• Sagan á bak við salernis-innlagnir á Landspítala

   Þórhildur Kristinsdóttir; Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-12)
  • Samband menntunar og kransæðasjúkdóma [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson; Department of Medicine, Landspitali University Hospital, Fossvogi, 108 Reykjavík, Iceland. gunnars@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-02-01)
   Þessu tölublaði Læknablaðsins birtist áhugaverð grein Einars Þórs Þórarinssonar og meðhöfunda (1) um leit að þáttum sem skýra öfugt samband menntunar og dánartíðni, sérstaklega kransæðasjúkdóma í Hjartaverndarrannsókninni. Könnun þessi byggist á spurningum til undirhóps úr upphaflegu úrtaki Hjartaverndarrannsóknarinnar. Fyrri grein Kristjáns Guðmundssonar og félaga (2) hafði fjallað um samanburð á helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma og menntunar og fundið að þessir áhættuþættir voru marktækt oftar til staðar meðal þeirra sem einungis höfðu grunnskólapróf (hópur IV) en þeirra sem höfðu háskólapróf (hópur I), þeir sem höfðu stúdentspróf (hópur II) eða gagnfræðapróf (hópur III) voru mitt á milli. Samkvæmt þessum niðurstöðum átti áhættan á kransæðasjúkdómi í hópi IV að vera 10% meiri meðal karla og 20% meiri meðal kvenna heldur en í hópi I. Við slíkan samanburð er þó vert að hafa í huga að ein mæling á áhættuþætti (til dæmis kólesteróli) getur vanmetið áhættu þess þáttar (allt að 60%) samanborið við að fleiri mælingar lægju til grundvallar yfir nokkurn tíma til að vinna upp skekkjur í mælingu og líffræðilegan breytileika (3)
  • Samkeppnissjóðir Vísinda- og tækniráðs og rannsóknir í heilbrigðis- og lífvísindum

   Þórarinn Guðjónsson; Læknadeild Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2014-11)
  • Samsek í þögn

   Hulda M. Einarsdóttir; Sérfræðingur í ristil- og endaþarmsskurðlækningum við læknadeild Yale, New Haven, Connecticut (Læknafélag Íslands, 2020-07)
  • Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja [ritstjórnargrein]

   Sigurbjörn Sveinsson; Chairman of the Icelandic Medical Association, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, Iceland form@lis.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-12-19)
   Umræðan um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja er ekki ný af nálinni. Fyrir 15 árum urðu allmikil skoðanaskipti innan Félags íslenskra heimilislækna um þessi mál. Spunnust þau af svipuðum ástæðum og þeim, sem nú hafa nært umræðuna á vettvangi þjóðlífsins. Var því meðal annars haldið fram, að risna sem læknar nytu frá fyrirtækjum í lyfjadreifingu væri komin út fyrir eðlileg mörk. Bæri læknum að eiga frumkvæði að siðbót. Á sama tíma var svipuðum sjónarmiðum haldið á lofti víða í nágrenni okkar til dæmis í Svíþjóð og Bretlandi og kynntust íslenskir læknar þeim bæði af eigin raun og í tímaritum lækna.
  • Segaleysandi meðferð í dreifbýli [ritstjórnargrein]

   Árni Kristinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1993-02-01)
   Kransæðastífla var fyrir tveimur áratugum mannskætt áfall. Dánartíðni þá var 20-30 af hundraði á bráðastiginu og fjölmargir dóu síðar (1). Á næstsíðasta áratugi tókst með hjartagjörgæslu, meðferð hjartsláttartruflana og notkun betablokka að lækka þessa dánartölu og á síðastliðnum áratugi enn frekar með segaleysandi og blóðflöguvirkri (aspiríni) meðferð (2) (mynd 1).
  • Sérgreinar læknisfræðinnar : hugleiðingar um stöðu sérgreina á íslensku háskólasjúkrahúsi [ritstjórnargrein]

   Elías Ólafsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-10-01)
   Sérgreinar eru undirstöðueiningar læknisfræðinnar og byggja á langri hefð sem festist að verulegu leyti í sessi þegar á 19. öld og var lögleidd á Íslandi árið 1932. Hver sérgrein hefur mótast um ákveðna þekkingu á klínískri læknisfræði og tengjast oft þekkingu á sjúkdómum í tilteknu líffærakerfi eða líffæri. Hver sérgrein hefur sínar ákveðnu starfsaðferðir og fagþekkingu sem birtist meðal annars í sérhæfðum fagtímaritum og ráðstefnum og símenntun. Aðrar heilbrigðisstéttir hafa síðan tekið upp þessa skiptingu að verulegu leyti.
  • Sérhæfð læknisþjónusta - ölmusa eða öryggi til framtíðar?

