• Rannsóknatengt framhaldsnám á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-03-01)
   Í janúar síðastliðnum var haldin 7. ráðstefna um rannsóknir í læknadeild Háskóla Íslands. Þessar ráðstefnur hafa farið vaxandi að umfangi og gæðum og síðasta ráðstefna vakti verulega athygli meðal annarra deilda Háskóla Íslands. Svipaðar vísindaráðstefnur hafa einnig verið haldnar á vegum Læknafélags Íslands og sérgreinafélaga, svo sem lyflækna, skurðlækna, augnlækna, heimilislækna auk annarra og endurspegla vaxandi þrótt og áhuga á rannsóknarstarfsemi meðal íslenskra lækna. Formlegt rannsóknatengt nám var tekið upp við læknadeild Háskóla Íslands fyrir um það bil 10 árum að frumkvæði Helga Valdimarssonar professors, núverandi deildarforseta læknadeildar.Þá var komið á fót BS námi þar sem gert var ráð fyrir að student ynni að rannsóknarverkefni undir umsjón kennara deildarinnar eða sérfræðinga á stofnunum tengdum læknadeild og jafngilti það nokkurn veginn einu námsári. Þó var gert ráð fyrir að læknaneminn gæti innritast í BS nám jafnhliða hefðbundnu námi í deildinni, ef hann gæti sýnt fram á að hann hefði varið til þess tíma er svaraði til heils skólaárs og fengið birta vísindagrein um rannsóknarvinnuna. Á þessu tímabili hafa alls 18 læknanemar lokið BS prófi með birtri grein í viðurkenndu tímariti og opinberum fyrirlestri. Mörg þessara BS verkefna hafa reyndar verið svo mikil að umfangi að nálgast hafi MS verkefni við aðrar deildir Háskóla Íslands.
  • Rannsóknir á áfengisneyslu og misnotkun [ritstjórnargrein]

   Tómas Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-04-15)
   Þó að áfengi hafi verið notað í árþúsundir til gagns eða ógagns eftir atvikum er þekkingin á notkun þess og verkun enn ófullkomin. Slík þekking er nauðsynleg til að takast á við þann vanda sem fylgir áfengisneyslu og afleiðingum hennar. Að vísu hefur safnast saman mikill þekkingarforði og er löngu vitað að áfengi er hættulegt efni sem veldur breytingum á hegðun fólks, sjúkdómum og dauða. Því er nauðsynlegt að hafa hemil á notkun þess í heilsuverndarskyni. Vegna mismunandi aðstæðna og hefða er nauðsynlegt að rannsaka áfengisnotkun í hverju landi sérstaklega jafnframt alþjóðlegum samanburðarrannsóknum. Ekki er víst að alls staðar hæfi sömu aðgerðir til að koma í veg fyrir heilsufarslegar afleiðingar notkunarinnar þó að sömu meginreglur eigi vafalaust alls staðar við.
  • Rannsóknir í læknisfræði, traust og fagmennska

   Ritstjórn (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-12-06)
  • Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

   Svanur Sigurbjörnsson (Læknafélag Íslands, 2018-09)
  • Ráðstefnuhald á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Ísleifur Ólafsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-10-01)
   Sagt er að læknar hafi ekki efni á að fara ekki á læknaráðstefnur. Þessi fullyrðing hefur verið rökstudd á þann hátt að með því að sækja ráðstefnur fái læknar tækifæri til að fylgjast með nýjungum í einstökum sérgreinum og framförum í tækjabúnaði til lækninga og rannsókna. Auk þess hafa þeir möguleika á að mynda tengsl við erlenda starfsbræður í sérgreininni og jafnvel hefja samstarf við þá. Ráðstefnur gegna einnig því mikilvæga hlutverki að brjóta upp dagleg störf lækna, fá þá til að sjá læknisfræðileg vandamál frá nýjum hliðum og kynda undir vísindalegri hugsun. Síðast en ekki síst örva ráðstefnur lækna til að stunda vísindarannsóknir og kynna niðurstöður sínar. Langflestir íslenskir læknar sækja að minnsta kosti eina til tvær ráðstefnur á ári og tryggja með því að nýjungar í meðferð og greiningu sjúkdóma berist hratt til landsins
  • Reglugerðir og not S-merktra lyfja á sjúkrahúsum [ritstjórnargrein]

