• Illkynja fuglainflúensa og áhrif hennar á menn [ritstjórnargrein]

   Haraldur Briem (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-04-01)
   Frá miðjum desember 2003 hefur geisað illkynja fuglainfúensa A (HPAI -highly pathogenic avian influenza) af H5N1 stofni í fiðurfé í Kambódíu, Kína, Indónesíu, Japan, Laos, Suður-Kóreu, Tælandi og Víetnam. Útbreiðsla sjúkdómsins er meiri en áður hefur þekkst og hefur hann haft víðtækar efnahagslegar afleiðingar fyrir þessi ríki (1). Hvað er fuglainflúensa? Vatnafuglar eru náttúrulegir hýslar fyrir alla hina 15 þekktu undirflokka inflúensuveiru A (H1-H15). Það eru einkum villtar endur sem bera veiruna í frumum garna án þess að þær valdi þeim einkennum. Aðrir fuglar hafa einnig þennan eiginleika, svo sem álftir og gæsir, en þeir hafa verið minna rannsakaðir. Á norðurhveli jarðar er stór hluti þessara farfugla smitaður af inflúensu A. Á haustin bera þeir inflúensuna með sér suður á bóginn. Samsvarandi atburðarás er á suðurhveli. Af og til berast inflúensuveirurnar til annarra dýrategunda og geta þá valdið sjúkdómi (2).
  • Inflúensa, quo vadis? [ritstjórnargrein]

   Sigurður Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-01-01)
   Undanfarin ár hefur heimsbyggðin, að minnsta kosti þeir sem aflögufærir eru, búið sig undir heimsfaraldur inflúensu. Menn velkjast ekki í vafa um að hann mun yfir okkur ganga, spurningin er hvenær, hve stór og af hvaða stofni. Á undanförnum 300 árum hafa tíu faraldrar inflúensu A gengið yfir. Á síðastliðinni öld gengu þrír. Spænska veikin 1918-1919 dró 50-100 milljónir manns til dauða, en Asíuinflúensan 1957 og Hong Kong inflúensan 1968 voru sem betur fer mun smærri í sniðum. Allir þessir faraldrar hafa átt upptök sín í Suðaustur-Asíu. Þaðan má einnig vænta hins næsta, hvort sem hann verður fuglainflúensan H5N1 eða annar stofn, sem reyndar er orðinn tímabær miðað við gang þeirrar klukku sem tímasett hefur fyrri faraldra.
  • Innlagnir unglinga á Vog helmingi færri nú er árið 2002

   Þórarinn Tyrfingsson; Sjúkrahúsið Vogi (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-07-05)
  • Insúlín í 100 ár

   Arna Guðmundsdóttir; Landspítali (Læknafélag Íslands, 2021-12)
  • Í auga stormsins

   Margrét Ólafía Tómasdóttir; Heimilislæknir við heilsugæsluna Efstaleiti og lektor í heimilislækningum við læknadeild HÍ (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-04)
  • Í aðdraganda kosninga

   Þorbjörn Jónsson; Landspítali, Reykjavík, Landspitali University Hospital, Reykjavík (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-09)
  • Íslensk heilbrigðisþjónusta á erfiðum tímum [ritstjórnargrein]

   Steinn Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-07-01)
   Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur verið í mjög háum gæðaflokki í alþjóðlegu samhengi. Um það vitna margvíslegar hagtölur og nægir að nefna lægsta burðarmálsdauða í heimi og hæstu ævilíkur. Kostnaður við heilbrigðisþjónustu á Íslandi er þó rétt í meðallagi fyrir OECD-ríki eða um 9% af vergri landsframleiðslu.1 Á undanförnum áratugum hefur orðið mikil framþróun í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Þar ber vafalaust hæst sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík í Landspítala-háskólasjúkrahús. Sú ráðstöfun var umdeild og erfið eins og búast mátti við. Frá faglegu sjónarmiði hefur þó orðið ótvíræður árangur af sameiningunni. Sérgreinar læknisfræðinnar hafa styrkst og þannig myndast grundvöllur fyrir aukinni sérhæfingu í þágu betri þjónustu við sjúklinga. Þá hafa skapast aukin tækifæri til kennslu og vísindastarfa og eru íslenskir læknar leiðandi í vísindasamfélagi landsins þegar litið er til birtra greina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum.
  • Íslenskar gigtarrannsóknir [ritstjórnargrein]

