• Bakverkir og sýklalyf.

   Ólafur Guðlaugsson; Lyflækningasvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-07)
  • Beinþynning [ritstjórnargrein]

   Ari Jóhannesson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-03-15)
   Á nýliðnu haustnámskeiði Læknafélags islands voru kynntar niðurstöður rannsóknar á mjaðmarbrotum eldri borgara í Reykjavik (1). Þar kom meðal annars fram, að síðastliðna tvo áratugi hefur fjöldi þessara brota meira en tvöfaldast. Þetta er í samræmi við niðurstöður fyrri könnunar á tíðni slíkra brota á höfuðborgarsvæðinu (2). Ætla má, að um næstu aldamót verði fjöldi mjaðmarbrota í Reykjavik tæplega 900 á fimm ára tímabili. Þessi brot valda iðulega langvinnri bæklun og ótímabærum dauðsföllum og eru þjóðfélaginu ákaflega kostnaðarsöm.
  • Betri hagur - bætt heilbrigði

   Kristján Þór Júlíusson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-02)
  • Betur má ef duga skal

   Vilhjálmur Ari Arason; Bráðamóttaka Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-02-03)
  • Blessuð sólin elskar allt [ritstjórnargrein]

   Bárður Sigurgeirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-07-01)
   Nú er tími sumarleyfa, sólarlandaferða, sólbaða, útivistar og vonandi eigum við eftir að njóta margra góðviðrisdaga á þessu sumri. Í tilefni af þessu er ekki úr vegi að huga að því að blessuð sólin hefur einnig aðrar hliðar, skuggahliðar sem mun verða fjallað um hér á eftir. Sólargeislar geta valdið sólbruna, öldrun húðar og húðkrabbameini (1). Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að flöguþekjukrabbamein tengjast heildargeislamagni, en sortuæxli og grunnfrumukrabbamein hafa verið tengd við óreglulega sólun (2, 3). Sortuæxli hafa einnig verið tengd sólbrunum og sólböðum í æsku (2). Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru margir tilbúnir að greiða dýru verði fyrir brúnan húðlit (3, 4). Talið er að sólargeislarnir geti valdið húðkrabbameini með því að valda stökkbreytingum í mikilvægum stjórngenum eins og p53 og með bælingu ónæmiskerfisins (5). Jafnvel minni háttar roði í húðinni eftir sólbað er merki um DNA skemmdir bæði í litarfrumum og hornfrumum (6). Húð flestra einstaklinga býr yfir öflugu viðgerðarkerfi sem oftast lagfærir slíkar skemmdir. Sjúklingar sem hafa meðfædda viðgerðargalla fá hins vegar fjölda húðkrabbameina, strax á fyrstu árum ævinnar. Margt bendir til þess að sá lífstíll sem við tömdum okkur á tuttugustu öldinni valdi svo miklu álagi á viðgerðarkerfi húðarinnar að í mörgum tilvikum nái húðin ekki að laga skemmdirnar og að afleiðing­arnar séu ört vaxandi nýgengi húðkrabbameina. Þó talið sé að flest húðkrabbamein megi rekja til geisla sólarinnar hafa nýlegar rannsóknir einnig sýnt fram á tengsl húðkrabbameina við notkun ljósabekkja (6, 7).
  • Blóðskilun á Íslandi í 30 ár [ritstjórnargrein]

   Runólfur Pálsson,; Páll Ásmundsson. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-01-01)
   Þann 15. ágúst síðastliðinn voru liðin 30 ár frá því fyrsta blóðskilunarmeðferðin var framkvæmd hérlendis. Í tilefni þessa 30 ára afmælis er þetta hefti Læknablaðsins helgað nýrnalæknisfræði. Í blaðinu eru birtar þrjár greinar um rannsóknir á sviði nýrnasjúkdóma og nýmalækninga (1-3). Vísindarannsóknir á sviði nýrnasjúkdóma hafa aukist hér á landi á undanförnum árum og gefa þær greinar sem birtast í þessu þemahefti nokkra mynd af þessu starfi. Miklar breytingar hafa orðið á þeim þremur áratugum sem liðnir eru síðan skilunarmeðferð við nýrnabilun hófst hér á landi. Nú þegar aldamót eru á næsta leiti er vert að staldra við og velta fyrir sér stöðu meðferðar við lokastigsnýrnabilun í dag og jafnframt að horfa fram á við og velta fyrir sér þeim viðfangsefnum sem verða brýnust í upphafi næstu aldar.
  • Blöðruhálskirtilskrabbamein og hópleit : allt orkar tvímælis þá er gert er [ritstjórnargrein]

