• Hagsmunaárekstrar og heilbrigðisfræði [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-09-01)
   Samkvæmt gögnum sem komin eru frá einum stærsta tóbaksframleiðanda í heimi (Brown og Williamson tóbaksfyrirtækinu) og birst hafa í Bandaríkjunum frá því á haustmánuðum 1993 þykir sýnt að: 1. Rannsóknir sem tóbaksframleiðendur létu gera á skaðsemi tóbaks voru oft á tíðum betri og nákvæmari en svipaðar rannsóknir sem unnar voru í heilbrigðisgeiranum. 2.Framkvæmdastjórn Brown and Williamson tóbaksfyrirtækisins var ljóst fyrir löngu að tóbaksneysla er skaðleg heilsu manna og aö nikótín er vanabindandi. Innan framkvæmdastjórnarinnar var rætt hvort upplýsa ætti almenning um þessa vitneskju. 3.Tóbaksframleiðendur ákváðu að halda sannleikanum um þetta leyndum. 4.Tóbaksframleiðendur földu rannsóknirnar fyrir dómstólum með því að senda niðurstöðurnar til lögfræðideilda sinna, og lögfræðingar þeirra héldu því fram að niðurstöðurnar ættu að liggja í þagnargildi í málaferlum, þar sem um væri að ræða sérstök skjöl sem vörðuðu trúnað milli lögfræðinga og skjólstæðinga þeirra. 5.Þrátt fyrir framangreinda vitneskju hafa tóbaksframleiðendur haldið því fram (og halda enn fram) að tengslin milli reykinga og heilsutjóns væru ósönnuð. Gagnvart almenningi hafa þeir látið sem þeir hefðu áhuga á að slík tengsl væru rannsökuð, og einnig að æskilegt væri að skoða hvort nikótín væri ávanamyndandi.
  • Hánæmt trópónín T – viðbót eða vandræði? [ritstjórnargrein]

   Davíð O. Arnar,; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-01)
  • Háskólaspítali í kreppu [ritstjórnargrein]

   Runólfur Pálsson, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-11-01)
   Slæm staða ríkissjóðs í kjölfar efnahagshrunsins á síðastliðnu ári gerir kröfu um stórfelldan niðurskurð ríkisútgjalda sem mun óhjákvæmilega leiða til verulegrar skerðingar á opinberri þjónustu. Heilbrigðisþjónustan er engin undantekning þótt líklega kjósi flestir landsmenn að reynt verði að vernda velferðarkerfi þjóðarinnar eins og frekast er unnt. Í fjárlagafrumvarpi sem nýlega var lagt fyrir Alþingi vekur athygli að niðurskurður fjárveitinga til heilbrigðismála er síst minni en ýmissa annarra málaflokka. Landspítali lendir enn á ný í miklum þrengingum því gert er ráð fyrir 6% niðurskurði á fjárveitingum til spítalans auk þess sem halli þessa árs (3%) er ekki bættur en stór hluti hans stafar af óhagstæðri gengisþróun. Ljóst er að róðurinn á Landspítala verður mjög þungur og sýnt að skerðing verður á þjónustu við sjúklinga. Óhjákvæmilega verður að segja upp fjölda starfsmanna, þar á meðal læknum. Þá er hætt við að vinnuálag verði óhóflegt og einhverjir læknar leiti eftir betri störfum á erlendum vettvangi. Þar sem Landspítali er aðalsjúkrahús og öryggisnet íslenska heilbrigðiskerfisins gæti þjóðin orðið fyrir miklum skaða.
  • Háþrýstingur, þögli morðinginn. Betur má ef duga skal

   Gunnar Þór Gunnarsson; Sjúkrahúsinu á Akureyri (Læknafélag Íslands, 2022-02)
  • Hefur Nýja-Sjáland fundið réttu leiðina gegn COVID-19?

   Murdoch, David R; Rektor Otago-háskólans í Christchurch á Nýja-Sjálandi (Læknafélag Íslands, 2020-09)
  • Heilahimnubólga af völdum baktería hjá börnum [ritstjórnargrein]

