• Leyndardómur streptókokka [ritstjórnargrein]

   Þórólfur Guðnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-06-01)
   Streptókokkar af hjúpgerð A (streptókokkar) hafa löngum haft yfir sér dulúð og vakið ótta í huga almennings. Ástæðan er vafalaust sú að sjúkdómsmynd streptókokka er fjölskrúðug og í sumum tilfellum geta afleiðingar streptókokkasýkinga verið alvarlegar og lífshættulegar (1). Ein algengasta sjúkdómsmynd streptókokka bæði hjá börnum og fullorðnum er hálsbólga en oft vill gleymast að veirur eru algengustu orsakavaldar hálsbólgu (2, 3). Til að greina hálsbólgu af völdum streptókokka hefur verið mælt með að notuð séu ákveðin klínísk einkenni eða svokölluð "Centor criteria" og einnig að sýnt sé fram á tilvist streptókokka í hálsi annaðhvort með ræktun eða hraðgreiningarprófi (4-6). Á síðari árum hefur notkun á hraðgreiningarprófum aukist töluvert enda prófin handhæg og auðveld í notkun (7). Á sama tíma hefur krafa almennings orðið meira áberandi um að fá þessi próf gerð án tillits til einkenna því "streptókokkar eru jú alvarleg baktería". Það sem hins vegar flækir greiningu á streptókokkahálsbólgu er sú staðreynd að stór hluti heilbrigðra einstaklinga, einkum barna, eru með streptókokka í hálsinum sem ekki valda sýkingu og kallast þeir streptókokkaberar (8). Ef streptókokkaberar eru algengir má því búast við að hjá einstaklingum með hálsbólgu af völdum veira greinist streptókokkar oft í hálsstroki sem ekki valda sýkingunni ef oft eru tekin sýni frá hálsi og getur það leitt til ónauðsynlegrar sýklalyfjagjafar.
  • Lifið heil!

   Ólafur Helgi Samúelsson; Flæðisvið Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-03-02)
  • Litið um öxl

   Hrafnhildur Ólafsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2014)
  • Litið um öxl í baráttunni við COVID-19

   Sólrún Björk Rúnarsdóttir; Landspítala (Læknafélag Íslands, 2021-10)
  • Líffæraflutningar : miklvægur þáttur í íslenskri heilbrigðisþjónustu [ritstjórnargrein]

   Runólfur Pálsson,; Sigurður Ólafsson; Division of internal medicine, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. runolfur@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-09-01)
   Þetta hefti Læknablaðsins er að mestu leyti helgað líffæraflutningum. Á árlegu fræðsluþingi Læknafélags Íslands í janúar síðastliðnum var haldið málþing um líffæraflutninga. Líffæraflutningar, sem eru vaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustunni, hafa hlotið fremur litla umfjöllun á síðum Læknablaðsins var því ákveðið að birta í blaðinu greinar sem byggja á erindum sem voru flutt á málþinginu (1-6). Til viðbótar var ákveðið að hafa umfjöllun um beinmergsígræðslur (7). Rúm 40 ár eru síðan tilraunir með flutning líffæra úr einum einstaklingi til annars fóru að skila árangri. Framan af voru það einkum nýraígræðslur sem heppnuðust vel en árangur af ígræðslu annarra líffæra var slakur og margir sjúklingar létust skömmu eftir aðgerð. Síðan hafa orðið stöðugar framfarir og líffæraflutningar eru nú viðurkennd meðferð við sjúkdómum á lokastigi í hjarta, lifur, lungum og nýrum og við sykursýki (8). Garnaígræðslur hafa verið á tilraunastigi en árangur þeirra hefur batnað mikið á undanförnum árum. Þá hafa beinmergsflutningar áunnið sér sess við meðferð ýmissa blóðsjúkdóma. Beinmergsflutningar hafa nokkra sérstöðu í samanburði við aðra líffæraflutninga (solid-organ transplantation) bæði hvað varðar öflun vefja til ígræðslu og vandamál þegans. Það er einkum tvennt sem hefur gert líffæraígræðslur að raunhæfum möguleika við meðferð sjúkdóma. Í fyrsta lagi eru það framfarir í ónæmisbælandi lyfjameðferð og þá sérstaklega tilkoma cýklósporíns um 1980. Í öðru lagi hafa framfarir í skurðtækni, gjörgæslu og meðferð sýkinga bætt horfur líffæraþega.
  • Líffæraígræðslur - margþætt ferli

