• Jáeindaskanni : næsta stóra tækninýjung í læknisfræði á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Pétur Hannesson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-02-01)
   Jáeindaskanni (JS) (PET/CT, positron emission tomography/computer tomography) er sú myndgreiningaraðferð sem vex hraðast í heiminum. PET eitt og sér hefur lengi verið í klínískri notkun en það eru aðeins nokkur ár síðan hjónaband tækninnar með tölvusneiðmyndum átti sér stað. Saman eru aðferðirnar mun næmari og sértækari en hvor tæknin fyrir sig. Þetta byggir á þeim samlegðaráhrifum sem fást við það að leggja saman þessar tvær myndgreiningaraðferðir. Nýtast þar saman starfrænar upplýsingar PET og upplausn tölvusneiðmyndanna sem eykur greiningarhæfni við stigun æxla og mat á meðferð þeirra. Nú eru einungis seld síamstæki af þessari gerð og er því ekki ástæða til að aðgreina PET frá PET/CT hvað varðar íslenska nafngift.
  • Kaflaskil

   Engilbert Sigurðsson; Geðsvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016-12-02)
  • Kannabis er ekki skaðlaust

   Nanna Briem; Landspítali, Geðdeild (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-09)
  • Kembileit að krabbameini í brjósti með myndatöku [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-02-01)
   Kembileit byggir á þeirri forsendu að greinist sjúkdómur áður en einkenni hans koma fram þá eru horfur sjúklinganna betri vegna þess að meðferð sem hafin er áður en sjúkdómur er farinn að valda veikindum er árangursríkari en meðferð sem er veitt seinna. Við kembileit er beitt tilteknu prófi á einkennalaust fólk í þeim tilgangi að flokka það eftir líkindunum á því að það hafi ákveðinn sjúkdóm. Kembileitarprófið sjálft greinir ekki sjúkdóminn sem leitað er að og þeir sem koma jákvætt út á prófinu þurfa að fara í nákvæma rannsókn til þess að hægt sé að ákvarða hvort þeir hafi sjúkdóminn eða ekki. Ef kembileit að krabbameini virkar rétt og gerir gagn þá á dánartíðni vegna sjúkdómsins að lækka í hópnum sem boðaður er til kembileitar. Þegar kembileit miðar að því að finna fyrirboða eða undanfaraástand alvarlegs sjúkdóms og síðan er beitt meðferð sem kemur í veg fyrir að sjúkdómurinn komi fram er hægt að meta árangur og gagnsemi kembileitarinnar í lækkuðu nýgengi áður en verður lækkun á dánartíðni vegna sjúkdómsins. Kembileit getur haft neikvæðar hliðar sem tengjast til dæmis falskt jákvæðum og falskt neikvæðum niðurstöðum úr kembileitarprófinu (1).
  • Kínalífselixír og nútímaheilsa

   Arnór Víkingsson; Landspítala og Þraut ehf – miðstöð vefjagigtar (Læknafélag Íslands, 2021-02)
  • Klínískt rannsóknasetur Landspítala og Háskóla Íslands [ritstjórnargrein]

   Kristján Erlendsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-03-01)
   Ein af aðalröksemdunum fyrir því að sameina Ríkisspítalana og Sjúkrahús Reykjavíkur voru að þannig gæfist tækifæri til þess að draga saman á eina stofnun þá háskólastarfsemi sem fram hafði farið á sjúkrahúsunum báðum, en verið dreifð og lítt skipulögð fram að þeim tíma. Hún hafði þó vissulega verið til staðar en samanburður og samkeppni við erlenda háskólaspítala hvatti í auknum mæli til þess að vísinda- og kennslustarfsemi yrði efld og viðurkennd sem eðlilegur þáttur með þjónustu við sjúklinga og samofin henni í daglegu starfi háskólaspítalans. Ýmis skref hafa síðan verið tekin á þessari leið, með formlegri stofnun skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar en ekki síst með formlegum samstarfssamningi spítalans og Háskóla Íslands sem fyrst var gerður 2001 og síðast endurskoðaður árið 2006. Við opnun Klínísks rannsóknaseturs Landspítala og Háskóla Íslands 15. janúar var stigið enn eitt skrefið í þá átt að viðurkenna og styrkja háskólastarfsemi á spítalanum. Þannig er jafnframt unnið að því að uppfylla lagafyrirmæli nýrra heilbrigðislaga þar sem er kveðið á um að spítalinn skuli stunda vísindarannsóknir og veita vísindamönnum á sviði heilbrigðisvísinda aðstöðu til þess að stunda rannsóknir sínar.
  • Konur í vísindum [ritstjórnargrein]