   Haraldur Briem (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-05-01)
   Í þessu tölublaði Læknablaðsins er birt yfirgripsmikil og fróðleg grein um heilahimnubólgu af völdum baktería hjá börnum á Íslandi sem nær yfir næstum þrjá áratugi (1). Á þessu tímabili var alvarlegasta ógnin við heilsu barna sjúkdómur af völdum N. meningitidis sem er frábrugðin öðrum bakteríum sem valda heilahimnubólgu vegna hæfni sinnar til að valda stað- og farsóttum, einkum meðal barna og unglinga. Á árunum 1975-1977 gekk yfir landið faraldur af völdum N. meningitidis af gerð B með 79 skráðum tilfellum. Allar götur síðan hefur meningókokkasjúkdómur verið landlægur á Íslandi í hástaðsótt (high-endemic). Síðustu árin hefur meningókokkasjúkdómur af gerð C verið að sækja í sig veðrið og er um þessar mundir algengasta heilahimnubólga á Íslandi. Samkvæmt farsóttaskrá hefur árlegt nýgengi meningókokkasjúkdóms verið á bilinu 3-11/100.000 íbúa á undanförnum tveimur áratugum. Nýgengið hér á landi, líkt og á Írlandi og Bretlandi, hefur verið mun hærra en víða á meginlandi Evrópu. Dánarhlutfall á Íslandi hefur verið 8,9% á tímabilinu. Aldurstengt nýgengi meningókokkasjúkdóms af völdum gerðar C á árunum 1983-2000 var hæst hjá börnum eins til fjögurra ára (10/100.000) og 15-19 ára (7/100.000). Sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur hér á landi hjá börnum undir sex mánaða aldri. Dánarhlutfallið var 9,9%, eða nokku hærra en af völdum N. meningitidis af gerð B. Hæst var dánarhlutfall hjá börnum undir fimm ára aldri (13,9%) og ungu fólki á aldrinum 15-19 ára (13,8%).
  • Heilavernd : ný dögun [ritstjórnargrein]

   Pálmi V. Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-11-01)
   Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsök á Vesturlöndum og veldur um 10-12% dauðsfalla. Dauðsföllum vegna heilablóðfalla hefur fækkað þar nokkuð eða að meðaltali um 7% frá árinu 1970, væntanlega vegna bættrar meðferðar, en betur má ef duga skal. Nýgengi heilablóðfalla vex hratt með aldri, með hundraðfaldri aukningu úr þremur af tíu þúsund á ári á þrítugs- og fertugsaldri til þriggja af hundraði á áttræðis- og níræðisaldri. Líkurnar á að 45 ára einstaklingur fái heilaáfall á næstu 20 árum eru einn af 30, en einn af hverjum fjórum 45 ára karlmönnum og ein af hverjum fimm 45 ára konum eiga von á því að fá heilablóðfall nái þau 85 ára aldri. Um 75% heilablóðfalla eru ný áföll, en líkur á endurteknum áföllum næstu fimm árin eru um 33-50%. Tölur frá Nýja-Sjálandi gefa glögga mynd af afleiðingum heilablóðfalla, en þar er nýgengi heilablóðfalla í meðallagi vestrænna þjóða (1). Nýgengi heilablóðfalla er um 310 á 250 þúsund íbúa og til viðbótar fá 90 einstaklingar endurtekið áfall. Af þessum 400 einstaklingum munu einungis 220 lifa sex mánuði. Af þeim munu 160 búa heima en hinir 60, flestir mjög fatlaðir, búa á hjúkrunarheimili eða sjúkrahúsi. Sex mánuðum eftir heilablóðfall eru um það bil tveir þriðju þeirra sem búa heima sjálfbjarga og hafa náð fyrri færni, en einn þriðji þeirra sem enn búa heima eiga við erfiðleika að stríða í athöfnum daglegs lífs og njóta stuðnings fjölskyldunnar eða heimilishjálpar og heimahjúkrunar. Besti mælikvarðinn á heildarbyrði heilablóðfalla í samfélaginu er algengi, en áætlað er að fimm til átta hverra þúsund íbúa yfir 25 ára aldri hafi orðið fyrir heilablóðfalli. Loks er rétt að minna á, að algengi heilabilunar folks yfir 65 ára aldri er um 5% og er fimmtungur beirra af völdum heilablóðfalla.
  • Heilbrigðiskerfi á krossgötum [ritstjórnargrein]

   Steinn Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-04)
   Það er kunnara en frá þurfi að segja að margvísleg vandamál steðja nú að heilbrigðisþjónustunni. Á þeim fáu árum sem liðin eru frá efnahagshruninu hefur Ísland tapað samkeppnishæfni gagnvart útlöndum. Læknar starfa á alþjóðlegum vinnumarkaði og víða í nágrannalöndunum er skortur á vel menntuðum læknum og há laun í boði. Þetta er þegar farið að hafa áhrif hér á landi og læknaskortur er farinn að verða tilfinnanlegur, bæði í heilsugæslunni og meðal yngri lækna á Landspítala. Kjör lækna á Íslandi hafa rýrnað um meira en 50% ef miðað er við nágrannalönd. Viðhorfsbreyting hefur átt sér stað meðal yngra fólks á síðustu áratugum. Það sættir sig ekki lengur við óhóflegt vinnuálag sem kemur niður á frítíma og fjölskyldulífi.
  • Heilbrigðiskerfi á tímum kreppu og atvinnuleysis [ritstjórnargrein]

