• Gabb(?) [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-11-01)
   Fyrir nákvæmlega þremur árum síðan stóðu heimilislæknar í baráttu fyrir frelsi og jafnrétti til starfa á sömu forsendum og aðrir sérmenntaðir læknar hafa. Rétt er að rifja upp að ekki var verið að fara fram á hærri laun, ekki var verið að tala um hærri greiðslur fyrir vaktir, það var ekki tekist á um krónur og aura heldur snerist baráttan einfaldlega um að heimilislæknar fengju sömu réttindi og aðrir sérgreinalæknar. Hvorki meira né minna. Fjöldi heimilislækna hafði horfið til annarra starfa og heimilislæknar á Suðurnesjum og í Hafnarfirði höfðu sagt upp störfum sínum og það leit út fyrir að þessi tvö stóru svæði yrðu heimilislæknalaus. Reyndar höfðu heimilislæknar í Hafnarfirði áform um að opna eigin stofur á þessum tíma. Á síðustu stundu ákváðu læknarnir að slíðra sverðin og hætta, eða að minnsta kosti fresta frekari aðgerðum og sýna á þann hátt ábyrga afstöðu til skjólstæðinga sinna og jafnframt mikinn trúnað við heilbrigðisráðherra. Það sem olli því að viðkomandi heimilislæknar ákváðu að draga uppsagnir sínar til baka og fresta aðgerðum var svokölluð viljayfirlýsing heilbrigðisráðherra 27. nóvember 2002 en nokkur atriði í henni gerðu það að verkum að heimilislæknar gáfu ráðherranum tækifæri til að sýna vilja sinn í verki, en þau sneru að því að veita heimilislæknum meira valfrelsi til starfa eða eins og segir í viljayfirlýsingunni: Jafnframt mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þá beita sér fyrir því að sérfræðingar í heimilislækningum geti annaðhvort starfað á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Gerður verði nýr samningur um störf á læknastofum sem byggi á gildandi samningum sjálfstætt starfandi heimilislækna og verði lögð áhersla á afkastahvetjandi launakerfi, sbr. 2. mgr. Samningurinn verði gerður við samn­inganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráð­herra. Ráðherra mun meta þörf fyrir heimilislækna með hliðsjón af fjölda heilsugæslulækna og heimilislækna á viðkomandi svæði. Sérfræðingar í heimilislækningum fái aðgang að umræddum samningi í samræmi við fjárlög meðan skortur er á heimilislæknum skv. fyrrgreindu mati.
  • Gagnagrunnur á heilbrigðissviði [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-05-01)
   Ritstjórn Læknablaðsins hefur ákveðið að helga þetta tölublað sérstaklega umfjöllun um frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði sem lagt hefur verið fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997-1998. Það er gert til þess að efasemdarraddir nái að koma fram um þetta alvarlega mál sem virðist eiga að hraða gegnum Alþingi. Frumvarpið hefur skyndilega komið fram án þess að átt hafi sér stað almenn umræða um efni þess, kosti málsins og galla, meðal lækna eða annarra. Að auki virðist sem afgreiðslu þess verði ef til vill flýtt. Hér er um að ræða stórt mál og margbrotið sem fullyrða má að geti ekki einungis bætt heilbrigðisþjónustuna eða gagnast við rannsóknir heldur hefur fleiri hliðar. í frumvarpinu er gert ráð fyrir einokun starfsleyfishafa á gerð gagnagrunna en slíkt gæti takmarkað frelsi annarra til vísindarannsókna. Hvers konar hömlur á frjálsa vísindastarfsemi hafa ávallt í lengdina leitt til stöðnunar, ekki einungis á sviði vísindanna heldur og í samfélaginu öllu.
  • Gerum betur – fækkum höfuðáverkum

   Ingvar Hákon Ólafsson; Landspítali‚ Reykjavík, Ísland, Læknadeild Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-06)
  • Geta vísindin klukkað samfélagið?

   Tryggvi Helgason; Heilsuskóla Barnaspítalans og Domus Medica (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-03)
  • Getum við snúið við vaxandi tíðni fæðuofnæmis?

