• Læknablaðið 100 ára

   Engilbert Sigurðsson; Læknadeild Háskóli Íslands, Geðsvið Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-01)
  • Læknablaðið 100 ára.

   Engilbert Sigurðsson; Læknadeild Háskóla Íslands‚ geðsvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014)
  • Læknablaðið 75 ára [ritstjórnargrein]

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1989)
   Með útgáfu þessa tölublaðs hefst sjötugasti og fimmti árgangur blaðsins. Hér verður fjallað stuttlega um síðustu 15 árin í sögu blaðsins og er vísað í Læknablaðsannál Magnúsar Ólafssonar í tilefni af 50 ára afmælinu (1965; 50: 9-12) og ritstjórnargrein í tilefni sextugsafmælisins (1974; 60:156-8), samanber og Fréttabréf lækna 1985; 3: 2. Lengst af voru ritstjórar þrír og þá oftast einn aðalritstjóri, en frá 1965 voru þeir fimm. Árið 1972 var brugðið á það ráð að fækka ritstjórum í tvo og skyldi annar sjá um félagslegt efni, en hinn um fræðilegt efni. Haustið 1976 hóf Sigurjón Jóhannsson blaðamaður störf hjá blaðinu. Markar það tímamót, að blaðið fékk þá í fyrsta sinn launaðan starfsmann. Tveimur árum síðar tók Johannes Tómasson við af Sigurjóni, fyrst í hlutastarfi en frá 1983 í fullu starfi. Sáust þess fljótlega merki, að ritstjórn hafði verið efld: Fyrsta fylgirit Læknablaðsins (um siðamál lækna) kom út 1977 og alls eru þau orðin nítján. Handbók lækna kom út 1981, 1983 og 1984 og hafa bar verið birt ýmis lög og reglur er varða lækna. Þá vitnar það og um aukna starfsemi að frá ársbyrjun 1980 hefir faglegur hluti Læknablaðsins komið út tíu sinnum á ári, 15. hvers mánaðar, og blaðsíðufjöldi hefir aukist úr 200 til 280 í um 420 síður.
  • Læknablaðið á netinu [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson; Védís Skarphéðinsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-02-01)
   Læknablaðið hefur vaxið, eflst og dafnað að visku, þroska og getu einsog vera ber á þeim 90 árum sem það hefur verið gefið út. Þessi aldur er sannarlega virðulegur en blaðið hefur líka kappkostað að fylgja tíðarandanum hverju sinni og árið 2004 er blaðið sterkur fjölmiðill sem dagblöð og ljósvakafjölmiðlar vitna til, einkum hvað varðar nýjar íslenskar rannsóknir og fræðilegt efni. Þar eru meðal annars til umfjöllunar sjúkdómar sem áður voru taldir afar sjaldgæfir en sem nú er hægt að meðhöndla á nýjan og árangursríkan hátt, og er hér í þessu tilviki átt við lungnaslagæðaháþrýsting. Nýgengi sjúkdómsins er mjög lágt, um eitt til tvö tilfelli á milljón íbúa á ári, en í síðasta tölublaði Læknablaðsins á árinu 2003 var sagt frá þremur mjög nýlegum tilfellum sjúkdómsins á Íslandi. Skýringanna getur verið að leita í meiri þekkingu lækna, betri greiningartækni og nýjum meðferðarúrræðum, og eru þetta ánægjulegar fréttir þótt sumir myndu kalla þetta sjúkdómsvæðingu. Útgáfa Læknablaðsins á netinu www.laeknabladid.is er um það bil tveggja ára um þessar mundir.
  • Læknablaðið á nýju ári [ritstjórnargrein]

