• Hvernig er best að mæla offitu barna?

   Pétur B. Júlíusson; Innkirtla- og efnaskiptalæknir á barnadeild Haukeland-háskólasjúkrahússins í Bergen í Noregi (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-09)
  • Hvernig er fræðsluþörfum aðstandenda gerviliðasjúklinga á Íslandi sinnt?

   Árún K. Sigurðardóttir; Brynja Ingadóttir; Háskólanum á Akureyri, kurðlækningasviði Landspítala, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2014-02)
   Aðstandendur gegna mikilvægu hlutverki í bataferli sjúklinga sem fá gerviliði. Með styttri legutíma á sjúkrahúsum er meiri ábyrgð lögð á sjúklinga og aðstandendur hvað varðar umönnun sem heilbrigðisstarfsfólk sinnti áður. Til að sinna þessu hlutverki vel þurfa aðstandendur fræðslu en lítið hefur verið rannsakað hverjar fræðsluþarfir þeirra eru. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig fræðsluþarfir aðstandenda gerviliðasjúklinga eru uppfylltar á Íslandi og bera niðurstöður saman við sambærilegar niðurstöður frá sjúklingum. Rannsóknin var framvirk, lýsandi samanburðarrannsókn með úrtaki sjúklinga (n=279) sem fóru í skipulagðar gerviliðaaðgerðir á mjöðm eða hné frá nóvember 2009 til júní 2011 og aðstandenda þeirra (n=212) á þeim þremur sjúkrahúsum á Íslandi sem framkvæma slíkar aðgerðir. Mælipunktar voru þrír: tími 1 (T1) fyrir aðgerð og fyrir formlega fræðslu um aðgerðina; tími 2 (T2) við útskrift eftir aðgerð á sjúkrahúsinu, eftir útskriftarfræðslu, og tími 3 (T3) 6 mánuðum eftir aðgerð. Notuð voru stöðluð matstæki sem mæla væntingar sjúklinga og aðstandenda til fræðslu. Fengin fræðsla og aðgengi aðstandenda að upplýsingum frá heilbrigðisstarfsfólki var metið með fjórum spurningum úr Good Care Scale. Á T1 svöruðu 212 aðstandendur, á T2 svöruðu 141 og á T3 svöruðu 144 spurningalistum. Meðalaldur var 58 ár (sf 13,5) og spönn frá 19 til 89 ára, flestir voru makar eða 72%. Niðurstöður sýndu að bæði aðstandendur og sjúklingar höfðu meiri væntingar til fræðslu fyrir aðgerðina en þeir töldu sig hafa fengið bæði þegar spurt var strax eftir aðgerð sjúklings og sex mánuðum síðar. Eftir því sem aðstandendur höfðu betra aðgengi að upplýsingum frá hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og læknum var væntingum um fræðslu betur sinnt. Álykta má að þörf sé á að meta fræðsluþarfir aðstandenda markvisst og nýta betur tímann til fræðslu meðan sjúklingur dvelur á sjúkrahúsinu. -------------------------------------------------------------------------------------------
  • Hvernig getum við bætt meðferð sjúklinga með brátt hjartadrep?

   Guðmundsdóttir, Ingibjörg Jóna; Hjartaþræðingadeild Landspítalans (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-01-04)
  • Hvernig unnið er með fræðilegar greinar sem berast Læknablaðinu [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-12-01)
   Þessi pistill lýsir ritstjórnarferli greina sem berast Læknablaðinu og er ætlaður til upplýsingar fyrir lesendur og verðandi höfunda. Ég geng út frá því að klókir höfundar kynni sér leiðbeiningar til höfunda um ritun og frágang fræðilegra greina í Læknablaðið sem birtist í Fréttabréfi lækna 7. tölublaði 12. árgangs, 1994, bls. 12-16. Efni þessara leiðbeininga verður ekki endurtekið hér, heldur gengið út frá því að þær hafi verið lesnar. Síðustu mánuði hafa þrír starfmenn unnið við Læknablaðið og ritstjórn heldur mánaðarlega fundi. Milli funda er náið samstarf ritstjórnarfulltrúa og ritstjórnar. Þegar handrit berst Læknablaðinu les ritstjórnarfulltrúi það þegar í stað og ef því er mjög ábótavant hvað varðar frágang eða með tilliti til ofannefndra leiðbeininga er það sent höfundi aftur með beiðni um lagfæringar. Venjulega þarf ekki að visa handritum til höfunda á þessu stigi heldur velur ritstjórnarfulltrúi tvo ritstjórnarmenn, að nokkru með hliðsjón af efni greinarinnar, til að lesa yfir handritið og annar þeirra tekur að sér að visa handritinu til yfirferðar og gagnrýni hjá einum eða fleiri ritrýnum. Þegar hér er komið sögu hafa liðið einn eða tveir dagar.
  • Hvers vegna á ekki að skima konur á aldrinum 40-49 ára fyrir brjóstakrabbameini?