   Ólafur Baldursson; Landspítali, 101 Reykjavík, Ísland (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-01)
  • Sérnám í forgrunni

   Reynir Tómas Geirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-10)
  • Sigur yfir sullaveiki? [ritstjórnargrein]

   Páll A. Pálsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1989-12-15)
   Tvivegis hefur Íslands verið getið í læknaritum svo eftirtekt vekti í sambandi við sullaveiki eða meinlæti. Í fyrra skiptið um miðja síðustu öld þegar danskur læknir P.A. Schleisner taldi, að sjötti hver Íslendingur væri haldinn sullaveiki, en það var meira en dæmi þekktust um í nokkru öðru landi. Í síðara skiptið þegar því var haldið á lofti um miðja þessa öld, að nú væri saga sullaveiki í fólki öll á Íslandi eða um það bil öll. Vakti þessi árangur að vonum nokkra athygli, því lengi hafði verið unnið að vörnum gegn sullaveiki í ýmsum löndum með misjöfnum árangri. Tvímælalaust er þessi mikli árangur í sullaveikivörnum einn af stórsigrum í heilbrigðismálum landsins.
  • Siðblinda [ritstjórnargrein]

   Nanna Briem (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-06-01)
   Siðblindir einstaklingar hafa alltaf verið til. Siðblinda er persónuleikaröskun, ein sú alvarlegasta, og er tíðni hennar talin vera um 0,5-1%.1 Siðblindir upplifa síður djúpstæðar tilfinningar eins og ást, sorg eða tryggð og eru illa færir um eðlilegt og náið tilfinningalegt samband við aðra manneskju. Þeir eru kaldlyndir, eiga erfitt með að setja sig í spor annarra og sjá ekki annað fólk sem hugsandi tilfinningaverur. Þetta eru oft sjálfumglaðir og hrokafullir einstaklingar sem hunsa reglur samfélagsins til þess að fullnægja eigin þörfum, sama hvað það kostar, án sektarkenndar eða eftirsjár. Margir siðblindir eru hvatvísir og hafa litla sjálfsstjórn. Ógnandi hegðun og ofbeldi eru hluti af vopnabúri þeirra til að ná markmiðum sínum. Þeir hafa yfirleitt fá eða engin langtímamarkmið heldur lifa fyrir daginn í dag og þeim fer fljótt að leiðast ef ekkert er um að vera til að svala spennufíkninni. Aðrir siðblindir eru minna bráðir og nota persónutöfra, lymskulega stjórnsemi, lygar, svik og blekkingar í samskiptum við aðra. Siðblindir þekkja almennt muninn á réttu og röngu, eru meðvitaðir um afleiðingar gjörða sinna, en þeir taka enga ábyrgð á þeim.1, 2 Sterk tengsl eru milli siðblindu og beitingar ofbeldis. Um 20% fanga eru siðblindir og þessir einstaklingar tilheyra hópi erfiðustu og hættulegustu afbrotamannanna.2 Það eru meiri líkur á því að siðblindur afbrotamaður brjóti af sér aftur en sá sem er ekki siðblindur, og sýni af sér meira og verra ofbeldi.2 En siðblindir finnast ekki bara bak við lás og slá. Meirihluti þeirra er utan fangelsismúranna. Þættir eins og greind, góður fjölskyldubakgrunnur og félagslegir hæfileikar geta stuðlað að því að framhliðin líti „eðlilega“ út lengi vel. En þetta eru ekki hlýir ástvinir eða tryggir vinir og kollegar. Þetta eru einstaklingar sem valda öðrum miklum þjáningum bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Þeir notfæra sér gjafmildi og trúgirni fólks, misnota traust og stuðning fjölskyldu og vina ef þeirra eigin hagsmunir eru í húfi.
  • Siðfræði lækna og lyfjaframleiðendur [ritstjórnargrein]