   Margrét Birna Andrésdóttir; Nýrnalækningar Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-05-04)
  • Lífshættuleg ofnæmisviðbrögð [ritstjórnargrein]

   Davíð Gíslason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-08-01)
   Á öðrum stað hér í blaðinu er grein um bráðalost. Bráðalost kemur í kjölfar losunar boðefna úr mastfrumum og basofílum og er annaðhvort vegna IgE miðlaðra ofnæmisviðbragða (Insect Bites and Stingsanaphylaxis), til dæmis hnetuofnæmis eða latexofnæmis, eða ofnæmislíkra viðbragða (anaphylactoid). Dæmi þar um eru viðbrögð vegna röntgenskuggaefna og aspiríns. Einnig kemur fyrir að engin skýring finnst (idiopathic anaphylaxis). Sýna má fram á losun boðefna með mælingu á tryptasa í sermi. Taka þarf sýnið sem fyrst eftir að einkenni ná hámarki því helmingunartími fyrir tryptasa í sermi er innan við tvær klukkustundir. Einnig getur verið gott að endurtaka mælinguna, til dæmis eftir fjórar og átta klukkustundir til að fylgjast með breytingum á honum í sermi. Mæling á tryptasa er sérstaklega mikilvæg við losti í tengslum við svæfingu, þar sem mörg lyf eru gefin og óvíst hvort um ofnæmisviðbrögð er að ræða eða hvort aðrar orsakir séu fyrir lostinu.
  • Lífslíkur fyrirbura [ritstjórnargrein]

   Þórður Þórkelsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-02-01)
   Árið 1959 sýndi Mary Ellen Avery fram á að glærhimnusjúkdómur (hyaline membrane disease) stafar af skorti á lungnablöðruseyti (pulmonary surfactant), sem á þeim tíma var aðaldánarorsök fyrirbura.1 Þó svo hulunni hafi verið svipt af meintilurð sjúkdómsins voru meðferðarmöguleikar fáir og dánartíðni fyrirbura há. Þegar forsetahjón Bandaríkjanna, Jacqueline og John F. Kennedy, eignuðust dreng árið 1963 eftir 35 vikna meðgöngu sem lést tveggja daga gamall úr glærhimnusjúkdómi, fengu vandamál fyrirbura óvænta athygli, sem varð hvati að auknum rannsóknum á því sviði. Á næstu árum var farið að nota öndunarvélar og síðan síblástur (CPAP, continous positive airway pressure) í vaxandi mæli við lungnasjúkdómum á nýburaskeiði og lífslíkur fyrirbura bötnuðu.2 Á níunda áratug síðustu aldar náðist að framleiða lungnablöðruseyti sem lyf og um 1990 var notkun þess orðin almenn. Við það jukust lífslíkur fyrirbura mikið, einkum minnstu barnanna.3 Þar með varð glærhimnusjúkdómur ekki lengur helsta ástæða burðarmáls- og nýburadauða. Á undanförnum árum hafa einnig orðið framfarir á öðrum sviðum nýburagjörgæslu, svo sem bætt öndunarvélameðferð, sem aukið hafa lífslíkur fyrirbura enn frekar. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir í fæðingahjálp, sem einnig hafa átt mikilvægan þátt í bættum lífslíkum fyrirbura. Má þar nefna notkun barkstera fyrir fæðingu í þeim tilgangi að flýta fyrir lungnaþroska fóstursins, sem sýnt hefur verið að minnkar líkur á glærhimnusjúkdómi og gerir hann mildari.4 Nú er svo komið að meirihluti minnstu fyrirburanna lifir, eftir allt að 23-24 vikna meðgöngulengd.
  • Líftæknilyf og hliðstæður þeirra

   Kolbeinn Guðmundsson; Lyfjastofnun (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-05)
  • Lípóprótein(a) og áhrif þess á hjartasjúkdóma

   Hilma Hólm; Íslenskri erfðagreiningu (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-02)
  • Loftslagsbreytingar og heilsufar

