• Mannréttindi í Tyrklandi

   Hörður Helgi Helgason; Formaður Íslandsdeildar Amnesty International (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-03-05)
  • Mannréttindi og lækningar : nokkrar fjölþjóðlegar samþykktir er varða réttindi sjúklinga [ritstjórnargrein]

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-08-01)
   Í þessu tölublaði er birt uppkast að Samningi um verndun mannréttinda og mannlegrar reisnar að því er varðar beitingu líffræði og læknisfræði (1). Verður samþykkt samningsins mikilvægur áfangi á ferli, sem hófst fyrir réttum fimmtíu árum. Í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar komu upp ýmis ný vandamál, sem læknastéttin þurfti að takast á við. Eitt var það, að innan Þriðja ríkisins höfðu nasistar gert tilraunir á fólki, er höfðu lítið sem ekkert vísindagildi og beitt það ýmsum ómannúðlegum aðgerðum, allt án samþykkis þess. Síðar kom í ljós, að ekki hafði heldur allt verið með felldu innan lýðræðisríkjanna vestan hafs og austan (2). Umræðan leiddi til þess að hugtakið vitneskjusamþykki var skilgreint og Alþjóðafélag lækna gaf út fyrstu Helsinkiyfirlýsinguna (3). Endurlífgun og líffæraflutningar komu í kjölfar nýrrar þekkingar og tækni. Dauðinn og dauðastundin urðu þar með afstæð og engar reglur voru til um það, hvenær ætti að endurlífga og hvenær að hafast ekki að. Þar kom, að svæfingalæknar héldu heimsþing sitt í Rómaborg haustið 1957 og leituðu þeir svara hjá Píusi páfa tólfta um skyldur lækna í þessu tilliti. Páfi komst meðal annars að þeirri niðurstöðu, aö staðfesting dauðastundarinnar í einstökum tilvikum verði ekki ráðin af neinum trúarlegum eða heimspekilegum meginreglum. Þess vegna falli spurningin ekki innan umráðasviðs kirkjunnar og þekking lækna geri þeim fært að skilgreina dauðastundina (4). Hins vegar opnaði hann leiðina til nýrrar skilgreiningar dauðans og hann lagði til hugtökin venjuleg og óvenjuleg ráð til viðhalds lífs, þegar hann ræddi um þá, sem eru í djúpu meðvitundarleysi, — í dái.
  • Mat á vistunarþörf aldraðra

   Pálmi V. Jónsson; Sigurbjörn Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-10-01)
   Alkunna er að öldruðum fjölgar mest allra aldurshópa í þjóðfélaginu. í árslok 1989 voru 70 ára og eldri 7.1% af þjóðinni (1), en voru 5% 1950 (2) og spáð er að þeir verði 11.6 % árið 2020 (3). Jafnframt vex fjöldi háaldraðra mest. Árið 1984 var hlutfall 85 ára og eldri 1.1% af heildarmannfjölda en spáð er að 2028 verði hlutfall þeirra 1.7% (4). Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að 6.7% af 65-74 ára, 15.7% af 75-84 ára og 44% af 85 ára og eldri lifa við skerta færni í að minnsta kosti einni af athöfnum daglegs lífs (5). Borið saman við aldurshópinn 65-74 ára, hafa 85 ára og eldri liðlega þrefalt auknar líkur á því að tapa sjálfsbjargargetu, sjöfalt auknar líkur á að hafna á hjúkrunarheimili og 2.5 faldar líkur á dauða (6). Útgjöld ríkisins vegna vistunar aldraðra eru ekki fullkomlega ljós, en á árinu 1989 voru 999 einstaklingar á stofnunum reknum á hjúkrunardaggjaldi og 889 einstaklingar á stofnunum reknum á föstum fjárlögum (7,8). Meðalhjúkrunardaggjöld ársins 1989 voru 4.250 kr. (8) og má því ætla að útgjöld ríkisins vegna hjúkrunarvistunar aldraðra séu vægt áætluð 3 milljarðar kr. árlega og veruleg en óþekkt upphæð vegna þjónustuhúsnæðis aldraðra. Þrátt fyrir þetta er mikill vandi óleystur á suðvesturhorni landsins. Það er því ekki að undra að vistunarmál aldraðra séu í brennidepli. Undanfarna áratugi hafa margar viststofnanir fyrir aldraða starfað á Íslandi. Þessar stofnanir hafa verið reistar af opinberum aðilum, frjálsum félagasamtökum og einkaaðilum, en allar eru þær reknar af almannafé. Vegna hörguls á vistrými fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu, hefur stundum verið deilt um úthlutun vistrýma. Í lögum um málefni aldraðra frá 1982, sem voru hin fyrstu sinnar tegundar, var gert ráð fyrir mati á þörf fyrir langtímavistun (9). Ekkert varð úr framkvæmdum, en í lögum frá 1989 um málefni aldraðra, var kveðið enn skýrar á um vistunarmatið og í kjölfar lagasetningarinnar var sett reglugerð um vistunarmat snemma árs 1990. Höfundar tóku þátt í undirbúningi vistunarmatsins og vilja kynna það læknum, þar sem það snertir starf allra sem sinna öldruðum.
  • Matarsýkingar á nýrri öld [ritstjórnargrein]

