• Fagfólk til forystu

   Steinunn Þórðardóttir; Landspítala (Læknafélag Íslands, 2021-06)
  • Faraldsfræðilegar rannsóknir á krabbameinum : gildi lýðgrundaðra rannsókna [ritstjórnargrein]

   Jón Gunnlaugur Jónasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2006-05-01)
   Sagt hefur verið að faraldsfræðingar séu þjóðfélaginu það sem læknir er sjúklingi og að faraldsfræði sé þannig grundvöllur lýðheilsu. Faraldsfræði lýsir og mælir sjúkdóma í samfélaginu svo spyrja megi spurninga einsog: Hvað orsakar tiltekna sjúkdóma? Hvers vegna eru ákveðnir hópar í meiri hættu en aðrir? Hvað hefur áhrif á horfur sjúklinga? Faraldsfræði aðstoðar við að velja heilbrigðisaðgerðir sem líklegastar eru til að fyrirbyggja sjúkdóma og metur árangur slíkra aðgerða. Í faraldsfræði er grunneining viðfangs hópur fólks en ekki hver og einn einstaklingur. Að þessu leyti er faraldsfræði frábrugðin klínískri læknisfræði. Faraldsfræðingar beina ekki eingöngu athygli að þeim sem fá tiltekna sjúkdóma heldur einnig að þeim sem ekki veikjast og því hvað aðgreini þessa hópa. Klínískur læknir hefur hins vegar fyrst og fremst áhuga á þeim sjúklingum sem hann hefur til meðhöndlunar og hvernig leysa megi vanda þeirra. Hugtök faraldsfræði geta því verið framandi fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem einkum er í klínísku starfi. Allflestir læknar þekkja þó vel til gagnsemi faraldsfræðirannsókna krabbameina allt frá því er Sir Percival Pott birti árið 1775 í Chirurgical Observations rannsóknir á krabbameini í sóturum. Frá miðri 20. öld hefur nútímafaraldsfræði þróast í sterkt tæki til að meta sjúkdómsbyrði og áhættuþætti sjúkdóma. Vel unnar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið afar þýðingarmiklar við að auka þekkingu okkar á krabbameinum, bæði útbreiðslu og áhættuþáttum, og nægir þar að nefna tengsl reykinga og lungnakrabbameins.
  • Fárveikir sjúklingar með inflúensu A (H1N1)v 2009 og skjót birting greina hjá Læknablaðinu [ritstjórnargrein]

   Gunnar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-02-01)
   Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á seinni hluta ársins 2009 gekk faraldur inflúensu A (H1N1)v 2009 yfir Ísland og talið er að tugþúsundir manna hafi veikst. Fram fór fjöldabólusetning og tilfellum fækkaði mikið. Búist er við að faraldurinn geti farið aftur af stað á vormánuðum 2010 en verði mun vægari en síðasta hluta árs 2009 vegna fjölda bólusetninga sem framkvæmdar hafa verið. Síðastliðið haust veiktust nokkrir einstaklingar alvarlega af inflúensu og þörfnuðust innlagnar á gjörgæslu og sumir öndunarvélameðferðar. Gísli H. Sigurðsson og félagar segja frá þessum sjúklingum í grein í þessu tölublaði Læknablaðsins sem nefnist: Gjörgæslusjúklingar með inflúensu (H1N1) á Íslandi 2009.1 Þetta voru 16 sjúklingar og var meðalaldur þeirra 48 ár. Hluti hópsins var ekki með neina alvarlega undirliggjandi sjúkdóma en 13 einstaklingar reyktu, voru of þungir eða höfðu háþrýsting. Tólf af sjúklingunum voru lagðir í öndunarvél og tveir fóru síðar í hjarta- og lungnavél. Enginn sjúklinganna lést á gjörgæslu en einn aldraður fjölveikur maður lést á gjörgæslu. Höfundar álykta að tíðni alvarlegra sjúkdómseinkenna á Íslandi sé há og einkennist af alvarlegri öndunarbilun sem láti ekki alltaf undan hefðbundinni öndunarvélameðferð. Ljóst er að starfsfólk gjörgæsludeild vann mikil afrek með því að koma öllum þessum sjúklingum í gegnum þetta erfiða sjúkdómsferli á þessum stutta tíma. Þessar niðurstöður eru að sumu leyti svipaðar og þær sem sagt hefur verið frá í öðrum löndum.2-4 Höfundar bæta einnig við með grein sinni nýjum og mikilvægum upplýsingum um sjúkdómsgang og meðferð bráðveikra sjúklinga með inflúensu A (H1N1)v 2009. Eins og Gísli og félagar benda á er ekki ljóst af hverju tíðni alvarlegra einkenna er hærri á Íslandi en í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Kanada miðað við höfðatölu. Hugsanlega skýringu telja þeir geta verið að um sé að ræða hlutfallslega stærri faraldur, en erfðafræðilegir þættir gætu líka skipt máli. Þetta gæti verið fróðlegt að rannsaka nánar.
  • Ferliverk á FSA í ljósi skýrslu ríkisendurskoðunar [ritstjórnargrein]

