• Clostridium difficile sýkingar : vaxandi heilsufarsvandamál á Vesturlöndum

   Einar S Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-09-01)
   Clostridium difficile sýkingar (e. Clostridium difficile infections (CDI)) hafa verið þekkt heilsufarsvandamál í fleiri áratugi. Mikilvæg rannsóknarvinna hefur aukið þekkingu okkar á klínískum greiningaraðferðum, faraldsfræði og meðferð þessara iðrasýkinga. Tíðni CDI hefur farið vaxandi víðast hvar á Vesturlöndum og meinvirkari stofnar hafa komið fram. Faraldrar hafa einnig brotist út á mörgum stöðum í heiminum og fleiri alvarlegar sýkingar og aukin dánartíðni hafa fylgt í kjölfarið. Kostnaður heilbrigðiskerfisins hefur aukist að sama skapi sökum þessa. Afleiðingar CDI eru langvarandi spítalalegur vegna hvimleiðs niðurgangs, blóðsýkingar og lost í kjölfar hennar, ristilrof og brottnám ristils. Í byrjun þessa áratugar var lýst faröldrum í Quebec í Kanada af CDI þar sem tilfellum fjölgaði gífurlega ásamt fjölgun alvarlegra afleiðinga þessara sýkinga.1 Faraldrar þessir einkenndust af fjórum til fimm sinnum hærra nýgengi af CDI og aukinni dánartíðni frá 4,5% árið 1991 upp í 22% árið 2004.1 Faröldrum af þessu tagi hefur einnig verið lýst í Evrópu. Fjöldi CDI tilfella í Bandaríkjunum virðist sífellt fara vaxandi og á síðustu árum hefur verið áætlað að um 450.000-750.000 tilfelli eigi sér stað þar í landi á ári.2 Sterk tengsl á milli sýklalyfjanotkunar og CDI hefur verið þekkt áratugum saman en aukning af CDI tengd notkun prótónupumpuhemla hefur nýlega verið lýst.3-5
  • Cochrane samtökin - öflugur bandamaður heilbrigðisþjónustu [ritstjórnargrein]

   Sigurður Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-04-01)
   Cochrane eru alþjóðleg samtök, stofnuð 1993, sem hafa það markmið að aðstoða fólk við að taka upplýstar ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu. Það gera samtökin með því að vinna, viðhalda og koma á framfæri kerfisbundnum yfirlitum yfir áhrif og gagnsemi einstakra heilbrigðisaðgerða, svo sem meðferðar, greiningar, forvarna og skipulags heilbrigðisþjónustu. Yfirlitin eru unnin af ýmsum hópum (Cochrane Review Groups) víðsvegar um heiminn sem hver sinnir ákveðnu sviði. Hóparnir eru nú 49 en yfirlitin nálgast 2000. Þau eru birt í Cochrane bókasafninu sem er endurnýjað á fjögurra mánaða fresti og er aðgengilegt Íslendingum á www.hvar.is vef landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Yfirlitin eru ekki aðeins dýrmæt vegna þess að þau eru unnin á kerfisbundinn hátt eftir stífum aðferðafræðilegum kröfum heldur líka vegna stöðugrar endurnýjunar í ljósi nýrrar vitneskju (rannsókna eða faglegrar gagnrýni).
  • COVID-19 – hvað höfum við lært og hvert stefnum við?

   Þórólfur Guðnason; Embætti landlæknis (Læknafélag Íslands, 2020-10)
  • COVID-19. Eina vissan er óvissan

   Haraldur Briem; Embætti landlæknis (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-03)
  • COVID-19: Snerpa, samvinna og samstaða

   Alma D. Möller; Landlæknir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-06)
  • COX-2 í stað NSAID, borgar það sig? [ritstjórnargrein]

   Björn Guðbjörnsson; Centre for rheumatology research, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. bjorngu@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-11-01)
   Í þessu hefti Læknablaðsins birtist yfirlitsgrein um asperín, forsögu þess og tilurð, ásamt nýjum meðferðarmöguleikum asperínskyldra lyfja (1). Við tímamót þar sem nýr lyfjahópur úr þessum lyfjaflokki kemur á markað, það er að segja COX-2 hemlar, er nauðsynlegt að fram komi ítarlegt yfirlit um stöðu þekkingar varðandi verkun þessara lyfja. Samtímis er rétt að skoða nánar heilsuhagfræðilegan þátt COX-2 hemla. Bólgueyðandi asperínlík lyf eða salílyf, eins og greinarhöfundur fyrrnefndrar yfirlitsgreinar kýs að kalla NSAID-lyfin, eru til á flestum heimilum hér á landi og ábendingar fyrir notkun salílyfja eru margþættar. Þar vega verkir af margvíslegum toga þungt, oft án nánari sjúkdómsgreiningar. Líklegast má ætla, að frátöldum ýmsum skammvinnum verkjavanda, að sjúklingar með slitgigt sé stærsti notkunarhópur salílyfja. Söluandvirði þessa lyfjaflokks nemur árlega um 270 milljónum króna hérlendis (2).
  • D-vítamín - gott fyrir alla

   Soffía Jónasdóttir; Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-09-07)
  • Dansaðu maður, dansaðu!