   Ólöf Sigurðardóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-05-01)
   Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Menntamálaráðuneytisins og fleiri stofnana sem bar yfirskriftina Konur í vísindum á Íslandi, en mikið hefur verið fjallað um þetta efni á síðustu misserum í Evrópu. Aðild Íslands að rammaáætlunum Evrópusambandsins (ESB) varð hvati þessa. Birtar voru tölfræðilegar niðurstöður úr skýrslu um hlut kvenna í vísindum, en mikill skortur hefur verið á slíkum upplýsingum hingað til og hefur torveldað allan samanburð á stöðu kvenna í vísindum og rannsóknum og er skýrslan því mikið þarfaþing. Nefnd um konur og vísindi, skipuð af menntamálaráðherra 1999, tók skýrsluna saman. Skipunin var í samræmi við áætlun framkvæmdastjórnar ESB frá sama ári sem miðar að því að fjölga konum í vísindum þar sem sýnt hefur verið fram á að verulega hallaði á hlut kvenna en einnig að ESB leggur nú áherslu á að styrkja vísindi og rannsóknastarf til að viðhalda hagvexti og velsæld
  • Kostnaðarvitund ­og siðferðisvitund [ritstjórnargrein]

   Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-05-01)
   Heilbrigðiskerfið er að mestu fjármagnað af ríkissjóði. Staða hans er slæm og byrði ríkisskulda mun óhjákvæmilega aukast á næstu árum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt að ráðamönnum að mæta hallanum með afgerandi hætti og ná tökum á ríkisfjármálunum. Niðurskurður og sparnaður eru oft nefnd sem nauðsynleg úrræði. Spurning er hvort byggja megi á hugtakinu hagræðing þegar tekið er á vandanum. En hvað felst í hagræðingu? Heilbrigðisþjónustan á ekki einungis að vera árangursrík, heldur á sem mest að fást fyrir þau verðmæti sem til hennar er varið. Á þeim grunni verður að velja og hafna. Ég er þeirrar „óvenjulegu“ skoðunar að rekstur eigi að vera hagkvæmur jafnt í góðæri sem í harðæri. Jafnvel á tímum þegar samfélagið hefur mikið handa á milli þarf að horfa í hverja krónu. Hættan er mest þegar hugurinn er veikastur. Í harðæri er ráðdeild óhjákvæmileg og því sársaukafyllri sem bruðl undangenginna ára var meira. Af þessum sökum á alltaf að staldra við kostnað, hvaða nafni sem hann nefnist – vega hann og meta. Staðreyndin er sú að það er fleira sem veitir okkur velferð og ánægju en heilsa. Þess vegna er réttlætanlegt að takmarka heilsuframleiðslu. Við verðum því að finna leið til þess að ákvarða hvaða heilbrigðisþjónustu við veitum og hvar mörkin eigi að liggja milli heilsu og annarra gæða sem veita fólki hamingjuríkt líf. Sá á kvölina sem á völina!
  • Kostnaður sparnaðar [ritstjórnargrein]

