• 112 hringja - hnoða [ritstjórnargrein]

   Karl Andersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2006-09-01)
   Einn af mikilvægustu þáttum góðrar heilbrigðisþjónustu er skipulag og rekstur neyðarþjónustu utan sjúkrahúsa. Samþætt starfsemi neyðarlínu og neyðarbíls, lækna og sérhæfðra sjúkraflutningamanna, slökkviliðs og sjúkrahúss er flókið og vandasamt verkefni sem krefst stöðugrar endurskipulagningar, endurmats, samvinnu og fræðslu. Þannig er um mjög sérhæfða heilbrigðisþjónustu að ræða þar sem skjót viðbrögð, fagleg þekking, reynsla og tækjabúnaður geta skipt sköpum um árangur meðferðar. Mikilvæg skref voru stigin í þróun þessarar þjónustu þegar rekstur neyðarbílsins hófst 1982, neyðarlínan var sett á stofn 1991 og stefnumótakerfi tveggja sjúkrabíla var tekið upp í útköllum vegna hjartaáfalla 1996.
  • 6. október 2021: Sögulegur dagur í baráttunni gegn malaríu

   Már Kristjánsson; Landspítala og Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2021-11)
  • Af hverju er ávísun á hreyfingu mikilvæg innan heilbrigðiskerfisins?

   Ingibjörg H. Jónsdóttir; The Institute of Stress Medicine, Gothenburg, Sweden (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-06)
  • Af hverju fjölgar öryrkjum með geðraskanir? [ritstjórnargrein]

   Tómas Zoëga (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-01-01)
   Læknarnir Sigurður Thorlacius og Sigurjón B. Stefánsson ásamt Stefáni Ólafssyni rita athyglisverða grein í þetta hefti Læknablaðsins (1). Þeir hafa um árabil stundað rannsóknir á ýmsum þáttum örorku. Nýgengi og algengi örorku hefur aukist á Íslandi líkt og í öðrum vestrænum löndum. Öryrkjar eru þó hlutfallslega færri hér en í nágrannalöndum og einnig virðist aukningin hafa komið síðar fram. Samanburður milli landa er þó varasamur vegna ólíkra velferðarkerfa.
  • Af rannsóknum og siðfræði [ritstjórnargrein]

   Sigurður Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-01-01)
   Hvað vegur þyngst þegar hæfni góðs starfsmanns í heilbrigðisþjónustu, læknis, hjúkrunarfræðings eða annars, ber á góma? Hann þarf að hafa til bera góða faglega þekkingu byggða á vísindalegum grunni, góða faglega þjálfun, haf a rétt viðbrögð við hvers kyns vanda á hraðbergi. Hann þarf líka og ekki síður að geta sýnt samhygð og samúð, geta talað við fólk án yfirlætis, geta tjáð sig um tilfinningar þess og sínar eigin og geta tekið ákvarðanir sem byggja á siðrænum grunni. Hann þarf að sameina raunvísindi og húmanisma. Siðrænar ákvarðanir á heilbrigðisstofnunum eru oft að nokkru byggðar á tilfinningum og vissulega þarf að taka tillit til tilfinninga fólks þegar siðrænar ákvarðanir eru teknar. Eigi að síður verður að hafa hemil á tilfinningunum. Ef tilfinningar réðu ferðinni, eða væru nægjanlegar til að taka ákvarðanir sem ekki lytu tæknilegum lögmálum, væri engin þörf á siðfræði eða siðfræðilegri rökræðu. Ákvarðanir væru teknar án umhugsunar, við brygðumst við aðstæðum í samræmi við líðan okkar hverju sinni. Siðferðilegar grundvallarreglur eru nauðsynlegt leiðarljós í þessum efnum.
  • Af skottulæknum og öðrum [ritstjórnargrein]

