• Offita : hvað er til ráða? [ritstjórnargrein]

   Ludvig Árni Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-07-01)
   Aukin þekking og tækniframfarir nútímans hafa leitt til þess að brauðstrit forfeðra okkar er nánast úr sögunni. Í dag hafa nær því allir nóg að bíta og brenna, allan ársins hring. Tími skorts og hungurs er úr sögunni. Samtímis þessu hafa öll störf orðið léttari og vinnutími styst, híbýli gjörbreyst til batnaðar og lengi mætti enn telja. Lífið snýst ekki lengur um það eitt að afla sér fæðu og halda á sér hita. Í augum forfeðra okkar líkjast aðstæður okkar eflaust því himnaríki sem þá dreymdi um. Það er í þessu himnaríki sem offitufaraldur nútímans hefur náð að vaxa og dafna. Ekki sér fyrir endann á þeirri þróun.
  • Offita barna [ritstjórnargrein]

   Tryggvi Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-02)
   Offita barna er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir að mikil vakning hafi orðið í þessum málum hefur ekki tekist að snúa þróuninni við síðastliðin ár. Ef það tekst ekki mun það hafa mikil áhrif á lífsgæði og lífslíkur þjóða.
  • Offitufaraldur krefst samfélagslegra lausna [ritstjórnargrein]

   Laufey Steingrímsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-06-01)
   Enn berast ískyggilegar fréttir af holdafari og hreyf­ing­ar­leysi landsmanna. Í grein eftir Sigríði Láru Guðmundsdóttur og félaga í þessu hefti Lækna­blaðs­ins kemur fram að fleiri hér á landi lifi kyrr­setulífi en víðast hvar í nágrannalöndum og að meirihluti fullorðins fólks á höfuðborgarsvæðinu sé yfir æski­legri þyngd (1). Niðurstöður sem þessar eru hugs­anlega hættar að vekja athygli, fréttirnar nánast dag­legt brauð og veruleikinn viðtekinn. Hér er þó á ferðinni þróun á lífsháttum sem hefur grafalvarleg áhrif á heilsu og velferð, ekki bara hér á landi, heldur víðast hvar í veröldinni.
  • Offramboð á íslenskum læknum [ritstjórnargrein]

   Einar Stefánsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-04-01)
   Í þessu hefti Læknablaðsins rita Kristján Oddsson og Davíð O. Arnar um atvinnuhorfur lækna í Evrópu. Nokkurt atvinnuleysi er meðal lækna í Vestur-Evrópu, en misjafnt eftir löndum. Þótt ekki sé opinbert atvinnuleysi meðal lækna á Íslandi, benda Kristján og Davíð á það, að tæplega fjögur hundruð íslenskir læknar eru við framhaldsnám eða störf erlendis og augljóslega fer því fjarri að allir íslenskir læknar geti fundið störf á Íslandi. Læknum hefur fjölgað í flestum ríkjum Vestur- Evrópu um langt árabil, en víðast hvar hafa læknaskólar og stjórnvöld dregið úr þessari fjölgun og líklega mun nást jafnvægi á vinnumarkaði lækna í Evrópu um eða upp úr næstu aldamótum. Þetta á þó ekki við um Ísland. Íslenskum læknum fjölgar enn og spá Kristján og Davíð því að offramboð á íslenskum læknum verði til staðar fram á fyrstu áratugi næstu aldar.
  • Ofþyngd þjóðar – hvað getum við gert?

   Rafn Benediktsson; Landspítala og Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2021-03)
  • Orsakir minnkandi kransæðadauða [ritstjórnargrein]

   Þórður Harðarson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-04-01)
   Í 2. tölublaði Læknablaðsins 1991 birtu Nikulás Sigfússon og félagar greinina »Breytingar á tíðni kransæðastíflu og kransæðadauðsfalla á Íslandi; tengsl við áhættuþætti og mataræði«. Grein þessi markar mikilvægan áfanga í vísindastarfi rannsóknarstofu Hjartaverndar. Lýst er með greinargóðum hætti, hvernig tíðni kransæðasjúkdóms reis á árunum 1950¬1970, en hneig síðan að nokkru árin 1980-1988. Raunar hafa athuganir Snorra Pais Snorrasonar professors á innlögnum sjúklinga á Landspítalann árin 1930-1940 sýnt að einungis örfáir sjúklingar spítalans höfðu einkenni kransæðasjúkdóms. Kransæðasjúkdómur hefur því vafalaust verið enn fátíðari árin fyrir síðari heimsstyrjöld en jafnvel árin 1951-1955. Telja verður, að fækkun kransæðadauðsfalla og kransæðastíflu sé raunveruleg, enda langt utan staðlaðra skekkjumarka. Hjartasjúkdómar eru á undanhaldi í flestöllum Vesturlöndum en Íslendingar eru í fararbroddi Norðurlandabúa (1).
  • Ófullnægjandi einangrunaraðstaða á Landspítala ógn við öryggi sjúklinga