   Ástríður Stefánsdóttir; Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, 2021-02)
  • Hvers vegna viðbúnað við bólusótt? [ritstjórnargrein]

   Haraldur Briem (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-09-01)
   Atburðirnir 11. september 2001 og mánuðina þar á eftir höfðu djúpstæð áhrif á viðhorf manna til hryðjuverka. Hefðbundnar hugmyndir um varnar- og öryggismál hafa verið endurskoðaðar. Hryðjuverkum er nú á dögum beint gegn almenningi með þeim hætti að hefðbundinn hernaður kemur ekki að notum. Óttast er að sýkla- og eiturefnavopnum sem engan veginn hafa verið óþekkt verði nú beint gegn fólki. Markmiðið með hryðjuverkum, eða ofurhryðjuverkum eins og farið er að kalla þau, er núorðið að valda sem mestu manntjóni og skiptir þá líf hryðjuverkamannsins sjálfs engu máli. Eina raunhæfa leiðin til að bregðast við afleiðingum slíkra atburða af völdum sýkla og eiturefna er að efla heilbrigðisþjónustuna og þær sóttvarnir sem fyrir hendi eru. Í skýrslu Landlæknisembættisins til heilbrigðisráðherra um mat á áhrifum sýkla- og eiturefnavopna á lýðheilsuna (1) er bólusótt einn þeirra sjúkdóma sem talinn er koma til greina að beita sem vopni gegn mönnum. Þótt bólusótt sé ekki líklegasta vopnið sem beitt yrði í hernaði eða hryðjuverki er hún það skæðasta því sjúkdómurinn berst auðveldlega milli manna, dánartalan er há eins og sagan vitnar um.
  • Hversu hættulegar eru óbeinar reykingar? [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson; Department of Preventive Medicine, University of Iceland, Neshaga 16, 107 Reykjavík, Iceland. vilraf@hi.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-05-01)
   Umræður um heilsufarshættur af völdum óbeinna reykinga eða með öðrum orðum vegna umhverfismengunar tóbaksreyks halda áfram. Í nýbirtum leiðara í Lancet er hvatt til þess að Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (International Agency for Research on Cancer, IARC) láti taka saman yfirlit og meti krabbameinshættur af umhverfismengun tóbaksreyks (1). Ekki koma fram efasemdir í leiðaranum um að umhverfismengun tóbaksreyks sé hættuleg heilsu manna. Í sama tölublaði Lancets skýra andstæðingar tóbaksreykinga frá því hvernig tóbaksiðnaðurinn gerði átak, og sparaði hvergi til, í því augnarmiði að gera ályktanir í rannsóknarskýrslu IARC um hættur óbeinna reykinga ótrúverðugar (2). Fjölþjóðleg rannsókn sem IARC skipulagði og birt var fyrir tveimur árum sýndi að makar reykingamanna voru í meiri hættu að fá lungnakrabbamein heldur en þeir sem áttu reyklausan maka og lungnakrabbameinshættan var líka aukin meðal þeirra sem urðu fyrir tóbaksreyk á vinnustað (3). Þessi evrópska rannsókn var hins vegar of fámenn til að geta sýnt fram á tölfræðilega marktækan mun en niðurstöðurnar komu engu að síður heim við það sem áður hefur birst um hættur vegna umhverfismengunar af völdum tóbaksreyks. Andstæðingar tóbaksreykinga halda því fram að vísindamenn og stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir að við lifum í heimi, sem er undir sterkum áhrifum tóbaksiðnaðarins. Tóbaksiðnaðurinn beitir sér af afli til að trufla það að teknar séu rökréttar ákvarðanir í forvarnarmálum (2). Menn eru hvattir til að kynna sér nánar skrifin í Lancet.
  • Hvert stefnir íslensk læknisfræði? [ritstjórnargrein]