   Sigurður Böðvarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-04-01)
   Árið 2001 tók gildi ný reglugerð varðandi svokölluð S-merkt lyf. Þau voru skilgreind sem lyf er eingöngu ætti að nota á eða í tengslum við sjúkrahús vegna sérhæfðrar meðferðar sjúklinga sem krefðist sérfræðiþekkingar eða sérstaks eftirlits sérfræðinga á sjúkrahúsum. Einnig voru í flokkinn sett ný og dýr lyf sem kröfðust fyrrnefndar sérfræðiþekkingar og loks var þess getið að um notkun þessara lyfja skyldi fara samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Við breytinguna var flutt til fjármagn frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) til Landspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri vegna kostnaðar við notkun lyfjanna. Ýmsir vöktu á því athygli á þessum tíma að með þessari ráðstöfun væri sjúklingum mismunað eftir sjúkdómum. Ákveðnir sjúklingahópar fengju lyf sín greidd eftir sem áður af TR en eftir breytinguna ættu aðrir sjúklingahópar það undir fjárhagsgetu spítalanna hverju sinni hvort og þá hvaða lyf stæðu þeim til boða. Langvarandi fjárhagsvandi og niðurskurður á sjúkrahúsum var mönnum ekki að ástæðulausu áhyggjuefni í þessu tilliti. Þá var vakin athygli á því að í fæstum tilvikum ættu hlut að máli sjúklingar sem væru inniliggjandi á sjúkrahúsunum, heldur væri hér um göngudeilda- eða svokallaða ferli-sjúklinga að ræða sem þyrftu ekki endilega að sækja læknismeðferð sína til sjúkrahúsa.
  • Rekjanleiki ígræða í skurðlækningum [ritstjórnargrein]

   Tómas Guðbjartsson; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-03)
   Sjúkratryggingar taka sjaldan þátt í kostnaði við brjóstastækkanir og skráning á notkun brjóstafyllinga hefur verið á ábyrgð lýtalækna. Það er óviðunandi að mínu mati. Hin síðari ár hefur verið lögð æ meiri áhersla á skráningu fylgikvilla í skurðlækningum og tengingu þeirra við ígræði.
  • Rekstrarform sjúkrahúsa

   Guðmundur Þorgeirsson; Landspitali University Hospital, and University of Iceland (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-03-03)
  • Rekstrarvandi Landspítala [ritstjórnargrein]

   Friðbjörn Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-11-01)
   Fátt hefur verið meira til umræðu í fjölmiðlum á þessu ári en rekstrarvandi Landspítala. Fjárþörf hans er mikil enda hlutverkið að annast sérhæfðustu og dýrustu læknisþjónustu sem veitt er hér á landi. Margt bendir þó til þess að spítalinn hafi staðið all­vel að verki miðað við þær aðstæður. Skýrsla Ríkisend­urskoðunar um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja­vík sýnir að í samanburði við sjúkrahús í Bretlandi er rekstur Landspítala sambærilegur með tilliti til kostnaðar. Legutími sjúklinga er svipaður en árangur af læknismeðferð er mun betri hér. Þá eru afköst starfsmanna og bresks heilbrigðisstarfsfólks fyllilega sambærileg. Landspítalinn er öflugasta þekkingarfyrirtæki landsins og starfsmenn standa sig vel í alþjóðlegum samanburði á birtingu vísindagreina. Í könnun á vegum landlæknis og HTR um ,,Gæði frá sjónarhóli sjúklings" kom fram ánægja með þjónustu spítalans. Þá hefur markviss vinna við styttingu biðlista skilað verulegum árangri.
  • Rekstur Landspítala - fjárframlög í samræmi við hlutverk

