• Nauðsyn grundvallarbreytinga á íslensku heilbrigðiskerfi

   Birgir Jakobsson; Landlæknisembættið (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-04)
  • Nauðsyn slysavarna [ritstjórnargrein]

   Árni Gunnarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-11-01)
   Líklegt má telja, að höfundi þessa leiðara hafi verið ætlað það hlutverk að draga ályktanir af meginniðurstöðu könnunar þeirra Hólmfríðar Gunnarsdóttur og Vilhjálms Rafnssonar á dauðaslysum á sjó (drukknanir sjómanna) á árabilinu 1966 til 1986. Könnunin/rannsóknin birtist í þessu blaði og þar segir meðal annars orðrétt: »Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þrátt fyrir átak í slysavörnum hefur dauðaslysum á sjó, þar á meðal drukknunum, ekki fækkað svo óyggjandi sé.« Þessi staðhæfing hlýtur að valda starfsmönnum Slysavarnafélags Íslands og slysavarnafólki öllu talsverðu hugarangri. Getur verið, að 60 ára barátta fyrir bættum slysavörnum hafi ekki borið árangur? Það er ekki viðunandi að draga slíka ályktun, en niðurstaðan vekur hins vegar fjölmargar spurningar. Það má til dæmis velta því fyrir sér hvort ný tækni, öflugri vélar, auknar kröfur um afköst, gífurlegt vinnuálag og núverandi fiskveiðistefna hafi aukið hættu á slysum. Eða getur verið, að nauðsynlegar slysavarnir hafi að einhverju leyti setið á hakanum af því að þær kosta peninga? Eru slysin kannski fórnarkostnaður kröfunnar um aukna þjóðarframleiðslu og meiri þjóðartekjur?
  • Nálarstungur úr launsátri - um öryggi starfsmanna á sjúkrahúsum

   Magnús Gottfreðsson; Landspítali Hringbraut (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-12)
  • Náttúrulegur gangur krabbameina og sjúkdómsvæðingin [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-06-01)
   Aukinni þekkingu er vandstýrt og eru mörg dæmi þess. Þau nærtækustu eru ef til vill úr eðlisfræðinni og verður ofarlega í huga notkun kjarnorkunnar, einkum þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hírósíma og Nagasaki í Japan í lok síðustu heimstyrjaldar. Meðal eðlisfræðinga sem og annarra er enn deilt um hvort að í því ferli þegar kjarnorkan var beisluð og notuð í hernaði hafi siðvitið beðið lægri hlut fyrir bók- og verkviti. Stefán Hjörleifsson skrifaði leiðara í síðasta Læknablað og gerir að umræðuefni skyldu lækna og nauðsyn þess að læknisfræðilegri þekkingu sé ætíð beitt til góðs og bendir á að tal um sjúkdómsvæðingu sé þörf áminning um að varast beri oflækningar (1) og hér með er þakkað fyrir þá brýningu.
  • Níutíu ár og svo fljótlega eitt hundrað [ritstjórnargrein]

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-01-01)
   Með útkomu þessa tölublaðs Læknablaðsins hefst nítugasti árgangurinn. Verðugt er að minnast þessa. Jafnframt ber að hafa í huga, að í vetrarbyrjun verður öld liðin frá því, að Guðmundur Hannesson hætti útgáfu læknablaðs síns, sem hann hafði haldið úti í rúm þrjú ár. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun hans var sú, að kollegar hans höfðu sýnt heldur lítinn áhuga þessu frábæra framtaki hans. Eins og hans var von og vísa, stóð Guðmundur hins vegar við það fyrirheit, að Akureyrarútgáfan yrði "fyrirrennari annars betra Læknablaðs" (Læknablaðið 1904; 3. árg. 12. blað, október).
  • Nota læknar heilbrigða skynsemi við sárameðferð [ritstjórnargrein]

   Árni Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-10-15)
   Vitur maður útlenskur hefur einhvers staðar sagt: »common sense is very uncommon« og sér þess víða stað. Hugtakið »common sense« hefur verið þýtt á íslensku sem heilbrigð skynsemi og án þess að viðurkenna, að það sem er »common« þurfi endilega að vera heilbrigt, þá mun ég nota íslensku þýðinguna í því sem hér fer á eftir. Einhver annar útlenskur maður eða ef til vill sá sami, hefur sagt að menntun og þó sérstaklega þröng sérfræðimenntun rugli öðru fremur þann þátt í mannlegu eðli sem menn kalla heilbrigða skynsemi. Það hefur hvarflað að mér, einkum upp á síðkastið, hvort þessi þróun sé ekki að verða í íslenskri læknastétt, en að loknu embættisprófi vita menn nær allt um sjaldgæfa sjúkdóma, djúphugsuð grunnvísindi og flóknar rannsóknir, en þau atriði í læknisfræðinni sem algeng eru og hægt er að leysa með heilbrigðri skynsemi virðast þvælast fyrir mönnum í fræðaþokunni. Sáralækningar eru fyrsta og enn í dag eitt algengasta viðfangsefni lækna. Samt er það svo, að þetta algenga viðfangsefni bögglast jafn mikið fyrir brjóstinu á læknum í dag og kannski ennþá meir en á dögum Hippokratesar heitins.
  • Notkun lyfja, fæðubótarefna og náttúruvara á meðgöngu

