• Kukl og viðbrögð lækna

   Svanur Sigurbjörnsson; Heilsugæsla Mosfellsbæjar (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-07)
  • Kvennadeild á nýjum timum [ritstjórnargrein]

   Reynir Tómas Geirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-12-01)
   Í byrjun janúar á þessu ári voru liðin 50 ár frá þvi að fyrsta konan lagðist inn á Kvennadeild Landspitalans og fæddi þar barn. Á 40 ára afmæli deildarinnar voru Þau mæðginin með okkur, en nú á 50 ára afmælinu var lögð áhersla á að minnast þeirra sem lagt höfðu hönd á plóginn í 50 ár og horfa til framtíðar.
  • Kvennadeild Landspítala 70 ára

   Hulda Hjartardóttir; Yfirlæknir fæðingateymis Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-02)
  • Kvennadeild Landspítala 70 ára

   Hulda Hjartardóttir; Kvennadeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-02)
  • Kynferðisleg áreitni [ritstjórnargrein]

   Óttar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-04-01)
   Á síðustu vikum og mánuðum hefur athygli fjölmiðla og almennings beinst að svokallaðri kynferðislegri áreitni. Þrjár konur hafa ásakað einn æðsta embættismann þjóðarinnnar fyrir ótilhlýðilegt athæfi og notið til þess stuðnings sjálfshjálparsamtakanna Stígamóta. Mál þetta hefur bæði vakið áhuga og umræður. Deilt hefur verið um sýkn eða sekt embættismannsins, trúanleika ákærenda, siðfræði Stígamóta og hæfni stofnana og samfélags til að fást við mál sem þessi. Á allra síðustu dögum hefur þessi umræða snúist upp í grin og glens þar sem ræðumenn og veislustjórar ótal árshátíða auk frægra skemmtikrafta hafa haft mál þessi í flimtingum og hártogað hugtök eins og kynferðisleg áreitni. Allar skilgreiningar hafa mjög verið á reiki og margir hafa haldið því fram að öll samskipti kynjanna væri í raun kynferðisleg áreitni og umræddar konur væru að ljúga sökum uppá grandvaran embættismann.
  • Kæling meðvitundarlausra sjúklinga eftir endurlífgun : ný meðferð á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Felix Valsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-09-01)
   Tíðni hjartastoppa utan sjúkrahúsa er milli 36 og 128 á hverja 100.000 íbúa í vestrænum ríkjum (1). Heila­skaði er algeng aukaverkun hjá sjúklingum sem tek­ist hefur að endurlífga eftir hjartastopp. Ef sjúklingar fá enga meðferð eftir hjartastopp verður heilinn fyrir skaða eftir 4-6 mínútur. Það verða margs konar flóknar breytingar á háræðakerfi og frumum heilans við súrefn­is­þurrð. Því er ekki einungis mikilvægt að hindra súrefnisþurrðina eins fljótt og auðið er heldur einnig með­höndla og hindra skaða eftir að súrefnisþurrð hefur orðið í heila (2). Margar aðferðir hafa árangurslaust ver­ið reyndar til að draga úr heilaskaða eftir endurlífgun (3).
  • Laga- og reglugerðarbreytingar : og hvað svo? [ritstjórnargrein]

   Haraldur Briem (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-12-01)
   breytingar á sóttvarna­lögum nr. 19/1997 (1). Breytingarnar sneru að ákvæðum um skráningu sýklalyfjanotkunar. Enda þótt nefnd­ir alþingis sendi hagsmunaaðilum tillögur um lagabreytingar til umsagnar geta slíkar breytingar hæglega farið fram hjá mörgum þeim sem mál­ið varða, einkum ef þær eru ekki til þess fallnar að valda deilum. Mikilvægt er að læknar viti af slíkum breytingum og ekki er síður mikilvægt að mönnum sé kunnugt um ástæður fyrir lagasetningunni en þær eru jafnan skýrðar í greinargerð með frumvörpum.
  • Landinu og læknum til gagns og blessunar í 100 ár

   Reynir Arngrímsson; Erfðalæknir á Landspítala og formaður Læknafélags Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-01-04)
  • Landspítali á farsóttartímum

   Már Kristjánsson; Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-05)
  • Landspítali og heilbrigðiskerfið – glöggt er gests augað

   María Heimisdóttir; fjármálasviðs Landspítala. Læknadeild HÍ (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016-10)
  • Landspítalinn - tifandi tímasprengja.