   Haukur Valdimarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-03-01)
   Annað árið í röð liggur fyrir AlÞingi tillaga til þingsályktunar um stöðu óhefðbundinna lækninga á Íslandi. Lagt er til að heilbrigðisráðherra skipi nefnd er geri úttekt á stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi og beri saman við stöðu mála á Vesturlöndum. Verkefni nefndarinnar yrðu mjög viðamikil. Atriði sem nefndinni ber að kanna sérstaklega varða menntun, viðurkenningu náms og starfsréttindi, samstarf við þá sem stunda hefðbundnar lækningaaðferðir og atriði er snerta skattamál. Nefndin skal safna saman aðgengilegum niðurstöðum úr rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum og virkni þessara aðferða og þeirri áhættu sem þeim fylgir. Ennfremur á nefndin að kanna viðhorf almennings til óhefðbundinna lækninga og hversu algengt það er að fólk leiti til þeirra sem bjóða slíka þjónustu. Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum til heilbrigðisráðherra um hvernig best sé að koma til móts við vaxandi umsvif á sviði óhefðbundinna lækninga hér á landi og meta hvort rétt kunni að vera að viðurkenna í auknum mæli nám í þessum greinum með veitingu starfsréttinda.
  • Af stórhuga sigurvegurum : hóprannsókn Hjartaverndar 40 ára [ritstjórnargrein]

   Karl Andersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-07-01)
   Um miðja síðustu öld var lítið vitað um orsakir kransæðasjúkdóma. Á lyflækningadeild Landspítala urðu læknar þess varir að hjartaáföll gerðust æ tíðari meðal þjóðarinnar. Sífellt fleiri leituðu til lækna vegna bráðra brjóstverkja og margir þeirra dóu. Krufningar leiddu í ljós drep í hjartavöðva. Fréttir bárust frá nágrannalöndunum um sams konar aukningu á hjartaáföllum. "Hin nýja farsótt" var komin til landsins. Á þessum tíma störfuðu þrír framsýnir læknar á lyflækningadeild Landspítala, þeir Sigurður Samúelsson, Theodór Skúlason og Snorri Páll Snorrason. Þessir læknar sáu að við svo yrði ekki búið. Eftir nokkurn undirbúning var kallað til fundar í turnherbergi Hótel Borgar miðvikudaginn 15. apríl 1964. Auk fyrrnefndra brautryðjenda sátu fundinn Eggert Kristjánsson stórkaupmaður, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson borgarstjóri og nokkrir embættismenn. Efni fundarins var stofnun Hjartaverndarfélags Reykjavíkur. Strax um sumarið voru svæðafélögin orðin 19 að tölu og 25. október 1964, um það bil sem Lyndon B. Johnson vann frækilegan sigur á Barry Goldwater í bandarísku forsetakosningunum, voru stofnuð Landssamtök Hjartaverndarfélaga: Hjartavernd
  • Af unglæknum og rannsóknarvinnu : vangaveltur að nýafstöðnu skurðlæknaþingi [ritstjórnargrein]

   Tómas Guðbjartsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-06-01)
   Skurðlæknaþing var nýlega haldið í Reykjavík og eins og oft áður var þingið haldið í samvinnu við Gjörgæslu- og svæfingalæknafélag Íslands. Skipulag þingsins var aðstandendum þess til sóma og fyrirlestrar og vísindaerindi athyglisverð. Að vel heppnuðu þingi loknu langar mig til að staldra aðeins við og ræða þátt unglækna í vísindahluta þingsins. Undirritaður hefur átt þess kost að sækja skurðlæknaþing nánast á hverju ári síðustu 12 árin. Á þessum rúma áratug hefur þingið tekið miklum breytingum til hins betra. Erindum fjölgaði framan af og "vísindalegt innihald" og sérstaklega flutningur erinda batnaði. Engu að síður verð ég að vera hreinskilinn og segja að mér hefur fundist vera tilhneiging til stöðnunar á síðustu tveimur þingum. Þetta snýr bæði að fjölda erinda en þó sérstaklega að þátttöku unglækna í undirbúningi og flutningi erinda á þinginu.
  • Aldarafmæli Háskóla Íslands og læknadeildar [ritstjórnargrein]