   Halldór Björnsson; Veðurstofu Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-12)
  • Lokagreining [ritstjórnargrein]

   Jóhannes Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-12-01)
   Núverandi ritstjórn Læknablaðsins á fimm ára afmæli um þessar mundir, þótt sumir sem nú eru í ritstjórninni hafi ekki setið allan þann tíma. Minnugir lesendur Læknablaðsinsvita að haustmánuðir 2005 voru erfiðir blaðinu og þáverandi ritstjórn tvístraðist í nóvember það ár. Fram að hausti 2005 hafði fyrri ritstjórn unnið gott starf, m.a. lokið færslu Læknablaðsins á Medline á fyrri hluta þess árs. Ný ritstjórn bætti við tveimur gagnagrunnum, ISI Web of Knowledge og Scopus. Þá hefur viðmót blaðsins á netinu hefur verið uppfært og leitarvél endurbætt. Fræðigreinar í Læknablaðinuvega nú jafnþungt í innlendu mati á fræðastarfi og greinar birtar í erlendum ritrýndum tímaritum. Þau læknablöð sem við berum okkur helzt saman við, það er að segja læknablöð Norðurlandanna, eru flest í þessum gagna-grunnum, þó ekki öll. Engan veginn er gefið að Læknablaðið haldist í þessum skráningum. Ritnefndir verða áfram að kappkosta að sækjast eftir góðum fræðigreinum og gæta þess þannig að tilvitnanafjöldi í greinar Læknablaðsins haldist þokkalegur. Til þess að svo verði, þurfa ritnefndir að halda áfram að fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum um meðferð innsendra handrita, sem oft reynist þungt í vöfum. Þessi skarpari vinnubrögð endurspeglast meðal annars í hærra höfnunarhlutfalli innsendra handrita en áður. Það hlutfall liggur nú nálægt 15%. Í íslenzku fámenni getur oft reynzt erfitt að fá nægilega vandaða ritrýni. Oftast gengur það mæta vel, og Læknablaðiðþakkar sérstaklega hópi ritrýna, sem bregðast fljótt við og ritrýna af þekkingu og nákvæmni. Ritrýni er tæpast eftirsóknarvert starf, gefur rýninum lítið í aðra hönd, bæði í veraldlegum og akademískum verðmætum. Skiljanlega getur þannig stundum æxlazt, að ritrýniferlið hjá Læknablaðinutaki sýnu lengri tíma en í ritum sem birtast á stærri tungumálasvæðum. Ritstjórn Læknablaðsins getur hins vegar augljóslega aðeins leitað til íslenzkumælandi ritrýna, sem í smærri sérgreinum læknisfræðinnar eru fáir. Höfundar verða að gera sér grein fyrir þessum vanda, ef vanda skyldi kalla, og sýna biðlund.
  • Lokanir geðdeilda [ritstjórnargrein]

   Tómas Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-08-01)
   Enn bitnar fjárskorturinn harðast á þeim sem minnst mega sín og ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér og talað máli sínu, þannig að það nái eyrum ráðamanna. Á þessu ári þarf í fyrsta sinn að loka almennum geðdeildum tímabundið vegna mikils niðurskurðar fjárveitinga til geðdeildar Landspítalans. Á árunum 1993 og 1994 voru fjárveitingar til deildarinnar skornar hastarlega niður og átti það aðallega aö bitna á sjúklingum með vímuefnasjúkdóma, þótt vitað sé að þeir eru oftast einnig með aðra geðsjúkdóma. Vegna þessa niðurskurðar varð að loka tveimur deildum, sem annast bráðameðferð slíkra sjúklinga, í sex vikur. Jafnframt var einni eftirmeðferðardeild lokað í svipaöan tíma. Niðurskurðurinn heldur áfram og á yfirstandandi ári hafa fjárveitingar geðdeildarinnar enn verið skertar verulega. Því hefur verið gripið til þess óyndisúrræðis að loka tveimur deildum fyrir bráðameðferð til viðbótar, hvorri í sex vikur, og barnageðdeild verður lokuð jafnlengi. Þannig verða nærri helmingur spítalarúma geðdeildarinnar, það er 64 rúm, lokuð í sex vikur á þessu sumri. Þá er tveimur meðferðarheimilum utan spítala lokað jafnlengi. Auk lokana verður að draga úr starfsemi vinnustofa og iðjuþjálfunar.
  • Lög um brottnám líffæra við andlát

   Kristinn Sigvaldason (Læknafélag Íslands, 2018-07)
  • Lög um líffæragjafir á Íslandi: Er tímabært að taka upp ætlað samþykki?