   Árni Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-08-01)
   Sumarið 1943 að loknu stúdentsprófi fékk ég vinnu í grjótnámu í Eskihlíðinni, þar sem nú er stundað keiluspil. Þetta var heldur óvistlegur vinnustaður, vinnuöryggi í slakara lagi og engan sem í slagviðri bograði þar yfir grjóti óraði fyrir því að á toppi bersköllóttrar hæðarinnar myndi rísa musteri, ekki reist á bjargi heldur á heitu vatni. Ég lenti með fingur á milli tveggja steina og særðist nokkuð. Landspítalinn, háborg íslenskrar læknislistar, var ekki langt undan og þangað leituðu þeir sem urðu fyrir líkamlegum skakkaföllum í þann tíð. Ég fór með minn særða fingur og var vel tekið af ungum og glaðlegum lækni sem saumaði saman sárið og batt um. Við tókum tal saman og þegar hann frétti að ég hefði nýlokið stúdentspróíi spturði hann um áform mín um framhaldsnám. Ég sagðist hafa í hyggju að læra læknisfræði. Það þótti unga lækninum hið mesta óráð, sagði að þegar væri offjölgun í íslenskri læknastétt og engar líkur til að stöðum fjölgaði á næstunni. Helsta von um starf væri að gerast héraðslæknir, sem þó væri ekki heldur vænlegt, því að minnsta kosti allar sæmilegar héraðslæknisstöður væru nú setnar. Íbúar á íslandi voru þá þá 121.579 og læknar 610, eða einn á hverja 1100 íbúa. Ungi læknirinn, sem tók þarna á móti mér og brá nokkrum skugga á bjartar vonir mínar um tækifæri til að líkna sjúkum á Íslandi, hét Gunnar Cortes. Þremur árum áður hafði hann komið með svo kölluðum Petsamoförum heim frá námi og starfi á Norðurlöndum. Í þeim hópi voru 11 læknar, en sex aðrir komu heim um svipað leyti eftir öðrum leiðum. Koma þessa unga hóps lækna olli nokkrum óróa hjá þeim sem fyrir voru og það svo, að ástæða þótti til að kalla saman fund í Læknafélagi Reykjavíkur til að ræða þann vanda, sem þessi mikla fjölgun í íslenskri læknastétt mundi valda.
  • Hænan og eggið? Samspil vélindabakflæðis og astma

   Unnur Steina Björnsdóttir; Læknadeild, Háskóli Íslands, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-03)
  • Hætta á neyðarástandi á Landspítala

   Engilbert Sigurðsson; Læknadeild Háskóla Íslands, Geðsvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-02)
  • Hættulaus hormónameðferð [ritstjórnagrein]