   Karl G Kristinsson; Læknadeild HÍ, Sýklafræðideild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-06-02)
  • Óhamingjusamir læknar [ritstjórnargrein]

   Óttar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-02-01)
   Á nýafstöðnum læknadögum var einn eftirmiðdagur tileinkaður streitu og vanlíðan lækna í starfi sínu. Þar stigu í pontu einn Norðmaður og nokkrir Íslandsmenn sem sáu um þennan dagskrárlið. Þau sýndu ótölulegan fjölda mynda úr tölvuvarpa sem færðu fundarmönnum heim sanninn um það að læknar eru upp til hópa óhamingjusöm stétt. Sjálfur er ég búinn að lifa og hrærast meðal íslenskra lækna um árabil svo að þessar kenningar ræðumanna komu mér á engan hátt á óvart. Ég hef hlustað á dómsdagsræður kolleganna við morgun- og hádegisverðarborð Landspítala, Borgarspítala og Landakots þar sem menn viðra frjálslega eigin ófullnægju með tilheyrandi stóryrðum. Eftir að hafa hlustað af stakri athygli á þessar ræður í yfir 20 ár hef ég komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir læknar telji sig vanmetna, þeir fái ekki nægilega greitt fyrir vinnu sína sem er alltof mikil og krefjandi og síðast en ekki síst að hjúkrunarfræðingar séu hægt og bítandi að leggja undir sig heilbrigðiskerfið. Í nýlegri könnun sem landlæknisembættið gerði á viðhorfi starfsmanna Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) til starfs síns, spítalans og sameiningar kom þetta berlega í ljós; íslenskir spítalalæknar á LSH voru bæði óhamingjusamir og beiskir menn sem hafa hvorki nægilega mikil áhrif á stefnu sjúkrahússins né heldur eru nógsamlega upplýstir um stefnu þess.
  • Óttinn við aukaverkanir af pillunni [ritstjórnargrein]

   Reynir Tómas Geirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-11-01)
   Það er alvarlegt mál ef rekja má heilsutjón til algengra lyfja, einkum ef neytandinn er ungur og að öðru leyti hraustur einstaklingur. Samsetta östrógen-prógestógen pillan hefur verið aðalgetnaðarvörn ungra kvenna í yfir 30 ár, á Íslandi sem annars staðar (1). Allt frá upphafi var læknum ljóst að pillan var öruggt lyf, enda þótt henni gætu oft fylgt vægar aukaverkanir. Yfirleitt dró úr þeim við lengri notkun. Alvarleg veikindi og jafnvel dauðsföll vegna kransæðasjúkdóma og blóðsega voru þekkt, en sjaldgæf, og einkum bundin við eldri konur og þær sem reyktu. Etínýlöstradíólið, sem enn er nær eina östrógenið í pillunni, var minnkað allt að sexfalt í 20-35 míkrógrömm á dag. Nýrri og virkari progestogen, laus við truflandi andrógenáhrif og með mun hreinni prógesterónverkun voru framleidd (kölluð „þriðji ættliður" prógestógena). Þau höfðu nær engin og jafnvel jákvæð áhrif á bindiprótín kynhormóna og há-þéttnilípóprótín í blóði (2). Nú er talið óhætt að ávísa pillunni fram að tíðahvörfum hjá hraustum konum sem ekki reykja og eru ekki of feitar (3). Pillunni fylgdu ennfremur heilsufarslegir og þjóðfélagslegir kostir. Hún er vörn gegn eggjaleiðarabólgum og legslímuflakki, legslíman þynnist sem dregur úr magni blæðinga, blæðingatruflanir og blæðingaverkir minnka, legbolskrabbmein verður sjaldgæfara, færri eggjastokkablöðrur myndast og eggjastokkakrabbamein verður fimmtungur þess sem annars yrði. Með pillunotkuninni hvarf ótti við ótímabæra þungun. Staða kvenna í þjóðfélaginu breyttist meðal annars vegna þess að þær gátu stýrt frjósemi sinni mun betur. Pillan gerði fólki betur fært að eignast börn þegar þeirra var óskað.
  • Óútskýrður skyndidauði [ritstjórnargrein]

