• Ebóla og við

   Sigurður Guðmundsson; Lyflækningasviði Landspítala‚ Læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-10)
  • Eina raunverulega vandamál heimspekinnar?

   Óttar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-11)
  • Einkarekstur í heilbrigðiskerfi [ritstjórnargrein]

   Guðmundur Arason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-06-01)
   Undanfarið hefur talsvert borið á umræðum um aukinn kostnað þjóðfélagsins í heilbrigðiskerfinu. Finnst stjórnmálamönnum sem útdeila fjármunum ríkisins kostnaður hafa aukist stjórnlaust og gripið í taumana. Landspítali hefur ekki farið varhluta af þessari umræðu og verið settur í fjármagnsspenni­treyju og því hefur hann þurft að endurskoða hvaða þjónustu er nauðsynlegt að veita og draga úr annarri þjónustu sem hægt er að veita annars staðar en á hátækni­sjúkra­húsi
  • Eldgos og eitraðar lofttegundir

   Gunnar Guðmundsson; Landspítala og Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2021-05)
  • Eldgos og heilsa [ritstjórnargrein]

   Þórarinn Gíslason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-07-01)
   Enda þótt í Vestmannaeyjagosinu í janúar 1973 hafi orðið röskun á högum þúsunda Íslendinga hefur fréttum af nýju eldgosi yfirleitt fylgt eftirvænting og jafnvel tilhlökkun meðal flestra núlifandi Íslendinga, væntingar um að framundan sé enn eitt stórkostlegt sjónarspil náttúrunnar. „Ertu búin(n) að fara og sjá gosið?“ Flott, fylgir því að búa á Íslandi. Gosið á Fimmvörðuhálsi byrjaði á þann veg, en þegar Eyjafjallajökull opnaði gíga sína blasti við ný mynd með lömun á flugi og miklu öskufalli sem raskað hefur lífi fjölda manns. Þessum náttúruhamförum hefur fylgt óöryggi og vanlíðan, jafnframt því sem áleitnar spurningar hafa vaknað um heilsufarslega skaðsemi eldgossins, bæði í bráð og lengd.
  • Embætti landlæknis eftir sameiningu

   Geir Gunnlaugsson; Landlæknir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-05)
  • Endurlífgun utan sjúkrahúsa [ritstjórnargrein]

   Guðmundur Þorgeirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-10-01)
   Í september 1950 millilenti flugvél, sem var á leiðinni frá Lúxembourg til Nýfundnalands, á Reykjavíkurflugvelli en þaðan hélt hún áfram til Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Tæpast er þessi atburður í frásögur færandi flugsögunnar vegna en varðar efni þessa greinarstúfs því um borð var ungur austurrískur læknir, Peter J. Safar, sem átti eftir að vinna gagnmerkt brautryðjendastarf í endurlífgun og þróa aðferðir sem enn eru í fullu gildi (1). Nokkrum árum síðar var hann orðinn yfirlæknir á svæfingadeild Baltimore City Hospital og í desember 1956 hóf hann að rannsaka áhrif og virkni munn við munn öndunar á fólki. Byggði hann á nýlegri athugun kollega síns James Elam á hundum og í kjölfarið kom uppgötvun Kouwenhovens, Judes og Knickerbrockers á ytra hjartahnoði (2). Safar og félagar tengdu þessa þætti saman í samhæfða aðgerð (3) sem sigraði heiminn undir skammstöfuninni CPR (cardiopulmonary resuscitation) enda byggð á traustum lífeðlisfræðilegum grunni og vönduðum rannsóknum brautryðjendanna. Vegna þess hve skyndidauði er stórt og mikilvægt viðfangsefni um heim allan hefur þróast alþjóðlegt samstarf um reglubundna endurskoðun á endurlífgunaraðferðum og tengdri lyfjameðferð sem byggist á nýjustu rannsóknum hvers tíma. Síðustu ráðleggingar birtust síðastliðið ár ásamt ítarlegri greinargerð um nánast allar hliðar málsins, ekki síst hinn vísindalega grundvöll og veilurnar sem í honum eru (4).
  • Engin fræðastörf á vinnutíma

