• Vaktavinna : gömul og ný viðhorf [ritstjórnargrein]

   Jóhann Ágúst Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-02-01)
   Þjóðararfurinn - Hetjur þurfa ekki að sofa, kvarta aldrei og ganga óhaltar meðan báðir fætur eru jafnlangir. Íslendingar dýrkuðu þessi hraustmenni og flestir áttu að tileinka sér þessa eiginleika. „Meðan ein vindsnýta er eftir í nasablæstrinum á mér skal ég aldrei verða afvelta, hvernig sem blæs" sagði til dæmis Bjartur í Sumarhúsum forðum (Sjálfstætt folk eftir Halldór Laxnes). Það má vera að þessi lífsviðhorf hafi verið nauðsynleg hér áður fyrr til að bjarga mörlandanum í brauðstritinu. Hins vegar varð þessi hugsunarháttur að verulegu vandamáli á síðutogurunum í upphafi þessarar aldar. Sjómenn þurftu þá að vinna störf sem voru alls ekki hættulaus og kröfðust vissrar einbeitingar. Langvarandi vökur gátu því verið varhugaverðar eða hættulegar. Árið 1921 voru vökulögin sett (nr. 53/1921), en þar segir að hver háseti skuli hafa að minnsta kosti 12 klukkustundir á sólarhring hverjum til hvíldar og matar (1). Þetta voru fyrstu lagaákvæði hér á landi sem kváðu á um réttindi vinnandi fólks til þess að fá að sofa, en þessi lög giltu eingöngu um sjómenn!
  • Vangaveltur skurðlæknis að lokinni vel heppnaðri ráðstefnu HÍ um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum [ritstjórnargrein]

   Tómas Guðbjartsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-02-01)
   Í byrjun árs fór fram í Öskju 13. ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Ráðstefna þessi hefur verið haldin annað hvert ár frá 1981, fyrst á vegum læknadeildar, en frá árinu 2003 einnig með þátttöku tannlæknadeildar, og lyfjafræðideildar og hjúkrunarfræðideildar frá árinu 2005. Ég hef aðeins átt þess kost að taka tvisvar þátt í ráðstefnunni, enda lengst af verið fjarri góðu gamni við nám og störf erlendis. Það er óhætt að segja að þessi ráðstefna hafi komið mér þægilega á óvart og hún er aðstandendum til sóma, bæði hvað varðar vísindalegt innihald og skipulag. Alls voru kynnt á ráðstefnunni hátt á þriðja hundrað erinda og voru flest flutt með sjö mínútna löngum erindum og þriggja mínútna umræðna á eftir. Þetta fyrirkomulag reyndist ágætlega. Stutt erindi gerðu fleirum kleift að halda fyrirlestra um rannsóknir sínar en fyrirlestrar voru yfirleitt mjög vel sóttir. Rúmlega 100 erindi voru kynnt sem veggspjöld og nutu þau sín ágætlega á veggjum Öskju. Þó hefði ekki sakað ef veggspjöld hefðu verið kynnt með formlegri hætti, líkt og algengt er á ráðstefnum erlendis. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að skipuleggja göngu á milli áhugaverðustu veggspjaldanna, höfundar látnir kynna þau og þeir síðan spurðir spjörunum úr. Skipuleggjendur ráðstefnunnar gætu haft þetta í huga að ári. Gestafyrirlestrar voru einnig áhugaverðir og var komið víða við innan heilbrigðisvísinda, allt frá erfðafræði algengra sjúkdóma til forvarna gegn þunglyndi. Þessi fjölbreytni fyrirlestra er skemmtileg tilbreyting frá þeirri þróun sem orðið hefur innan læknisfræðinnar og leitt hefur af sér sífellt meiri sérhæfingu og þrengingu fræðasviða. Fjölbreytni er einmitt helsti styrkur svona þings og það er ekki á hverjum degi sem okkur spítalalæknum gefst kostur á að kynna rannsóknir okkar fyrir kollegum í óskyldum sérgreinum og grunnrannsóknum, eða að þeir fái að kynna rannsóknir sínar fyrir okkur. Umræður taka á sig fjölbreyttari mynd og möguleikar opnast á alls konar samstarfi.
  • Vangaveltur um framtíð Læknablaðsins sem vísindarits [ritstjórnargrein]