   Ómar Sigurvin Gunnarsson; Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-03)
  • Landvinningar smitsjúkdóma [ritstjórnargrein]

   Már Kristjánsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-07-01)
   Á síðastliðnum árum og áratugum hafa viðhorf fræðimanna til fræðigreinarinnar smitsjúkdómar breyst mikið. Kemur þar margt til en hæst ber uppgötvanir á orsökum sjúkdóma eins og ætisárum (peptic ulcer disease), alnæmi og lifrarbólgu. Auk þess telja að minnsta kosti sumir vísindamenn sig vera komna á snoðir um samhengi milli orsaka ýmissa hefðbundinna menningarsjúkdóma svo sem kransæðastíflu og örvera, sem eru nýlega uppgötvaðar (Chlamydia pneumonia) og sumra tegunda æxla. Nægir að nefna í því sambandi tengsl Kaposi-sarkmeina og herpes veira af gerð 8, eitilfrumukrabbameins í slímþekju maga og H. pylori auk lifrarkrabbameins og lifrarbólguveira af gerð B og C.
  • Langlífi og heilbrigðisþjónusta

   Ólafur Helgi Samúelsson; Landspítala og Hjúkrunarheimilinu Eir (Læknafélag Íslands, 2021-01)
  • Langtímaáhrif kannabisneyslu

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-04-01)
   Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á fíkniefninu kannabis og hafa flestar beinst að fíkninni sjálfri og taugaeitrunareinkennum hjá þeim sem nota kannabis. Að undanförnu hafa birst niðurstöður rannsókna sem sýna annars vegar að kannabisreykingar valdi eiturverkun á erfðaefnið og framkalli þannig krabbamein og hins vegar að kannabisneysla tengist geðröskunum. Neysla kannabis jókst mjög á síðustu tugum seinustu aldar meðal ungs fólks í iðnþróuðum löndum. Það sem ýtti undir þessa auknu neyslu var ekki síst það hversu auðvelt var að verða sér úti um þennan vímugjafa en einnig auknar hömlur gegn áfengisneyslu og akstri bifreiða. Samfara þessu var það ef til vill hald manna að neysla kannabis væri hættulaus og gerði ekkert til eða að hún væri í það minnsta ekki eins skaðleg og reykingar og áfengisneysla. Fljótlega fór neysla kannabis að valda áhyggjum því talið var að hún gæti leitt til neyslu annarra og hættulegri vímuefna, einsog síðar var staðfest (1, 2).
  • Langvinn lungnateppa : hinn duldi faraldur [ritstjórnargrein]

   Óskar Einarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-06-01)
   Langvinn lungnateppa, ásamt æðasjúkdómum og lungnakrabbameini, er einn meginfylgikvilli reykingamanna en jafnframt sá sem minnst hefur verið í sviðsljósinu. Það var ekki fyrr en um miðja síðustu öld að sjúkdómnum var fyrst lýst í þeirri mynd sem nú hefur haldist: langvinnrar berkjubólgu og lungnaþembu (1). Undir lok síðustu aldar hófst gullvinna GOLD: Global Initiative of Obstructive Lung Disease. Þannig voru skilgreiningar og alþjóðaleiðbeiningar um greiningu og meðferð langvinnrar lungnateppu samhæfðar (2). Margt benti til að hér væri á ferðinni eitt af helstu heilbrigðisvandamálum nútímans, en upplýsingar skorti varðandi umfang sjúkdómsins. Því var hrundið af stað alþjóðlegri vinnu við að kortleggja algengi sjúkdómsins undir því djarfa nafni BOLD: Burden of Obstructive Lung Disease. Niðurstöður íslenska hluta BOLD-rannsóknarinnar líta nú dagsins ljós í Læknablaðinu (3).
  • Leifturþróun heimsfaraldursbóluefna 2020