   Magnús Jóhannsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-10-01)
   Hagsmunir lækna og lyfjafyrirtækja fara ekki alltaf saman og þess vegna eru fjárhagsleg tengsl þessara tveggja aðila viðkvæm og oft umdeilanleg. Lyfjaframleiðendur styrkja á ýmsan hátt rannsóknir, ráðstefnur, útgáfufyrirtæki og menntun lækna en hvort og á hvern hátt slíkt hefur áhrif á skoðanir og hegðun lækna er nánast óþekkt. Allt bendir til að lyfjaframleiðendur telji sig geta haft áhrif á lyfjaávísanir lækna með því að styrkja þá á ýmsan hátt. Að styrkir lyfjaframleiðenda geti haft áhrif á rannsóknarniðurstóður eða að minnsta kosti túlkun rannsóknarniðurstaðna er enn viðkvæmara mál. Þeir sem óttast slík áhrif og hafa varað við of miklum fjárhagslegum tengslum lækna og lyfjaframleiðenda hafa hingað til ekki haft mikið í höndunum því að rannsóknir á þessu sviði hafa verið af skornum skammti.
  • Siðfræðidálkur [ritstjórnargrein]

   Ástríður Stefánsdóttir; Stefán Hjörleifsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-09-01)
   Ritstjórn Læknablaðsins hefur hug á að efla umræðu innan stéttarinnar um siðferðileg álitamál. Í því skyni voru undirrituð fengin til að hrinda úr vör og ritstýra siðfræðidálki sem ætlunin er að birtist í nokkrum tölublöðum á ári fyrst um sinn. Uppsetning siðfræðidálksins verður með þeim hætti að fyrst verður kynnt tilfelli í stuttu máli en síðan fylgja hugleiðingar sem hafa almenna siðfræðilega og læknisfræðilega skírskotun en vísa jafnframt beint eða óbeint í tilfellið sem kynnt hefur verið. Þetta fyrirkomulag er sambærilegt við það sem lesendur þekkja úr dálkunum Tilfelli mánaðarins og Sjúkratilfelli með yfirliti. Tilfellin munu vonandi flest koma frá íslenskum læknum og viljum við hvetja lesendur til að miðla okkur reynslusögum sem veita tilefni til siðfræðilegrar umræðu. Sönnum tilfellum verður breytt til að tryggja persónuvernd læknis og sjúklings. Af sömu sökum verður heimildarmaður hvers tilfellis ekki nafngreindur. Einnig má búast við að skáldaleyfi verði stundum nýtt í framsetningu tilfellanna umfram það sem þarf til að tryggja nafnleynd ef það stuðlar að auknu fræðslu- og umræðugildi. Við leggjum þó áherslu á samvinnu og samráð við heimildarmann í allri úrvinnslu. Verklagsreglum Læknablaðsins varðandi nafnleynd verður að sjálfsögðu fylgt. Hugleiðing sem fylgir tilfellinu er á hinn bóginn skrifuð af lækni eða öðrum sem varpað geta ljósi á söguna og birtist hún undir nafni.
  • Siðfræðilegur grunnur styrkir ákvarðanir um forgangsröðun [ritstjórnargrein]

   Torfi Magnússon (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-10-01)
   Um margra ára skeið hefur staðið yfir handahófskenndur niðurskurður á heilbrigðisþjónustu Íslendinga. Aðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif og um hver áramót bíða stjórnendur heilbrigðisstofnana í ofvæni eftir afgreiðslu fjárlaga, sem taka gildi nánast um leið og afgreiðslu er lokið. Niðurstaðan verður ætíð sú sama; darraðardans undanfarinna ára skal stiginn enn um sinn, hefja þarf aðgerðir til að draga úr starfseminni eða loka einstökum deildum og uppsagnir starfsfólks virðast óhjákvæmilegar. Mikið af tíma stjórnenda stofnana fer í aö skipuleggja samdrátt og lokanir en lítil tækifæri gefast til markvissrar uppbyggingar. Afleiðingin verður megn óánægja starfsfólks og vannýttar stofnanir þrátt fyrir að á biðlistum sé fjöldi sjúklinga sem verður að sinna. Of langt hefur verið gengið. Skipulagslaus niðurskurður er farinn að skaða verulega starfsemi heilbrigðisstofnana og ekki verður umflúið að koma á markvissri stefnumótun í heilbrigðismálum.
  • Sjálfbært mataræði til bjargar