   Jón Þorsteinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-10-01)
   Í tilefni Norræns gigtarárs 1992 er þetta hefti Læknablaðsins helgað rannsóknum á gigtarsjúkdómum. Gigtsjúkdómafræðin á sér ekki langa sögu sem vísindagrein þótt gigtin hafi fylgt mannkyninu frá örófi alda. Það var ekki fyrr en Philip Hench fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1950 fyrir cortisonmeðferð við liðagigt að gigtsjúkdómafræðin skipaði sér sess meðal annarra greina læknisfræðinnar. Tveimur árum áður hafði Hargraves fundið LE-frumuna og Rose hafði endurvakið rheumatoid faktor Waalers sem hann fann 10 árum áður og nú er kallað Rose-Waaler próf. Þessar þrjár uppgötvanir, cortisonið, LE-fruman og Rose-Waaler prófið valda tímamótum og gera gigtsjúkdómafræðina að raunverulegri vísindagrein.
  • Íslenskar rannsóknir á krabbameinum í brjóstum [ritstjórnargrein]

   Hrafn Tulinius (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-01-01)
   Á síðari helmingi þessarar aldar hafa verið gerðar gróskumiklar rannsóknir í faraldsfræði brjóstakrabbameina á Íslandi. Þetta má að nokkru rekja til aukins skilnings lækna og annarra fræðimanna á mikilvægi faraldsfræðinnar. Áður voru rannsóknir á orsökum sjúkdóma stundaðar í mörgum greinum læknisfræðinnar, en þó kannski mest af meinafræðingum sem í daglegum störfum sínum fengust við leit að orsökum sjúkdóma í einstaklingum. Með tilkomu faraldsfræðinnar hefur áhuginn beinst að orsökum sjúkdóma í hópum fólks. Nokkrar vörður á þessari leið má benda á. Krabbameinsfélögin stofnuðu Krabbameinsskrána árið 1954 og hefur hún verið grundvöllur þessara rannsókna. Leitarstöð krabbameinsfélaganna tók til starfa áratugi síðar, en hún hefur safnað markverðum upplýsingum um ýmsa áhættuþætti brjóstakrabbameina. Af þeim toga eru greinar um áhættuþætti tengda tíðablæðingum kvenna. Í þeim flokki eru allmargar greinar sem voru meðal þeirra fyrstu sem sýndu fram á að aukinn barnafjöldi minnkar líkur á krabbameinum í brjóstum, en áður hafði verið sýnt fram á að hár aldur við upphaf blæðinga væri áhættuþáttur. Nýlega er komin út grein um það umdeilda atriði hvort notkun getnaðarvarnalyfja auki hættu á krabbameinum í brjóstum í litlum vel skilgreindum hópum.
  • Íslenskur forseti WMA, Alþjóðafélags lækna [ritstjórnargrein]

   Sigurbjörn Sveinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-10-01)
   Jón Snædal, læknir og fyrrum varaformaður Læknafélags Íslands, tekur við embætti forseta Alþjóðafélags lækna, World Medical Association (WMA), á næstu dögum í Kaupmannahöfn. Það er sannarlega mikill persónulegur heiður fyrir Jón og viðurkenning fyrir það starf, sem hann hefur unnið fyrir WMA og ytra tákn þeirrar virðingar, sem hann nýtur á þeim vettvangi. Einnig er þetta viðurkenning til annarra íslenskra lækna og Læknafélags Íslands og þeirrar stefnu, sem það hefur staðið fyrir í Alþjóðafélagi lækna.
  • Jáeindaskanni : næsta stóra tækninýjung í læknisfræði á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Pétur Hannesson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-02-01)
   Jáeindaskanni (JS) (PET/CT, positron emission tomography/computer tomography) er sú myndgreiningaraðferð sem vex hraðast í heiminum. PET eitt og sér hefur lengi verið í klínískri notkun en það eru aðeins nokkur ár síðan hjónaband tækninnar með tölvusneiðmyndum átti sér stað. Saman eru aðferðirnar mun næmari og sértækari en hvor tæknin fyrir sig. Þetta byggir á þeim samlegðaráhrifum sem fást við það að leggja saman þessar tvær myndgreiningaraðferðir. Nýtast þar saman starfrænar upplýsingar PET og upplausn tölvusneiðmyndanna sem eykur greiningarhæfni við stigun æxla og mat á meðferð þeirra. Nú eru einungis seld síamstæki af þessari gerð og er því ekki ástæða til að aðgreina PET frá PET/CT hvað varðar íslenska nafngift.
  • Kaflaskil

   Engilbert Sigurðsson; Geðsvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016-12-02)
  • Kannabis er ekki skaðlaust