   Þórður Harðarson; Prófessor emeritus‚ sérfræðingur í hjartalækningum (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-09)
  • Engin sátt enn um gagnagrunn á heilbrigðissviði [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-03-01)
   Gagnagrunnur á heilbrigðissviði er til umræðu í Læknablaðinu. Í þetta sinn er reynt að gefa yfirlit yfir það nýjasta; greint er frá viðbrögðum við veitingu rekstrarleyfisins til handa Íslenskri erfðagreiningu og fyrirhugaðri málsókn Mannverndar og ýmissa einstaklinga á hendur íslenska ríkinu. Á síðustu tímum hafa hlutirnir gerst svo hratt að erfitt er fyrir Læknablaðið, sem kemur mánaðarlega, að velja til frásagnar það sem lesendur hafa enn áhuga á jafnframt því reyna að upplýsa lækna um heildarstöðu mála. Þótt allmargir læknar hafi lýst afdráttarlausri skoðun sinni á gagnagrunninum, til lasts eða lofs, hefur Læknablaðið einnig orðið þess vart að til eru þeir sem vilja tjá sig af mikilli varfærni um málið, og bera ýmsu við. Klínískum læknum finnst ef til vill að þeir séu staddir í átökum milli hagsmuna sjúklinga og vilja heilbrigðisyfirvalda, og að þeir eigi að sýna báðum aðilum hollustu, en það kann að reynast torratað. Margir eru búnir að gera upp hug sinn um hvernig brugðist muni við og væntir Læknablaðið þess að fá að heyra og birta skoðanir lækna um málið.
  • Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur [ritstjórnargrein]

   Ólafur Guðlaugsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-04-01)
   Sýklalyf eru líklega ein merkasta uppgötvun læknavísindanna. Sýkingar sem áður drápu fjölmarga urðu undan að láta fyrir kraftaverkalyfjum. Sjúkdómar sem fólu í sér dauðadóm urðu meðhöndlanlegir. Með sýklalyfjum og bóluefnum virtist sigur gegn bakteríum og sjúkdómum tengdum þeim í höfn. Sýklalyf eru samsafn efna, flest framleidd af sveppum eða bakteríum. Hlutverk þeirra eru misjöfn, frá því að hafa áhrif á keppinauta, til samskipta eða jafnvel í metabolisma (1). Mörg efnin hafa fundist í lífverum sem eru hluti af jarðvegs- og umhverfisflóru. Þær lífverur sem framleiða efnin vilja ekki skaða sjálfar sig og hafa því leiðir til að gera þau óvirk. Áhrif sýklalyfja eru upphafin af ensímum sem er skráð fyrir með genum. Genin geta borist á milli baktería og ónæmi þannig flust í aðrar bakteríur með nokkrum sérhæfðum aðferðum (2).
  • Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur [ritstjórnargrein]

   Engilbert Sigurðsson; engilbs@landspitali.is (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-04-01)
   Vinnusemi, nægjusemi og nýtni hafa um aldir verið meðal höfuðdyggða Íslendinga. Atvinnuþátttaka hefur áratugum saman verið mjög mikil, 83% samkvæmt ársskýrslu Vinnumálastofnunar árið 2006, og atvinnuleysi lítið síðastliðna áratugi, mest 5% árið 1995. Ljóst er að atvinnuleysi hefur aukist hraðar en reiknað var með, einkum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þenslan var mest. Það stefnir í að hlutfall atvinnulausra fari yfir 10% með vorinu. Svo kemur sumarið. Tugir þúsunda skólafólks munu þá streyma inn á vinnumarkaðinn. Nú eru ungir og miðaldra karlar í meirihluta meðal fólks í atvinnuleit. Margir þeirra muna ekki annað en að ganga að atvinnu sem sjálfsögðum hlut. Sjálfsmynd eldri hluta hópsins er oft nátengd því að hafa vinnu og vera aðalfyrirvinna heimilisins. Reynslan sýnir að ýmsir úr hópnum, einkum þeir yngri, eiga á hættu að missa tök á daglegum lífstakti, snúa sólarhringnum við og leita í vímugjafa. Nýlegar innlendar rannsóknir sýna meiri aðlögunarhæfni atvinnuleitandi kvenna en karla.1
  • Enn um hlutverk Læknablaðsins [ritstjórnargrein]