   Matthías Halldórsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-12-01)
   Við lifum á viðsjárverðum tímum. Leiði kreppan til atvinnumissis og fátæktar í langan tíma má búast við auknu heilsuleysi og álagi á heilbrigðiskerfið. Sterk tengsl eru milli atvinnuleysis og heilsuleysis. Þau tengsl virka í báðar áttir: Heilbrigði fólks getur skaðast við langvinnt atvinnuleysi og atvinnuleysingjum, sem komnir eru í erfiða stöðu vegna einangrunar og heilsutjóns, gengur illa að fá vinnu á ný. Mikilvægt er að lenda ekki í slíkri hringrás. Eftir að fólk hefur misst vinnuna er því nauðsynlegt að hafa eitthvað það fyrir stafni sem gefur lífinu gildi og hindrar einangrun þess í samfélaginu. Þekkt er að fyrst eftir atvinnumissi finna sumir til viss léttis, einkum ef vinnan hefur verið erfið eða leiðigjörn, en síðan fer gjarnan að halla undan fæti. Kvíði, svefnleysi, skömm og þunglyndi kemur fram og getur birst í líkamlegum kvillum. Sjálfsvíg eru algengari meðal atvinnulausra, en einnig umframdauðsföll af öðrum orsökum. Öflugt félags- og heilbrigðiskerfi kerfi og atvinnuleysistryggingar hafa mikla þýðingu við að draga úr skaðanum.
  • Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og háskólasjúkrahúsið Landspítali [ritstjórnargrein]

   Kristín Ingólfsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-10-01)
   Traust samstarf Háskóla Íslands og Landspítalans er einn mikilvægasti þátturinn í þróun og áframhaldandi uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Stofnanirnar hafa í sameiningu kappkostað að byggja upp sjúkraþjónustu, menntun og aðstæður til þekkingar- og nýsköpunar í heilbrigðisvísindum. Það er trú Háskólans að nýskipan Heilbrigðisvísindasviðs innan skólans sé til þess fallin að styrkja samstarf við háskólasjúkrahúsið og aðra mikilvæga samstarfsaðila.
  • Heilbrigðisþjónusta á tímamótum [ritstjórnargrein]

   Dögg Pálsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-02-01)
   Heilbrigðisþjónustan hefur verið í brennidepli á fyrstu vikum ársins. Kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar staðan um síðustu áramót í samningum sérfræðilækna við Tryggingastofnun ríkisins (TR) og samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hins vegar fjárveitingar 2004 til Landspítala (LSH), sem eru talsvert lægri en það sem stjórnendur LSH töldu að sjúkrahúsið þyrfti til óbreyttrar starfsemi. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um þessi tvö mál og þær umræður sem spunnist hafa í þjóðfélaginu í tengslum við þau.
  • Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli á niðurskurðartímum! [ritstjórnargrein]

   Þorvaldur Ingvarsson; Sjúkrahúsið á Akureyri (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-01)
  • Heilbrigðisþjónusta í þágu almennings

   Rúnar Vilhjálmsson; Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-02)
  • Heilsa þjóðar í efnahagsmælingum

   Tinna Laufey Ásgeirsdóttir; Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-12)
  • Heilsa, lífsgæði og krónur [ritstjórnargrein]