   Jóhannes Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-01-01)
   Þegar þetta er ritað er um það bil eitt ár liðið frá skipun nýrrar ritstjórnar Læknablaðsins. Ritstjórnin hefur eytt umtalsverðum tíma í að skilgreina og skrásetja sem flesta þætti er lúta að starfsemi blaðsins. Afrakstur þessarar vinnu verða nokkur skjöl sem prentuð verða í blaðinu og/eða birt á vefsíðu þess, sum einu sinni, önnur með vissu millibili. Skjöl þessi fjalla um verklag ritstjórnar, innri vinnureglur, skilgreiningu og dreifingu ábyrgðar o. fl. Enn fremur verður skerpt á flokkun innsends efnis, lengd þess o.s.frv. Sömuleiðis verður fjallað um aðferðafræði ritrýni, skyldur ritstjórnar gagnvart ritrýnum og vinnulag ritrýna sjálfra. Fyrsta skjalið fjallar um ritstjórn og annað starfsfólk Læknablaðsins, í reynd vinnureglur þessa hóps, og birtist á bls. 68 í þessu tölublaði. Ekki er ætlunin að birta þessar tilteknu vinnureglur nema í þetta skipti enda eru þær vinna einnar ritstjórnar og óvíst að hin næsta kjósi sér sama vinnulag.
  • Læknablaðið í nútíð og framtíð: öflugt fræðirit fagfélags

   Magnús Gottfreðsson; Landspítala og Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2020-12)
  • Læknablaðið nírætt [ritstjórnargrein]

   Þórður Harðarson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-01-01)
   "Nei, - við skrifum á íslensku á þessu blaði," sagði Örn Bjarnason ritstjóri Læknablaðsins við leiðarahöfund vordag nokkurn árið 1978. Spurningin snerist um það, hvort ekki væri syndlaust að nota latneskar sjúkdómsgreiningar og líffræðileg kennileiti, þótt enskuslettur hefðu verið gerðar útlægar af síðum Læknablaðsins. Mér varð þá ljós metnaður ritstjórans, sem var ekkert smávaxnari en sá að skapa og endurnýja íslenskt fagmál í læknisfræði. Læknablaðið varð á næstu árum höfuðvettvangur þessa metnaðarmáls, þótt stórsigrar ynnust einnig annars staðar, og má vitna til Íðorðasafnsins.
  • Læknablaðið – frá læknum til lækna [ritstjórnargrein]

   Hannes Petersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-03-01)
   Læknablaðið hefur nú verið gefið út með því sniði sem lesendur blaðsins þekkja það í dag frá ársbyrjun 2000. Nýju útliti blaðsins fylgdu ekki róttækar breytingar á innihaldi þess, sem enn má skipta í þrjá megin hluta, en það er efni fræðilegs eðlis, almennt efni er snýr að læknum og auglýsingar. Þegar skoðuð eru hlutföll þessara efnisþátta Læknablaðsins síðastliðin tvö ár kemur í ljós að fræðigreinarnar taka yfir tæplega helming blaðsíðufjöldans (44% árgangs 2000; 40% árgangs 2001), en auglýsingar nánast nákvæmlega sama hlutfall (27%) blaðsíðufjöldans í hvorum árgangi um sig. Af þessu má sjá, sem og staðfestist ef litið er til fyrri árganga, að hluti efnis er kalla má almenns eðlis fer hægt vaxandi og er það í takt við það sem hefur verið að gerast hjá læknablöðunum á hinum Norðurlöndunum. Hver og einn þessara megin efnishluta er mikilvægur og ekki hægt að segja að einn sé mikilvægari en annar. Auglýsingarnar tryggja að vissu marki fjármagn til útgáfu blaðsins, þar sem áskriftargjöld hrökkva skammt til en almenni hlutinn kemur á framfæri við lækna ýmsum mikilvægum upplýsingum og fréttum er snúa að lífi og starfi þeirra. Fræðilegi hlutinn er ef til vill sá hluti blaðsins sem er hvað mikilvægastur og gerir blaðið áhugavert, ekki bara fyrir lækna heldur einnig fyrir almenning sem fengið hefur nasasjón af þessum efnishluta í fjölmiðlum en sú umfjöllun hefur farið vaxandi síðustu árin.
  • Læknadagar - fyrir hverja? [ritstjórnargrein]