   Ásgeir Haraldsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-09-01)
   Á undanförnum árum hefur hinn mikli kostnaður við íslenska heilbrigðiskerfið verið til stöðugrar umræðu. Mikill niðurskurður hefur verið framförum og þróun fjötur um fót, og er það vissulega mikið áhyggjuefni. Umræða þessi hefur oftast verið neikvæð og fjölmiðlar hafa flutt fréttir af hallarekstri sjúkrahúsanna, umframeyðslu og miklum kostnaði heilbrigðiskerfisins. Ekki hefur verið fjallað um árangur eöa ávinning, betra líf eða bætta heilsu. Þrátt fyrir að sjúklingum hafi fjölgað, til dæmis á ríkisspítölum, hefur stöðugildum fækkað og meðalkostnaður á hvern sjúkling hefur fariö lækkandi síðastliðin 15 ár. Hagræðing innan heilbrigðiskerfisins hefur verið mjög árangursrík, jafnt í krónum og aurum talið sem og í heilsu og heilbrigði.
  • Kólesteról, kransæðasjúkdómar og statínlyf [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-12-01)
   Fjölmargar rannsóknir frá síðustu áratugum hafa sterklega bent til að hátt kólesteról í blóði, sérstaklega LDL-kólesteról, stuðli að æðakölkun og þar með kransæðasjúkdómum. Þessar rannsóknir hafa verið margs konar, á sviði meinafræði, með dýratilraunum, faraldsfræðilegar rannsóknir um allan heim, framskyggnar hóprannsóknir, þar með talið Hjartaverndarrannsóknin og fjölskyldurannsóknir, svo fátt eitt sé nefnt. Lokasönnunina vantaði þó lengi vel, það er að unnt sé að draga úr áhættunni á kransæðasjúkdómum með því að lækka LDL-kólesteról í blóði. Með tilkomu statínlyfja (HMG-CoA-redúktasa blokkarar) gafst fyrst gott tækifæri til að sanna kólesterólkenninguna þar sem þessi lyf lækka kólesteról mun meira (25-40%) en áður var unnt. Fyrstu rannsóknir á notagildi þessara lyfja studdust við kransæðamyndatökur og mælingar á æðavídd. Þær rannsóknir bentu til að þessi lyf gætu hamlað framvindu sjúkdómsins og jafnvel snúið þróuninni við að einhverju leyti. En vissulega var keppikeflið að fá bitastæðari endapunkta til að byggja á en kransæðamyndatökur. Á síðustu þremur árum hafa birst niðurstöður að minnsta kosti þriggja stórra hóprannsókna sem ótvírætt sanna virkni slíkra lyfja til að draga úr áhættu á kransæðasjúkdómum meö því að lækka LDL-kólesteról í blóði. Til viðbótar þessum rannsóknum voru kynntar tvær hóprannsóknir á þingi bandarískra hjartameð mjög hliðstæðum árangri. Sir Michael Oliver, vel þekktur breskur efaseradarlæknir, skrifaði nýlega grein (1) þar sem hann telur orsakasamband milli kólesteróls og kransæðasjúkdóma sannað og vísaði í orð Maynard Keynes: When the facts change, I change my mind. What do you do?
  • Krabbamein í briskirtli : greiningaraðferðir [ritstjórnargrein]

   Ásgeir Theodórs; Davíð O. Arnar, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1990-04-15)
   Á undanförnum tveimur áratugum hafa komið fram nýjar rannsóknaraðferðir sem nýst hafa til athugunar á briskirtlinum. Með ómskoðun, tölvusneiðmyndun, holsjár-röntgenmyndun af gallgöngum og brisrás, (ERCP - endoscopic retrograde cholangiopancreatography), auk annarra enn nýrri rannsóknaraðferða, er nú mögulegt að skoða briskirtilinn með meiri nákvæmni en áður.
  • Krabbamein í ristli : er gallblöðrutaka áhættuþáttur? [ritstjórnargrein]

   Ásgeir Theodórs; Gunnlaugur Pétur Nielsen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-08-01)
   Krabbamein í ristli er algengt og hefur tíðni þess á íslandi sem og annarstaðar farið vaxandi (1). Lítið er vitað um orsakir ristilkrabbameins en landfræðilegur munur bendir til einhverra umhverfisþátta og hafa augu manna meðal annars beinst að fituríkri fæðu en við neyslu hennar verður losun á ýmsum efnasamböndum inn í holrými gama, t.d. á gallsýrum (2,3)- Sumar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa einnig sýnt aukinn útskilnað á gallsýrum, sérstaklega annars stigs gallsýrum í hægðum einstaklinga með kirtiltotuæxli og ristilkrabbamein. Einnig hefur fundist aukið magn af gallsýrum í hægðum heilbrigðra einstaklinga sem lifa á svæðum þar sem tíðni ristilkrabbameins er há (3,4). Aðrar rannsóknir hafa þó ekki staðfest þessar niðurstöður (5).
  • Krabbamein, áfengi og samfélagsleg ábyrgð

   Laufey Tryggvadóttir; Klínískur prófessor í læknadeild HÍ framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-01)
  • Krabbameinsrannsóknir á Íslandi og klínísk erfðamengisfræði [ritstjórnargrein]

   Reynir Arngrímsson; Unit of Medical Genetics, Faculty of Medicine, University of Iceland, 101 Reykjavík, Iceland. reynirar@hi.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-05-01)
   Í þessu hefti Læknablaðsins birtast ágrip rannsókna sem kynnt voru á ráðstefnu Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi, sem haldin var á læknadögum 21. og 22. janúar síðastliðinn. Það er gleðiefni að sjá hversu víðtækar krabbameinsrannsóknir á Íslandi eru og á hve sterkum grunni þær standa. Þegar litið er yfir farinn veg og til framlags Íslendinga í grunnrannsóknum á sviði líf- og læknisfræði á undförnum tveimur áratugum kemur fljótt í ljós að rannsóknir á krabbameini hafa staðið framarlega. Ráðstefnan í janúar síðastliðnum bar þess vott að mikill metnaður er ríkjandi varðandi krabbameinsrannsóknir og fleiri eru farnir að hasla sér völl á þessum vettvangi en áður var.
  • Krabbameinsskimanir á krossgötum

