• Zíkaveira - nýlegur vágestur í mönnum

   Þórólfur Guðnason; Embætti landlæknis (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-03-02)
  • Ætisár : er langvinnur sjúkdómur á undanhaldi? [ritstjórnargrein]

   Ásgeir Theodórs (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-04-01)
   Í þessu blaði eru birtar tvær greinar um meðferð á bakteríunni Helicobacter pylori. Tengsl hennar við ætisár (peptic ulcer disease) hefur gjörbreytt viðhorfum til meðferðar sjúklinga. Mikið hefur verið rætt og ritað um ætisár á undanförnum árum, aðallega vegna mikillar notkunar ætisárslyfja og hugsanlegrar lækningar á sjúkdómnum. Ætisár er langvinnur sjúkdómur og er endurkomutíðni skeifugarnarsára 95-100% innan tveggja ára eftir að bráðarneðferð líkur. Ætisár eru hins vegar alls ekki tískufyrirbrigði. Páll frá Ægina, frægur læknir sem uppi var í Miklagarði á sjöundu öld eftir Kristburð ritar: „Þegar sár eru í maga eða görnum verður hinn sjúki að forðast allan súran mat eða drykk." Þessar ráðleggingar benda til þess, að hann hafi getið sér til um eina af megin orsökum ætisára, það er of mikilli sýrumyndun í maga.
  • Ætisár : ný viðhorf [ritstjórnargrein]

   Bjarni Þjóðleifsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-06-01)
   í þessu tölublaði Læknablaðsins er grein um rofsár (perforated ulcer) í maga og skeifugörn eftir Kristin Eiríksson og félaga. Greinin fjallar um ákveðin tímamót í skurðlæknismeðferð sjúkdómsins en sýnir jafnframt að hann getur enn verið banvænn þó bestu meðferð sé beitt. Af þessu tilefni er vert að rifja upp sögu ætisára (ulcus pepticum) á öldinni en merkilegar breytingar hafa átt sér stað. Það er nú viðtekin skoðun að um 90% skeifugarnarsára og 75% magasára orsakist af sýkingu með Helicobacter pylori (Hp) en önnur sár verða að mestu leyti til vegna notkunar gigtarlyfja eða acetýlsalicýlsýru.
  • Þarftu verkjalyf?

   Valgerður Á. Rúnarsdóttir; Yfirlæknir sjúkrahússins Vogs hjá SÁÁ (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-06-06)
  • Það sem að mér snýr; um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis [ritstjórnargrein]

   Ástríður Stefánsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-05-01)
   Útgáfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 markar tímamót hér á landi. Tímamótin eru að hluta fólgin í því að Alþingi ákvað að láta ekki nægja að greina atburðarásina út frá sjónarmiði efnahagsstjórnunar og laga, heldur tók ákvörðun um að verkefnið skyldi skoðað í víðara samhengi. Með þetta að leiðarljósi var meðal annars skipaður sérstakur starfshópur til að kanna hvort skýringa á falli bankanna og tengdum efnahagsáföllum mætti rekja til starfshátta og siðferðis. Þessi víða nálgun ber vott um ánægjulega hugarfarsbreytingu. Hún gefur færi á að ræða ýmislegt í hugsunarhætti okkar, samskiptum og menningu sem er gagnrýnivert þótt það teljist ekki vera í bága við lög. Okkur gefst einnig færi á að skoða verk okkar í samhengi, spyrja um tilgang þeirra og hvers vegna þau skipti máli. Og við þurfum að svara því fyrir hvað við viljum standa sem einstaklingar, fagstétt og samfélag.
  • Það sem ég tala um þegar ég tala um COVID-19

   Thor Aspelund; Miðstöð lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, Hjartavernd (Læknafélag Íslands, 2020-09)
  • Þáttaskil í íslenskri heilbrigðisþjónustu [ritstjórnargrein]

   Jóhannes M. Gunnarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-10-01)
   Á síðustu þremur til fjórum áratugum höfum við Íslendingar vanist þeirri hugsun að heilbrigðisþjónustan í landinu sé með því allra besta sem þekkist. Þetta má til sanns vegar færa. Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar — OECD, sem út kom 1993, bar sem gerð var ítarleg úttekt á íslenska heilbrigðiskerfinu, kom fram að það veitti þjónustu sem væri töluvert umfram meðallag OECD- ríkja. Ekki er síður athyglisvert, að kostnaður hér á landi við þessa þjónustu er um 15% lægri en vegið meðaltal OECD- ríkjanna, þegar tillit hefur verið tekið til þess að verð á aðföngum heilbrigðisþjónustunnar er talsvert hærra hér á landi (1). Hin almenna skoðun að á Íslandi sé heilbrigðisþjónusta í besta lagi endurspeglast í hástemmdri 1. gr laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita (2). Hártoga má hvað þessi setning þýðir í raun. Orðalagið gefur kost á breytilegri túlkun og ef til vill þýðir hún þess vegna ekki neitt þegar að kreppir. Engu að síður verður að álykta að greinin sé svo vegna þess að við lagasetninguna höfðu menn háleitar hugmyndir og markmið.
  • Þegar þokunni léttir