   Unnur Sverrisdóttir; Freyja Jónsdóttir; Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir; Hildur Harðardóttir; Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir; 1) Lyfjafræðideild Háskóla Íslands 2) Lyfjafræðideild Háskóla Íslands‚ Sjúkrahúsapótek Landspítala 3) Lyfjafræðideild Háskóla Íslands‚ Sjúkrahúsapótek Landspítala 4) Kvennadeild Landspítala‚ læknadeild Háskóla Íslands 5) læknadeild Háskóla Íslands‚ Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-01)
   Inngangur: Lyfjanotkun á meðgöngu er talin algeng og oft nauðsynleg, þrátt fyrir að skortur sé á rannsóknum og gagnreyndum upplýsingum um notkun lyfja á meðgöngu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lyfjanotkun þungaðra kvenna fyrstu 20 vikur meðgöngu. Einnig að kanna notkun vítamína, steinefna, fitusýra og náttúruvara. Viðhorf kvenna til slíkrar notkunar á meðgöngu var einnig kannað ásamt upplýsingaöflun þeirra. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framkvæmd á fósturgreiningardeild Landspítala á tímabilinu janúar til apríl 2017. Konum sem mættu í 20 vikna ómskoðun var boðin þátttaka og spurningalisti þá lagður fyrir konurnar í kjölfar skoðunar. Niðurstöður: Af 213 þátttakendum notuðu 90% lyf einhvern tíma á fyrstu 20 vikum meðgöngu. Um 80% lyfjanna falla í FASS-öryggisflokka A og B og samkvæmt því talið óhætt að nota þau á meðgöngu. Aðeins 14% kvennanna notaði ekki fólínsýru fyrstu 12 vikurnar og voru tengsl við ungan aldur (p=0,019) og búsetu utan höfuðborgarsvæðisins (p=0,03). Hlutfall kvenna sem notuðu náttúruvörur var 14% en upplýsingar skortir um notkun þeirra á meðgöngu. Mikill meirihluti kvennanna (81%) taldi sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar þegar lyfi var ávísað og 94% þeirra taldi sig hafa aðgengi að fullnægjandi upplýsingum um lyf á meðgöngu. Algengast var að leita á netið (51%) eða til ljósmóður (44%). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að algengt er að konur taki lyf og fæðubótarefni á meðgöngu. Notkun flestra lyfjanna telst örugg á meðgöngu. Meirihluti barnshafandi kvenna tekur fólínsýru. Barnshafandi konur hafa rökrétt og allajafna jákvætt viðhorf til lyfjanotkunar á meðgöngu.
  • Notkun metýlfenídats fyrir börn með ofvirkni [ritstjórnargrein]

   Lauth, Bertrand (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-12-01)
   þessu tölublaði Læknablaðsins birtist áhugaverð grein um þróun notkunar metýlfenídats fyrir börn með ADHD á Íslandi á tímabilinu 1989-2006. Höfundar koma einnig að niðurstöðum rannsakenda í öðrum löndum. Þessi grein er þarft innlegg í umræðu sem er einatt lituð tilfinningum og áberandi fyrirsögnum. Hinn 13. nóvember sl. birti dagblaðið 24 stundir til að mynda forsíðufrétt með áberandi fyrirsögn: "Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa". Blaðið fjallar þar um niðurstöður bandarískrar langtímarannsóknar á meðferð athyglisbrests með ofvirkni eftir að breska ríkissjónvarpið BBC hafði frumsýnt heimildarmynd um rannsóknina daginn áður. Þessi þekkta langtíma rannsókn sem vísað var til ber vinnuheitið MTA (The Multimodal Treatment Study of Children with ADHD) og hófst árið 1999. Niðurstöður hennar hafa haft mikil áhrif á barnageðlækna víða um heim. Yfir 600 börnum hefur verið fylgt eftir til lengri tíma en almennt tíðkast og áhrif lyfjameðferðar hafa verið borin saman við áhrif atferlismeðferðar og annarra úrræða eins og foreldrafræðslu, stuðnings og ráðgjafar í skóla. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar víða um heim og þar til nú hafa allir höfundar verið sammála um það að lyfjameðferð með örvandi lyfjum hafa borið árangur til lengri tíma og sé einnig örugg fyrir börn.
  • Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2019 – Súrefnisskynjun frumunnar

   Magnús K. Magnússon; Læknadeild Háskóla Íslands og Íslenskri erfðagreiningu (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-11)
  • Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir uppgötvun lifrarbólguveiru C

   Sigurður Ólafsson; Landspítala og Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2020-11)
  • Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir uppgötvun nýrra sýklalyfja

   Magnús Gottfreðsson; Lyflækningasvið Landspítali, Læknadeild Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-11)
  • Nóbelsverðlaunin í læknavísindum í ár endurspegla mikilvægi sorphirðu og endurvinnslu

   Margrét Helga Ögmundsdóttir; Læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016-11-03)
  • Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2018 – bylting í meðferð krabbameina

   Örvar Gunnarsson; Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-11)
  • Nútímavæðing á niðurskurðartímum – opnun bráðageðdeildar við Hringbraut.