   Guðmundur Þorgeirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-10-01)
   Stofnun Háskóla Íslands, 17. júní 1911, var ekki aðeins kjarninn í hátíðahöldum Íslendinga á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, heldur stórt og mikilvægt skref á vegferð þjóðarinnar til stjórnarfarslegs og efnahagslegs sjálfstæðis. Nú er blásið til aldarafmælis og full ástæða til að hvetja alla þá sem Læknablaðið lesa að taka virkan þátt í fjölmörgum atburðum, málþingum og hátíðafyrirlestrum, sem haldnir verða á þessum tímamótum. Læknadeild var ein af fjórum stofndeildum Háskóla Íslands ásamt heimspekideild, lagadeild og guðfræðideild. Hún tók við læknakennslunni af Læknaskólanum sem starfað hafði frá 1876. Hins vegar er formleg læknakennsla á Íslandi jafngömul formlegri læknisþjónustu því í erindisbréfi Bjarna Pálssonar, okkar fyrsta landlæknis, frá 1760 er það skilgreindur hluti af hans embættisskyldum að kenna læknisefnum og yfirsetukonum.1 Fyrsta embættisprófið í læknisfræði þreytti Magnús Guðmundsson, síðar fjórðungslæknir Norðlendinga, árið 1763. Prófið var haldið í heyranda hljóði á Þingvöllum og verður ekki annað sagt en að prófstaðurinn hafi hæft mikilvægi atburðarins. Saga íslenskrar læknakennslu er þannig samofin sögu íslenskrar læknisþjónustu. Segja má að þar sé byggt á elstu arfleifð stéttarinnar því í eiðnum sem kenndur er við Hippókrates frá Kos og er um 2400 ára gamall segir svo í þýðingu Valdimars Steffensen, læknis:2 „Ég vil virða læknisfræðikennara minn sem foreldra mína, taka þátt í lífskjörum hans ef nauðsyn krefur, ala önn fyrir honum; enn fremur vil ég virða afkvæmi hans sem bræður, og kenna þeim læknisfræði, ef þeir æskja þess, endurgjaldslaust.“
  • Aldrei aftur Eldborg! [ritstjórnargrein]

   Guðrún Agnarsdóttir; Rape Trauma Center, Landspitali University Hospital, Fossvogi, 108 Reykjavík, Iceland. gudrunag@krabb.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-09-01)
   Nú hafa 22 stúlkur leitað aðstoðar Neyðarmóttöku vegna nauðgunar eftir síðustu verslunarmannahelgi. Fjórtán þeirra höfðu verið á Eldborgarhátíð. Þar voru einnig þrír hjúkrunarfræðingar Neyðarmóttökunnar sem skiptust á að liðsinna ungmennum í vanda. Þeim blöskraði svo ástandið og aðstæður allar að þær kölluðu til fundar með landlækni og hafa nú skilað ítarlegri skýrslu og tillögum til úrbóta. Dómsmálaráðherra brást einnig við og hefur skipað starfshóp með fulltrúum landlæknis, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar, ríkislögreglustjóra, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sýslumannafélags Íslands, Stígamóta auk ráðuneytisins. Þessum hópi er ætlað að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum og leggja fram tillögur sem miða að því að samræma enn fekar samstarf þeirra aðila sem koma að lögog heilsugæslu á slíkum hátíðum og endurskoða reglur um þær.
  • Aldur og kjör sjálfstætt starfandi sérfræðilækna

   Kristján Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-11)
  • Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

   Ársæll Már Arnarsson; Kristín Heba Gísladóttir; Stefán Hrafn Jónsson; 1 Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, 2 Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-06-02)
   Inngangur: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi gagnvart börnum og unglingum er ein alvarlegasta ógn við heilbrigði þeirra. Markmiðið var að rannsaka algengi og áhrif þess á íslenska unglinga í 10. bekk. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum úr íslenska hluta HBSC-rannsóknarinnar á heilsu og lífskjörum skólabarna. Alls tóku 3618 íslenskir nemendur þátt í alþjóðlegri spurningalistarannsókn sem lögð var fyrir alla nemendur í 10. bekk í öllum skólum landsins að einum undanskildum. Reynsla nemenda af kynferðislegri áreitni og ofbeldi var metin með því að spyrja hversu oft þau hefðu gegn sínum vilja verið: a) snert með kynferðislegum hætti, b) verið látin snerta annan einstakling með kynferðislegum hætti, c) verið reynt að hafa við þau samfarir eða munnmök eða d) einhverjum hefði tekist að hafa við þau samfarir eða munnmök. Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að 14,6% (527) þátttakenda höfðu orðið fyrir einhvers konar kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Af þeim höfðu 4,5% (162) orðið fyrir slíku einu sinni en 10,1% (365) höfðu annaðhvort orðið oftar fyrir ákveðinni gerð ofbeldis eða því hafði verið beitt gegn þeim á margvíslegri hátt. Um 1% þátttakenda, eða 35 einstaklingar, sögð- ust hafa orðið mjög oft fyrir nær öllum gerðum ofbeldis og áreitni. Tíðni vanlíðunar og áhættuhegðunar var mun hærri hjá þeim sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Ályktun: Þó niðurstöðurnar sýni að algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn unglingum sé svipað og í öðrum vestrænum löndum er það nokkuð hærra en sambærileg rannsókn á Íslandi leiddi í ljós fyrir áratug.
  • Allar dyr inn í velferðarþjónustuna ættu að vera þær réttu fyrir vímuefnafíkilinn.