   Páll Matthíasson; Landspítali Hringbraut (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-09)
  • Rekum flóttann : hugleiðing um breytingar á tíðni kynsjúkdóma [ritstjórnargrein]

   Ólafur Steingrímsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-12-01)
   Lekandatilfellum hefur fækkað á Íslandi á undanförnum árum (sjá mynd) og nú bendir allt til þess að tíðni klamydíusýkinga fari sömu leið (1,2). Ekkert verður fullyrt um orsakir þessa og líklega valda samverkandi ástæður. Undirritaður, sem óneitanlega er hlutdrægur, trúir því þó staðfastlega að nýjar greiningaraðferðir og leit að einkennalausum smitberum hafi skipt sköpum og geri ef til vill kleift að útrýma þessum sjúkdómum á Íslandi. Eftir miklu er að slægjast. Það er ekki einasta, að þessir kynsjúkdómar valdi miklum kostnaði í rekstri heilbrigðiskerfisins, heldur hníga einnig rök að því að markviss greining og meðferð einstaklinga með klamydíusýkingar nægi ekki alltaf til þess að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar, svo sem skemmdir á eggjaleiðurum. Ef til vill er því eina leiðin til að koma í veg fyrir ófrjósemi af þeirra völdum að útrýma sjúkdómunum. En athugum nánar þau atriði, sem talin eru hafa mest áhrif a tíðni kynsjúkdóma og hvaða vitneskja er fyrir hendi um þau á Íslandi. Tíðni þessara sjúkdóma hefur sveiflast mikið á sögulegum tíma og löngum hefur verið deilt um orsakirnar (3). Þrennt er talið ráða mestu um útbreiðslu þeirra; smithæfni (virulence) örveranna, kynhegðun fólks og aðgerðir samfélagsins til að sporna við útbreiðslunni.
  • Reykingar og ættarsaga um kransæðasjúkdóma [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-05-15)
   Í athyglisverðri grein sem birtist í þessu hefti Læknablaðsins um brátt hjartadrep á Íslandi í einstaklingum 40 ára og yngri benda höfundar á að nær allir þessir einstaklingar hafi reykt tóbak. Jafnframt höfðu yfir 50% þeirra ættarsögu um kransæðasjúkdóm (1). Þetta er verulega hærra hlutfall en í hóprannsókn Hjartaverndar þar sem 15-20% höfðu ættarsögu um kransæðastíflu (2). Aðrir þekktir áhættuþættir reyndust ekki marktækir í þessari rannsókn ef litið er á meðaltalsgildi, en frá öðrum rannsóknum má ætla að a.m.k. tveir af þessum 40 einstaklingum sem hlutu hjartadrep hafi haft arfbundna hækkun á kólesteróli í blóði (hypercholesterolemia) (3). Rannsóknin undirstrikar því afdrifaríkar afleiðingar reykinga, einkanlega meðal þeirra sem hafa ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Þessar niðurstöður koma vel heim við aðrar erlendar rannsóknir (4, 5). Þannig fundu Hopkins og félagar í Utah í hópi kransæðasjúklinga undir 45 ára aldri að 89% þeirra höfðu reykt og 48% höfðu ættarsögu (5). Önnur rannsókn frá Kaliforníu benti til að meira en helmingur af ótímabærum dauðsföllum í ættum með tíð kransæðatilfelli mætti rekja til reykinga (5). Nýleg rannsókn meðal hjúkrunarfræðinga í Boston undirstrikar að þessi aukna áhætta samfara reykingum er engu minni meðal kvenna (6). En afleiðingarnar með tilliti til kransæðasjúkdóma virðast koma áratug seinna. Þó er ljóst að eitthvað meira þarf að koma til en reykingar þar sem meðal Japana sem reykja mikið og hafa háa tíðni háþrýstings eru kransæðasjúkdómar fátíðir. Því er líklegt að til þess að skaðsemi reykinga á æðakerfið komi fram þurfi vissa þéttni LDL-kólesteróIs í blóði en flestir Japanir eru vel undir þeim mörkum. Enn er margt á huldu um hvernig reykingar hafa áhrif á tilurð æðakölkunar og kransæðastíflu.
  • Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar 50 ára