   Helga Ólafs; Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2020-06-08)
  • Doktorsnám við læknadeild Háskóla Íslands

   Helga Ögmundsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-04-07)
  • Drög að áfangaskýrslu [ritstjórnargrein]

   Jóhannes Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-06-01)
   Um þessar mundir eru þrjú ár frá því að Læknablaðið var skráð á gagnagrunn National Library of Medicine (NLM/Medline) í Bandaríkjunum. Eins og áður hefur komið fram í þessum dálkum ábyrgðist ritstjórn Læknablaðsins af þessu tilefni ákveðið vinnulag við meðhöndlun innsendra fræðigreina, það er að segja frumgreina ("original articles"), yfirlitsgreina og sjúkratilfella. Í umsókn um skráningu í gagnagrunninn lýsti ritstjórnin þannig vinnuferlum sem hún hefði þegar tekið upp eða myndi taka upp ef Læknablaðið fengist fært í gagnagrunninn. Forsenda skráningarinnar voru meðal annars nákvæmar upplýsingar um menntun, þjálfun og rannsóknir ritnefndarmanna. Auk þess, og í sem stytztu máli er ferli innsendra fræðigreinar eftirfarandi: ritstjórnarfulltrúa berst fræðigrein sem framsend er til ritstjóra/ábyrgðarmanns sem úthlutar einum ritnefndarmanni greininni til frekari ákvörðunar. Viðkomandi ritnefndarmanni er samtímis oftast fenginn annar ritnefndarmaður (,,secunder?), þeim fyrri til aðstoðar ef þurfa þykir. Á þessu stigi getur ábyrgur ritnefndarmaður stöðvað ferlið og mælt með höfnun greinarinnar án frekari umfjöllunar og tekur ritstjórnin öll þá ákvörðun sameiginlega. Sýnu algengast er þó að viðkomandi fræði­grein sé send áfram til ritrýni. Það er skilyrði við umfjöllun um frum- og yfirlitsgreinar, að fyrir liggi að minnsta kosti tvær bitastæðar umsagnir ritrýna. Getur þá oft flýtt fyrir að leita til þriggja aðila strax í upphafi. Dýpt og lengd umsagnanna er mjög mismunandi og ritrýni sem er ein eða tvær málsgreinar almenns eðlis kemur ritstjórn og höfundum að takmörkuðu gagni varðandi framhaldið.
  • Hinn dýri vegatollur [ritstjórnargrein]

   Karl Andersen; Department of Cardiology, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. andersen@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-09-01)
   Á undanförnum vikum hafa fleiri ungmenni látið lífið og örkumlast í umferðarslysum hér á landi en dæmi eru um í annan tíma. Landsmenn eru slegnir óhug við þessa atburði, leita skýringa og jafnvel sökudólga í hverju einstöku tilviki og komast oftar en ekki að þeirri niðurstöðu að slysinu hefði mátt afstýra, ef einhver hefði hagað sér á annan veg en raunin varð. Síðan heldur lífið áfram sinn vanagang, það er að segja hjá þeim sem ekki eiga um sárt að binda. Eftirköstin eru sjaldan dregin fram í dagsljósið: þjáningar syrgjenda, langar sjúkrahúslegur fórnarlamba, endurhæfing, örkuml og örorka. Sú þrautaganga er sjaldan tilefni fréttaflutnings og gleymist fljótt. Öllum ber saman um það, að þessari vargöld verði að linna. Íslenska þjóðin hefur ekki efni á að gjalda vegatoll með æsku landsins. En hvað er til ráða? Sérstök átök Umferðarráðs og Dómsmálaráðuneytis virðast engum árangri skila. Hræðsluáróðurinn með illa leiknum bílhræjum við vegarkantinn hverfur í rykmekki baksýnisspegilsins. Kallað er eftir aukinni löggæslu, hertum viðurlögum við umferðarlagabrotum, öruggari umferðarmannvirkjum, hækkun lágmarksaldurs ökumanna, bættri ökukennslu. Einn bendir á annan.
  • Dýrir fylgikvillar sykursýki [ritstjórnargrein]