   Jóhannes Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-10-01)
   Löng hefð er fyrir því að íslenzkir læknar birti niðurstöður vísindarannsókna sinna í Læknablaðinu, reyndar aftur til ársins 1915. Það einkennir þó þessar birtingar, að niðurstöðurnar höfðu oft birzt í erlendum tímaritum áður og birting í Læknablaðinu var ætluð til þess að kynna íslenzkum kollegum niðurstöðuna sérlega. Við þessi vinnubrögð er ekkert að athuga. Í fyrsta lagi er öldungis ljóst, að til lítils er að stunda rannsóknavinnu ef vísindasamfélagið í sem stærstum skilningi þess orðs nýtur ekki niðurstöðunnar. Í öðru lagi er tvíbirting greina fyllilega heimil undir tilteknum kringumstæðum, sem tilgreindar eru í leiðbeiningum alþjóðasamtaka ritstjóra læknarita (http://www.icmje.org). Á þetta sérstaklega við þegar lesendahópar ritanna eru ólíkir og þá fyrst og fremst ef um er að ræða birtingu á tveimur óskyldum tungumálum. Undantekningar eru til frá því sem áður greinir um fyrstu birtingar íslenzkra greina í erlendum tímaritum og í Læknablaðinu frá 20. öldinni leynast nokkrar vísindagreinar, sem náðu seint eða ekki til alþjóðasamfélagsins og hefðu þó átt að gera það. Ritstjórnir Læknablaðsins hafa lengi áttað sig á mikilvægi þess að vísindahluti Læknablaðsins nái til alþjóðasamfélagsins. Reyndar má spyrja þeirrar spurningar, hvort máli skipti hvar vísindaniðurstöður birtist, hin svokallaða hnatt-/alþjóðavæðing hafi brotið niður múra milli þjóða. Það hefur hins vegar verið sannfæring ritstjórna Læknablaðsins og vafalaust meirihluta íslenzkra lækna að alþjóðasamfélaginu væri ljóst að um væri að ræða vísindavinnu íslenzkra lækna og að sú vinna hefði verið unnin á Íslandi. Það er reyndar hluti af sjálfsímynd okkar og viðhaldi hennar, að okkur sjálfum og alþjóðasamfélaginu sé ljóst að Íslendingar hafi unnið þessa vinnu og það á Íslandi.
  • Er botnlangataka með kviðsjá betri en hefðbundin, opin botnlangataka? [ritstjórnargrein]

   Tómas Guðbjartsson; Dept. of cardiothoracic Surgery, Lund University Hospital, Lund, Sweden. tomasgud@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-07-01)
   Botnlangataka er á meðal algengustu skurðaðgerða og eina viðurkennda meðferðin við botnlangabólgu í dag. Rúm öld er síðan McBurney lýsti fyrstu botnlangatökunni og síðan hefur aðgerðin sáralítið breyst (1). Opin botnlangataka er örugg með skurðdauða undir 0,1% en fylgikvillar sjást þó í 10-20% tilfella þar sem sárasýkingar eru fremstar í flokki (2,3). Síðkomnir fylgikvillar eins og garnastífla, langvinnir kviðverkir og ófrjósemi hjá konum eru einnig vel þekkt vandamál eftir opna botnlangatöku og geta valdið sjúklingnum miklum óþægindum (4,5). Fylgikvillar geta allt eins gert vart við sig eftir aðgerð þar sem botnlanginn reynist óbólginn en rétt greining hjá sjúklingum, sem grunur leikur á að hafi botnlangabólgu, er stórt vandamál sem sést best á því að 25-30% botnlanga hjá konum á frjósemiskeiði eru óbólgnir við aðgerð (5,6). Oft er þá um aðra sjúkdóma að ræða sem skýra verki sjúklings, til dæmis rofnar blöðrur á eggjastokk eða eggjaleiðarabólgu. Slíka sjúkdóma getur verið erfitt að greina í gegnum þröngan botnlangaskurð. Af ofanskráðu er ljóst að hefðbundin, opin botlangataka er langt frá því að vera hin fullkomna aðgerð.
  • Er gefið of mikið blóð á Íslandi?

   Þorbjörn Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-01)
  • Er gefið of mikið blóð á Íslandi?

   Þorbjörn Jónsson; Blóðbankinn, Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014)
  • Er hægt að bæta íslenska heilbrigðiskerfið?

   Gunnar Ármannsson; law degree and an MBA degree from the University of Iceland. From 2002-2009 he served as the CEO of the Medical Association of Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-03-03)
  • Er náttúra Íslands eins ómenguð og talið hefur verið? [ritstjórnargrein]

   Þórólfur Guðnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-10-01)
   Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að markaðssetja Ísland sem hreint og ómengað land. Misjafnlega sterk lýsingarorð hafa verið notuð í þessu skyni og þær raddir hafa heyrst að Ísland sé eitt fárra ríkja sem geti boðið upp á hreina og ómengaða náttúru. Þessi áróður hefur mikið verið notaður til markaðssetningar erlendis á íslenskum matvælum og einnig til að laða erlenda ferðmenn til landsins. Enginn efast um fegurð óspilltrar íslenskrar náttúru og margt skáldið hefur sótt til hennar innblástur sem fætt hefur af sér stórvirki á sviði bókmennta og annarra lista. Einnig telja margir að allt sem frá náttúrunni kemur sé nánast ávísun á fullkomna heilsu og heilbrigt líf.
  • Er nokkuð yndislegra en hlæjandi, frískur krakki? [ritstjórnargrein]