   Gunnar Sigurðsson; Sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum. Stjórnarformaður Hjartaverndar 1998-2016 (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-10-05)
  • Reyklaust umhverfi er réttur allra - líka þeirra sem ekki reykja [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Njálsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-09-01)
   Okkur þykir öllum eðlilegt að búa við takmarkanir á reykingum, geta ferðast með almenningsfarartækjum, komið á opinberar stofnanir, skóla og flogið um víða veröld án þess að vera með tóbaksreyk allt í kringum okkur. Hafa verður samt í huga að þessi árangur náðist ekki án baráttu. Fleiri og fleiri láta í sér heyra, reykingar eru ekki lengur normið, flestir reykingamenn vilja hætta, algengi þeirra var 40,5% árið 1985 og er í dag 22,1%. Reykingar eru ósiður á hröðu undanhaldi. Tóbaksvarnir hafa tekið mikilum breytingum hér á landi sem og um heim allan á undanförnum árum. Alþjóðavæðing ásamt auknum ferðalögum hefur fengið almenning til þess að bera saman aðstæður og réttindi á milli landa og gera kröfur um frekari aðgerðir. Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvatti til þess að þjóðir heims tækju höndum saman í baráttunni gegn tóbaki. Hún taldi slíkt koma í veg fyrir stórslys í löndum þriðja heimsins þar sem reykingar væru ekki orðnar algengar, en um leið að aðstoða þjóðir sem hefðu verið ofurseldar tóbaki við að losa sig undan þessum sjúkdómavaldi. Fjögurra ára þrotlaus vinna þjóða WHO hefur nú fætt af sér fyrsta alþjóðasáttmálann um heilsuvernd, Alþjóða tóbaksvarnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem Ísland undirritaði í júní síðastliðnum.
  • Ristilkrabbamein í Íslendingum [ritstjórnargrein]

   Jóhannes Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-06-01)
   Lokið er yfirgripsmikilli rannsókn á ristilkrabbameini í Íslendingum og eru í grein Lárusar Jónassonar og fleiri í þessu tölublaði Læknablaðsins birtar niðurstöður síðari hluta hennar (1). Rannsóknarhópurinn um þetta verkefni, sem Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir, hefur stjórnað, lýsti í fyrri hluta almennum meinafræðilegum þáttum ristilkrabbameins, svo sem vefjaafbrigðum, stigi og nýgengi (2). Sú rannsókn, sem nú birtist lýsir fjöldamörgum meinafræðiþáttum, tengslum þeirra við lífhegðan sjúkdómsins og forspárgildi um horfur einstakra sjúklinga. Rannsóknin tekur til árabilsins 1955-1989, en byrjunarárið var fyrsta starfsár Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Alls greindust 1205 Íslendingar með krabbamein í ristli á þessu 35 ára tímabili. Vefefni, nýtanlegt til meinafræðilegs endurmats, fannst frá 1109 þeirra (92%). Dreifing milli kynja var næsta jöfn, 47% karlar, 53% konur. Aldursstaðlað nýgengi tvöfaldaðist meðal kvenna og nánast þrefaldaðist meðal karla á þessum 35 árum. Þessi tíðniaukning er keimlík því sem sézt hefur hjá nágrannaþjóðum á svipuðu tímabili (3). Hvað meinafræðilegar breytur áhrærir, kemur ekki á óvart, að kirtilmyndandi krabbamein (adenocarcinoma) er ráðandi æxlisgerð í ristli. Sömuleiðis, að yfirgnæfandi hluti ristilkrabbameina er svonefnt "hefðbundið" adenocarcinoma, þannig að smásætt útlit flestra æxla er næsta svipað. Flest kirtilmyndandi krabbamein í ristli eru að auki meðalvel sérhæfð, það er að segja gráða II (af III). Þessa einsleitni ristilkrabbameina þekkja allir þeir, sem daglega fást við greiningu sjúkdómsins. Er ristillinn að þessu leyti ólíkur ýmsum öðrum þekjulíffærum, svo sem maga, lungum og brjóstum, þar sem fjölbreytnin í krabbameinsafbrigðum er sýnu meiri.
  • Ritstjóraspjall