   Haraldur Briem; Centre for Infectious Disease Control, Directorate of Health, Austurstrœnd 5, 170 Seltjarnarnesi, Iceland. hbriem@landlaeknir.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-11-01)
   Smitsjúkdómar sem berast með fæðu hafa valdið vaxandi áhyggjum á undanförnum árum víða um heim. Faraldsfræði þessara sjúkdóma hefur tekið umtalsverðum breytingum. Sumir sjúkdómsvaldar hafa breiðst um heim allan enda hafa alþjóðleg viðskipti með matvæli færst mjög í vöxt. Breytingar hafa orðið á búskaparháttum og slátrun búfénaðar og stórframleiðsla færst í vöxt. Neytendur gera kröfur um ferskleika matvöru og lífræna ræktun. Vandamál sem tengjast matarsýkingum snerta heilbrigðisyfirvöld, eftirlitsstofnanir, matvælaframleiðsluna og þá sem sjá um dreifingu og framreiðslu matvæla.
  • Mataræði Íslendinga [ritstjórnargrein]

   Laufey Steingrímsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-05-01)
   Nýlega lauk mikilli könnun á mataræði Íslendinga á vegum Heilbrigðisráðuneytis og Manneldisráðs. Niðurstöður könnunarinnar sýna matarvenjur nútíma Íslendinga í allri sinni margbreytni, allt eftir aldri, kyni, búsetu og öðrum aðstæðum fólks, auk þess sem þær varpa ljósi á sérkenni íslensks mataræðis borið saman við aðrar þjóðir (1,2). Könnunin sýnir glöggt að íslenskt fæði er eindæma prótínríkt enda er fæða úr dýraríkinu óvenju fyrirferðamikil í neyslu Íslendinga. Flestir fá nægilegt magn nauðsynlegra næringarefna en þó er járn af skomum skammti í fæði kvenna á barneignaaldri og eins skortir bæði vitamin og steinefni í fæði margra aldraðra. Helsti ókostur á fæðuvenjum flestra fullorðinna Íslendinga er þó tvímælalaust of mikil fita en lítið af grænmeti og öðru jurtafæði. Að jafnaði veitir fita 41% af orku í fæði Íslendinga en samkvæmt manneldismarkmiðum væri æskilegt að hlutur fitu væri innan við 35% (3).
  • Má kona fæða ein?

