• Rannsóknir á áfengisneyslu og misnotkun [ritstjórnargrein]

      Tómas Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-04-15)
      Þó að áfengi hafi verið notað í árþúsundir til gagns eða ógagns eftir atvikum er þekkingin á notkun þess og verkun enn ófullkomin. Slík þekking er nauðsynleg til að takast á við þann vanda sem fylgir áfengisneyslu og afleiðingum hennar. Að vísu hefur safnast saman mikill þekkingarforði og er löngu vitað að áfengi er hættulegt efni sem veldur breytingum á hegðun fólks, sjúkdómum og dauða. Því er nauðsynlegt að hafa hemil á notkun þess í heilsuverndarskyni. Vegna mismunandi aðstæðna og hefða er nauðsynlegt að rannsaka áfengisnotkun í hverju landi sérstaklega jafnframt alþjóðlegum samanburðarrannsóknum. Ekki er víst að alls staðar hæfi sömu aðgerðir til að koma í veg fyrir heilsufarslegar afleiðingar notkunarinnar þó að sömu meginreglur eigi vafalaust alls staðar við.