   Benedikt Ó. Sveinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-04-01)
   Það er óumdeilt að östrógenmeðferð bætir líðan fjölda kvenna um og eftir tíðahvörf. Jafnframt er talið sannað að östrógengjöf í nægjanlegu magni komi í veg fyrir og lækni beinþynningu og dragi verulega úr hjarta- og æðasjúkdómum með beinum jákvæðum áhrifum á fitusykur efnaskiptin, blóðstorkukerfið og jafnvel blóðþrýsting. Kostirnir eru í raun margfaldir og áhættan af meðferðinni sáralítil ef henni er rétt beitt. Staðreyndir sýna hins vegar að það er talsverður misbrestur á því að rétt sé að hormónameðferðinni staðið. Afleiðingarnar eru oft hvimleiðar blæðingatruflanir og stundum krabbamein í legbol sem í flestum tilfellum hefði verið hægt að fyrirbyggja með réttri meðferð og eftirliti.
  • Hættulegir heimilislæknar [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-01-01)
   Nú á haustdögum hafa umræður um heilsugæslu og heilsugæslulækna farið af stað aftur eftir sumarfrí. Vinna Heilsugæslunnar í Reykjavík við það að leggja drög að framtíðarsýn heilsugæslunnar kostaði margar milljónir króna en er nú lokið og hefur verið birt í bæklingi. Ein helsta niðurstaða þeirrar vinnu er að skjólstæðingar heilsugæslunnar eigi að geta fengið tíma hjá lækni sínum innan tveggja daga og ennfremur á að bæta símaþjónustu. Ástæðulaust er að gera lítið úr þeirri vinnu sem liggur að baki framtíðarsýninni sem þarna birtist og þar má greina ákveðinn metnað fyrir heilsugæsluna sem er jákvætt. Hitt eru engar fréttir að heimilislækningar verða ekki reknar með biðlistum og stefna, framtíðarsýn og hugsjón heimilislækna hefur verið ljós lengi en skort hefur að stjórnvöld sýni í verki hvort þau vilji hafa heilsugæslu eða ekki.
  • Illkynja fuglainflúensa og áhrif hennar á menn [ritstjórnargrein]

   Haraldur Briem (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-04-01)
   Frá miðjum desember 2003 hefur geisað illkynja fuglainfúensa A (HPAI -highly pathogenic avian influenza) af H5N1 stofni í fiðurfé í Kambódíu, Kína, Indónesíu, Japan, Laos, Suður-Kóreu, Tælandi og Víetnam. Útbreiðsla sjúkdómsins er meiri en áður hefur þekkst og hefur hann haft víðtækar efnahagslegar afleiðingar fyrir þessi ríki (1). Hvað er fuglainflúensa? Vatnafuglar eru náttúrulegir hýslar fyrir alla hina 15 þekktu undirflokka inflúensuveiru A (H1-H15). Það eru einkum villtar endur sem bera veiruna í frumum garna án þess að þær valdi þeim einkennum. Aðrir fuglar hafa einnig þennan eiginleika, svo sem álftir og gæsir, en þeir hafa verið minna rannsakaðir. Á norðurhveli jarðar er stór hluti þessara farfugla smitaður af inflúensu A. Á haustin bera þeir inflúensuna með sér suður á bóginn. Samsvarandi atburðarás er á suðurhveli. Af og til berast inflúensuveirurnar til annarra dýrategunda og geta þá valdið sjúkdómi (2).
  • Inflúensa, quo vadis? [ritstjórnargrein]

   Sigurður Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-01-01)
   Undanfarin ár hefur heimsbyggðin, að minnsta kosti þeir sem aflögufærir eru, búið sig undir heimsfaraldur inflúensu. Menn velkjast ekki í vafa um að hann mun yfir okkur ganga, spurningin er hvenær, hve stór og af hvaða stofni. Á undanförnum 300 árum hafa tíu faraldrar inflúensu A gengið yfir. Á síðastliðinni öld gengu þrír. Spænska veikin 1918-1919 dró 50-100 milljónir manns til dauða, en Asíuinflúensan 1957 og Hong Kong inflúensan 1968 voru sem betur fer mun smærri í sniðum. Allir þessir faraldrar hafa átt upptök sín í Suðaustur-Asíu. Þaðan má einnig vænta hins næsta, hvort sem hann verður fuglainflúensan H5N1 eða annar stofn, sem reyndar er orðinn tímabær miðað við gang þeirrar klukku sem tímasett hefur fyrri faraldra.
  • Innlagnir unglinga á Vog helmingi færri nú er árið 2002

   Þórarinn Tyrfingsson; Sjúkrahúsið Vogi (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-07-05)
  • Í auga stormsins

   Margrét Ólafía Tómasdóttir; Heimilislæknir við heilsugæsluna Efstaleiti og lektor í heimilislækningum við læknadeild HÍ (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-04)
  • Í aðdraganda kosninga