   Halldóra Jónsdóttir; Geðsvið, Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013)
  • Ný heimsmynd í kjölfar árásanna í Bandaríkjunum [ritstjórnargrein]

   Hannes Petersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-10-01)
   Með hruni Tvíburaturnanna á Manhattaneyju í New York í síðasta mánuði hrundu vonir okkar um friðsaman heim. Vonir okkar er einungis hafa heyrt um styrjaldir og hinna sem lifað hafa af ógnvænlegustu styrjaldir sem háðar hafa verið á jörðinni. Þessar styrjaldir hafa verið sérstakar fyrir marga hluta sakir. Með fyrri heimsstyrjöldinni hófst hin tæknivædda hermennska og er óþarfi er rekja sögu síðari heimsstyrjaldarinnar, utan að geta þess að í henni varð mannfall með þvílíkum hætti að ekki finnst neitt sambærilegt. Er þá ekki einvörðungu átt við mannfall í röðum hermanna heldur ekki síður í röðum saklausra jarðarbúa. Mannfallið var ekki einvörðungu fyrir þær sakir að saklausir íbúar átakasvæða blönduðust í styrjaldarátök vegna búsetu sinnar heldur var í fyrsta sinn ráðist á þá sérstaklega, bæði á skipulegan hátt með það að leiðarljósi að útrýma heilu kynþáttunum og líka þannig að í fyrsta sinn var kjarnorkuvopnum beitt á þann hátt að hernaðarlega mikilvæg skotmörk voru ekki í sigtinu heldur heimili manna. Kaldastríðið tók við þar sem friður ríkti vegna svokallaðrar gagnkvæmrar firringar sem gekk út á frið eða gjöreyðingu. Þessu ástandi fylgdi töluverð skerðing á frelsi einstaklinganna hjá öðrum kaldastríðsaðilanum en stöðugri hræðslu um kjarnorkuvá, fimbulkulda og dauða hjá hinum. Sú spennitreyja var engum eftirsjá þá járntjaldið hrundi, enda fóru í hönd hagvaxtartímar í okkar heimshluta.
  • Ný ríkisstjórn - ný stefna í heilbrigðismálum?

   Þorbjörn Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-02-03)
  • Ný sjúkratryggingalög : einkarekstur eða einkavæðing? [ritstjórnargrein]

   Þorbjörn Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-10-01)
   Síðastliðið vor lagði heilbrigðisráðherra fram frumvarp til laga um sjúkratryggingar. Frumvarpið fól í sér töluverðar breytingar á innra skipulagi heilbrigðisþjónustunnar og var það gagnrýnt hve skammur tími var gefinn til þess að reifa þetta mikilvæga mál. Niðurstaðan varð að fresta frumvarpinu sem þannig varð ekki að lögum fyrr en nú á haustdögum. Megingagnrýnin hefur verið sú að ýtt sé undir einkavæðingu og þannig yrði því félagslega heilbrigðiskerfi sem Íslendingar hafa búið við í áratugi og sátt hefur ríkt um kollvarpað. Með einkavæðingu er átt við það að þjónustan sé veitt af einkaaðilum og að beinn kostnaður sjúklinga við að nýta sér þjónustuna vaxi. Það gæti leitt til þess að menn neyddust til að kaupa sínar eigin sjúkratryggingar hjá tryggingafélögum. Það má vissulega spyrja sig hvort það sé réttmæt gagnrýni að lögin séu skref í átt til einkavæðingar. Til að meta það þarf að skoða lagatextann gaumgæfilega, innihald hans og anda.
  • Ný tækni - nýir tímar

   Kristinn R. Þórisson; Prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-07-06)
  • Nýgengi ristilkrabbameins eykst, enn meiri þörf er á skimun [ritstjórnargrein]

   Friðbjörn Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-06)
   Í grein Péturs Snæbjörnssonar og félaga í Læknablaðinu kemur fram að tíðni ristilkrabbameins hefur aukist hér á landi. Þreföldun er á nýgengi hjá körlum og tvöföldun hjá konum á árabilinu 1955-2004. Nú greinast að meðaltali 134 einstaklingar á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi (KRE).1 Sjúkdómurinn er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina og fimm ára lifun sjúklinga sem greinst hafa með ristilkrabbamein er aðeins 55-60%. Á Íslandi næst einn besti árangur í heiminum við meðferð brjóstakrabbameina. Fimm ára lifun er nú um 86% og hefur stórbatnað á undanförnum áratugum. Sennilega má rekja þann árangur til skimunar fyrir brjóstakrabbameinum, sterkum sjúklingasamtökum, góðri vitund í samfélaginu um sjúkdóminn ásamt góðri heilbrigðisþjónustu.
  • Nýjar aðferðir við meðferð geðsjúkdóma. Samvinna og sérhæfing

   Ólafur Þór Ævarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-11)