• Tafla eða tjald [ritstjórnargrein]

   Hannes Petersen; Department of otorhinolaryngology, Landspitali University Hospital, Fossvogi, 108 Reykjavík, Iceland. hpet@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-10-01)
   Þegar Þetta er skrifað standa yfir hinum megin á hnettinum "sumar"-Ólympíuleikarnir, þar sem um 11.000 keppendur frá um 200 löndum þreyta keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum. Fyrir keppendur er þetta ekki bara hápunktur íþróttaársins heldur lokapunktur strangra æfinga sem staðið hafa mánuðum eða jafnvel árum saman og hjá flestum þýtt blóð, svita og tár. Einn skugga leggur þó frá þessum vöðvastæltu íþróttamönnum, en það er óeðlileg og ólögleg notkun lyfja er tengist íþróttaiðkun þeirra, en skuggi þessi lýsist venjulega upp á stórmótum sem Ólympíuleikarnir eru. Sannarlega höfðu skipuleggjendur í Ástralíu áhyggjur af þessu og kynntu, nokkrum vikum fyrir leikana, að hart yrði gengið fram í að greina ólöglega notkun lyfja og efna og þau greind í blóði í stað þvags eins og áður tíðkaðist. Þessi nýjung hafði strax þau áhrif að keppendur er vissu upp á sig ólöglega notkun ákváðu að vera heima. Sérstaklega var tekið til þess að blóðgreiningin gagnaðist vel við að greina Erythropoietin, en á síðari árum hafa íþróttamenn orðið uppvísir að ólöglegri notkun lyfja er innihalda efnið.
  • Taktur og tregi

   Sigurður Guðmundsson; Lyflækningasviði Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-02)
  • Taktur og tregi

   Sigurður Guðmundsson; Lyflækningasviði Landspítala prófessor emeritus, læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-02)
  • Taugavísindi : ný þekking kollvarpar eldri hugmyndum [ritstjórnargrein]

   Elías Ólafsson; Department of Medicine, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. eliasol@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-01-01)
   Á síðustu Þremur áratugum hafa rannsóknir á heila og taugakerfi tekið mikinn fjörkipp og síðustu 10 árin hafa vísindamenn á sviði taugavísinda (neurosciences) þrívegis fengið Nóbelsverðlaun í læknisfræði. Miklar framfarir hafa orðið á grundvallarþekkingu á starfsemi heilans og taugakerfisins og einnig í greiningu og meðferð heilasjúkdóma.
  • TAVI aðgerðir - Ósæðarlokuísetning með þræðingartækni Reynslan á Íslandi og alþjóðleg þróun

   Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir; Hjartaþræðingadeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-05-03)
  • Tegund 2 sykursýki: vaxandi vandamál og nýjungar í lyfjameðferð

   Ragnar Danielsen; Landspítala og Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2021-05)
  • Til umhugsunar eftir dóm Breiviks

   Sigurður Páll Pálsson; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-10)
  • Tímabundið átak eða framtíðarlausn?

   Anna Margrét Halldórsdóttir; Blóðbankanum Landspítala, starfandi formaður Læknaráðs Landspítala, klínískur dósent, læknadeild HÍ (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-04)
  • Tími slagorða að baki : læknar og stefnumótun í öldrunarþjónustu [ritstjórnargrein]

   Aðalsteinn Guðmundsson; Landspitali University Hospital. adalstg@landspitali.is (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-04-01)
   Meirihluti lækna kemur að þjónustu við aldraða notendur heilbrigðiskerfisins eða þekkir af eigin raun áskoranir og flækjustig sem einkenna öldrunarþjónustu. Á síðari árum hefur verið rætt um þjónustu við aldraða sem nærþjónustu sem sé best fyrir komið í höndum sveitarfélaga og er litið til Norðurlanda í þessu samhengi. Undirbúningur vegna yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga var nýhafinn þegar málefni aldraðra fluttust frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytisins samkvæmt laga- og reglugerðarbreytingum í ársbyrjun 2008 með það að yfirlýstu markmiði að yfirstjórnin væri á einni hendi.
  • Tími til breytinga? : markvissari meðferð langveikra [ritstjórnargrein]