   Sigurveig Þ. Sigurðardóttir; Ónæmisfræðideild Landspítalans (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-04)
  • Geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga [ritstjórnargrein]

   Ólafur Ó. Guðmundsson; Department of child and adolescent psychiatry, Landspitali University Hospital, Dalbraut 12, 104 Reykjavík, Iceland. olafurog@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-06-01)
   Þjónusta barna- og unglingageðdeildar, nú Landspítala Dalbraut (BUGL), hefur breyst mikið á þeim 30 árum sem deildin hefur starfað. Fyrstu árin var megináherslan lögð á þjónustu á dag- og legudeildum við tiltölulega fá börn með alvarleg geðræn- og þroskavandamál svo sem einhverfu en í dag fá hundruð barna og unglinga þjónustu á göngudeild. Auk göngudeildar eru á þremur innlagnardeildum BUGL 21 pláss, 15 sólarhringsrými, þar af tvö bráðarými og sex dagrými
  • Geðheilbrigðisþjónusta í heila öld [ritstjórnargrein]

   Hannes Pétursson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-11-01)
   Á nítjándu öld voru stofnuð geðveikrahæli víða um Evrópu. Formleg geðheilbrigðisþjónusta hófst á Íslandi með stofnun Kleppsspítalans sem opnaður var formlega 26. maí 1907. Fljótlega kom í ljós að húsakostur sjúkrahússins dugði skammt og máttu sjúklingar og starfsmenn búa við veruleg þrengsli um langa hríð. Veruleg lagfæring fékkst með stofnun nýja Klepps árið 1929 en á næstu áratugum sótti aftur í sama farið. Á 7. áratugnum munu um 300 sjúklingar hafa vistast hverju sinni á spítalanum. Reyndar var almennur skortur á sjúkrarýmum hér á landi allt frá því Landspítalinn var reistur 1930 og fram yfir miðja síðustu öld.
  • Geðheilsa og fjármálakreppa [ritstjórnargrein]

   Ólafur Ó. Guðmundsson; olafurog@landspitali.is (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-03-01)
   Við mat á afleiðingum fjármálakreppunnar á geðheilbrigði barna og unglinga þarf að taka mið af stöðunni fyrir kreppu. Þótt nýir áhættuþættir hafi komið til má ekki horfa fram hjá því að vægi annarra þátta gæti minnkað. Velta má fyrir sér hvort breyttar aðstæður foreldra, meðal annars styttri vinnutími og atvinnuleysi, leiði til þess að foreldrar hafi meiri tíma til að sinna sínum nánustu. Þannig gæti orðið jákvæð breyting á verðmætamati og aukin samkennd skapast innan fjölskyldna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, skilgreinir hina réttu mælingu á stöðu þjóðar með hliðsjón af því hversu vel hún sinnir börnum sínum, ekki síst heilsu þeirra. Árið 2007, á toppi íslensku hagsveiflunnar, gerði UNICEF könnun meðal 15 ára nema á Norðurlöndunum þar sem þeir íslensku skáru sig úr, til dæmis upplifðu 9,8% þeirra sig utanveltu í samfélaginu (meðaltal 6,4%) og 10,3% þeirra sögðu sig einmana (meðaltal 7,3%).1
  • Geðheilsa ungs fólks

   Nanna Briem; Geðsviði Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-05)
  • Geðklofagen, gereyðingarvopn og geðlæknaþing [ritstjórnargrein]

   Engilbert Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-07-01)
   Merkur vísindamaður hafði á orði á nýafstöðnu ársþingi ameríska geðlæknafélagsins að þar til á síðasta ári hefðu nokkur líkindi verið með leit vísindamanna að meingenum geðklofa og leitinni miklu sem enn stendur yfir að gereyðingarvopnum í Írak. Samlíkingin á sem betur fer ekki lengur við. Vatnaskil urðu í meingenaleitinni um miðbik árs 2002 þegar þrír rannsóknarhópar birtu greinar um tengsl fjögurra gena við geðklofasjúkdóm. Genin heita neuregulin 1 (NRG1) (1) sem til þessa hefur verið betur þekkt í tengslum við meingerð krabbameina, dysbindin (2), G72 og D-amino acid oxidasi (DAAO) (3).
  • Gleym mér ei, sarklíki [ritstjórnargrein]