   Þórarinn Tyrfingsson; Sjúkrahús ÁÁÁ, Vogi (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-06)
  • Andrógenónæmi [ritstjórnargrein]

   Árni V. Þórsson; Childrens Hospital, Landspitali University Hospital, Fossvogi, 108 Reykjavík, Iceland. arniv@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-03-01)
   Árið 1953 birtist í amerísku læknatímariti grein eftir dr. John Morris, en hann var fæðingalæknir við Yale háskóla í Bandaríkjunum (1). Þar sagði hann frá 82 konum sem allar höfðu eðlilegt útlit þrátt fyrir að kynkirtlar þeirra reyndust vera eistu. Titill greinar dr. Morris var The syndrome of testicular feminisation in male pseudohermaphrodites. Seinna leiddu rannsóknir í ljós að konur með testicular feminisation syndrome höfðu eðlilegt útlit ytri kynfæra, en legháls, leg og eggjaleiðarar voru ekki til staðar. Fyrr á árum var vandamálið oftast nær greint í tengslum við að ung kona fór til rannsókna vegna þess að blæðingar höfðu ekki hafist eða vegna ófrjósemi. Kviðslit í nára var einnig tiltölulega algengt upphafseinkenni sem var þá orsakað af þrýstingi frá kynkirtlum. Nú á síðari árum kemur fyrir að vandamálið greinist við fæðingu. Rannsóknir á frumum úr legvatni hafa þá ef til vill sýnt eðlilega litninga, en síðan fæðist barn sem er annars kyns en vænst var. Á síðari árum hefur testicular feminisation syndrome vikið fyrir heitinu androgen insensitivity syndrome (AIS) eða heilkenni andrógenónæmis (2,3).
  • Arðbært heilbrigðiskerfi

   Björn Rúnar Lúðvíksson; Ónæmisfræði‚ læknadeild Háskóla Ísland og ónæmisfræðideild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-10)
  • Astmameðferð á krepputímum [ritstjórnargrein]

   Davíð Gíslason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-04-01)
   Þegar kreppir að í þjóðfélaginu, eins og nú gerir, er leitað allra leiða til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Við sem vinnum í heilbrigðiskerfinu finnum áþreifanlega fyrir því. Í sambandi við útgjöld til heilbrigðismála hefur lyfjakostnaður lengi verið í brennidepli. Í þeirri umræðu vill oft gleymast mikilvægi lyfja í nútíma læknisfræði. Sú var tíðin að astmasjúklingar voru tíðir gestir á bráðamóttökum og legudeildum spítalanna. Þetta hefur breyst með tilkomu nýrra astmalyfja þótt orðið hafi þreföldun á algengi astma hjá ungu fólki hér á landi eftir 1990 (óbirtar heimildir). Finnar voru með sérstakt átaksverkefni varðandi astma á árnum 1994-2004.1 Frá 1980-1999 varð nærri fjórföldun á algengi astma þar í landi, en þrátt fyrir það fækkaði innlögnum á sjúkrahús um 36% og dauðsföllum af völdum astma fækkaði enn meira. Kostnaður vegna astma var kannaður í 11 Evrópulöndum árin 2000-2002. Hann var eðlilega minnstur hjá þeim sem hvorki misstu úr vinnu eða lentu á sjúkrahúsi, en átta sinnum meiri hjá þeim sem misstu úr vinnu og þurftu að leggjast á sjúkrahús.2 Langmestur kostnaður var fólginn í vinnutapi. Virkari lyf við astma hafa sparað miklar fjárhæðir fyrir samfélagið og bætt lífsgæði fjölda fólks.
  • Athyglisbrestur og ofvirkni – of eða van?

   Guðrún Dóra Bjarnadóttir; Geðdeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-03)
  • Aukin ferðamennska – áskorun í heilbrigðisþjónustu

   María Heimisdóttir; Fjármálasvið Landspítali Hringbraut, Læknadeild Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-09)
  • Aukning á kynsjúkdómum á Íslandi - Hvað er til ráða?

   Þórólfur Guðnason; Embætti landlæknis (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-11-03)
  • Að bæta göngugetu

   Páll E. Ingvarsson; Landspítala Grensási og læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2021-04)