   Elínborg Bárðardóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-05-01)
   Talið er að fólki með langvinna sjúkdóma muni fjölga á næstu árum og áratugum enda möguleikar til meðferðar og líknar meiri en áður og fólk lifir lengur. Þjónusta við langveika er eflaust almennt góð en þó er víða pottur brotinn hér sem víðar enda hafa rannsóknir sýnt að talsverður fjöldi sjúklinga fær ekki bestu mögulegu þjónustu. Hluti af þeim vanda er að heilbrigðisþjónustan hefur verið byggð upp og þróuð sem bráðaþjónusta og ekki eins mikil áhersla verið lögð á þjónustu við langveika. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir skorti á góðri umönnun langveikra eins og til dæmis misfellur í samvinnu, samskiptum og samhæfingu þeirra sem sinna þjónustunni. Þannig má segja að við höfum hugvit og reynslu, húsnæði, tæki og tól en notum þó ekki þessar auðlindir nógu vel. Með öðrum orðum, við erum hugsanlega ekki að þjóna réttum sjúklingum á réttum tíma og á réttum stað með réttum meðferðarúrræðum. Stóra spurningin í mínum huga er því ekki HVORT við verðum að breyta áherslum okkar í umönnun langveikra heldur HVERNIG og HVENÆR. Svarið er ekki einfalt enda skiptar skoðanir á skipulagi, framkvæmd og stjórnun innan heilbrigðisþjónustunnar.
  • Tólf gjörgæslurúm á Landspítala – dugar það til?

   Sigurbergur Kárason; Landspítala Hringbraut (Læknafélag Íslands, 2018-07)
  • Tölfræði er nauðsynleg lífvísindunum [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-07-01)
   Mikilvægi stærðfræði, sérstaklega tölfræði, í lífvísindum fer vaxandi (1). Umfang vísindarannsókna lækna og líffræðinga hafa aukist verulega á síðustu áratugum og hefur þessi aukning haldist í hendur við vaxandi fjölda lífvísindamanna hér á landi og bætta aðstöðu til vísindastarfa. Gagnsemi þessara rannsókna snerta mörg svið, allt frá því að bæta meðferð sjúklinga til þess að skjóta stoðum undir arðvænleg fyrirtæki og árangur rannsóknarstarfs hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum síðustu árin.
  • Trú, hefð og tíska - harðir húsbændur

   Þóra Steingrímsdóttir; Læknadeild, Háskóli Íslands, Landspítali, Hringbraut (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-03)
  • Tækjabúnaður Landspítala: umhyggja – fagmennska – öryggi – framþróun

   Þórunn Jónsdóttir; Landspítali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-09)
  • Tæknifrjóvganir á Íslandi : þróun starfseminnar [ritstjórnargreinar]

   Þórður Óskarsson; Division of Obstetrics and Gynecology, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. thosk@simnet.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-06-01)
   Lög um tæknifrjóvgun öðluðust gildi á Íslandi 1. júní 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður er verður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasa-frjóvgun. Tæknisæðing er aðgerð þegar sæði er komið fyrir í eða nærri kynfærum konu á annan hátt en með samförum. Glasafrjóvgun er aðgerð þegar eggfruma sem numin hefur verið úr líkama konu er frjóvguð með sæðisfrumu utan líkamans. Reglugerð um framkvæmd laganna var sett 30. september 1997 af heilbrigðisráðherra. Tæknifrjóvgun má eingöngu framkvæma á heilbrigðisstofnun sem fengið hefur til þess leyfi ráðherra og undir eftirliti sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Meðal annarra ákvæða laganna er að konan, sem gengst undir að-gerðina, sé í samvistum við karlmann, í hjúskap eða óvígðri sambúð, sem staðið hafa samfellt í þrjú ár hið skemmsta. Aldur pars skal teljast eðlilegur með tilliti til velferðar barnsins á uppvaxtarárum. Konan skal þó aldrei vera eldri en 45 ára og eiginmaður eða sam-býlismaður að jafnaði ekki eldri en 50 ára þegar settur er upp fósturvísir. Bjóða skal upp á faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga. Andleg og líkamleg heilsa og félagslegar aðstæður parsins skulu vera góðar. Læknir ákveður hvort tæknifrjóvgun fer fram en synjun má kæra til landlæknis. Gjafakynfrumur eru leyfilegar samkvæmt ákveðnum reglum, en skilyrði er að, að minnsta kosti önnur kynfruman komi frá parinu sjálfu. Þannig er gjöf fósturvísa óheimil sem og staðgöngumæðrun. Geyma má kynfrumur í allt að 10 ár og frysta fósturvísa má geyma í fimm ár. Rannsóknir, tilraunir og aðgerðir á fósturvísum skulu vera óheimilar. Þó skal heimilt að gera rannsóknir á fósturvísum ef þær eru liður í glasafrjóvgunarmeðferð, ef þeim er ætlað að greina arfgenga sjúkdóma í fósturvísunum sjálfum, ef þær miða að framförum í meðferð vegna ófrjósemi eða ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Hámarks leyfilegur ræktunartími fósturvísa utan líkamans er 14 dagar. Óheimilt er að framkvæma einræktun.
  • Tækniþróun og nýjungar í heilbrigðiskerfinu [ritstjórnargrein]

