• Að bæta horfur og meðferð sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein

   Helgi Birgisson; Akedemiska sjúkrahúsið Uppsölum (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-02)
  • Að fá biskup í augað [ritstjórnargrein]

   Katrín Fjeldsted (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-01-01)
   Miklar umræður hafa spunnizt í kjölfar alvarlegra höfuðáverka sem hlutust í hnefaleikakeppni hérlendis í nóvember 2003, og ekki að ófyrirsynju. Það var ekki spurning um hvort slíkt myndi gerast heldur hvenær. Þrjár atlögur voru gerðar að því á alþingi á síðasta kjörtímabili að fá áhugamannahnefaleika lögleidda á Íslandi og eftir heiftarlegar sennur þar sem daufheyrzt var við öllum skynsamlegum rökum gegn málinu var það því miður samþykkt í febrúar 2002. Undirrituð sat á þingi það kjörtímabil fyrir Reykvíkinga og var eini læknirinn á þingi og talaði þrjá langa og þrjá breiða svo til höfuðáverka af þessu tagi þyrfti ekki að koma. Þrátt fyrir það var málið kýlt í gegn í þremur lotum.
  • Að flytja slæmar fréttir [ritstjórnargrein]

   Sigurður Björnsson; Department of Medical Oncology, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. sbjonc@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-02-01)
   Ein af erfiðari skyldum, sem fylgja læknisstarfinu er að færa sjúklingum og aðstandendum þeirra slæmar fréttir. Þá reynir að jafnaði hvað mest á færni manna í læknisfræði jafnt sem læknislist. Samfara hraðri þróun í skilningi manna á eðli sjúkdóma, framförum í greiningu og meðferð og aukinni áherzlu á réttindi sjúklinga hafa orðið miklar breytingar á viðhorfum að því er varðar upplýsingamiðlun til sjúklinga. Umræður um það, hvernig beri að miðla upplýsingum og hvað sjúklingum sé hollt að vita eru aldagamlar.
  • Að grípa í skottið á skugganum [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-11-01)
   Hrun heilsugæslunnar í landinu heldur áfram. Fyrir rúmu ári höfðu á þriðja tug sérmenntaðra heimilislækna horfið til annarra starfa vegna óánægju með starfskjör sín. Um síðustu áramót ákvað ráðherra heilbrigðismála að herða enn að þeim sem starfa við þessa sérgrein með því að setja sérstaka reglugerð um vottorð. Reglugerðin hafði í för með sér að annars vegar hurfu þessar verktakagreiðslur læknanna í einni svipan og hins vegar fluttist vinna við vottorðagerðina inn á hefðbundinn vinnutíma lækna sem aftur leiddi til þess að lengri bið varð eftir tímum hjá læknum. Læknar fengu að vísu tekjutapið síðar bætt að hluta með úrskurði Kjaranefndar. Þessi aðgerð ráðherra hafði því í för með sér frekari flótta heimilislækna úr faginu og skaðleg áhrif á starfsemi heilsugæslustöðva. Nú eru alls fimmtíu heimilislæknar farnir eða eru að hverfa á braut úr heilsugæslunni. Heimilislæknar hafa, einir sérfræðimenntaðra lækna, ekki fengið gjaldskrársamning við Tryggingastofnun Ríkisins (TR). Enginn eiginlegur rökstuðningur hefur fylgt þeim ákvörðunum að leyfa heimilislæknum ekki að fá slíkan samning. Tvískiptingu kerfisins sem einhvers staðar er til í gömlum lögum en aldrei í raunveruleikanum, er gjarnan borið við. Nú hafa heimilislæknar sett þá kröfu á oddinn að fá að njóta jafnréttis á við aðra sérfræðimenntaða lækna. Þeir vilja sömu laun fyrir vinnu á stofnunum og sama rétt til að reka sjálfstætt starfandi læknastofur eins og aðrir sérfræðingar. Þessu hefur ráðherra heilbrigðismála ekki viljað verða við. Hann hefur ýmist borið fyrir sig því að hendur hans væru bundnar og hins vegar að hann hreinlega vilji þetta ekki. Á meðan hefur hrunadans heilsugæslunnar haldið áfram og ráðherrann horft á og lengi vel biðlað til Kjaranefndar um að höggva á hnút þessarar óvissu. Ráðherra hefur viljað doka við
  • Að höggva undan sér fæturna

   Sigurðsson, Engilbert; Læknadeild Háskóli Íslands, Geðsvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-12-04)
  • Að hreyfa við óúthvíldri þjóð