   Davíð O. Arnar, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-01-01)
   Af og til flytja fjölmiðlar fréttir af ungu fólki sem hefur dáið skyndilega. Slíkir atburðir vekja óhug þar sem oftast er um að ræða fólk í blóma lífsins sem áður virtist heilsuhraust. Skyndidauði er nokkuð algengur á Vesturlöndum og er að stærstum hluta vegna hjartastopps. Flest tilfelli skyndidauða, sér í lagi hjá einstaklingum yfir fimmtugt, tengjast kransæðasjúkdómi og/eða skerðingu á útfallsbroti vinstri slegils. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hjá þessum aldurshópi eru áhættuþættir skyndidauða hinir sömu og fyrir kransæðasjúkdóm.1 Í um 10% tilfella finnst ekki skýring á því hvað olli hjartastoppinu, jafnvel þó krufning sé framkvæmd.2 

  • Öldrunarrannsókn Hjartaverndar

   Pálmi Jónsson; Prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-10-05)
  • Öll erum við mannleg - hugleiðingar vegna ákæru saksóknara

   Anna Gunnarsdóttir; Læknadeild Háskóla Íslands‚ Barnaspítali Hringsins‚ Landspítala Hringbraut (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-07)
  • Ölvun og umferðarslys [ritstjórnargrein]

   Jón Baldursson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-04-01)
   „En óminnishegri og illra hóta norn undir niðri í stiklunum þruma " Grímur Thomsen -- Þannig lýsir þjóðskáldið áhrifum áfengis, þegar þess er neytt í meiri mæli en hóflegt getur talist. Löngu er kunn sú staðreynd, að drykk-urinn sá spillir færni manna til að beita huga og höndum með eðlilegum hætti. Þetta á ekki síst við, þegar mannskepnan þarf að hafa stjórn á farartækjum sínum. Þótt mörlandanum hafi þótt lúmskt gaman að þjóðsagnakenndum hæfi-leikum íslenskra hesta til að ganga undir hús-bændum sínum ölvuðum og skila þeim heim í heilu lagi, má ekki gleyma þeim mörgu, sem fallið hafa af baki þarfasta þjónsins eftir að hafa fengið sér í staupinu. Ýmsir þeirra skiluðu sér ekki heim og biðu jafnvel fjörtjón af. Hitt mun þó hafa verið fátíðara fyrr á tímum, að hinir drukknu yllu öðrum stórfelldu líkamstjóni með reiðlagi sínu.
  • Öndunarmælingar í heilsugæslu : tækifæri og takmarkanir [ritstjórnagrein]

   Gunnar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-09-01)
   Almennt er viðurkennt að öndunarmælingar (e. spirometry) eigi að fara fram á heilsugæslu­stöðvum. Þar eru þær notaðar til greiningar og til að fylgjast með framvindu og meðferð sjúkdóma í öndunarfærum og lungum. Óeðlileg öndunarmæling er merki um aukna áhættu á ótímabærum dauðsföllum ekki síður en hár blóðþrýstingur eða hækkað kólesteról. Öndunarmælingar hafa ekki náð eins mikilli útbreiðslu í heilsugæslu eins og blóðþrýstingsmælingar og hjartalínurit hafa gert. Segja má að öndunarmælingar hafi verið sveipaðar ákveðinni dulúð sem hafi haldið læknum frá því að framkvæma þær.
  • Örorka og öryrkjar [ritstjórnargrein]