   Reynir Arngrímsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-11-01)
   Vancouverhópurinn er samstarfshópur læknisfræðitímarita sem hefur haft frumkvæði að þemaheftum um málefni sem brenna á læknum og heilbrigðisstofnunum. Læknablaðið hefur tekið þátt í þessu samstarfi frá upphafi og enn er blásið til sóknar. I nóvember eru blöð Vancouverhópsins helguð nýjungum í læknisfræði. Læknablaðið hefur af þessu tilfefni og komandi árþúsundaskiptum ákveðið að fjalla um nýtt svið sem hefur verið að hasla sér völl bæði innan sjúkrastofnana og til hliðar við þær, það er heilbrigðistækni. Heilbrigðistækni sem skilgreina má sem þróun og hagnýtingu nýrrar tækni í læknisfræði hefur verið að ryðja sér til rúms á Islandi svo eftir hefur verið tekið. Mest hefur borið á nýjum fyrirtækjum og frumkvöðlum sem af þrautseigju hafa komið af stað nýrri starfsgrein, en einnig hefur átt sér stað mikið þróunarstarf innan sjúkrastofnana sem hafa verið uppspretta þeirrar grósku sem við erum að sjá. Ljóst er að störf margra Islendinga geta, ef vel er á haldið, byggst á þróunarstarfi þessara fyrirtækja og einstaklinga. Samstarf þessara aðila og heilbrigðisstofnana er því mikilvægt og algjör for-senda þess að árangur náist á þessu sviði.
  • Um atvinnusjúkdóma [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-06-01)
   Flestir læknar mynda sér skoðun á því af hverju sjúklingur hefur veikst enda er það hluti af ástæðu þess að sjúklingur leitar til læknis. Að læknir hugleiði hvar og hvernig sjúklingurinn sýktist er vanahugsun, til dæmis þegar um smitsjúkdóma er að ræða, en á einnig við um ofnæmissjúkdóma, lungnasjúkdóma, húðsjúkdóma og fleiri sjúkdóma. Oft eru orsakir sjúkleikans til umræðu í sjúkravitjunum og ýmist á læknir eða sjúklingur frumkvæði að þeim vangaveltum. Atvinnusjúkdómar eru sjúkdómar sem rekja má til vinnuaðstæðna í víðtækasta skilningi. Sumir halda því fram að þær aðstæður hafi maðurinn sjálfur skapað og ráði því yfir þeim og þess vegna sé hægt að koma í veg fyrir veikindi sem stafa af vinnunni. Þessar einfaldanir hafa kallað á að safnað sé upplýsingum um tíðni atvinnusjúkdóma og hvaða forvarnir séu mikilvægastar. Læknum er ætlað að greina atvinnusjúkdóma. í menntun lækna er aðaláherslan lögð á greiningu og meðferð sjúkdóma og er hvort tveggja á ábyrgð lækna. Læknum ferst þetta yfirleitt vel úr hendi og njóta sjúklingarnir þess. Hvort sjúkdóma megi rekja til vinnu og vinnuaðstæðna hefur hins vegar ekki verið megin viðfangsefni í menntun eða þjálfun lækna. Atvinnusaga sjúklings er þó hluti af almennri sjúkrasögu og er oft lykillinn að greiningu atvinnusjúkdóma. Stundum er vinna sjúklings og vinnuaðstæður framandi fyrir lækni þannig að hann er ekki einfær um að leggja mat á hvort sjúkdómsframkallandi hættur eru þar og getur þá þurft mat atvinnuhollustufræðings eða annarra til þess að hjálpa til við greininguna.
  • Um efnahag og farsóttir

   Gylfi Zoëga; Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-06)
  • Um fár í kúm og mönnum [ritstjórnargrein]