   Jóhanna E. Torfadóttir; Thor Aspelund; Krabbameinsfélagi Íslands og Læknadeild HÍ (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-06)
  • Sjálfstæði fjölmiðla og gagnrýnin hugsun [ritstjórnargrein]

   Andrés Magnússon (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-01-01)
   Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að heildarlántökur ríkissjóðs verði 1600 milljarðar vegna bankahrunsins. Það lætur nærri að vera 10 milljónir á hvern skattgreiðanda. Þar við bætist rýrnun lífeyris, svo og verðmætarýrnun eigna vegna gengisfellingar. Augljóslega tryggir góð embættismenntun ekki fjárhagslegt öryggi. Það er rándýrt að kasta fyrir róða því sem Forn-Grikkir töldu vera hornstein menntunar, nefnilega gagnrýna sjálfstæða hugsun, árvekni og umræðu.
  • Sjálfstæði ritstjórna [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-03-01)
   Snar þáttur í flóknum undirstöðum nútíma þjóðfélags eru tímaritin í læknisfræði sem stýrt er af sjálfstæðum óháðum ritstjórnum. Vinnureglur ritstjórnanna eru að láta þar til hæfa aðila utan ritstjórnanna ritrýna innsent efni fyrir birtingu og læknar og vísindamenn, almenningur, fjölmiðlar og sjúklingar geta treyst þessum tímaritum. Lesendur eiga að geta litið svo á að það sem þeir lesa í þessum útgáfum sé eins nærri staðreyndum og mannlegt er að ná á þeim tíma sem birting á sér stað. Lesendur eiga einnig að geta treyst því að eigendur tímaritanna hafi ekki í eiginhagsmuna skyni haft áhrif á það sem birtist og að ritstjórarnir hafi ekki í meðferð lesefnisins sveigt inn á brautir hinna mörgu auglýsenda.
  • Sjálfsvíg unglinga [ritstjórnargrein]

   Óttar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-01-01)
   Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche segir einhvers staðar; "Möguleikinn á að fremja sjálfsmorð hefur bjargað mörgu mannslífinu. Sjálfsmorðið er einhvers konar brunaútgangur út úr lífinu; mönnum verður rórra af því að vita af honum þótt þeir noti hann ekki." Þýski rithöfundurinn Hermann Hesse kallaði sjálfsvígið "neyðarútgang sem alltaf væri fyrir hendi". En hverjir eru það sem velja sér þennan neyðarútgang og af hverju?
  • Sjúkdómsgreining fyrr og nú : tímalaus læknislist í stöðugri framþróun [ritstjórnargrein]

   Arnór Víkingsson; Department of internal medicine, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. arnor@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-06-01)
   Sú var tíðin að eiginleg læknavísindi og læknislist voru tæpast til. Örlög sjúkra voru á valdi grískra guða þar sem Eskulapíus ríkti með snákastafinn í hendi og naut aðstoðar barna sinna Hýgeu og Panakeu. En grískir læknar með "föður læknisfræðinnar", Hippókrates, í broddi fylkingar breyttu viðhorfinu til sjúkdóma, þeir reyndu að skilja eðli þeirra og lögðu þar með grunninn að síðari tíma lækningahefð. Í stað yfirnáttúrulegra afla leituðu þeir skýringa á vanheilsu í manninum sjálfum. Ójafnvægi í líkamsvessunum, blóði, gulu galli (frá lifur), svörtu galli (frá milta) og slími var talið skýra flesta sjúkdóma. Með eigin skynfæri og hugsun að vopni skráðu grísku læknarnir sjúkrasögu og skoðun af mikilli kostgæfni. Skilningarvitin fimm, snerting, sjón, heyrn, lykt og bragð nýttust til sjúkdómsgreiningar. Yfirbragð sjúklings, útlit húðar eða hárs og mýkt kviðar þótti skipta máli. Ennfremur lyktin af þvagi, saur, svita og andadrætti. Þeir létu einskis ófreistað til að fá sem bestar upplýsingar um ástand hins sjúka, til dæmis "efnagreindu" þeir líkamsvessa með bragðlaukunum. Sætan í þvaginu benti til sykursýki (mellitus = sætur). Eldhugur þessara frumkvöðla var aðdáunarverður.
  • Sjúkleg streita. Ný og mikilvæg sjúkdómsgreining

   Ólafur Þór Ævarsson; Institutet för stressmedicin í Gautaborg og Forvarnir Reykjavík (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016-10)