   Helga Ólafs; Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2020-11-16)
  • Ritstjórnargrein [ritstjórnargrein]

   Jónas Magnússon (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-03-01)
   Ég vil þakka þann heiður, sem mér er sýndur með því að vera orðinn meðritstjóri Læknablaðsins. Mig grunar þó að þessi bikar geti orðið nokkuð beiskur ef ekki er gætt hófs í gagnrýni. Skurðlæknar áttu síðast fulltrúa í ritstjórn blaðsins 1965-66 (Árna Björnsson). Það er ljóst að skurðlækningar hafa verið í nokkrum öldudal »akademískt« þótt faglega hliðin hafi kannski verið í nokkurri sókn uppá síðkastið (til dæmis hjartaskurðlækningar). Framlag skurðlækna til Læknablaðsins hefur verið fremur fátæklegt að undanförnu. Ég gerði mér það til dundurs að fara yfir árganga 1985-89 og kanna framlag skurðlækna. Einungis er tekið með efni þar sem skurðlæknir er fyrsti höfundur eða greinin unnin af skjólstæðingi (súperkandídat/ aðstoðarlækni) skurðlæknis. Ekki er talið efni frá öðrum deildum þó svo að einhver skurðlæknir eigi nafn á greininni í krafti embættis sins. Í ljós kemur að framleiðslan er næsta lítil. (Augndeild Landakots er ekki talin með hér en þaðan hafa komið fimm greinar á þessu tímabili.)
  • Rítalín til góðs eða ills [ritstjórnargrein]

   Matthías Halldórsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-09-01)
   ADHD eða athyglisbrestur með ofvirkni er algengasta geðröskun barna á skólaaldri og sú sem mest hefur verið rannsökuð. Talið er að ADHD stafi að miklu leyti af erfanlegri truflun á taugaþroska. Meðferð ADHD er bæði flókin og viðkvæm. Mikilvægur þáttur meðferðarinnar er lyfjameðferð, oftast með örvandi lyfjum, en í þeim skömmtum, sem notaðir eru virka lyfin hins vegar ekki örvandi á börn með þessa röskun, heldur stuðla þau að því að börnin nái betri tökum á tilverunni, falli betur inn í félagahópinn, námsárangur batnar gjarnan og það dregur úr slysatíðni.
  • Röntgen og regindjúpin [ritstjórnargrein]

   Sigurður V. Sigurjónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-11-01)
   Myndin hér til hliðar var merki 50. þings norrænna röntgenlækna, sem haldið var í Reykjavik 23.-26. júní 1992. Það er nú merki Félags íslenskra röntgenlækna. Í kynningarbæklingi þingsins var eftirfarandi grein gerð fyrir merkinu: „Myndin setur manninn í öndvegi en skírskotar einnig til Platonismans. Hún er þó fyrst og fremst tákn hinnar sígildu röntgenrannsóknar, þar sem sjúklingurinn, í miöðu, varpar skugga á röntgenfilmuna. Hann er umkringdur öldum, sem hann bæði hleypir í gegnum sig eða drekkur í sig, endurvarpar eða geislar út frá sér, sem er táknrænt fyrir nútíma geislagreiningu. En kannski lætur höfundur myndarinnar ímyndunaraflið hlaupa hér með sig í gönur, því myndin er einfaldlega „alheimsk", sýnir þróun og útþenslu allstaöar í alheiminum. Alla tíð síðan Mikli hvellur varð, hefur alheimurinn þanist út frá ofurheitu ástandi, þegar hann var baðaður í gamma- og röntgengeislum til hins svellkalda ástands vorra tíma með útvarpsöldur (örbylgjur) í bakgrunni hvert sem augum er litið, enduróm hita fortíðarinnar.
  • Sagan á bak við salernis-innlagnir á Landspítala

   Þórhildur Kristinsdóttir; Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-12)