   Karl Andersen; Hjartagátt Landspítala og læknadeild HÍ (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-05-03)
  • Þegar þú ert orðinn stór [ritstjórnargrein]

   Ásgeir Haraldsson; Childrens Hospital, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. asgeir@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-10-01)
   "Hann var manna best vígur. Hann hjó með báðum höndum og skaut, ef hann vildi, og vó svo skjótt með sverði, að þrjú þóttu á lofti að sjá. Hann skaut manna best af boga og hæfði allt það, er hann skaut til." Þessa mannlýsingu þekkja allir. En Gunnar á Hlíðarenda var ekki bara "vænn að yfirliti og ljóslitaður, réttnefjaður og hafið upp framanvert, bláeygur og snareygur, roði í kinnum, hárið mikið, gult og fór vel", hann var einnig "mikill maður vexti og sterkur". En hversu mikill maður, hversu stór og hversu þungur? Um það eru ekki nákvæmar heimildir. Ekki er með vissu vitað hversu stórir forfeður okkar voru. Ekki þarf oft að reka sig upp undir þvertré og hurðarása í gömlum húsum til að sannfærast um að núlifandi kynslóð er hærri hinum fyrri. Vel er þekkt sú staðreynd að hver kynslóðin er nú hærri þeirri næstu á undan. Í Læknablaðinu birtist nýlega grein (1) um hæð og þyngd íslenskra barna. Grein þessi er ítarleg og vel unnin og af henni má draga margvíslegan lærdóm. Rannsóknin gefur glögga mynd af vexti barna á Íslandi. Niðurstöðurnar skapa þannig grundvöll til að meta vöxt einstakra barna og bera saman við hópinn. Slík viðmiðun getur gefið mikilvægar vísbendingar um heilsu einstaklinga.
  • Þing Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands [ritstjórnargrein]

   Hannes Petersen; Department of otorhinolaryngology, Landspitali University Hospital, Fossvogi, 108 Reykjavík, Iceland. hpet@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-04-01)
   Skurðlæknafélag Íslands var stofnað 19. mars 1957 og gátu félagar þeir einir orðið "... sem hafa sérfræðiviðurkenningu í skurðlækningum, beina- og liðasjúkdómum, kvensjúkdóma- og fæðingafræði og þvagfæraskurðlækningum svo og þeir sem eru að ljúka framhaldsnámi í þessum greinum", svo vitnað sé í stofnlög félagsins. Af 36 stofnfélögum voru flestir almennir skurðlæknar. Þess ber að geta að á þeim árum er félagið var stofnað var aðgerðaefnisskrá almennra skurðlækna æði fjölbreytt og innihélt meðal annars bæklunaraðgerðir, aðgerðir á grindar-, kviðar- og brjóstholslíffærum svo og aðgerðir á höfði, hálsi og miðtaugakerfi.
  • Þíasíð aftur fyrsta lyfið við háþrýstingi [ritstjórnargrein]

   Jóhann Agúst Sigurðsson; Sigurður Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-07-01)
   Nýlegar niðurstöður ALLHAT rannsóknarinnar á meðferð við háþrýstingi sýna að þvagræsilyf í flokki þíasíða er góður valkostur og jafnvel betri en ACE hemlar og kalsíumgangalokar. Að auki eru þíasíð mun ódýrari en hin lyfin. Endurmat á háþrýstingsmeðferð gefur tilefni til að skoða fjárhagslega ábyrgð lækna við ávísanir á lyf og áhrif lyfjafyrirtækja á ávísanavenjur þeirra.
  • Þjark um Þjarka og Móaling

   Eiríkur Jónsson; Þvagfæraskurðlækningar Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-05)
  • Þjónustusamningar við heimilislækna – bætt þjónusta við almenning

   Þórarinn Ingólfsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013)
  • Þögli faraldurinn – sýklalyfjaónæmi

   Karl G. Kristinsson; Landspítala og Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2022-03)
  • Þögull kransæðasjúkdómur [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson; Guðmundur Þorgeirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-07-01)
   Hver þegir? Er það hjartað eða úttaugakerfið, miðtaugakerfið eða sjúklingurinn sjálfur? Þótt brjóstverkur hafi löngum verið talinn helsta einkenni kransæðasjúkdóms hafa þögul eða verkjalaus form sjúkdómsins verið kunn allt frá því að James B. Herrick lýsti fyrst þöglu hjartadrepi árið 1912 (1). Þögul blóðþurrð (silent myocardial ischemi) er blóðþurrðarkast sem getur endurspeglast í ST-T breytingum á hjartarafriti eða skertri slökunar- eða samdráttarhæfni hjartavöðvans án þess að valda brjóstverk eða annarri vanlíðan. Slík köst eru algeng meðal kransæðasjúklinga og er talið að á milli 60-100% sjúklinga með hjartaöng fái slík einkennalaus köst (2) en þau koma einnig fyrir hjá einstaklingum sem fengið hafa hjartadrep sem og hjá þeim sem ekki hafa þekktan kransæðasjúkdóm. Rannsóknir hafa sýnt að um 70% blóðþurrðarkasta hjá sjúklingum meö hjartaöng eru þögul (3) og eins og önnur blóðþurrð hafa þau slæm áhrif á horfur (4). Þessi þöglu blóðþurrðarköst virðast hafa sama lífeðlisfræðilega bakgrunn (3) og þau sem einkenni gefa og þau láta undan hefðbundinni meðferð við hjartaöng (5, 6). Það er hins vegar óvíst hvort sú meðferð hefur áhrif á horfur og flestar rannsóknir hafa miðast við sjúklinga með þekktan kransæðasjúkdóm. Það er því enn umdeilt hvort lyfjameðferð eigi að beinast gegn þessum þöglu blóðþurrðarköstum (7). Niðurstöður íslenskra rannsókna hafa staðfest að að minnsta kosti 30% hjartadrepa meðal karlmanna eru þögul (8).
  • Þörf á sérlögum um lækna [ritstjórnargrein]

