Browsing Icelandic Journal Editorials by Subject (MeSH)
Now showing items 1-1 of 1
-
Næring gjörgæslusjúklinga [ritstjórnargrein]Flestir eru sammála um nauðsyn þess að veita bráðveikum og slösuðum sjúklingum á gjörgæsludeildum næringarmeðferð ef horfur eru á að þeir þurfi gjörgæslumeðferðar við lengur en nokkra daga. Í nýútgefnum leiðbeiningum frá Society of Critical Care Medicine segir m.a.:1 „Með því að veita snemmbúna næringarmeðferð í meltingarveg (early enteral nutrition support therapy) er verið að veita virka meðferð sem getur dregið úr alvarleika sjúkdóms, minnkað tíðni aukaverkana, stytt legutíma á gjörgæsludeild og haft jákvæð áhrif á lífshorfur sjúklinga„.1 Flestar leiðbeiningar um næringarmeðferð gjörgæslusjúklinga mæla með að byrja meðferð innan tveggja til þriggja sólarhringa og að gefa næringuna í meltingarveg fremur en í æð þegar þess er kostur.1-3 Sumar ganga svo langt að mæla ekki með næringu í æð fyrr en allir möguleikar til að gefa næringu í meltingarveg hafa verið reyndir, þar með talið innlögn á næringarsondu í smágirni.3