   Matthías Halldórsson; Directorate of Health, Austurstrœnd 5, 170 Seltjarnarnesi, Iceland. Mattha@Landlaeknir.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-03-01)
   Ekki er allt sem sýnist í heilbrigðistölfræði fremur en í annarri tölfræði. Ýmsum brá í brún við að skoða greinargott línurit yfir fjölda öryrkja á 15 ára tímabilinu 1985 til 1999, sem birt var í síðasta hefti af ritinu Staðtölur almannartrygginga 1999. Þar gaf að líta að öryrkjum með 75% örorku eða meira hafði fjölgað úr 3456 í 8673 á tímabilinu. Sé fjölda einstaklinga með endurhæfingarlífeyri, sem var tekinn upp árið 1990 og jafngildir fullri örorku hvað upphæð snertir, bætt við, en þeir voru 279 árið 1999, verður fjölgunin enn meiri eða alls 8952 árið 1999. Fréttamenn og aðrir spuðu á hvaða leið heilsufar þjóðarinnar væri með bættum aðbúnaði og aukinni tækni og framförum á öllum sviðum
  • Öryggi sjúklinga í heilbrigðisþjónustu á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Leifur Bárðarson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-03-01)
   „Íslensk heilbrigðisþjónusta er með því besta sem til þekkist“, og önnur hliðstæð ummæli er það sem allir vilja helst heyra þegar heilbrigðisþjónustu hér á landi ber á góma. Fagfólk og stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar svo og almenningur gengur út frá því að þjónustan sé góð og jafnframt sjálfkrafa örugg. Þess vegna brá öllum í brún þegar skýrsla Institute of Medicine (IOM), To Err is Human var birt árið 1999. Í þeirri skýrslu kom fram að ætla mætti að 44.000-98.000 einstaklingar í Bandaríkjunum létu lífið árlega af völdum óvæntra skaða eða atvika sem urðu við meðferð á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum (1). Fyrstu viðbrögðin voru skiljanlega undrun en einnig vantrú á að þetta ætti við rök að styðjast. Á þeim tíma sem liðinn er frá birtingu þessar skýrslu hafa augu fólks opnast fyrir þessum staðreyndum því Danmörk, Bretland, Ástralía og Nýja Sjáland hafa beitt sömu aðferðafræði og notuð var við rannsókn IOM og komist að hliðstæðum niðurstöðum (2, 3). Þannig er nú almennt talið að eitthvað fari úrskeiðis við meðferð tíunda hvers sjúklings sem kemur á sjúkrahús (3).
  • Öryggi sjúklinga og flækjustig nútíma heilbrigðisþjónustu

   Elísabet Benedikz; Gæða- og sýkingarvarnardeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-04-04)
  • Öryggi sjúklinga – forysta og virk þátttaka lækna er nauðsyn

   Ólafur Baldursson; Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-04)
  • Persónuvernd og vísindasiðferði [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson; Department of Preventive Medicine, University of Iceland, Neshaga 16, 107 Reykjavík, Iceland. vilraf@hi.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-02-01)
   UMRÆÐUR UM PERSÓNUVERND OG SIÐFERÐI í vísindum hafa verið áberandi og ef til vill tekið meira rými undanfarið en áður. Breytingar og ný viðhorf á þessum sviðum hafa komið svo ört fram nýverið að læknar sem og aðrir hafa haft fullt í fangi með að fylgjast með í hverju nýjungarnar felast. Á haustdögum var lagt fram lagafrumvarp sem felur í sér breytingar á persónuverndarlögunum. Nýverið hafa verið gerðar breytingar á reglum um vísindasiðanefndir og skipan þeirra.
  • Pillan fertug [ritstjórnargrein]

   Reynir Tómas Geirsson; Department of Obstetrics and Gynecology, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. reynirg@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-11-01)
   Á þessu ári eru 40 ár síðan notkun samsettu getnaðarvarnatöflunnar, sem gjarnan er nefnd „pillan“, hófst í Evrópu. Það var í formi sérlyfsins Anovlar‚ frá þýska fyrirtækinu Schering, en ári áður, 1960, hafði fyrsta getnaðarvarnapillan, Enovid‚ frá Searle, komið á markað í Bandaríkjunum. Pillan barst til Íslands árið 1966. Fáar læknisfræðilegar uppgötvanir hafa haft eins víðtæk áhrif til að bæta hag kvenna. Rétt eftir seinni heimsstyrjöldina mun Herbert Hoover, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafa sagt að þrjár undirstöður frelsis („pillars of freedom“) væru tjáningarfrelsi, ferðafrelsi og trúfrelsi. Hinn merki skoski fæðingalæknir, Sir Dugald Baird, bætti við fjórða frelsinu nokkru síðar; frelsi frá óhóflegri frjósemi. Það frelsi kom með pillunni.