   Agnes Smáradóttir; Landspítala (Læknafélag Íslands, 2021-09)
  • Krabbameinsvaldur færist skör hærra [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-06-01)
   Hvernig vitum við hvort efni eru krabbameinsvaldar? Getum við flett slíku upp í textabókum og fengið að vita vissu okkar í eitt skipti fyrir öll? Samband ákveðinnar mengunar og krabbameins er í sumum tilvikum orðin svo augljós að það nægir að glugga í barnabækurnar eftir dæmum og má hér nefna að tóbaksreykur leiðir til lungnakrabbameins. Það er með réttu hægt að halda því fram krabbameinsvaldandi efni séu mismunandi. Nokkur efni hafa sýnt sig að því að geta valdið krabbameinum eingöngu í dýratilraunum og stundum aðeins í einni dýrategund. Önnur efni eru talin geta valdið krabbameini í mönnum. Sum efni geta leitt til krabbameina þótt menn verði fyrir lítilli mengun, en um önnur efni virðist gilda að mengunin þurfi að vera mikil og vara lengi þar til aukin krabbameinshætta kemur fram. Einföldustu forvarnir við krabbameinum sem rekja má til mengunar efna gætu virst vera að banna notkun og meðferð slíkra efna. Þetta er oft og tíðum ekki hægt af hagnýtum ástæðum því að slík efni geta verið okkur gagnleg, svo sem eldsneyti og smurolíur, þannig að forvarnirnar þurfa að beinast að því aö vernda einstaklinga sem vinna með eða komast í snertingu við efnin. Þess vegna er þörf á flokkun og mati á efnunum með tilliti til hversu mikil krabbameinshætta stafar af þeim og hvar þau koma heist fyrir.
  • Kransæðahjáveituaðgerðir í nútíð og fortíð

   Karl Andersen; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-09)
  • Kransæðavíkkun eða segaleysandi meðferð við bráðri kransæðastíflu? [ritstjórnargrein]

   Ragnar Danielsen; Department of Cardiology, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. ragnarda@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-04-01)
   Kransæðavíkkanir hafa verið gerðar hér á landi frá 1987. Árangur hefur verið góður og tíðni fylgikvilla og dauðsfalla lág (1). Í völdum tilfellum hafa verið gerðar kransæðavíkkanir hjá sjúklingum með bráða kransæðastíflu og umræða um hvort auka eigi þá þjónustu er vaxandi (2). Erlendis eru skiptar skoðanir um hvort kransæðavíkkun sé betri kostur en segaleysandi lyf sem fyrsta meðferð við kransæðastíflu (3). Við bráða kransæðastíflu skiptir mestu að stöðva sem fyrst þróun á hjartadrepi. Því fyrr sem meðferð er hafin frá því brjóstverkir byrja, þeim mun líklegra er að hægt sé að minnka skemmd á hjartavöðva. Með segaleysandi meðferð er unnt að opna á ný lokaða kransæð og koma á eðlilegu blóðflæði hjá 50-70% sjúklinga, en með kransæðavíkkun hjá 80-95% þeirra. Kransæðavíkkun gerð innan tveggja tíma frá því brjóstverkir hófust skilar bestum árangri hvað varðar minnkun á hjartadrepi og lækkun dánartíðni. Víkkun sem gerð er eftir tvo tíma eða síðar til að enduropna kransæð, einkum hjá sjúklingum með framveggsdrep, minnkar ekki hjartavöðvaskemmd en dregur ef til vill úr stækkun á vinstri slegli og bætir heildarstarfsgetu hans til lengri tíma litið. Einn aðalkostur kransæðavíkkunar fram yfir segalausn er samt sem áður lægri skammtímadánartíðni, minni líkur á heilablóðfalli, einkum hjá sjúklingum sem eru eldri en 65 ára, og betri langtímaárangur í allt að fimm ár (4).
  • Kukl og viðbrögð lækna

   Svanur Sigurbjörnsson; Heilsugæsla Mosfellsbæjar (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-07)
  • Kvennadeild á nýjum timum [ritstjórnargrein]

   Reynir Tómas Geirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-12-01)
   Í byrjun janúar á þessu ári voru liðin 50 ár frá þvi að fyrsta konan lagðist inn á Kvennadeild Landspitalans og fæddi þar barn. Á 40 ára afmæli deildarinnar voru Þau mæðginin með okkur, en nú á 50 ára afmælinu var lögð áhersla á að minnast þeirra sem lagt höfðu hönd á plóginn í 50 ár og horfa til framtíðar.