   Bryndís Benediktsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-11-01)
   Aðstæður í íslensku samfélagi hafa breyst. Fjárframlög til heilbrigðismála skerðast og ljóst er að draga verður úr þjónustu. Við þessar aðstæður þarf að skoða alla kostnaðarliði gaumgæfilega og nýta þá skoðun til þess að tiltækt fé komi að sem bestum notum. Tryggja þarf að kunnátta varðveitist í heilbrigðisþjónustunni, að þeir sem veikastir eru hafi forgang til þjónustu og hún nýtist jafnframt sem flestum. Greining á kostnaði þarf að vera gagnsæ og sundurliðuð þannig að hægt sé að draga ályktanir af niðurstöðum í heild, en samtímis varpa ljósi á einstaka kostnaðarliði þar sem ná má hagræðingu. Kostnaðargreining algengra langvinnra sjúkdóma er sérlega mikilvæg við þessar aðstæður. Ef unnt er að bera saman milli landa kostnaðarlið mismunandi þjónustueininga er það augljós viðbótarkostur.1 Fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi þegar kemur að framkvæmd og túlkun, sérstaklega ef gera á breytingar á þjónustu sem byggjast á kostnaðarrannsóknum. Kostnaðarrannsóknir hafa oft verið gagnrýndar fyrir að meta einungis afturvirkt kostnað við tiltekinn sjúkdóm á ársgrundvelli, án þess að kanna líkur á breytingum á kostnaði í framtíð og án þess að reikna með þeim ágóða sem felst í betri heilsu sem hlýst af meðferð. Nýrri aðferðir við kostnaðargreiningu leggja áherslu á að reyna að meta einnig hver kostnaður muni verða í framtíð með því að taka með í reikninginn nýgengi, algengi og framvindu sjúkdóms á komandi árum.
  • Heilsufar innflytjenda [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Blöndal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-06-01)
   Hver og einn veikist á sinn sérstaka hátt, sem mótast meðal annars af fyrri reynslu, persónugerð og áætlunum um framtíðina. Að telja að einkennamynd tiltekins sjúkdóms sé sú sama í öllum sjúklingum með sjúkdóminn er oft fjarri lagi og gefur ekki góða raun í starfi lækna. Hvernig sjúklingar kvarta er þó þjóðlegt fyrirbæri, sem unnt er að kynnast í námi, en myndin brotnar upp þegar íbúar í landinu eru ekki lengur einsleitir. Á Íslandi eru nú um 10% íbúa sem hafa haft eða eru með erlendan ríkisborgararétt.
  • Heilsufar íslenskra bænda [ritstjórnargrein]

   Sigurður Thorlacius (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-12-01)
   Landbúnaður hefur lengi verið einn af mikil-vægustu atvinnuvegum landsins og því er verðugt viðfangsefni að skoða heilsufar bænda. Fram undir heimsstyrjöldina síðari höfðu vinnubrögð í íslenskum landbúnaði lítið breyst allt frá landnámi. Með vélvæðingu um miðja síðustu öld breyttust bústörfin.1 Má gera ráð fyrir að þetta hafi haft umtalsverð áhrif á heilsu bænda. 

  • Heilsufar og efnahagsmál, ábyrgð lækna [ritstjórnargrein]

   Kristinn Tómasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-11-01)
   Umræða um efnahagsþrengingar hefur ekki farið fram hjá neinum. Flutningur hefur verið stöðugur af válegum fjármálafréttum, sem margar hverjar eru torskildar og minna meir á véfrétt úr fornöld en frétt skrifaða í nútímafjölmiðlum. Mikilvægt er að læknar hugi að forystuhlutverki sínu í heilbrigðismálum þar sem útgjöld til heilbrigðismála geta minnkað á sama tíma og hagur fólks versnar og þar með geta þess til að hlúa sem best að heilbrigði sínu. Í rannsókn á áhrifum efnahags á dánarmein í eina öld sýndi Brenner (1) tengsl hagvaxtar og lækkandi dánartíðni á síðustu 100 árum í Bandaríkjunum. Hann sýndi að með batnandi almennum hag lækkaði dánartíðni, en þó með þeim fyrirvara að mjög hraður uppgangur og hagvöxtur leiddi til aukinnar dánartíðni. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að þeim sem eru verra settir efnahagslega og félagslega í samfélaginu er hættara við flestum sjúkdómum, svo sem háþrýstingi (2), lungnasjúkdómum (3), og geðsjúkdómum (4) auk vel flestra annarra sjúkdóma.
  • Heilsugæsla á breyttum tímum

   Óskar Reykdalsson; Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (Læknafélag Íslands, 2020-07)
  • Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu í vanda [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson; Sólvangur Health Care Center, 220 Hafnarfirði, Iceland. emilsig@hi.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-02-01)
   Uppbyggingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu miðar hægt. Löng bið er eftir tímum hjá heimilislæknum. Þessi undirstöðuþáttur heilbrigðisþjónustunnar er vel skilgreindur í lögum um heilbrigðisþjónustu og þar er tíundað hvaða þjónustu á að veita. Hins vegar hefur láðst að búa svo um hnútana að heilsugæslan geti sinnt sínu hlutverki og er fjöldi fólks á Stór-Reykjavíkursvæðinu án heimilislæknis. Almennt viðmið er að einn heimilislæknir sinni um 1.500 skjólstæðingum. Þannig ættu að vera um 120 heimilislæknar starfandi á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Í dag eru þeir rúmlega 90.