   Þorvaldur Ingvarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-12-01)
   ljósi skýrslu ríkisendurskoðunar þykir rétt að drepa niður penna og útskýra viðhorf undirritaðs sem lækningaforstjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) til ferliverkastarfsemi. Ferliverk skilgreini ég sem læknisþjónustu við sjúkling sem sjúklingur þarf á að halda og sú þjónusta er veitt án innlagnar á sjúkra­hús. Liggur þá í augum uppi að um aðgerð getur ver­ið að ræða eða annað inngrip, svo sem magaspeglun eða viðtal við sérfræðing. Augljóslega þarf læknirinn aðstoð annarra heilbrigðistarfsmanna við þessa þjónustu en mismikla og stundum enga. Hér á Íslandi hefur sú hefð komist á að læknar hafa sinnt sjúklingum sem ekki hafa þurft innlagnar við á stofum sínum, sem á seinni árum hafa ekki verið staðsettar á sjúkra­húsunum, og þegið greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) fyrir unnin verk. Flestir eru sammála um að þjónusta þessi sé þörf, gæði hennar séu mikil og hún virðist ekki dýr.
  • Fiskneysla og forvarnir

   Margrét Leósdóttir; Department of Coronary Heart Disease, Skåne University Hospital, Malmö, Sweden (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-10)
  • Fjarlækningar : fetið fram [ritstjórnargrein]

   Hannes Petersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-07-01)
   Saga læknisfræðinnar er vörðuð merkisviðburðum sem oftar en ekki verða greinanlegir þegar litið er yfir farinn veg. Atburðir þessir eru oft merkilegir fyrir þá sök að þeir marka stefnubreytingu innan læknisfræðinnar, sem hefur áhrif á alla þá þætti er varða lækningu, greiningu sjúkdóma og meðferð þeirra. Nú, 100 árum eftir einangrun og greiningu Listers, Pasteurs og Kochs á sóttkveikjum, er litið á það sem merkisviðburð enda markaði uppgötvunin upphaf á nýjum skilningi á tilurð sjúkdóma og meðhöndlun þeirra. Framfarir í læknisfræði hafa oft haldist í hendur við framfarir og tækniþróun innan annarra fræðasviða og hefðu til dæmis uppgótvanir þremenninganna hér að framan ekki orðið að veruleika ef smásjárinnar hefði ekki notið við. Læknar og aðrir þeir sem láta sér annt um heilsu folks hafa oft verið fljótir til að notfæra sér tæki og tækni, oft alls ótengda læknisfræði, við sjúkdómsgreiningu og meðhöndlun. Fjarlækningar, telemedicine, eru þar engin undantekning. Tæknin er fengin úr smiðju sjónvarps og margmiðlunar þar sem tölvur og hátæknifjarskipti leika með. Hið hefðbundna samband læknis og sjúklings er brotið upp hvað varðar fjarlægðir og tilkomu annarra er flytja á milli boð um sjúkdómsgreiningu og meðferð. Þarna eru á ferðinni byltingarkenndar nýjungar sem óefað verða dæmdar stefnumarkandi að fengnum dómi tímans og síðarmeir markaðar tímatali dagsins í dag.
  • Fjárfesting í heilbrigðistækni

   Valfells, Helga; Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-12-04)
  • Fjárfesting í þekkingu er fjárfesting til framtíðar.

   Magnús Karl Magnússon,; Læknadeild Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013)
  • Fjármögnun Háskóla Íslands

   Jón Atli Benediktsson; Rafmagns- og tölvuverkfræði‚ Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016-11-03)
  • Fjölmiðlar og heilbrigðiskerfið

   Magnús Haraldsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-11)
  • Flóttafólk

   María Ólafsdóttir; Heilsugæslan Árbæ (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-10)
  • Forhæfing, undirbúningur sjúklinga fyrir liðskiptaaðgerðir

   María Sigurðardóttir; Svæfinga- og gjörgæslulækningar Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-07)
  • Forvarnir - bót eða böl? [ritstjórnargrein]

