja upp að á Héraðshælinu á Blönduósi var hefð fyrir því að flagga í hvert sinn sem botnlangi var tekin og að kveldi aðgerðardags gæddu skurðlæknirinn og aðstoðarmaður hans, sem sá um svæfinguna og gjarnan var laghentur maður úr plássinu, sér á tertu og tendruðu andann með tári af brenndu víni. Því miður er ekki flaggað fyrir aðgerðum í dag, nema ef vera skyldi í hálfa stöng.