• Hryðjuverk með smitefnum og eiturefnum [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson; Department of Preventive Medicine, University of Iceland, Neshaga 16, 107 Reykjavík, Iceland. vilraf@hi.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-11-01)
   Heilbrigisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú þegar þetta er skrifað staðfest áreiðanlega að 13 hafi sýkst af miltisbrandi og þar af hafi þrír dáið. Tilfellin eru öll á austurströndinni, Flórída, New York borg, New Jersey og í höfuðborginni Washington. Auk þess leikur grunur á því að sex einstaklingar til viðbótar hafi fengið miltisbrandssmit. Hryðjuverkamenn hafa sent miltisbrandsgró í pósti og þeir sem hafa sýkst hafa opnað póstsendingar eða handfjallað póst sem hefur innihaldið gró. Miltisbrandur hefur lengi verið til í vopnabúrum víða um heim, ætlaður til dreifingar yfir byggðir og borgir óvinarins en dreifingin með pósti nú er ef til vill enn áhrifameiri vegna þeirrar skelfingar sem þetta hefur valdið meðal almennings.
  • Ný heimsmynd í kjölfar árásanna í Bandaríkjunum [ritstjórnargrein]

   Hannes Petersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-10-01)
   Með hruni Tvíburaturnanna á Manhattaneyju í New York í síðasta mánuði hrundu vonir okkar um friðsaman heim. Vonir okkar er einungis hafa heyrt um styrjaldir og hinna sem lifað hafa af ógnvænlegustu styrjaldir sem háðar hafa verið á jörðinni. Þessar styrjaldir hafa verið sérstakar fyrir marga hluta sakir. Með fyrri heimsstyrjöldinni hófst hin tæknivædda hermennska og er óþarfi er rekja sögu síðari heimsstyrjaldarinnar, utan að geta þess að í henni varð mannfall með þvílíkum hætti að ekki finnst neitt sambærilegt. Er þá ekki einvörðungu átt við mannfall í röðum hermanna heldur ekki síður í röðum saklausra jarðarbúa. Mannfallið var ekki einvörðungu fyrir þær sakir að saklausir íbúar átakasvæða blönduðust í styrjaldarátök vegna búsetu sinnar heldur var í fyrsta sinn ráðist á þá sérstaklega, bæði á skipulegan hátt með það að leiðarljósi að útrýma heilu kynþáttunum og líka þannig að í fyrsta sinn var kjarnorkuvopnum beitt á þann hátt að hernaðarlega mikilvæg skotmörk voru ekki í sigtinu heldur heimili manna. Kaldastríðið tók við þar sem friður ríkti vegna svokallaðrar gagnkvæmrar firringar sem gekk út á frið eða gjöreyðingu. Þessu ástandi fylgdi töluverð skerðing á frelsi einstaklinganna hjá öðrum kaldastríðsaðilanum en stöðugri hræðslu um kjarnorkuvá, fimbulkulda og dauða hjá hinum. Sú spennitreyja var engum eftirsjá þá járntjaldið hrundi, enda fóru í hönd hagvaxtartímar í okkar heimshluta.
  • Til umhugsunar eftir dóm Breiviks

   Sigurður Páll Pálsson; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-10)