   Sigurður Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-03-01)
   Undanfarna mánuði hafa forvarnir gegn heilsuvanda og sjúkdómum verið nokkuð til umræðu í íslensku samfélagi. Meðal annars hefur verið teflt fram umdeildum sjónarmiðum sem fram hafa komið í nálægum löndum um að forvarnir leiði til oflækninga og hefur þeim jafnvel verið líkt við faraldur en það orð tengja flestir einhverju böli eða fári. Forvarnir og þá heilsueflingu sem í þeim felst má skilgreina sem ýmiss konar aðferðir til eflingar heilsu fólks og til að varna gegn tilteknum sjúkdómum eða vandamálum. Mjög miklu skiptir að þær aðferðir sem notaðar eru séu byggðar á traustum vísindalegum rannsóknum og heilbrigðri skynsemi, ekki lítt gagnreyndum hugdettum og vangaveltum. Öll umræða er að sjálfsögðu af hinu góða og reyndar mjög nauðsynleg. Hún þarf hins vegar að vera ábyrg því að í umræðu um forvarnir er verið að fjalla um ráð til almennings um heilsueflingu og sjúkdómavarnir, ráð sem hinn almenni borgari hefur venjulega lítil tök á að vega eða meta sjálfstætt og verður að hlíta upplýstu mati fagfólks. Eins og áður sagði verður þetta mat ávallt að vera grundvallað á þekkingu, ekki trú. Einar Benediktsson sagði á öndverðri síðustu öld að "þekkingin er ekki óvinur trúarinnar, en þær búa ekki saman".
  • Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum á tímum gagnreyndrar læknisfræði [ritstjórnargrein]

   Guðmundur Þorgeirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-02-01)
   Það hefur lengi verið haft fyrir satt að betra sé heilt en vel gróið og enginn efast um stórkostlegan ávinning af því að koma í veg fyrir sjúkdóma eins og barnaveiki, bólusótt eða mænusótt sem lögðu heil samfélög í rúst áður en bóluefni fundust. Virðist augljóst að æskilegra sé að forðast sjúkdóm en treysta á lækningu með tilheyrandi þjáningu, áhættu og kostnaði. Engu að síður er það rökrétt krafa að forvarnarúrræði lúti sönnunarkröfum gagnreyndrar læknisfræði rétt eins og meðferðarúrræði. Efasemdarmenn um forvarnir benda á að hroki og forsjárhyggja kunni að felast í því að þrýsta á heilbrigt fólk að breyta lífsháttum sínum í von um að með því minnki líkur á sjúkdómum í framtíðinni. Forvarnastarfið geti snúist upp í andhverfu sína, valdið tilefnislausum áhyggjum og vanlíðan, breytt heilbrigðum einstaklingi í sjúkling.1 Loks er bent á að ekki sé heppilegt að fylla heilsugæslustöðvar af heilbrigðu fólki sem komist fram fyrir þá veiku í biðröð heilsugæslunnar. Allar þessar ábendingar ber að taka alvarlega en í reynd eru álitamálin í forvarnastarfi hliðstæð þeim sem við er að fást í meðferð sjúkra. Það þarf að forgangsraða, vega ávinning á móti áhættu og kostnaði og það má ekki setja líf einstaklinga eða samfélags á annan endann. Og jafnvel árangursríkt forvarnastarf leysir okkur ekki undan þeim skyldum sem við höfum við sjúkt fólk.
  • Fóstur- og nýburablóðrof, hver er staðan?

   Hrólfur Brynjarsson; Vökudeild Barnaspítala Hringsins Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-07-05)
  • Fósturgreining, fyrir hverja [ritstjórnargrein]

   Hróðmar Helgason; Childrens Hospital, Landspítali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. hrodmar@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-05-01)
   Félagi minn kom að máli við mig á dögunum og sagði mér að þau hjónin ættu von á barni. Þetta væri drengur og þau væru búin að ákveða nafn á drenginn. Ég óskaði honum til hamingju og spurði hvers vegna þau hjónin hefðu ákveðið að gera þetta opinbert strax. Hann svaraði því til því að við lifðum á upplýsingaöld og því ástæðulaust annað en að þiggja allar þær upplýsingar um barnið sem völ væri á. Kyngreiningin væri þeim hjónum mikilvæg þar sem þau vildu kaupa tímanlega inn það sem þyrfti fyrir barnið. Þar að auki væri fóstrið þegar orðið persóna í þeirra augum. Nokkrum dögum seinna hitti ég móður eins skjólstæðinga minna og bar þá fósturgreiningu aftur á góma. Hún var þeirrar skoðunar að við ættum að láta af því að skoða fóstur í móðurkviði, við ættum að taka því sem að höndum bæri við fæðingu hvers barns. Fósturgreiningin ætti því engan rétt á sér. Þar sem ég hef í starfi mínu fengist nokkuð við fósturgreiningu á meðfæddum hjartagöllum varð ég hugsi því síðara sjónarmiðið stangaðist nokkuð á við mínar eigin skoðanir
  • Fótaskortur, forvarnir og félagsleg ábyrgð í hálkutíð [ritstjórnargrein]