   Tómas Guðbjartsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-06-01)
   Í marshefti Læknablaðsins ritar Hannes Petersen læknir athyglisverða ritstjórnargrein þar sem hann ræðir stöðu Læknablaðsins sem vísindarits. Hann bendir réttilega á að fræðigreinum hafi ekki fjölgað í blaðinu í takt við vaxandi vísindastarfsemi innan læknisfræði á Íslandi. Að jafnaði birtast í blaðinu fjórar vísindagreinar og hefur sá fjöldi haldist óbreyttur hin síðari ár. Á sama tíma hefur hlutfall annars efnis aukist. Þar sem mér hefur lengi fundist skorta umræðu um Læknablaðið fagna ég mjög frumkvæði Hannesar. Mörg þeirra atriða sem hann nefnir í grein sinni hef ég hugleitt lengi og ég verð að viðurkenna að ég hef haft nokkrar áhyggjur af framtíð blaðsins sem vísindarits. Mér finnst Læknablaðið þó hafa vaxið og eflst hin síðari ár og sem fréttablað og skoðanavettvangur íslenskra lækna er hlutverk þess ótvírætt. Hlutverk þess sem vísindarits er þó mikilvægast. Öflugt læknablað er forsenda þess að á Íslandi sé hægt að birta rannsóknir í læknisfræði á íslenskum efnivið, svo ekki sé minnst á hlutverk blaðsins í kennslu heilbrigðisstétta og fræðslu við almenning. Ég held að flestir geti verið sammála mér í því að niðurstöður rannsókna sem gerðar eru á Íslandi, á íslenskum sjúklingum og af íslenskum læknum, eigi heima í íslensku vísindariti sem er lesið af íslenskum læknum og læknanemum.
  • Vangaveltur um lífeyrismál

   Tryggvi Ásmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-06)
  • Vangefni og brotgjarnir kvenlitningar [ritstjórnargrein]

   Jóhann Heiðar Jóhannsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1990-12-01)
   Heilkenni brotgjarns kvenlitnings (fragile-X syndrome) hefur vakið mikla athygli hjá þeim sem fast við rannsóknir á orsökum vangefni. Til marks um það má nefna að fjöldi fræðilegra greina um þetta efni í læknisfræðilegum tímaritum mun vera kominn talsvert á annað þúsund á síðustu tuttugu árum. Þetta heilkenni er mikilvægt sem algeng orsök að vangefni, en breytileg tjáning klínískra einkenna, óvenjulegur erfðagangur og erfiðleikar í greiningu hafa einnig freistað vísindamanna á ýmsum sviðum erfðarannsókna. I þessu hefti Læknablaðsins er sagt frá leit að heilkenni brotgjarns kvenlitnings hjá vangefnum íslenskum drengjum, en það er jafnframt fyrsta rannsóknin á þessu sviði hérlendis.
  • Varnir gegn hjartaþelsbólgu : breyttar ráðleggingar [ritstjórnargrein]

   Karl G. Kristinsson; Holbrook, Peter; Árni Kristinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1990-08-15)
   Þótt ekki sé langt síðan skrifað var á sama vettvangi um forvarnasýklalyfjameðferð gegn hjartaþelsbólgu (1), hefur þekking okkar aukist mikið og í nágrannalöndunum hefur ráðleggingunum verið breytt. Mikilvægt er að þær séu einfaldar og auðvelt að fylgja þeim. Í grein Peters Holbrook og félaga, sem birtist í þessu blaði (2), kom í ljós að nokkuð skorti á að íslenskir tannlæknar þekktu vel ábendingar fyrir gjöf forvarnalyfja, svo og að margir gáfu röng lyf og of lengi. Einföldun á ráðleggingum og fræðsla er líkleg til að bæta úr þessum vanda, eins og raunin hefur reyndar orðið á hjá nágrönnum okkar (3,4).
  • Vaxtarverkir stafrænnar tæknibyltingar

   Björn Hjálmarsson; Barna- og unglingageðdeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-12-06)
  • Vá fyrir dyrum í heilbrigðiskerfinu

   Þorbjörn Jónsson; Landspítali Hringbraut (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2014-11)
  • Veldur fræðsla um læknisfræðilegt efni sjúkdómum? [ritstjórnagrein]