   Tryggvi Helgason; Barnalæknir Heilsuskóla Barnaspítalans og Domus Medica (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-02-05)
  • Að leika guð - framfarir í erfðafræði

   Hans Tómas Björnsson; Erfða og sameindafræðideild Landspítala‚ færsluvísindum og barnalækningum Háskóla Íslands‚ erfðafræði og barnalækningum‚ Johns Hopkins háskóla (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-03)
  • Að lifa í breyttum heimi

   Hildur Thors; Reykjalundi (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-05)
  • Að nota lyf þegar hætt er að reykja [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Blöndal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-01-01)
   Það er gagnlegt að eiga fleiri valkosti en nikótínlyf þegar glímt er við reykingar. Reykingar valda krabbameinum og flýta fyrir æðakölkun. Þær leiða einnig til kransæðasjúkdóms, æðaþrengsla í fótum, æðagúls og heilaslags. Dýratilraunir gefa til kynna að nikótín geti stuðlað að æðakölkun en engin afgerandi gögn um það hafa komið fram við rannsóknir á mönnum (1). Það er ekki unnt að fullyrða að nikótín sé skaðlaust í þessu tilliti þótt alltént megi segja að nikótín eitt sér sé skárra en reykingar.
  • Að ónáða lækna á móðurmálinu [ritstjórnargrein]

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-12-01)
   Það getur ekki verið markmið læknasamtakanna að sínu leyti, að halda úti vísindariti, sem býr við þverrandi áhuga eigenda sinna. Áhugi okkar á íslenskri tungu og menningu, nýorðasmíð og fleiru af því tagi má ekki ganga af Læknablaðinu dauðu. (1) ...
  • Að rata um frumskóginn [ritstjórnargrein]

   Katrín Davíðsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-11-01)
   Flestir taka það sem sjálfgefið að öll börn fæðist heilbrigð og þroskist og dafni eðlilega. Því miður er þetta ekki alltaf svo einfalt. Sum börn fæðast með fötlun sem getur verið ljós frá upphafi eða birtist á fyrstu árum ævinnar. Önnur verða fyrir áföllum, svo sem sjúkdómum eða slysum, sem geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Með aukinni þekkingu og tækniframförum á sviði læknavísinda lifa fleiri börn af nú en áður. Má þar nefna mikla fyrirbura og börn sem greinast með flókna og alvarlega sjúkdóma sem þarfnast erfiðrar og flókinnar meðferðar. Þessi börn glíma oft við umtalsverðan heilsuvanda og/eða vanda á sviði þroska og hegðunar síðar meir á lífsleiðinni (1). Nýleg íslensk rannsókn á afdrifum lítilla fyrirbura sýnir að við fimm ára aldur býr meirihluti þeirra við umtalsverð þroskafrávik en fjórðungur þeirra er óaðgreinanlegur frá jafnöldrum (2). Fleiri börn greinast með einhverfu en áður (3) og algengi hegðunarraskana, svo sem ofvirkni, virðist hafa aukist til muna hérlendis sem víðar
  • Að skima eða ekki skima? Þar er efinn. Svarið má ekki vera 42.

   Gunnar Þór Gunnarsson; Lyflækningadeild, Sjúkrahúsið Akureyri (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-06)
  • Að takmarka meðferð við lok lífs [ritstjórnargrein]