   Eiríkur Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-06-01)
   Ekki alls fyrir löngu gerði ég fernt á einum degi sem tengist þessu meini. Að morgni nam ég á brott blöðruhálskirtil úr sextugum manni. Á hádegi setti ég áttræðan mann á líknandi meðferð vegna lokastigs sjúkdómsins. Um miðjan dag fylgdi ég tæplega fimmtugum manni til grafar sem háð hafði erfiða baráttu við meinið. Undir lok dags hélt ég erindi fyrir stuðningshóp sjúklinga og færði rök fyrir því að hópleit vegna þessa sjúkdóms væri ótímabær. Áheyrendurnir voru að vonum undrandi þar sem krabbameinið er það algengasta hjá íslenskum karlmönnum en um 200 greinast og á fimmta tug látast árlega. Dæmið að ofan sýnir hversu algengt og alvarlegt viðfangsefnið er og nýlegar rannsóknir benda til þess að hægt sé að lækka dánartíðnina um 20% með PSA-stýrðri hópleit. Hvert er þá vandamálið?
  • Börnin okkar

   Steingerður Sigurbjörnsdóttir; Barna- og unglingageðlæknir á SÓL, sálfræði- og læknisþjónusta (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-05)
  • Bráð vandamál Landspítala

   Martin Ingi Sigurðsson; Elías Sæbjörn Eyþórsson; Theódór Skúli Sigurðsson; Runólfur Pálsson; 1) 3) Háskóla Íslands, Landspítala 2) 3) Landspítala (Læknafélag Íslands, 2021-09)
  • Bráðameðferð á háskólasjúkrahúsi [ritstjórnargrein]

   Karl Andersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-08-01)
   Fyrirsjáanlegum skorti á unglæknum hefur verið afstýrt tímabundið með samningi Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) við læknanema á elleftu stundu. Læknanemar gengu til fundar við lækningaforstjóra og sviðsstjóra lyflækningadeildar þar sem lýst var vilyrði fyrir ákveðinni hækkun á launum nemanna í því skyni að fá fleiri til starfa í sumar þegar ljóst var að í óefni stefndi með mönnun. Læknanemarnir gerðu ráð fyrir því að yfirmenn sjúkrahússins hefðu eitthvert samningsumboð, nokkuð sem síðar reyndist ekki vera. Boð kom frá ráðuneyti fjármála um að engar launahækkanir skyldu koma til framkvæmda. Þessi ákvörðun væri einfaldlega ekki í höndum stjórnenda spítalans. Lendingu var síðan náð á síðustu dögum maímánaðar með samkomulagi um að launað starf nemanna á sjúkrahúsinu skyldi metið sem liður í klínísku námi. Þessi samningur er á margan hátt merkilegur og vekur upp margar spurningar.
  • Bráðameðferð kransæðastíflu : þegar mínútur skipta máli [ritstjórnargrein]

   Karl Andersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-03-01)
   Beint samband er á milli tímalengdar kransæðastíflu og umfangs vefjaskemmdar sem af henni hlýst.1 Þetta endurspeglast í því að lífslíkur sjúklingsins minnka eftir því sem lengri tími líður þar til blóðflæði kemst aftur á.2 Ávinningur af enduropnun kransæða er langsamlega mestur á fyrstu 2-4 klst eftir upphaf einkenna. Hver mínúta sem sparast á því tímabili er mun dýrmætari í að bæta horfur en þegar lengra er liðið frá áfalli.3 ...
  • Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum

   Matthíasdóttir, Anna Mjöll; Guðnason, Þórólfur; Halldórsson, Matthías; Haraldsson, Ásgeir; Kristinsson, Karl G.; 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 sóttvarnarlæknir, Embætti landlæknis, 3 geðdeild Landspítala, 4 Barnaspítala Hringsins, 5 sýklafræðideild Landspítala. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-01-04)
   Tilgangur: Sýklalyfjanotkun er ein helsta orsök sýklalyfjaónæmis hjá bakteríum og er mikilvægt að draga úr ónauðsynlegri notkun eins og hægt er. Sýklalyfjanotkun, og þá sérstaklega notkun breiðvirkra sýklalyfja, er mikil hér á landi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna sýklalyfjaávísanir árið 2014 og bera saman við kannanir Landlæknisembættisins 1991 og 1995. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og var upplýsinga aflað með spurningalistum. Þýðið samanstóð af öllum heimilis- og heilsugæslulæknum starfandi á Íslandi árin 1991 og 1995 ásamt öllum starfandi læknum á Íslandi í mars 2014. Spurt var um greiningu og meðferð einfaldrar þvagfærasýkingar, bráðrar miðeyrnabólgu og hálsbólgu. Notuð var fjölþátta lógistísk aðhvarfsgreining og marktæknismörk voru p≤0,05. Niðurstöður: Svarhlutfall var 85% og 93% árin 1991 og 1995 en 31% árið 2014. Hlutfall lækna sem töldu sig ávísa oftar en 10 sinnum að jafnaði á viku var 36% 1991, 32% 1995 en 21% 2014. Algengi trímetóprím-súlfa sem fyrsta lyfs við einfaldri þvagfærasýkingu fór úr 43% og 45% í fyrri könnunum í 8% árið 2014. Árið 2014 töldu heimilis- og heilsugæslulæknar sig ávísa sýklalyfi 87% sjaldnar við bráðri miðeyrnabólgu en 1991 (p<0,001). Við greiningu hálsbólgu töldu sömu læknar sig taka hálsstrok í ræktun eða hraðgreiningarpróf næstum 5 sinnum oftar árið 2014 en 1991 (p<0,001). Ályktanir: Talsverðar breytingar hafa orðið á ávísunarvenjum lækna síðastliðna tvo áratugi og eru þær nú oftar í samræmi við klínískar leiðbeiningar Embættis landlæknis. Lengi má gott bæta og er mikilvægt að hvetja enn frekar til betri notkunar sýklalyfja með það að markmiði að draga úr þróun sýklalyfjaónæmis hér á landi.
  • Breytt vígstaða í stríðinu við reykingar