   Þorbjörn Jónsson; Landspítali, Reykjavík, Landspitali University Hospital, Reykjavík (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-09)
  • Íslensk heilbrigðisþjónusta á erfiðum tímum [ritstjórnargrein]

   Steinn Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-07-01)
   Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur verið í mjög háum gæðaflokki í alþjóðlegu samhengi. Um það vitna margvíslegar hagtölur og nægir að nefna lægsta burðarmálsdauða í heimi og hæstu ævilíkur. Kostnaður við heilbrigðisþjónustu á Íslandi er þó rétt í meðallagi fyrir OECD-ríki eða um 9% af vergri landsframleiðslu.1 Á undanförnum áratugum hefur orðið mikil framþróun í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Þar ber vafalaust hæst sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík í Landspítala-háskólasjúkrahús. Sú ráðstöfun var umdeild og erfið eins og búast mátti við. Frá faglegu sjónarmiði hefur þó orðið ótvíræður árangur af sameiningunni. Sérgreinar læknisfræðinnar hafa styrkst og þannig myndast grundvöllur fyrir aukinni sérhæfingu í þágu betri þjónustu við sjúklinga. Þá hafa skapast aukin tækifæri til kennslu og vísindastarfa og eru íslenskir læknar leiðandi í vísindasamfélagi landsins þegar litið er til birtra greina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum.
  • Íslenskar gigtarrannsóknir [ritstjórnargrein]

   Jón Þorsteinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-10-01)
   Í tilefni Norræns gigtarárs 1992 er þetta hefti Læknablaðsins helgað rannsóknum á gigtarsjúkdómum. Gigtsjúkdómafræðin á sér ekki langa sögu sem vísindagrein þótt gigtin hafi fylgt mannkyninu frá örófi alda. Það var ekki fyrr en Philip Hench fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1950 fyrir cortisonmeðferð við liðagigt að gigtsjúkdómafræðin skipaði sér sess meðal annarra greina læknisfræðinnar. Tveimur árum áður hafði Hargraves fundið LE-frumuna og Rose hafði endurvakið rheumatoid faktor Waalers sem hann fann 10 árum áður og nú er kallað Rose-Waaler próf. Þessar þrjár uppgötvanir, cortisonið, LE-fruman og Rose-Waaler prófið valda tímamótum og gera gigtsjúkdómafræðina að raunverulegri vísindagrein.
  • Íslenskar rannsóknir á krabbameinum í brjóstum [ritstjórnargrein]

   Hrafn Tulinius (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-01-01)
   Á síðari helmingi þessarar aldar hafa verið gerðar gróskumiklar rannsóknir í faraldsfræði brjóstakrabbameina á Íslandi. Þetta má að nokkru rekja til aukins skilnings lækna og annarra fræðimanna á mikilvægi faraldsfræðinnar. Áður voru rannsóknir á orsökum sjúkdóma stundaðar í mörgum greinum læknisfræðinnar, en þó kannski mest af meinafræðingum sem í daglegum störfum sínum fengust við leit að orsökum sjúkdóma í einstaklingum. Með tilkomu faraldsfræðinnar hefur áhuginn beinst að orsökum sjúkdóma í hópum fólks. Nokkrar vörður á þessari leið má benda á. Krabbameinsfélögin stofnuðu Krabbameinsskrána árið 1954 og hefur hún verið grundvöllur þessara rannsókna. Leitarstöð krabbameinsfélaganna tók til starfa áratugi síðar, en hún hefur safnað markverðum upplýsingum um ýmsa áhættuþætti brjóstakrabbameina. Af þeim toga eru greinar um áhættuþætti tengda tíðablæðingum kvenna. Í þeim flokki eru allmargar greinar sem voru meðal þeirra fyrstu sem sýndu fram á að aukinn barnafjöldi minnkar líkur á krabbameinum í brjóstum, en áður hafði verið sýnt fram á að hár aldur við upphaf blæðinga væri áhættuþáttur. Nýlega er komin út grein um það umdeilda atriði hvort notkun getnaðarvarnalyfja auki hættu á krabbameinum í brjóstum í litlum vel skilgreindum hópum.