   Ásgeir Theodórs (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-01-01)
   Þegar ég fór að íhuga efni þessarar ritstjónargreinar ákvað ég að láta hugann reika og fara yfir farinn veg í námi og starfi mínu sem læknir. Eftir langt og strangt bóklegt nám kom að því að kynnast fólki sem naut þess að leiðbeina og fræða um allt sem varðaði sjúklinga og sjúkdóma. Í sérnáminu verður þetta ennþá áhrifameira og virðingin fyrir góðum kennara er oftast takmarkalaus. Unglæknar gera sér fljótt grein fyrir þeirri skyldu sinni sem getið er í Codex Ethicus að fræðsla sé mikilvægur þáttur í starfi læknisins. En beinist sú fræðsla einungis að nemendum í heilbrigðisfræðum, það er læknanemum, hjúkrunarnemum og öðrum, eða beinist hún ef til vill líka að öðru fólki? Okkur finnst eðlilegt og sjálfsagt að fræða sjúklinga okkar um þá sjúkdóma sem kunna að herja á þá og gera þeim grein fyrir meðferð og horfum. Niðurstöður vandaðra vísindarannsókna á síðastliðnum áratugum hafa fært okkur þekkingu sem auðveldar greiningu og meðferð sjúkdóma. Þær hafa jafnframt leitt í ljós skýrari mynd af tilurð sjúkdóma sem við getum nýtt í forvarnarstarfi til að minnka áhættu á að fá ákveðna sjúkdóma. Læknum ber skylda til að koma þessari þekkingu á framfæri við aðra heilbrigðisstarfsmenn og einnig til almennings svo að lærðir og leikir geti nýtt sér þá vitneskju í leik og starfi. En er það eitthvað nýtt að fræða almenning um heilsufræði og þurfum við endilega að tengja það sjúkdómsvæðingu?
  • Verndun heilsufarsupplýsinga í upplýstum heimi [ritstjórnargrein]

   Guðmundur Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-09-01)
   Gífurlegar framfarir í vísindarannsóknum og í tölvutækni hafa á örfáum árum fært okkur inn í nýjan og ókunnan heim. Möguleikar okkar til rannsókna á erfðaeiginleikum sjúkdóma eru þar engin undantekning. Ný íslensk fyrirtæki á sviði erfðarannsókna hafa á allra síðustu misserum komið eins og stormsveipur inn í okkar litla íslenska samfélag. Innan fárra ára gætu rannsóknir í erfðavísindum um allan heim leitt til þess að læknavísindin linuðu þjáningar og læknuðu mein milljóna manna. Þegar eru fyrir hendi möguleikar á því að „bæta" ýmsa eiginleika mannsins og jafnvel einrækta hann. Að sama skapi væri hægt að koma í veg fyrir útbreiðslu fjölda arfgengra sjúkdóma. Við munum ferðast inn í ókunn lönd með aðstoð erfðavísindanna en stórum siðferðilegum spurningum er ósvarað. Því hefur verið haldið fram að íslenska þjóðin sé kjörin til erfðarannsókna vegna þess hversu erfðasamsetning hennar sé einsleit og þeirrar staðreyndar að heilsufarsupplýsingar um hana séu vel og nákvæmlega skráðar á þessari öld. Við höfum borið gæfu til að njóta starfa íslenskra frumkvöðla á sviði erfðavísinda og nú hefur kastljós alheimsins skyndilega beinst að okkar litla samfélagi á norðurhjara veraldar. Stór fyrirtæki sem hyggja á landvinninga á þessu sviði hafa þegar verið stofnuð eða eru fyrirhuguð. Þegar fara fram umsvifamiklar rannsóknir á sviði erfðafræði hér á landi sem veita fjölda sérmenntaðs starfsfólks atvinnu og getur svo orðið um ókomna tíð.
  • Verða ný lyf í boði fyrir sjúklinga árið 2016?

   Gerður Gröndal; Gunnar Bjarni Ragnarsson; Lyflækningasvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-10)
  • Verður hægt að bæta skaða Landspítala? Sjónarmið sérfræðilæknis.