   Ástráður B. Hreiðarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-03-01)
   Diabetic Complications Cost Billions." Þessa sláandi fyrirsögn gat nýlega að líta í bandarísku riti um heilbrigðismál. Árið 2002 fór 11% af öllu því fé sem Bandaríkjamenn nota í heilbrigðismál í kostnað vegna sykursýki og af því fór drjúgur hluti í fylgikvillana (1). Ef óbeinn kostnaður, til dæmis vegna vinnutaps og örorku, er talinn með hækkar þetta hlutfall upp í 15%. Enn alvarlegri en kostnaðurinn er þjáningin og sú skerðing á lífsgæðum sem fylgikvillarnir hafa í för með sér fyrir einstaklinginn og hans nánustu. Augnsjúkdómar af völdum sykursýki eru ein algengasta orsök blindu á Vesturlöndum. Sykursýki er jafnframt algengasta orsök endastigs nýrnabilunar. Hjarta- og æðasjúkdómar eru tvö til þrefalt algengari hjá sykursjúkum og eru langalgengasta dánarorsökin (80%). Sykursýki er einnig ein algengasta orsök aflimana ganglima. Sem betur fer sleppur þó fjöldinn allur af sykursjúkum að mestu við fylgikvilla, en með markvissu eftirliti og meðferð er hægt að koma í veg fyrir, eða í það minnsta seinka fylgikvillunum.
  • Dægurklukkan og Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði 2017

   Eiríkur Steingrímsson; Lífefna- og sameindalíffræðistofu, Lífvísindasetri, læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-11-03)
  • Ebóla og við

   Sigurður Guðmundsson; Lyflækningasviði Landspítala‚ Læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-10)
  • Eina raunverulega vandamál heimspekinnar?

   Óttar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-11)
  • Einkarekstur í heilbrigðiskerfi [ritstjórnargrein]

   Guðmundur Arason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-06-01)
   Undanfarið hefur talsvert borið á umræðum um aukinn kostnað þjóðfélagsins í heilbrigðiskerfinu. Finnst stjórnmálamönnum sem útdeila fjármunum ríkisins kostnaður hafa aukist stjórnlaust og gripið í taumana. Landspítali hefur ekki farið varhluta af þessari umræðu og verið settur í fjármagnsspenni­treyju og því hefur hann þurft að endurskoða hvaða þjónustu er nauðsynlegt að veita og draga úr annarri þjónustu sem hægt er að veita annars staðar en á hátækni­sjúkra­húsi
  • Eldgos og eitraðar lofttegundir

   Gunnar Guðmundsson; Landspítala og Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2021-05)
  • Eldgos og heilsa [ritstjórnargrein]

   Þórarinn Gíslason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-07-01)
   Enda þótt í Vestmannaeyjagosinu í janúar 1973 hafi orðið röskun á högum þúsunda Íslendinga hefur fréttum af nýju eldgosi yfirleitt fylgt eftirvænting og jafnvel tilhlökkun meðal flestra núlifandi Íslendinga, væntingar um að framundan sé enn eitt stórkostlegt sjónarspil náttúrunnar. „Ertu búin(n) að fara og sjá gosið?“ Flott, fylgir því að búa á Íslandi. Gosið á Fimmvörðuhálsi byrjaði á þann veg, en þegar Eyjafjallajökull opnaði gíga sína blasti við ný mynd með lömun á flugi og miklu öskufalli sem raskað hefur lífi fjölda manns. Þessum náttúruhamförum hefur fylgt óöryggi og vanlíðan, jafnframt því sem áleitnar spurningar hafa vaknað um heilsufarslega skaðsemi eldgossins, bæði í bráð og lengd.
  • Embætti landlæknis eftir sameiningu

   Geir Gunnlaugsson; Landlæknir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-05)
  • Endurlífgun utan sjúkrahúsa [ritstjórnargrein]

   Guðmundur Þorgeirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-10-01)
   Í september 1950 millilenti flugvél, sem var á leiðinni frá Lúxembourg til Nýfundnalands, á Reykjavíkurflugvelli en þaðan hélt hún áfram til Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Tæpast er þessi atburður í frásögur færandi flugsögunnar vegna en varðar efni þessa greinarstúfs því um borð var ungur austurrískur læknir, Peter J. Safar, sem átti eftir að vinna gagnmerkt brautryðjendastarf í endurlífgun og þróa aðferðir sem enn eru í fullu gildi (1). Nokkrum árum síðar var hann orðinn yfirlæknir á svæfingadeild Baltimore City Hospital og í desember 1956 hóf hann að rannsaka áhrif og virkni munn við munn öndunar á fólki. Byggði hann á nýlegri athugun kollega síns James Elam á hundum og í kjölfarið kom uppgötvun Kouwenhovens, Judes og Knickerbrockers á ytra hjartahnoði (2). Safar og félagar tengdu þessa þætti saman í samhæfða aðgerð (3) sem sigraði heiminn undir skammstöfuninni CPR (cardiopulmonary resuscitation) enda byggð á traustum lífeðlisfræðilegum grunni og vönduðum rannsóknum brautryðjendanna. Vegna þess hve skyndidauði er stórt og mikilvægt viðfangsefni um heim allan hefur þróast alþjóðlegt samstarf um reglubundna endurskoðun á endurlífgunaraðferðum og tengdri lyfjameðferð sem byggist á nýjustu rannsóknum hvers tíma. Síðustu ráðleggingar birtust síðastliðið ár ásamt ítarlegri greinargerð um nánast allar hliðar málsins, ekki síst hinn vísindalega grundvöll og veilurnar sem í honum eru (4).