   Birna Jónsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-11-01)
   Læknalög voru fyrst sett hérlendis árið 1911. Frá upphafi hefur megintilgangur með læknalögum verið að skýra lækningastarfsemina og binda lækningaleyfi ströngum skilyrðum. Endurtekið hefur læknalögum verið breytt á þessum hundrað árum sem liðin eru og að jafnaði í góðri samvinnu við lækna. Skottulækningar hafa verið bannaðar og skilyrði hafa komið inn um sérfræðileyfi ásamt með fleiri breytingum til að færa lögin í takt við tímann hverju sinni. Eftir því sem heilbrigðisstéttum hefur fjölgað hafa ýmist verið sett lög um þær, oftar en ekki byggð á læknalögum í grunninn, eða reglugerðir settar af fagráðuneytinu. Frumvarp til sameiginlegra laga um heilbrigðisstarfsmenn kom fram undir lok tuttugustu aldar og hefur frumvarpið verið lagt fram oftar en einu sinni frá aldamótum. Í rökstuðningi með frumvarpinu hefur meðal annars komið fram að ósamræmi sé milli hinna ýmsu laga og reglugerða um heilbrigðisstarfsmenn og meiningin sé að ná fram meira samræmi. Ávallt hefur því verið mótmælt af Læknafélagi Íslands (LÍ) að setja okkur í safnlög um alla heilbrigðisstarfsmenn og nema læknalög úr gildi.
  • Þróun fósturgreiningar [ritstjórnargrein]

   Hildur Harðardóttir
; Obstetrics and Prenatal Diagnosis Unit, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. hhard@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-05-01)
   Það er heitasta ósk allra verðandi foreldra að eignast heilbrigt barn. En frá náttúrunnar hendi er það hins vegar staðreynd að ekki fæðast allir heilbrigðir. Talið er að 3% nýfæddra barna séu með einhverja alvarlega meðfædda missmíð (congenital anomaly) en allt að 5% ef með eru talin minniháttar frávik (1). Margir verðandi foreldrar óska eftir fósturgreiningu, ef hún er þá möguleg, sérstaklega ef aukin áhætta er þekkt eins og til dæmis hár aldur móður. Algengasti litningagalli meðal lifandi fæddra barna er þrístæða 21 en af þeim er helmingur með hjartagalla (2). Lífslíkur eru góðar en mismikil andleg fötlun er ávallt fyrir hendi. Ef um aðra litningagalla er að ræða hjá fóstri, svo sem þrístæðu 13 og þrístæðu 18, þá endar meðgangan oft með fósturláti, en fæðist börnin lifandi eru lífslíkur bágar. Einstæða X litnings (monosomy X) endar nánast alltaf með fósturláti, en ef barnið er lifandi fætt eru horfur góðar, bæði hvað varðar líkamlegt og andlegt atgervi. Það er því ljóst að barn með þrístæðu 21 hefur meiri og langvinnari áhrif á líf fjölskyldna sem þau fæðast inn í samanborið við börn með ýmsa aðra litningagalla.
  • Þróun verkja og verkjalyfja

   Haraldur Már Guðnason; Landspítala (Læknafélag Íslands, 2022)
  • Þröngt á þingi á Landspítala

   Vilhelmína Haraldsdóttir; Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-12)
  • Þvagleki meðal aldraðra á stofnunum [ritstjórnargrein]

   Ársæll Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-10-01)
   Stjórnun þvagláta er á meðal viðkvæmustu einkamála manna. Stjórnunin er lærð í frumbernsku og þvagleki síðar á ævinni er alltaf mikið áfall fyrir þann, sem fyrir því verður. Meðal aldraðra með dvínandi heilsu, verður þvagleki oft til þess að hinn aldraði þarfnast vistunar á öldrunarstofnun. A öldrunardeildum sjúkrahúsanna er varlega áætlað að hjúkrunarfólk verji 20-30% af tíma sínum við að annast um þvagleka að deginum til og mestur tími starfsfólks um nætur fer í þessa þjónustu.