• HPV bólusetning og leghálskrabbameinsleit á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Kristján Sigurdsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-12-01)
   Leghálskrabbamein er á heimsvísu annað algengasta krabbamein í konum með um 500.000 ný tilfelli á ári og um 275.000 konur deyja árlega úr sjúkdómnum (1). Fjögur af hverjum fimm tilfellum greinast í þróunarlöndunum þar sem nýgengi sjúkdómsins getur farið yfir 40 tilfelli á 100.000 konur. Á Norðurlöndum er nýgengið nú um og undir 9 á 100.000 konur og hefur nýgengið fallið um 50-72% og dánartíðnin um 63-83% eftir upphaf skipulegrar leghálskrabbameinsleitar 1962-1964 í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð og 1995 í Noregi (2). Leghálskrabbamein hefur lengi verið tengt lífsstíl og kynhegðan og hafa þar verið nefndir til þættir svo sem aldur við fyrstu samfarir, fjöldi rekkjunauta, kynsjúkdómar, reykingar og getnaðarvarnarpillan. Á seinni hluta síðustu aldar kom í ljós að allir þessir áhættuþættir tengjast HPV (Human Papilloma Virus) smiti.
  • Leit að leghálskrabbameini : skipulag er nauðsyn [ritstjórnargrein]

   Reynir Tómas Geirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-02-15)
   Til að kembirannsókn sé hagkvæm og beri árangur við að koma í veg fyrir sjúkdóm, þarf rannsóknaraðferðin að vera auðveld og ódýr í framkvæmd, ná til mikils fjölda einstaklinga og leiða til þess að tiltölulega algengur sjúkdómur finnist á frumstigi meðan hægt er að koma við lækningu, sem líklegt er að leiði til fulls bata (1). Leghálskrabbamein er sennilega þekktasta dæmið um sjúkdóm þar sem kembirannsókn ætti að gefa verulegan árangur. Skipulögð leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 á vegum Krabbameinsfélags islands og er sennilega það heilbrigðisframtak íslenskt, sem best er þekkt erlendis (2, 3). Sú ætlun að skoða nærri 35 þúsund konur á tveggja ára fresti hlaut að verða mikið verk fámennri þjóð og litlu áhugamannafélagi. Árartgurinn hér á landi og á nokkrum öðrum svæðum í Norður-Evrópu og Kanada vestanverðu er talinn sýna að slík leit geti leitt til raunverulegrar fækkunar dauðsfalla af sjúkdómi, sem í æ ríkari mæli leggst á konur á besta aldri (2). Margir hafa lagt hönd á plóginn við þetta árangursríka verk. Meðal þeirra skal hér sérstaklega minnst starfa yfirlækna Leitarstöðvarinnar, Ölmu Þórarinsson og síðar Guðmundar Jóhannessonar.