   Helga Ágústa Sigurjónsdóttir; Lyflækningadeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013)
  • Vinnuumhverfi á Íslandi : þörf fyrir meiri umræðu [ritstjórnargrein]

   Kristinn Tómasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-09-01)
   Mikið er rætt um vinnumarkað og umhverfismál í fjölmiðlum hérlendis og tengist sú umræða ekki síst áformum um ný eða aukin tækifæri á vinnumarkaði og/ eða hagræðingu sem leiðir yfirleitt af sér samruna fyrirtækja í stærri einingar og fækkun starfsfólks.
  • Vioxx - víti til varnaðar? [ritstjórnargrein]

   Sigurður Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-11-01)
   Þann 30. september síðastliðinn bárust þau óvenjulegu tíðindi að framleiðandi rófecoxíbs (Vioxx®), lyfja­fyrirtækið Merck, Sharp & Dohme hafi tekið lyfið af markaði vegna nýrra upplýsinga um aukna áhættu af völdum blóðsegamyndunar, kransæða­stíflu og heila­blóðfalla. Rófecoxíb er í flokki sýkló-oxýgenasa 2 hemla (coxíb) og var hið fyrsta þeirra á markaði. Þessi lyfjaflokkur kom fram fyrir fimm árum og fékk rófecoxíb markaðsleyfi á Íslandi í mars árið 2000. Lyfið naut strax mikillar hylli hér á landi sem annars staðar, enda var gengið fram af krafti við markaðssetningu lyfsins. Söluverðmæti lyfjaflokksins hér á landi árið 2003 var rúmlega 250 milljónir. Hélt rófecoxíb nokkuð öruggri forystu þótt celecoxíb (Celebra) hafi sótt á undanfarin tvö ár. Söluverðmæti lyfjaflokksins fyrstu sex mánuði ársins 2004 mun vera um 120 milljónir. Íslenskir læknar, og reyndar sjúk­lingar líka, tóku því mjög vel við sér í þessu efni. Við vorum reyndar ekki ein á báti þar, en stóðum mjög framarlega í flokki.
  • Viðhorf Íslendinga til þunglyndismeðferðar : tilefni til bjartsýni [ritstjórnargrein]

   Páll Matthíasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-12-01)
   Í þessu hefti Læknablaðsins er þarft innlegg í umræðu síðustu ára um notkun þunglyndislyfja.1 Ef marka má greinina eru viðhorf fólks á Íslandi til meðhöndlunar þunglyndis með lyfjum almennt jákvæð og því jákvæðari sem það er betur upplýst um þunglyndismeðferð.
 Niðurstöðurnar eru ánægjulegar í ljósi þess að framan af þessum áratug beindist fréttaflutningur oft að vaxandi notkun og kostnaði þunglyndislyfja og vangaveltum í þá veru að um óeðlilega aukningu væri að ræða. Virtist þar litið fram hjá því að fjölmargar skýringar gætu legið að baki aukinni þunglyndislyfjanotkun. Nefna má að hugsanlegt er að vaxandi umræða um þunglyndi meðal almennings hvetji fólk til að leita sér hjálpar fyrr en áður. Minni fordómar gagnvart þunglyndi ættu að hafa sömu áhrif. Fleiri ábendingar eru fyrir þunglyndislyfjanotkun nú en áður, meðal annars fjölmargar kvíðaraskanir og lyfin eru einnig auðveldari í notkun. Nærtækasta skýringin er samt sú að fleiri telja sig þurfa á meðferð að halda en á tíunda áratugnum. Rannsókn birt 2004 benti til þess að tíðni þunglyndis hefði ekki breyst hér á landi frá 1984 til 2002, þótt algengi þunglyndis- og kvíðaeinkenna á meðal kvenna hefði reyndar aukist.2 Rannsóknum ber þó ekki saman á milli landa. Á 10 ára tímabili, frá 1992 til 2002, jókst tíðni þunglyndis í Bandaríkjunum úr 3,3% í 7,1% í rannsókn þar sem verulega var vandað til greininga.3 Þetta er talin meginskýring aukinnar þunglyndislyfjanotkunar í Bandaríkjunum á tímabilinu 1992 til 2003 en þá óx hlutfall Banda-ríkjamanna á þunglyndislyfjameðferð úr 2,2% í 10,1%.4 

  • Vísindagreinar á ensku í netútgáfu Læknablaðsins [ritstjórnargrein]