   Bjarni Torfason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-11-01)
   Á undanförnum árum hafa orðið stórstígar framfarir í meðferð á meðfæddum hjartagöllum hjá börnum. Horfur barna með algenga hjartagalla eru nú góðar og viðunandi hvað varðar sjaldgæfari og alvarlegri galla. Þetta má þakka vaxandi þekkingu, nákvæmari greiningu, betri svæfingar- og gjörgæslumeðferð og ekki síst nýrri þróun í hjartaskurðtækni. Nú hafa verið gerðar vel á þriðja tug hjartaskurðaðgerða á börnum hérlendis með góðum árangri og til stendur að auka þá starfsemi verulega. Landssamtök hjartasjúklinga og Foreldrasamtök hjartveikra barna svo og Rauði kross islands og heilbrigðisráðherra í samvinnu við Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisspítala hafa gert slík áform möguleg fjárhagslega, en læknisfræðilegur jarðvegur hefur orðið til sem eðlilegt framhald af 10 ára farsælli þjónustu hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítalans, en á síðustu 10 árum hafa verið framkvæmdar hátt í 2000 aðgerðir á fullorðnum hjartasjúklingum hérlendis, með góðum árangri.
  • Er nógsamlega ólmast gegn reykingum? [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Blöndal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-02-01)
   Árið 1996 reyktu 30% Íslendinga á aldrinum 18-69 ára daglega og bæði kynin jafnt. Eftir hnig reykinga úr 40% 1985 í 29% 1993 varð kyrrstaða og síðan aukning í 30% árið 1996. Þetta er óásættanlegt fyrir alla sem vinna að því að draga úr tóbaksneyslu. Baksvið reykinga er mikið völundarhús. Þar leika lausum hala kraftar sem hvetja og kraftar sem letja. Kraftar sem hvetja til reykinga eru meðal annars verð og framboð. Þessir kraftar eru of sjaldan ræddir á síðum Læknablaðsins en eru þó oft óbeinir sjúkdómsvaldar. Verð ræðst af innkaupsverði, gjöldum ríkisins og smásöluálagningu. Framboð er meðal annars háð möguleikum seljanda til hagnaðar, það er smásöluálagningu, sem nú er 14%. Tóbak er nú selt í smásölu á nær 1000 stöðum í landinu. Hagsmunasamtök seljanda, til dæmis Verslunarráð og tóbaksumboðsmenn, hafa oft óbeint hvatt til aukinnar tóbaksneyslu í umræðu um sölufyrirkomulag Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) því þessir aðilar líta svo á að sama sölufyrirkomulag eigi að gilda um vörur sem valda ávana og fíkn og um rúsínur og vínarbrauð. Heilbrigðisstéttir vita betur. Engin vara er meira ávanamyndandi en sígarettur. Um þriðjungur til helmingur þeirra sem reykja sjaldnar en daglega verða síðar daglegir reykingamenn og háðir nikótíni. Þeir sem farnir eru að reykja á annað borð nota oftast efnið uns sjúkdómur eða dauði leysir þá frá því. Þess vegna á enginn að ámálga söluhvetjandi breytingu á þessum vörum og ekki þá heldur nýskipuð stjórn ÁTVR. Ef horfið verður frá einkasölu og tilgreindu lágmarksverði fá heildsalar og smásalar svigrúm til verðlækkunar í söluhvetjandi skyni, sem þeir hafa ekki nú.
  • Er stríðinu lokið? [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Njálsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-07-01)
   Samkomulag tóbaksframleiðenda og 39 saksóknara og ríkja í Bandaríkjunum markar söguleg tímamót í baráttunni gegn tóbaki. Tekist er hins vegar á um það hvort tóbaksfyrirtækin hafi sloppið of auðveldlega, hvort stríðinu við tóbaksrisana sé lokið eða hvort það sé rétt að byrja. Þetta samkomulag gengur í aðalatriðum út á það að tóbaksframleiðendur greiða 26.000 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna heilsutjóns og aukins kostnaðar heilbrigðiskerfisins vegna tóbaksneyslu. Málsóknir á hendur risunum verða þá að mestu úr sögunni. Á hverju ári verður 350 milljörðum varið í skaðabætur vegna heilsutjóns og dauða af völdum tóbaksnotkunar. Um 350 milljarðar fara til að bæta kostnaðaraukningu heilbrigðiskerfisins. Rúmlega 100 milljarðar fara til að fjármagna opinberar tóbaksvarnir, rannsóknir á fíkn og til að bæta íþróttum tekjutap vegna tóbaksauglýsingabanns. Að lokum fara 100 milljarðar árlega til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Fyrirtækin borga því tóbaksvarnir, tóbakssjálfsalar verða bannaðir, tóbak fer úr hillum verslana á bak við afgreiðsluborð, allar auglýsingar utandyra verða bannaðar, svarthvítar auglýsingar leyfðar inni og Marlboro Man og Joe Camel eru bannaðir. Auglýsingar beinar eða óbeinar í kvikmyndum, á fatnaði, skóm og öðru ámóta, allt slíkt verður bannað.