   Hulda Hjartardóttir; Yfirlæknir fæðingateymis Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-09)
  • Mál er að linni! [ritstjórnargrein]

   Sigurbjörn Sveinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-04-01)
   Undanfarna áratugi hefur umræða risið með reglulegu millibili í samfélaginu um hvort lyfjafyrirtæki komi upplýsingum á framfæri við lækna á eðlilegan hátt. Spurt er hvort samskipti lækna og lyfjafyrirtækja séu þannig að þau valdi trúnaðarbresti milli lækna og sjúklinga annars vegar og á milli lækna og heilbrigðisyfirvalda hins vegar. Því hefur verið haldið fram, að fræðsla, sem læknar njóta hjá lyfjafyrirtækjum, kunni að leiða til ótraustari ákvarðana um lyfjaávísanir og að risna, sem læknar fá í tengslum við þessa fræðslu, geri þá vilhalla framleiðslu þeirra lyfjafyrirtækja, sem í hlut eiga (1). Framkvæmdastjórn Landspítala hefur sett læknum spítalans reglur um samskipti við lyfjafyrirtæki og nefnd á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðherra með þátttöku fulltrúa Læknafélags Íslands, skilaði honum nýlega áfangaskýrslu, þar sem fjallað er um aukið aðhald að þessu leyti.
  • Menntun lækna : í takt við tímann? [ritstjórnargrein]

   Ólafur Baldursson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-05-01)
   Lengi frameftir síðustu öld var nám við læknadeild Háskóla Íslands viðamesti þátturinn í menntun lækna. Með tímanum færðist í vöxt að læknar sæktu viðbótarnámskeið í útlöndum en smám saman kusu fleiri ungir læknar að stunda formlegt framhaldsnám erlendis og þar kom að slíkt var talið nauðsynlegt. Nú er svo komið að sumir læknar verja sjö til níu árum til framhaldsnáms sem er mun viðameira en hið sex ára grunnnám í læknadeild. Athygli vekur að þessi þróun spratt úr grasrótinni hjá læknum sjálfum án afskipta yfirvalda. Enn í dag gætir misræmis þar sem þjálfun og sérhæfing lækna hefur vaxið hraðar en lagabálkar sem ætlað er að fjalla um hana. Þó svo að krafturinn í útrás lækna til náms sé mjög verðmætur hafa menn með tímanum gert sér grein fyrir því að erlendar stofnanir eru misjafnlega í stakk búnar til að mennta og þjálfa lækna. Með heimkomu sífellt fleiri lækna úr námi berast straumar og stefnur sem við getum nýtt okkur hér heima. Kjark og sjálfstæði þarf til þess að spyrja hvers konar menntun og þjálfun sé eftirsóknarverð á hverjum tíma og taka þátt í að móta hana í stað þess að vera aðeins þiggjendur. Þó svo að læknisstarfið og menntunin séu, og eigi að vera sígild, munu fræðin og beiting þeirra halda áfram að breytast. Það er því ráðlegt að endurskoða menntastefnu lækna reglulega, allt frá grunnmenntun til símenntunar. Slík endurskoðun hefur nýlega farið fram á námsskrá læknadeildar en samtímis er unnið að þróun framhaldsnáms á Landspítala og í heilsugæslunni.
  • #MeToo-bylting íslenskra lækna

   Ólöf Sara Árnadótir; Bæklunar- og handarskurðlæknir Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-02-05)
  • Meðferð sem forvörn gegn útbreiðslu lifrarbólgu C?

   Bryndís Sigurðardóttir; Lyflækningasvið, Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-11)
  • Meðferð slags, morgunn nýs dags [ritstjórnargrein]