   Tómas Guðbjartsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-01-01)
   Á síðustu árum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á Læknablaðinu með það að markmiði að gera það aðgengilegra og læsilegra fyrir lesendur. Auk þess hefur netútgáfan verið efld, en notkun hennar fer vaxandi. Blaðið er nú skráð í alla 
helstu gagnagrunna heilbrigðis- og lífvísinda, þar á meðal gagnagrunna Medline, Web of Science (ISI) og Scopus.1 Kjölfesta í útgáfu blaðsins eru ritrýndar vísindagreinar, tvær til fjórar greinar í hverju tölublaði. Í nýlegri úttekt kom fram að fjöldi ritrýndra vísindagreina í Læknablaðinu hefur haldist tiltölulega óbreyttur síðustu fimm ár.2 Á sama tíma hefur sést mikil aukning í birtingu fræðigreina íslenskra vísindamanna í erlendum vísindaritum. Því er ljóst að vaxtarbroddur í 
vísindastarfi hér á landi hefur ekki skilað sér sem skyldi á síður blaðsins. 2 Einnig er umhugsunarefni að sumar sérgreinar birta sjaldan eða aldrei 
vísindagreinar í blaðinu, jafnvel þótt rannsóknavirkni sé mikil og birtingar í erlendum vísindaritum tíðar. Höfundar leitast í staðinn við að birta rannsóknir sínar í erlendum vísindaritum, sem oftar er vitnað til og hafa stærri lesendahóp. Þetta er skiljanlegt, ekki síst í ljósi þess hve lítið málsvæði íslenskunnar er. Á þessari þróun er þó önnur hlið. Oft er um að ræða rannsóknir á íslenskum sjúklingum, jafnvel gerðar við séríslenskar aðstæður. Einn helsti markhópur slíkra rannsókna eru íslenskir læknar og heilbrigðisstarfsfólk. Því er mikilvægt að niðurstöður þessara rannsókna komi þeim fyrir sjónir. Læknablaðið er slíkur vettvangur. Blaðið er gefið út í 1700 eintökum og berst öllum læknum á Íslandi. Því er auðvelt að ná til lækna úr mismunandi sérgreinum. Auk þess hentar blaðið ágætlega fyrir kennsluefni, enda fá flestir læknanemar blaðið sent heim til sín. Loks er netútgáfa blaðsins öllum opin og auðvelt að nálgast efni sem áður hefur birst í blaðinu.
  • Vísindastarf á Landspítala – samanburður við Norðurlönd og sóknarfæri

   Þorvarður Jón Löve; Vísindadeild Landspítala‚ Reykjavík, Ísland, Læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-06)
  • Vísindastarf á tímamótum : erum við þjóð sem þorir? [ritstjórnargrein]

   Reynir Arngrímsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-05-01)
   Á undanförnu misseri hefur orðið mikil umræða um rannsóknir á Íslandi. Á meðan framfarir á sviði lífvísinda, sérstaklega erfðavísinda, skutu rótum í nágrannalöndum höfum við setið eftir. Til dæmis eru Finnar nú á meðal stórvelda á sviði erfðavísinda, en aðstæður þar eru um margt sambærilegar því sem hér gerist. Einangruð þjóð sem þekkir sögu sína vel og leggur metnað sinn í að skrá annála, halda upplýsingar um fjölskyldubönd og býr við velmegun og stöðugt heilbrigðiskerfi. Háskólayfirvöld og stjórnvöld þar gerðu sér grein fyrir möguleikum sem þjóð þeirra hafði og því hafa skapast ótal ný atvinnutækifæri ungra og vel menntaðra vísindamanna og vísindaafrekin hafa ekki látið á sér standa. Fjárfesting í menntun og mannauði þjóðarinnar hefur skilað sér margfalt, meðal annars með innstreymi fjármagns úr erlendum styrkjasjóðum og fjárfestingum fyrirtækja í verkefnum sem tengjast lífvísindum. En þetta hefur ekki allt snúist um að leysa rannsóknargátur og öðlast nýjan skilning á flóknum sjúkdómsferlum, heldur hefur þetta einnig leitt af sér uppbyggingu í stoðfyrirtækjum, með framleiðslu á rannsóknarstofuvörum sem nú eru seldar út um allan heim. Áhrif fjárfestinga í uppbyggingu grunnrannsókna hefur því skilað sér margfalt út í þjóðfélagið.
  • Vísindi og framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi – miklar væntingar til nýs heilbrigðisráðherra

   Helga Ágústa Sigurjónsdóttir; Landspítali og Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, 2022-01)
  • Vísindi og heilbrigðiskerfið – mikilvægi Læknablaðsins

   Helga Ágústa Sigurjónsdóttir; Landspítala og Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2021-01)