   Guðmundur Georgsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-05-01)
   Heilbrigðismálaráðherra Breta, Stephen Dorell, mun vart hafa órað fyrir því hver áhrif orð sem hann lét falla á þingi þann 20. mars síðastliðinn um hugsanleg tengsl riðu í kúm (Bovine spongiform encephalopathy) og Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms hjá mönnum, mundu hafa. Það kom fyrir lítið að hann lagði áherslu á að það væri engan veginn sannað að kúariða bærist í menn og að áhættan væri að minnsta kosti sáralítil. Viðbrögð stjórnarandstöðu sem sökuðu stjórnvöld um að hafa haldið upplýsingum um þessa hættu leyndum svo og viðbrögð fjölmiðla og almennings leiddu til þess að viku síðar virtist blómlegur atvinnuvegur breskra bænda algjörlega rústaður. Öll þessi atburðarás sýnir glöggt hve upplýsingar er varða heilsufar folks eru vandmeðfarnar. Aðdragandi þessarar atburðarásar er þó nokkur. Þegar sýnt þótti fyrir ríflega áratug að smitefni sauðfjárriðu hefðu stigið yfir tegundaþröskuldinn (species barrier), og hreiðrað um sig í heilabúi kúa og breytt þessum sauðmeinlausu skepnum í óð dýr, „mad cow disease" var það heiti sem sjúkdómnum var gefið í fyrstu, vaknaði meðal annars sú spurning hvort menn gætu smitast? Margs konar samtök hafa alið á tortryggni gagnvart stjórnvöldum og vænt þau um aðgerðarleysi og að leyna upplýsingum. Áður en lengra er haldið er rétt að gera aðeins grein fyrir hvað riða og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur eiga sameiginlegt: 1) Þetta eru heilasjúkdómar; 2) meðgöngutími er langur, til dæmis 10-40 ár í Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi; 3) gangur sjúkdóms eftir að einkenni koma fram er hraður og leiðir ávallt til dauða; 4) megindrættir vefjaskemmda í heila eru nánast eins; 5) síðast en ekki síst er smitefnið náskylt. Vegna þess að þeir uppfylla skilmerki hæggengra smitsjúkdóma hafa þeir verið taldir til þeirra og jafnframt verið auðkenndir með heitinu „spongiform encephalopathies" sem tekur mið af einkennandi vefjaskemmdum.
  • Um læknisþjónustu sérgreina utan sjúkrahúsa [ritstjórnargrein]

   Þórður Sverrisson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-12-01)
   Undanfarna mánuði hafa samningar sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins (TR) verið til umfjöllunar víða. Sú umfjöllun hefur einkennst af lítilli þekkingu og innsæi en meira af upphrópunum og stórum orðum. Fyrir sérfræðinga hefur þessi umræða verið meiðandi en áhugi og vilji til að skoða málið af alvöru er takmarkaður hjá fjölmiðlum og eru þeir dyggilega studdir af ýmsum hrópendum af vettvangi stjórnmála og þjóðmála. Þessi umræða er þannig að trúlega er rétt að fyrirgefa þeim því þeir vita ei hvað þeir gjöra. Megináhættan er þó að almannatryggingakerfinu verði unnið óbætanlegt tjón og heilbrigðisþjónusta versni, samanber barnalæknaþjónustuna sem nýlega var í fréttum. Heilbrigðisþjónustan hvílir á þrem meginstoðum, heilsugæslu, sjúkrahúsum og -stofnunum og síðan sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Síðastnefndi hópurinn hefur haft sérstöðu þar sem miðstýring hefur verið minnst þar og áherslan á að veita þjónustu mest. Þessi meginstoð hefur því sætt harðastri gagnrýni og er grunuð um ýmis þaulhugsuð samsæri gegn almenningi og skattgreiðendum í baráttu sinni gegn stofnanavæðingu og afkastaleysi. Svo mun alltaf verða. Merkilegt er að öll umræða um heilbrigðismál snýst fljótlega um launakjör lækna, líkt og menntamál snúast í umræðu um kjör kennara, og jafnvel trúmál um laun presta. Viðfangsefnið gleymist, - því að þjónusta skal hin sjúka, nemandann og sóknarbarnið. Sjálfstætt starfandi sérfræðingar hafa árum saman rekið stofur sínar og hefur þeim vaxið fiskur um hrygg þar sem tæknibyltingin hefur gert læknum kleift að veita meiri þjónustu á stofum. Þessi breyting bætir þjónustuna og er mun ódýrari en aðrir valkostir.