   Hans Jakob Beck; Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð SÍBS 270 Mosfellsbæ (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-01)
  • Brjósklos? [ritstjórnargrein]

   Bjarni Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-09-01)
   Bakverkur er algengur kvilli, einn sá algengasti sem kemur til kasta bæklunarlækna. Stundum fylgir honum verkur í ganglim, einatt kallaður þjótaugarverkur og ekki alltaf með réttu. Ræður þá af líkum, að margt hefir verið reynt til þess að ráða bót á verkjunum. Þá er fyrst að finna orsökina. Sjúkdómsgreiningin skiptir öllu máli eins og endranær.
  • Brostið stuðningsnet útskrifta

   Aðalsteinn Guðmundsson; Læknadeild HÍ, Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-10)
  • Brýnasta verkefni lækna

   Arna Guðmundsdóttir; Innkirtladeild Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-02-03)
  • Bylting í þróun bóluefna

   Ingileif Jónsdóttir; Háskóla Íslands og Íslenskri erfðagreiningu (Læknafélag Íslands, 2021-03)
  • Byltingarkenndar framfarir í meðferð lifrarbólgu C - Hvers eiga íslenskir sjúklingar að gjalda?

   Sigurður Ólafsson; Landspitali University Hospital, Iceland (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-06)
  • Bæklunarskurðlækningar í úlfakreppu

   Yngvi Ólafsson; Bæklunarskurðdeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-06)
  • Clostridium difficile sýkingar : vaxandi heilsufarsvandamál á Vesturlöndum

   Einar S Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-09-01)
   Clostridium difficile sýkingar (e. Clostridium difficile infections (CDI)) hafa verið þekkt heilsufarsvandamál í fleiri áratugi. Mikilvæg rannsóknarvinna hefur aukið þekkingu okkar á klínískum greiningaraðferðum, faraldsfræði og meðferð þessara iðrasýkinga. Tíðni CDI hefur farið vaxandi víðast hvar á Vesturlöndum og meinvirkari stofnar hafa komið fram. Faraldrar hafa einnig brotist út á mörgum stöðum í heiminum og fleiri alvarlegar sýkingar og aukin dánartíðni hafa fylgt í kjölfarið. Kostnaður heilbrigðiskerfisins hefur aukist að sama skapi sökum þessa. Afleiðingar CDI eru langvarandi spítalalegur vegna hvimleiðs niðurgangs, blóðsýkingar og lost í kjölfar hennar, ristilrof og brottnám ristils. Í byrjun þessa áratugar var lýst faröldrum í Quebec í Kanada af CDI þar sem tilfellum fjölgaði gífurlega ásamt fjölgun alvarlegra afleiðinga þessara sýkinga.1 Faraldrar þessir einkenndust af fjórum til fimm sinnum hærra nýgengi af CDI og aukinni dánartíðni frá 4,5% árið 1991 upp í 22% árið 2004.1 Faröldrum af þessu tagi hefur einnig verið lýst í Evrópu. Fjöldi CDI tilfella í Bandaríkjunum virðist sífellt fara vaxandi og á síðustu árum hefur verið áætlað að um 450.000-750.000 tilfelli eigi sér stað þar í landi á ári.2 Sterk tengsl á milli sýklalyfjanotkunar og CDI hefur verið þekkt áratugum saman en aukning af CDI tengd notkun prótónupumpuhemla hefur nýlega verið lýst.3-5