• Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og háskólasjúkrahúsið Landspítali [ritstjórnargrein]

   Kristín Ingólfsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-10-01)
   Traust samstarf Háskóla Íslands og Landspítalans er einn mikilvægasti þátturinn í þróun og áframhaldandi uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Stofnanirnar hafa í sameiningu kappkostað að byggja upp sjúkraþjónustu, menntun og aðstæður til þekkingar- og nýsköpunar í heilbrigðisvísindum. Það er trú Háskólans að nýskipan Heilbrigðisvísindasviðs innan skólans sé til þess fallin að styrkja samstarf við háskólasjúkrahúsið og aðra mikilvæga samstarfsaðila.
  • Læknar og nýr spítali [ritstjórnargrein]

   Kristján Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-04-01)
   Hlutirnir gerast hratt þessar vikurnar. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 18. janúar síðastliðnum setti allt af stað. Forvali hönnuða sem bjóða í skipulagningu spítalasvæðisins lýkur í apríl og tillögur þeirra sem til greina koma eiga að liggja fyrir í haust. Á heimasíðu Landspítala má líta margvísleg gögn sem skýra framvinduna, meðal annars fyrri ákvarðanir framtíðarnefndar og forsendur fyrir staðarvali. Þó hratt gangi þessa stundina er ráðgert að undirbúningur byggingar nýs spítala taki nokkur ár.
  • Nýr stjórnunarstíll [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson; Department of Preventive Medicine, University of Iceland, Neshaga 16, 107 Reykjavík, Iceland. vilraf@hi.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-03-01)
   Sameining stóru sjúkrahúsanna gekk í orði kveðnu skjótt og greiðlega fyrir sig en þegar farið var að hagræða og sameina einstaka deildir komu erfiðleikarnir í ljós. Mörg er þau mál sem enn eru óljós. Mjög er enn á huldu hvernig samvinnan við Háskólann verður, en staðfesting á því, að hin nýja stofnun skyldi hafa með kennslu og rannsóknir að gera, virtist þó ein af skærustu nýjungunum í upphafi.
  • Rekstrarvandi Landspítala [ritstjórnargrein]

   Friðbjörn Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-11-01)
   Fátt hefur verið meira til umræðu í fjölmiðlum á þessu ári en rekstrarvandi Landspítala. Fjárþörf hans er mikil enda hlutverkið að annast sérhæfðustu og dýrustu læknisþjónustu sem veitt er hér á landi. Margt bendir þó til þess að spítalinn hafi staðið all­vel að verki miðað við þær aðstæður. Skýrsla Ríkisend­urskoðunar um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja­vík sýnir að í samanburði við sjúkrahús í Bretlandi er rekstur Landspítala sambærilegur með tilliti til kostnaðar. Legutími sjúklinga er svipaður en árangur af læknismeðferð er mun betri hér. Þá eru afköst starfsmanna og bresks heilbrigðisstarfsfólks fyllilega sambærileg. Landspítalinn er öflugasta þekkingarfyrirtæki landsins og starfsmenn standa sig vel í alþjóðlegum samanburði á birtingu vísindagreina. Í könnun á vegum landlæknis og HTR um ,,Gæði frá sjónarhóli sjúklings" kom fram ánægja með þjónustu spítalans. Þá hefur markviss vinna við styttingu biðlista skilað verulegum árangri.
  • Sumarþankar af slysadeild [ritstjórngrein]

   Kristín Sigurðardóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-07-01)
   Ég var beðin um sumarhugleiðingu af slysadeildinni. Var þá nýkomin á kvöldvakt og þykir við hæfi að byrja þar ... Strax á leið inn í húsið - í gegnum biðstofuna á Slysa- og bráðadeildinni - sé ég að sumarið er komið með öllu tilheyrandi. Börnin með skrapsár í andliti og á útlimum, sárin full af möl og sandi og stundum líka beinbrot. Þegar dyrnar opnast þeysast þeir hvítklæddu um, skoðunarstofurnar fullar og sumir skjólstæðingar því á göngunum. Á bekkjunum liggja þeir sem hafa meiðst á neðri útlimum eða fengið alvarlegri áverka og höfuðhögg. Áfram geng ég inn, heyri að von sé á fólki úr umferðarslysi. Mér dettur strax í hug Kringlumýrarbraut ef slysið varð í bænum, en annars Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur eða Hellisheiði. En slysin geta svo sem átt sér stað hvar sem er. Það flögrar í gegnum huga minn hvernig það geti gerst að verið sé að tvöfalda Reykjanesbraut í báðar áttir, kostnaður á hvern kílómetra litlar 125 milljónir króna. Á meðan er lítið eða ekkert verið að gera til dæmis fyrir Vesturlands- eða Suðurlandsveg. Ég óttast að með fleiri akreinum verði bara meiri hraði og því verri slys. Mér skilst að fyrir svipaða upphæð og á að fara í tvöföldun Reykjanesbrautar mætti aðskilja akstursstefnur og gera 2+1 veg (ein akrein í hvora akstursstefnu og þriðju akreininni víxlað fyrir framúrakstur) til Selfoss, Reykjaness og að Hvalfirði. Eins skil ég ekki, fyrst fjármunir hins opinbera eru takmarkaðir, af hverju ekki var frekar úthlutað 50 milljónum króna til að halda uppi löggæslu við Reykjanesbraut allan sólarhringinn, allan ársins hring. Þessi upphæð samsvarar kostnaði við að tvöfalda um 400 metra af Reykjanesbraut. Með löggæslu allan sólarhringinn myndi draga úr hraða og með því fækka slysum og vegurinn yrði öruggari. Auk þess sem allt að 3700 milljónir myndu sparast og nota mætti til úrbóta víðsvegar í vegakerfi landsins, meðal annars á Reykjanesbraut.