   Pálmi V. Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1989-05-15)
   Á síðustu þremur áratugum hafa orðið stórstígar tæknilegar framfarir í læknisfræði sem gera nú mögulegt að bjarga og viðhalda lífi margra bráðveikra sjúklinga sem dæju ella. Þessar miklu framfarir eru fagnaðarefni en þær vekja jafnframt nýjar siðfræðilegar spurningar. Endurlífgun, meðferð í öndunarvél og blóðsíun eru dæmi um hátæknimeðferð sem getur lengt líf dauðvona sjúklings. Sýklalyf og næring um görn eða í æð sem á yfirborðinu sýnist áhrifaminni meðferð skilur engu að síður oft á milli lífs og dauða. Þar sem auknar þjáningar geta verið samfara meðferð dauðvona sjúklings standa læknar í hinum vestræna heimi iðulega frammi fyrir því að velja eða hafna hátæknimeðferð. Á hverjum degi eru teknar ákvarðanir um að endurlífga ekki, að nýta ekki blóðsíun, að hætta meðferð í öndunarvél og að hefja eða hætta næringarmeðferð. Hvað er rétt og hvað er rangt? Hvenær á að halda að sér höndum? Þessar spurningar snerta læknisfræði, siðfræði, lögfræði, þjóðfélagsvæntingar og fjárhagsgetu samfélagsins. Ákvarðanir af þessu tagi eru í eðli sínu flóknar og verða ekki teknar með hliðsjón af einum einföldum staðli. Þær verða enn erfiðari fyrir þá staðreynd að óvissa ríkir um marga þætti sem lúta að þeim (1). Oft er árangur meðferðar óviss og ef sjúklingurinn lifir af, óvissa um lífsgæði. Það getur verið umdeilanlegt hvort takmörkun á ákveðinni meðferð (til dæmis vökva í æð) sé siðfræðilega réttlætanleg. Og það getur verið óvissa um ákvarðanatökuna sjálfa. Hver á að meta aðstæður (læknirinn, sjúklingurinn, fjölskyldan) og fyrir hvað (árangur meðferðar eða lífsgæði sjúklings) og hvernig á að leysa ágreining sem kann að rísa meðal hlutaðeigandi? Þessi óvissa getur leitt til vandamála. Ákvarðanir eru stundum teknar án gjörhygli eða í flýti sem getur leitt til misræmis í ákvarðanatöku fyrir sambærilega sjúklinga á sömu stofnun. Oft er beðið með umræðu um takmarkaða meðferð og er þá sjúklingurinn oft orðinn of veikur til þess að taka sjálfur þátt í ákvörðuninni (2), enda þótt rannsóknir hafi sýnt að læknar og fjölskylda sjúklings meta lífsgæði sjúklingsins verr en hann sjálfur (3).
  • Að vera eða vera ekki í sumarfríi [ritstjórnargrein]

   Hannes Petersen; Department of otorhinolaryngology, Landspitali University Hospital, Fossvogi, 108 Reykjavík, Iceland. hpet@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-07-01)
   Það er fátt betra en að hverfa frá erli vinnudagsins og vakna í fríi. Frí og sérstaklega sumarfrí er öllum kærkomið, læknum sem öðrum, þó svo hið síðarnefnda eigi sér ekki langa sögu í vinnusiðfræðilegu samhengi. Talið er að sumarfrí hafi komið til með flutningi fólks úr sveitum á öndverðri síðustu öld. Sumarfríin voru þá sumpart hugsuð sem tækifæri til að létta undir með ættingjum í sumarönnum sveita og þannig var það eitt að skipta um starfsvettvang nægjanleg hvíld frá venjubundnum störfum. Svo sterkt er þetta greipt í tilveru og vinnuvitund okkar að enn er starfsári Háskóla Íslands skipað eftir burðarmáli sauðkindarinnar og önnum til sveita. Hvort það sé sumarvinnu í sveitum eða smitbólu frá nágrannalöndunum að kenna þá hafa Íslendingar áttað sig á því að það er hægt að taka sér frí á öðrum tímum en á sumrin, þó svo sumarfríið sé enn hornsteinn fría.
  • Að vita eða ekki vita, þarna er efinn...

   Óskar Þór Jóhannsson; Krabbameinslæknir á Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-06-05)
  • Aðgengi að heilbrigðisþjónustu: Hver er framtíðin?

   Ingunn Hansdóttir; Sálfræðideild, Háskóli Íslands (Læknafélag Reykjavíkur, Læknafélag Íslands, 2015-04)
  • Aðkoma feðra að barneignarferlinu af hinu góða

   Hrafnhildur Ólafsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2016)
  • Á tímum sykursýkinnar [ritstjórnargrein]

   Arna Guðmundsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-05-01)
   Þrátt fyrir framfarir í læknisfræði geisar faraldur sykursýki í heiminum, hún herjar á um 6% jarðarbúa. Því er spáð að 300 milljónir verði með sykursýki árið 2025. Talan er geigvænleg og erfitt að átta sig á hversu mikil byrði sjúkdómurinn verður fyrir einstaklinga og samfélög á næstu árum. Meira en 97% þessara tilvika verður vegna sykursýki af tegund tvö þó svo að tilvikum sykursýki af tegund eitt (insúlínháð sykursýki) fjölgi einnig. Það segir sig sjálft að rannsóknir á faraldsfræði og grunnorsökum sjúkdómsins eru knýjandi.
  • Á vendipunti

   Sigurður E Sigurðsson; Sjúkrahúsið Akureyri (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-04)
  • Áfalla- og streituraskanir – ein megináskorun lýðheilsuvísinda 21. aldar

   Unnur Anna Valdimarsdóttir; Læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-12)