   Elías Ólafsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-06-01)
   Slag eða heilaslag (stroke) er algengur sjúkdómur og ætla má að að minnsta kosti 700 íslendingar fái slag árlega og vænta má fjölgunar tilfella á næstu árum þegar elsti hluti þjóðarinnar stækkar. Slag er þriðja algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum og algengasta orsök fötlunar fullorðinna. Langtímaumönnun á hjúkrunarheimilium er oft nauðsynleg og Bretar telja að 5% útgjalda sinna vegna heilbrigðismála tengist umönnun sjúklinga með heilaslag. Stjórnun áhættuþátta er mikilvægasta aðferðin til þess að fyrirbyggja slag, og þeir sterkustu eru: saga um skammvinna heilablóðþurrð (transient ischemic attack), hár blóðþrýstingur, gáttatif og þekkt segalind í hjarta. Frumvörn (primary prevention) er beitt hjá þeim sem aldrei hafa fengið slag og er þá meðal annars notuð blöðflögubæling eða blóðþynning þegar um þekkta segalind er að ræða. Síðvörn (secondary prevention) er fyrirbyggjandi meðferð hjá þeim sem þegar hafa fengið slag, en verulegur hluti sjúklinganna (1) fær slag í annað eða þriðja sinn. Meðferðin er sams konar og við frumvörn en auk þess er hægt að gera aðgerð á hálsslagæð (carotid endarterectomy) í völdum tilvikum.
  • Meðferð sykursýki af tegund 2 : bresk tímamótarannsókn styður góða blóðsykur- og blóðþrýstingsstjórn [ritstjórnargrein]

   Rafn Benediktsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-11-01)
   Enginn efast um ágæti þokkalegrar sykurstjórnar í tegund 2 af sykursýki í því augnamiði að lina einkenni eins og þorsta og tíð þvaglát. Nauðsyn mjög góðrar sykurstjórnar er hins vegar ekki eins vel studd rannsóknum og ætla mætti. Þrátt fyrir það hafa flestir sykursýkilæknar boðað góða sykurstjórn til að fyrirbyggja síðkomna fylgikvilla sykursýki. Þessar ráðleggingar hafa verið taldar almenn skynsemi og eru studdar nokkrum smáum og skammvinnum rannsóknum. Það er ennfremur tiltölulega stutt síðan farið var að leggja áherslu á að meðhöndla einnig aðra þætti efnaskiptavillu (Metabolic Syndrome X) svo sem blóðfitubrengl og háþrýsting, en nýlegar rannsóknir hafa ótvírætt bent á kosti þess, að minnsta kosti í völdum hópum sykursjúkra. Rökin fyrir góðri blóðsykurstjórn í tegund 2 af sykursýki hafa styrkst verulega með nýrri breskri rannsókn, United Kingdom Prospective Diabetes Study (UKPDS), en helstu niðurstöður birtust um miðjan September á þessu ári (1-4). Niðurstaðnanna hefur verið beðið með óþreyju enda er þetta viðamesta framskyggna slembirannsóknin á meðferð í sykursýki af tegund 2 sem ráðist hefur verið í. Rannsóknin stóð í um það bil 10 ár og fylgdi eftir meira en 4000 nýgreindum sykursýkisjúklingum (fastandi plasma glúkósa tvisvar >6,0 mmól/1) sem voru fylgikvillalausir og á aldrinum 25-65 ára í upphafi rannsóknarinnar.
  • Mikilvægar framfarir í meðferð blóðþurrðarslags

   Björn Logi Þórarinsson; Taugadeild Landspítali 101 Reykjavík Ísland (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-05)
  • Mikilvægi mittismáls við eftirlit barna með offitu. Alvarleg frávik í blóðgildum hjá íslenskum börnum með offitu