   Björn R. Lúðvíksson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-02-01)
   Sarklíki er einn af þeim sjúkdómum sem læknum getur orðið afar erfiður til greiningar (1-3). Algengt er að all langur tími líði frá því skjólstæðingar okkar fara að finna fyrir einkennum sjúkdómsins þar til tækifæri gefst til réttrar sjúkdómsgreiningar. Á hverju ári eru skrifaðar mörg hundruð greinar um einkennileg birtingarform sjúkdómsins og þó að hann sé sjaldgæfur er um 3000 nýjum tilfellum lýst árlega í Bretlandi (4). Margt hefur áunnist í þekkingu okkar og meðferð sarklíkis. Í Læknablaðinu er nú birt vönduð grein þar sem ítarlega er farið yfir öll tilfelli sem fundist hafa á landinu á rúmlega 20 árum, 1981-2003 (5). Er hér einskorðað við vefjafræðilega greiningu sjúkdómsins sem eru ströngustu skilmerki sem hægt er að setja. Vefjafræðileg mynd sarklíkis einkennist af ystingarlausri risafrumubólgu (noncaeating epithelioid granuloma) sem getur fundist í flest öllum líffærakerfum. Í langflestum tilfellum er hægt að finna merki sjúkdómsins í lungum, en önnur útsett líffærakerfi eru meðal annars: húð, augu, lifur, hjarta, miðtauga- og úttaugakerfi, liðir, nýru og innkirtlar (6). Oft er því sjúkdómsmynd sarklíkis skipt í tvo þætti; sjúkdómsmynd er einkennist fyrst og fremst af lungnasjúkdómi „pulmonary sarcoidosis“ og sjúkdómsmynd þar sem merki um sjúkdóminn er að finna í öðrum líffærakerfum „extrapulmonary sarcoidosis“ (6). Þrátt fyrir að þetta sé fjölkerfasjúkdómur sem oft ræðst á lífsnauðsynleg líffæri eins og hjarta og nýru er í dag almennt talið að flestir nái að lifa nokkuð góðu lífi með sjúkdóminn. Þannig eru um 2/3 þeirra sem greinast með sjúkdóminn lausir við hann innan nokkurra ára. Þrátt fyrir miklar og stöðugar framfarir okkar í þekkingu erum við enn að missa fólk vegna þessa vágests og talið er að dánartalan liggi á bilinu 1-5% (4, 7). Meðferð með barksterum gefur oft góðan árangur en auk þess hefur markviss meðferð með hefðbundnum ónæmisbælandi lyfjum, eins og methotrexate og azathioprime, verið mikið notuð. Einnig hafa nýrri meðferðarleiðir gefið góða raun, eins og infliximab, adalimumab og thalidomide (1, 8).
  • Góður árangur erfðalækninga

   Stefán Karlsson; Molecular Medicine and Gene Therapy, Lund University (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-05-03)
  • Greining, meðferð og eftirlit háþrýstings [ritstjórnargrein]

   Rafn Benediktsson; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-03)
   Í nýjum breskum leiðbeiningum um greiningu og meðferð háþrýstings er mælt með því að allir sem greinast með háþrýsting á stofu læknis fái það staðfest með ferliþrýstingsmælingu. Helstu rökin eru þau að aukin nákvæmni í greiningu minnkar lyfjakostnað.
  • Greiningarskilmerki og fjölvöðvagigt [ritstjórnargrein]

   Kári Sigurbergsson; Kristján Steinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1989-08-15)
   Um fjölda sjúkdóma gildir, og þá ekki hvað síst um marga gigtsjúkdóma, að þeir verða ekki auðveldlega greindir og flokkaðir með hlutlægum aðferðum. Menn hafa því gripið til þess ráðs að setja sér greiningarskilmerki og styðjast þá bæði við hlutlæg (objectiv) og huglæg (subjectiv) sjúkdómsteikn eða rannsóknaniðurstöður.
  • Gæðastjórnun og gæðaeftirlit í heilbrigðisþjónustu : hvernig og til hvers? [ritstjórnargrein]