   Nanna Briem; Landspítali, Geðdeild (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-09)
  • Kembileit að krabbameini í brjósti með myndatöku [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-02-01)
   Kembileit byggir á þeirri forsendu að greinist sjúkdómur áður en einkenni hans koma fram þá eru horfur sjúklinganna betri vegna þess að meðferð sem hafin er áður en sjúkdómur er farinn að valda veikindum er árangursríkari en meðferð sem er veitt seinna. Við kembileit er beitt tilteknu prófi á einkennalaust fólk í þeim tilgangi að flokka það eftir líkindunum á því að það hafi ákveðinn sjúkdóm. Kembileitarprófið sjálft greinir ekki sjúkdóminn sem leitað er að og þeir sem koma jákvætt út á prófinu þurfa að fara í nákvæma rannsókn til þess að hægt sé að ákvarða hvort þeir hafi sjúkdóminn eða ekki. Ef kembileit að krabbameini virkar rétt og gerir gagn þá á dánartíðni vegna sjúkdómsins að lækka í hópnum sem boðaður er til kembileitar. Þegar kembileit miðar að því að finna fyrirboða eða undanfaraástand alvarlegs sjúkdóms og síðan er beitt meðferð sem kemur í veg fyrir að sjúkdómurinn komi fram er hægt að meta árangur og gagnsemi kembileitarinnar í lækkuðu nýgengi áður en verður lækkun á dánartíðni vegna sjúkdómsins. Kembileit getur haft neikvæðar hliðar sem tengjast til dæmis falskt jákvæðum og falskt neikvæðum niðurstöðum úr kembileitarprófinu (1).
  • Kínalífselixír og nútímaheilsa

   Arnór Víkingsson; Landspítala og Þraut ehf – miðstöð vefjagigtar (Læknafélag Íslands, 2021-02)
  • Klínískt rannsóknasetur Landspítala og Háskóla Íslands [ritstjórnargrein]

   Kristján Erlendsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-03-01)
   Ein af aðalröksemdunum fyrir því að sameina Ríkisspítalana og Sjúkrahús Reykjavíkur voru að þannig gæfist tækifæri til þess að draga saman á eina stofnun þá háskólastarfsemi sem fram hafði farið á sjúkrahúsunum báðum, en verið dreifð og lítt skipulögð fram að þeim tíma. Hún hafði þó vissulega verið til staðar en samanburður og samkeppni við erlenda háskólaspítala hvatti í auknum mæli til þess að vísinda- og kennslustarfsemi yrði efld og viðurkennd sem eðlilegur þáttur með þjónustu við sjúklinga og samofin henni í daglegu starfi háskólaspítalans. Ýmis skref hafa síðan verið tekin á þessari leið, með formlegri stofnun skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar en ekki síst með formlegum samstarfssamningi spítalans og Háskóla Íslands sem fyrst var gerður 2001 og síðast endurskoðaður árið 2006. Við opnun Klínísks rannsóknaseturs Landspítala og Háskóla Íslands 15. janúar var stigið enn eitt skrefið í þá átt að viðurkenna og styrkja háskólastarfsemi á spítalanum. Þannig er jafnframt unnið að því að uppfylla lagafyrirmæli nýrra heilbrigðislaga þar sem er kveðið á um að spítalinn skuli stunda vísindarannsóknir og veita vísindamönnum á sviði heilbrigðisvísinda aðstöðu til þess að stunda rannsóknir sínar.
  • Konur í vísindum [ritstjórnargrein]

   Ólöf Sigurðardóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-05-01)
   Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Menntamálaráðuneytisins og fleiri stofnana sem bar yfirskriftina Konur í vísindum á Íslandi, en mikið hefur verið fjallað um þetta efni á síðustu misserum í Evrópu. Aðild Íslands að rammaáætlunum Evrópusambandsins (ESB) varð hvati þessa. Birtar voru tölfræðilegar niðurstöður úr skýrslu um hlut kvenna í vísindum, en mikill skortur hefur verið á slíkum upplýsingum hingað til og hefur torveldað allan samanburð á stöðu kvenna í vísindum og rannsóknum og er skýrslan því mikið þarfaþing. Nefnd um konur og vísindi, skipuð af menntamálaráðherra 1999, tók skýrsluna saman. Skipunin var í samræmi við áætlun framkvæmdastjórnar ESB frá sama ári sem miðar að því að fjölga konum í vísindum þar sem sýnt hefur verið fram á að verulega hallaði á hlut kvenna en einnig að ESB leggur nú áherslu á að styrkja vísindi og rannsóknastarf til að viðhalda hagvexti og velsæld
  • Kostnaðarvitund ­og siðferðisvitund [ritstjórnargrein]

   Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-05-01)
   Heilbrigðiskerfið er að mestu fjármagnað af ríkissjóði. Staða hans er slæm og byrði ríkisskulda mun óhjákvæmilega aukast á næstu árum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt að ráðamönnum að mæta hallanum með afgerandi hætti og ná tökum á ríkisfjármálunum. Niðurskurður og sparnaður eru oft nefnd sem nauðsynleg úrræði. Spurning er hvort byggja megi á hugtakinu hagræðing þegar tekið er á vandanum. En hvað felst í hagræðingu? Heilbrigðisþjónustan á ekki einungis að vera árangursrík, heldur á sem mest að fást fyrir þau verðmæti sem til hennar er varið. Á þeim grunni verður að velja og hafna. Ég er þeirrar „óvenjulegu“ skoðunar að rekstur eigi að vera hagkvæmur jafnt í góðæri sem í harðæri. Jafnvel á tímum þegar samfélagið hefur mikið handa á milli þarf að horfa í hverja krónu. Hættan er mest þegar hugurinn er veikastur. Í harðæri er ráðdeild óhjákvæmileg og því sársaukafyllri sem bruðl undangenginna ára var meira. Af þessum sökum á alltaf að staldra við kostnað, hvaða nafni sem hann nefnist – vega hann og meta. Staðreyndin er sú að það er fleira sem veitir okkur velferð og ánægju en heilsa. Þess vegna er réttlætanlegt að takmarka heilsuframleiðslu. Við verðum því að finna leið til þess að ákvarða hvaða heilbrigðisþjónustu við veitum og hvar mörkin eigi að liggja milli heilsu og annarra gæða sem veita fólki hamingjuríkt líf. Sá á kvölina sem á völina!
  • Kostnaður sparnaðar [ritstjórnargrein]

   Ásgeir Haraldsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-09-01)
   Á undanförnum árum hefur hinn mikli kostnaður við íslenska heilbrigðiskerfið verið til stöðugrar umræðu. Mikill niðurskurður hefur verið framförum og þróun fjötur um fót, og er það vissulega mikið áhyggjuefni. Umræða þessi hefur oftast verið neikvæð og fjölmiðlar hafa flutt fréttir af hallarekstri sjúkrahúsanna, umframeyðslu og miklum kostnaði heilbrigðiskerfisins. Ekki hefur verið fjallað um árangur eöa ávinning, betra líf eða bætta heilsu. Þrátt fyrir að sjúklingum hafi fjölgað, til dæmis á ríkisspítölum, hefur stöðugildum fækkað og meðalkostnaður á hvern sjúkling hefur fariö lækkandi síðastliðin 15 ár. Hagræðing innan heilbrigðiskerfisins hefur verið mjög árangursrík, jafnt í krónum og aurum talið sem og í heilsu og heilbrigði.
  • Kólesteról, kransæðasjúkdómar og statínlyf [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-12-01)
   Fjölmargar rannsóknir frá síðustu áratugum hafa sterklega bent til að hátt kólesteról í blóði, sérstaklega LDL-kólesteról, stuðli að æðakölkun og þar með kransæðasjúkdómum. Þessar rannsóknir hafa verið margs konar, á sviði meinafræði, með dýratilraunum, faraldsfræðilegar rannsóknir um allan heim, framskyggnar hóprannsóknir, þar með talið Hjartaverndarrannsóknin og fjölskyldurannsóknir, svo fátt eitt sé nefnt. Lokasönnunina vantaði þó lengi vel, það er að unnt sé að draga úr áhættunni á kransæðasjúkdómum með því að lækka LDL-kólesteról í blóði. Með tilkomu statínlyfja (HMG-CoA-redúktasa blokkarar) gafst fyrst gott tækifæri til að sanna kólesterólkenninguna þar sem þessi lyf lækka kólesteról mun meira (25-40%) en áður var unnt. Fyrstu rannsóknir á notagildi þessara lyfja studdust við kransæðamyndatökur og mælingar á æðavídd. Þær rannsóknir bentu til að þessi lyf gætu hamlað framvindu sjúkdómsins og jafnvel snúið þróuninni við að einhverju leyti. En vissulega var keppikeflið að fá bitastæðari endapunkta til að byggja á en kransæðamyndatökur. Á síðustu þremur árum hafa birst niðurstöður að minnsta kosti þriggja stórra hóprannsókna sem ótvírætt sanna virkni slíkra lyfja til að draga úr áhættu á kransæðasjúkdómum meö því að lækka LDL-kólesteról í blóði. Til viðbótar þessum rannsóknum voru kynntar tvær hóprannsóknir á þingi bandarískra hjartameð mjög hliðstæðum árangri. Sir Michael Oliver, vel þekktur breskur efaseradarlæknir, skrifaði nýlega grein (1) þar sem hann telur orsakasamband milli kólesteróls og kransæðasjúkdóma sannað og vísaði í orð Maynard Keynes: When the facts change, I change my mind. What do you do?