   Elísabet Benedikz; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-02)
   Hreinsun gangstétta og hjólastíga er mikilvæg í hálkunni, ekki síður en góður skófatnaður og mannbroddar. Hér bera borgaryfirvöld mikla ábyrgð og borgararnir líka því margir detta á bílaplönum og einkalóðum við hús sín. Við berum umfram allt sjálf ábyrgð á eigin öryggi og velferð.
  • Framfaraskref: Ný réttargeðdeild [ritstjórnargrein]

   Páll Matthíasson; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-04)
   Á heilbrigðisstofnun ganga hagsmunir sjúklinga fyrir. Á réttargeðdeild á Kleppi eru hagsmunir viðkvæms sjúklingahóps settir efst: með betri og mannúðlegri meðferð og aðstæðum, og hagsmunir þjóðfélagsins í heild: með fleiri plássum, bættu öryggi og minni rekstrarkostnaði.
  • Framfarir í MS [ritstjórnargrein]

   Haukur Hjaltason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-05-01)
   Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir í greiningu og meðferð MS sjúkdómsins. Fram til ársins 2001 var MS-greining klínísk og við það miðað að sjúklingur hefði fengið tvö köst ólík að einkennum og aðskilin í tíma. Þetta breyttist árið 2001 með McDonalds-viðmiðum. Í þeim er miðað við að greiningu megi setja eftir eitt kast ef seinni segulómunarskoðun sýnir fram á nýjar breytingar (1). Viðmiðin voru endurskoðuð 2005 en gilda í aðalatriðum áfram (2). Einkenni og köst sjúklinga skipta áfram mestu þegar sjúkdómsvirkni MS er metin en eins og ofangreind viðmið bera með sér má einnig meta hana með segulómskoðun heila og mænu; oftast er stuðst við segulskærar breytingar á T2 myndum en einnig skuggaefnisupphleðslu á T1 myndum. Rannsóknir með segulómskoðun hafa sýnt að vefjarýrnun í MS tekur ekki bara til hvíta efnisins (eins og áður var talið) heldur einnig grás svæðis og þar með heilabarkar (3).
  • Framhaldsnám lækna á Íslandi : hvert stefnir? [ritstjórnargrein]

   Sigurður Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-09-01)
   Meginhlutverk heilbrigðisþjónustu er að sinna sjúkum, koma í veg fyrir sjúkdóma, efla heilsufar og auka vellíðan. Hlutverk heilbrigðiskerfisins, einkum stærri sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, er þó víðtækara og er í meginatriðum þríþætt: þjónusta við almenning, kennsla og menntun heilbrigðisstétta og vísinda- og þróunarstarfsemi. Eðlileg og hagkvæm þróun heilbrigðisþjónustunnar er mjög undir ofangreindum þáttum komin. Gæði sjúkrastofnana er alls staðar í heiminum mjög nátengd áherslu þeirra á kennslu- og vísindastörf. Þau sjúkrahús í nágrannalöndum okkar sem bestum árangri ná leggja öll þunga áherslu á þessi atriði, enda eru þau lykillinn að því að fá áhugasamt og hæfileikaríkt folk til starfa. Flestir íslenskir læknar hafa til þessa stundað framhaldsnám erlendis við góðar stofnanir, þar sem rík áhersla er lögð á tengingu þjónustu við vísindastarfsemi. Þeir hafa því getað flutt nýja, hagnýta og fræðilega þekkingu fljótt til landsins að framhaldsnámi loknu. Oft halda þeir ennfremur tengslum við hinar erlendu stofnanir eftir að þeir hefja störf hérlendis, leita þar fanga um samstarf og endurmenntun og veita yngri læknum brautargengi þangað. Fræðilegar áherslur eru oft mismunandi á hinum ýmsu stöðum og sumir telja að þetta víðtæka og fjölbreytilega alþjóðlega framhaldsnám íslenskra lækna og þau tengsl sem af því hljótast séu einn helsti styrkur íslensks heilbrigðiskerfis. Mest hafa unglæknar sótt til Norðurlanda, einkum Svíþjóðar, og Bandaríkjanna, í minna mæli til Bretlands og Kanada en sókn til Hollands hefur færst í aukana. Undanfarin ár hefur þó þrengst um hag íslenskra lækna að þessu leyti og er orðið erfiðara en áður að fá námsvist erlendis. Til dæmis er mjög erfitt að fá námsvist í Svíþjóð og nær útilokað í Kanada, þó enn sé nægilegt og jafnvel verulegt framboð á stöðum í Noregi.