   Runólfur Pálsson,; Nýrnalækningar Landspítala, Læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-02-03)
  • LR 100 ára : læknar og samfélagið

   Högni Óskarsson; Gestur Þorgeirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-10-01)
   Eitt hundrað ár eru ekki langur tími í sögu læknisfræðinnar almennt, enda nær sú saga örugglega langt aftur fyrir elstu skrifuðu heimildir. Mannskepnan hefur örugglega reynt að bæta heilsu sína og græða sár sín frá því hún fór að ganga um á þessari jörð. Í sögu lækninga á Íslandi eru eitt hundrað ár ekki heldur svo langur tími. Skráðar heimildir um lækningar á Íslandi er að finna í Íslendingasögum og í annálum. Óhætt er að fullyrða að frá næstsíðustu aldamótum hafi framfarir í læknisfræði orðið hvað stórstígastar; sama hvort litið er til rannsókna á uppruna og eðli sjúkdóma, greiningar þeirra eða meðferðar. Bætt heilsa, auknar lífslíkur og lífslengd, eru vissulega ekki aðeins afrakstur þessa heldur ráða hér miklu almennir hollustuhættir, mataræði og betri félagslegur aðbúnaður borgaranna. Það er því ánægjulegt að hugsa til þess að allt frá stofnun Læknafélags Reykjavíkur á haustmánuðum 1909 og á fyrstu áratugunum í sögu þess var félaginu ekki aðeins beitt til þess að bæta alla starfsaðstöðu lækna og þjónustu við sjúklinga, heldur lagði það einnig mikla áherslu á almenningsfræðslu um heilbrigði og hollustu, á sóttvarnir almennt og varnir gegn kynsjúkdómum. Læknafélag Reykjavíkur tók líka frumkvæði í eða hvatti til stofnunar félaga eins og Berklavarnafélags Íslands og Rauðakrossdeildar Alþjóða Rauða krossins á Íslandi, svo að fátt eitt sé nefnt.
  • Lugnarek: sigrar og framtíðarvon.

   Gunnar Gudmundsson; Landspítalinn, Læknadeild, Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013)
  • Lungnasýkingar aldraðra : tengsl við sýklun í hálsi [ritstjórnargrein]

   Pálmi V. Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1990-05-15)
   Viðfangsefni læknisfræðinnar breytast hratt. Stórir sigrar á mörgum sviðum hennar hafa leitt til þess að aldraðir er sá hópur í þjóðfélaginu sem nú vex hraðast og þeim sem eldri eru en 85 ára fjölgar mest allra. Algengi langvinnra sjúkdóma og færnitap eykst þó því miður verulega með vaxandi aldri og allt að fjörtíu af hundraði hinna elstu lifa við skerta hæfni til athafna daglegs lífs. Það er kaldhæðnislegt að einum af merkustu áföngum nútíma læknisfræði, það er að segja lengdum ævilíkum, er oft fremur formælt sem vaxandi vanda í heilbrigðiskerfinu en fagnað sem sigri yfir ótímabærum dauða yngra fólks. Flókið samspil aldurs- og sjúkdómstengdra breytinga veldur því að gamlir sjúkdómskunningjar birtast í nýjum myndum. Eðlileg viðbrögð við hinum nýja veruleika læknisfræðinnar er að auka klínískar- og grunnrannsóknir meðal aldraða. Það er því fagnaðarefni að sjá grein Sigurlaugar Sveinbjörnsdóttur og félaga í þessu hefti Læknablaðsins sem fjallar um sýklun í hálsi aldraðra (1).
  • Lungun og loftgæðin

   Dóra Lúðvíksdóttir; Landspítala Fossvogi (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-02)
  • Lyfjaávísanir í réttum höndum?

   Hulda Hjartardóttir; Landspítali (2012-05)