   Hróðmar Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-12-01)
   Á árunum 1990-1995 voru framkvæmdar hjartaskurðaðgerðir á börnum við sjúkrahús í borginni Bristol á Englandi. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi þar sem slíkar aðgerðir eru framkvæmdar á stórum sjúkrahúsum út um allan heim. Það sérstaka við hjartaskurðaðgerðirnar á sjúkrahúsinu í Bristol var hins vegar að árangur aðgerðanna og dánartölur voru langtum lakari en hjá sambærilegum stofnunum víða um heim. Þegar svæfingalæknir á sjúkrahúsinu benti á að árangurinn væri óviðunandi sögðu skurðlæknarnir sem framkvæmdu aðgerðirnar að árangurinn myndi batna með vaxandi færni og reynslu. Nokkru síðar var svæfingalæknirinn látinn fara af sjúkrahúsinu. A þessu fimm ára tímabili var þetta tiltekna sjúkrahús með allt að fimmfalt hærri dánartölur en önnur bresk sjúkrahús þar sem sams konar aðgerðir voru framkvæmdar. Er ljóst var hvernig í hlutunum lá var starfsemi þessari hætt og sjúklingar sendir annað til lækninga og skurðlæknarnir voru síðan sóttir til ábyrgðar. Missti annar þeirra lækningaleyfið tímabundið og hinn ævilangt. Við mat á hvort svipta bæri læknana leyfum þótti mjög mikilvægt að þeir voru taldir hafa gefið ófullnægjandi og misvísandi upplýsingar um árangur og áhættur aðgerða sinna.
  • Hagsmunaárekstrar og heilbrigðisfræði [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-09-01)
   Samkvæmt gögnum sem komin eru frá einum stærsta tóbaksframleiðanda í heimi (Brown og Williamson tóbaksfyrirtækinu) og birst hafa í Bandaríkjunum frá því á haustmánuðum 1993 þykir sýnt að: 1. Rannsóknir sem tóbaksframleiðendur létu gera á skaðsemi tóbaks voru oft á tíðum betri og nákvæmari en svipaðar rannsóknir sem unnar voru í heilbrigðisgeiranum. 2.Framkvæmdastjórn Brown and Williamson tóbaksfyrirtækisins var ljóst fyrir löngu að tóbaksneysla er skaðleg heilsu manna og aö nikótín er vanabindandi. Innan framkvæmdastjórnarinnar var rætt hvort upplýsa ætti almenning um þessa vitneskju. 3.Tóbaksframleiðendur ákváðu að halda sannleikanum um þetta leyndum. 4.Tóbaksframleiðendur földu rannsóknirnar fyrir dómstólum með því að senda niðurstöðurnar til lögfræðideilda sinna, og lögfræðingar þeirra héldu því fram að niðurstöðurnar ættu að liggja í þagnargildi í málaferlum, þar sem um væri að ræða sérstök skjöl sem vörðuðu trúnað milli lögfræðinga og skjólstæðinga þeirra. 5.Þrátt fyrir framangreinda vitneskju hafa tóbaksframleiðendur haldið því fram (og halda enn fram) að tengslin milli reykinga og heilsutjóns væru ósönnuð. Gagnvart almenningi hafa þeir látið sem þeir hefðu áhuga á að slík tengsl væru rannsökuð, og einnig að æskilegt væri að skoða hvort nikótín væri ávanamyndandi.
  • Hánæmt trópónín T – viðbót eða vandræði? [ritstjórnargrein]

   Davíð O. Arnar,; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-01)
  • Háskólaspítali í kreppu [ritstjórnargrein]

   Runólfur Pálsson, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-11-01)
   Slæm staða ríkissjóðs í kjölfar efnahagshrunsins á síðastliðnu ári gerir kröfu um stórfelldan niðurskurð ríkisútgjalda sem mun óhjákvæmilega leiða til verulegrar skerðingar á opinberri þjónustu. Heilbrigðisþjónustan er engin undantekning þótt líklega kjósi flestir landsmenn að reynt verði að vernda velferðarkerfi þjóðarinnar eins og frekast er unnt. Í fjárlagafrumvarpi sem nýlega var lagt fyrir Alþingi vekur athygli að niðurskurður fjárveitinga til heilbrigðismála er síst minni en ýmissa annarra málaflokka. Landspítali lendir enn á ný í miklum þrengingum því gert er ráð fyrir 6% niðurskurði á fjárveitingum til spítalans auk þess sem halli þessa árs (3%) er ekki bættur en stór hluti hans stafar af óhagstæðri gengisþróun. Ljóst er að róðurinn á Landspítala verður mjög þungur og sýnt að skerðing verður á þjónustu við sjúklinga. Óhjákvæmilega verður að segja upp fjölda starfsmanna, þar á meðal læknum. Þá er hætt við að vinnuálag verði óhóflegt og einhverjir læknar leiti eftir betri störfum á erlendum vettvangi. Þar sem Landspítali er aðalsjúkrahús og öryggisnet íslenska heilbrigðiskerfisins gæti þjóðin orðið fyrir miklum skaða.
  • Háþrýstingur, þögli morðinginn. Betur má ef duga skal

   Gunnar Þór Gunnarsson; Sjúkrahúsinu á Akureyri (Læknafélag Íslands, 2022-02)
  • Hefur Nýja-Sjáland fundið réttu leiðina gegn COVID-19?

   Murdoch, David R; Rektor Otago-háskólans í Christchurch á Nýja-Sjálandi (Læknafélag Íslands, 2020-09)