   Kamilla Sigríður Jósefsdóttir; Embætti landlæknis (Læknafélag Íslands, 2020-12)
  • Leikið á ellikerlingu : að margfalda líkurnar á góðri heilsu [ritstjórnargrein]

   Jón Eyjólfur Jónsson; Pálmi V. Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-10-01)
   Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu við aldraða er um það bil þriðjungur af útgjöldum til heilbrigðismála enda þótt þeir séu aðeins um 11% af þjóðinni. Árið 2005 má búast við að um það bil helmingur útgjalda til heilbrigðismála verði vegna aldraðra. Árið 2050 gæti kostnaður vegna aldurstengdra sjúkdóma hafa sexfaldast ef ekki koma til frekari lækningar á sjúkdómum eða fyrirbyggjandi aðgerðir. Mest fjölgun er nú í öldungahópnum eldri en 85 ára og gæti fjöldi þeirra hafa þrefaldast árið 2030 og hugsanlega sextánfaldast árið 2050. Öldungar eru líklegastir til að þurfa á langtíma umönnun að halda, sem er eitt kostnaðarsamasta form heilbrigðisþjónustunnar (1). Ævilíkur hafa vaxið jafnt og þétt á þessari öld og horfa æ fleiri íslendingar fram á að lifa um árabil eftir að starfsævinni líkur. Aldraðir eru nú tiltölulega lágt hlutfall af þjóðinni og verður svo allt fram til ársins 2015 er barnasprengja eftirstríðsáranna kemst á eftirlaun. Fjöldi 65 ára og eldri vex jafnt og þétt og mun að öllu óbreyttu hafa nálægt því tvöfaldast árið 2030 og stefnir þá í að aldraðir verði 18% þjóðarinnar. Ólíklegt er að hlutfall aldraðra vaxi mikið umfram það (2).
  • Leit að leghálskrabbameini : skipulag er nauðsyn [ritstjórnargrein]

   Reynir Tómas Geirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-02-15)
   Til að kembirannsókn sé hagkvæm og beri árangur við að koma í veg fyrir sjúkdóm, þarf rannsóknaraðferðin að vera auðveld og ódýr í framkvæmd, ná til mikils fjölda einstaklinga og leiða til þess að tiltölulega algengur sjúkdómur finnist á frumstigi meðan hægt er að koma við lækningu, sem líklegt er að leiði til fulls bata (1). Leghálskrabbamein er sennilega þekktasta dæmið um sjúkdóm þar sem kembirannsókn ætti að gefa verulegan árangur. Skipulögð leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 á vegum Krabbameinsfélags islands og er sennilega það heilbrigðisframtak íslenskt, sem best er þekkt erlendis (2, 3). Sú ætlun að skoða nærri 35 þúsund konur á tveggja ára fresti hlaut að verða mikið verk fámennri þjóð og litlu áhugamannafélagi. Árartgurinn hér á landi og á nokkrum öðrum svæðum í Norður-Evrópu og Kanada vestanverðu er talinn sýna að slík leit geti leitt til raunverulegrar fækkunar dauðsfalla af sjúkdómi, sem í æ ríkari mæli leggst á konur á besta aldri (2). Margir hafa lagt hönd á plóginn við þetta árangursríka verk. Meðal þeirra skal hér sérstaklega minnst starfa yfirlækna Leitarstöðvarinnar, Ölmu Þórarinsson og síðar Guðmundar Jóhannessonar.
  • Leit að sökudólgum skaðar öryggi sjúklinga

   Birgir Jakobsson; Karolinska Universitetssjukhuset, Svíþjóð (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014)