   Ásdís Eva Lárusdóttir; Ragnar Bjarnason; Ólöf Elsa Björnsdóttir; Berglind Brynjólfsdóttir; Anna Sigríður Ólafsdóttir; Tryggvi Helgason; Læknadeild Háskóla Íslands, Barnaspítala Hringsins Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-09)
   Inngangur: Offita barna er vaxandi heilbrigðisvandamál í heiminum. Gegnum tíðina hefur líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index, BMI) verið helsti mælikvarði á offitu en ágæti hans hefur verið dregið í efa hjá börnum. Heilsuskólinn var stofnaður árið 2011 þegar þverfaglegt teymi var sett saman á Barnaspítala Hringsins til að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra við að bæta lífsvenjur sínar. Markmið rannsóknarinnar var að finna þann mælikvarða á offitu barna sem hafði mest forspárgildi um frávik í blóðgildum auk þess að fá heildstæða mynd af frávikum í efnaskiptum barna með offitu í Heilsuskólanum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, lýsandi og náði til allra barna sem leitað höfðu til Heilsuskóla Barnaspítalans á tímabilinu 1. janúar 2011 til 15. mars 2013 (n=181). Upplýsingatæknisvið Landspítalans tók saman upplýsingar um hæð, þyngd, BMI, mittismál og niðurstöður blóðrannsókna. Niðurstöður: Frávik í einu eða fleiri blóðgildum fundust hjá 54 börnum (47%). Af þeim börnum sem upplýsingar voru til staðar um höfðu fjögur (4%) staðfesta fitulifur og 28 (28%) höfðu insúlínhækkun, þar af átta (8%) að því marki að þörf væri á inngripi (hyperinsulinemia). Eitt barn hafði bæði fitulifur og marktæka insúlínhækkun. Ályktun: Frávik í blóðgildum barna með offitu eru algeng. Mittismál virðist hafa meira forspárgildi um frávik í efnaskiptum tengdum offitu en BMI-SDS. Mittismál mætti nota til að skima fyrir þeim börnum sem þurfa á reglulegu eftirliti að halda með tilliti til frávika í efnaskiptum. Mittismál bætir mikilvægum upplýsingum við í áhættumati á börnum með offitu. Rannsóknin sýnir því mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk mæli mittismál barna sem þeir hafa til meðferðar og eftirlits.
  • Mikilvægi rafstuðgjafar við endurlífgun [ritstjórnargrein]

   Davíð O Arnar (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-10-01)
   Þó að nákvæmar tölur um tíðni hjartastopps hérlendis liggi ekki fyrir er sennilega óhætt að áætla að tíðni þess sé svipuð og hjá nágrannaþjóðum, eða um 1/1000 íbúa á ári (1). Meirihluti þeirra sem fara í hjartastopp eru sjúklingar með kransæðasjúkdóm en hjartastopp getur stundum verið fyrsta einkenni sjúkdómsins.
  • Mikilvægi skráningar Læknablaðsins í Medline [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-12-01)
   Fyrr á þessu ári var sagt frá því að Læknablaðið hefði verið samþykkt til skráningar í Medline sem er gagnabanki alríkislæknisfræðibókasafns Bandaríkjanna (National Library of Medicine, NLM). Þegar þetta er skrifað er búið að skrá í Medline nánast allt það sem birst hefur í Lækna­blaðinu það sem af er árinu. Vilyrði hefur fengist fyrir því að allt efni sem birst hefur í Læknablaðinu frá og með árinu 2000 geti fengist skráð í Medline, en það er allur sá tími sem Læknablaðið hefur verið til á rafrænu formi á netinu.
  • Miklar kröfur gerðar til lækna

   Reynir Arngrímsson; pPrófessor í klínískri erfðafræði/ erfðalæknisfræði, Háskóla Íslands. formaður læknaráðs Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-07-06)
  • Mislingar - á hverfanda hveli?

   Sigurður Guðmundsson; Lyflækningasvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-04)
  • Mislingar á Íslandi árið 2019, viðbrögð og lærdómur

   Sigríður Dóra Magnúsdóttir; Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-04)
  • Misnotkun lækna og lyfja [ritstjórnargrein]

   Einar Rúnar Axelsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-09-01)
   Síðastliðið vor komu upp umræður um morfínmisnotkun, dauðsföll af hennar völdum, lækna sem ávísa þessum lyfjum til fíkla, lyfjafalsanir fíkla, sölu þessara lyfja á götunni, viðhaldsmeðferð ópíumfíkla og fleira sem snýr að þessum málaflokki. Mörgum þótti umræðan löngu tímabær og þörf þó svo að allir hafi ekki verið sammála. Óþarfi hafi verið að ræða þetta í fjölmiðlum og á jafn opinskáan hátt og gert var. Sumum læknum hefur ef til vill þótt vegið að heiðri stéttarinnar en langtum fleirum tel ég þó að hafi þótt þetta þörf umræða og orðið til að vekja menn til umhugsunar um allar lyfjaútskriftir