   Arnór Víkingsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-12-01)
   Enn á ný er kominn desember. Jól og áramót framundan en undanfarin ár hefur þessi tími ársins einnig markað önnur tímamót í mínum huga: Undanfari Læknadaga. Nú veit ég að fáir aðrir hugsa á þessum nótum í desember og er það gott og rétt. Samt vona ég að allmargir læknar muni eyða nokkrum mínútum í jólamánuðinum til að hugleiða ofangreindan titil: Fyrir hverja eru Læknadagar? Fræðsla og menntun eru þættir svo samofnir læknisstarfinu að flestum kollegum þykir óhugsandi annað en að vera síleitandi að nýrri þekkingu. Ég fullyrði að sú virðing sem almennt er borin fyrir læknum í samfélaginu er ekki síst tilkomin vegna þeirrar löngunar flestra lækna að reyna ætíð að veita skjólstæðingum sínum þá bestu mögulegu læknisþjónustu sem þekking hvers tíma býður upp á. Sú árþúsunda þróun fræðslustarfsemi lækna sem kannski hófst með Hippókratesi 400 árum fyrir Kristsburð og lifir enn dágóðu lífi er mögnuð og ótrúleg saga og til þess fallin að gera mann hreykinn af því að tilheyra þessari stétt fræðara. Manni finnst á stundum að þessi þörf lækna til að fræðast og miðla þekkingu sinni til annarra hljóti að vera greypt í einhver "fræðslugen" sem hafi þróast á þessu tímabili. Engu að síður hefur ýmsum samtökum lækna þótt tilhlýðilegt að setja þetta augljósa mikilvægi fræðslustarfsemi í lög og reglur. Til dæmis segir í Codex Ethicus, 3. gr: "Læknir skal líta á fræðslustarf sem ljúfa og sjálfsagða skyldu." og í lögum Læknafélags Íslands er einn megintilgangur félagsins sagður vera að "stuðla að aukinni menntun lækna" meðal annars með Fræðslustofnun lækna sem skal "styrkja símenntun og fræðslustarf lækna".
  • Læknadagar 2009 [ritstjórnargrein]

   Arna Guðmundsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-01-01)
   Nú líður að Læknadögum 2009 og birtist dagskráin í heild sinni í þessu tölublaði Læknablaðsins. Þetta er í 14. sinn sem þingið er haldið og langar mig til að nota þetta tækifæri og auglýsa eftir góðri enskri þýðingu á orðinu Læknadagar. Hér verður farið stuttlega yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið milli ára og hvað er í sjónmáli. Fyrst ber að nefna breyttan þingstað. Eins og menn muna voru Læknadagar haldnir á Radisson SAS hóteli í janúar 2008. Þar sáu ráðstefnugestir illa á skjái í fyrirlestrasölum og sýningarsvæði þótti dimmt og úr alfaraleið. Nú verður snúið aftur á Hilton Reykjavík Nordica hótel þó að á því húsnæði séu ýmsir vankantar. Undirbúningsnefndin hafði hlakkað mikið til að slá um sig í nýju Tónlistar- og ráðstefnuhúsi árið 2010 en verður líklegast að bíða aðeins lengur eftir þeirri ánægju, af augljósum ástæðum.
  • Læknafélag Íslands 75 ára [ritstjórnargrein]

   Sverrir Bergmann (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1993-01-01)
   Þann 14. janúar á þessu ári eru liðin 75 ár frá stofnun Læknafélags Íslands. Stjórn félagsins þykir viðeigandi að minnast þessara tímamóta í sögu félagsins með ýmsum hætti. Dagskrá afmælisársins hefst með árshátíð félagsins þann 16. janúar. Vikan 13.-18. September á hausti komanda má kallast afmælisvika Læknafélags Íslands og vonandi geta sem flestir læknar tekið þátt í því sem þar verður boðið upp á. Í vikunni verður tveggja daga fræðslunámskeið, vísindadagur opinn öllum íslenskum læknum og fyrirlestrar boðsgesta. Sérstök afmælisdagskrá verður einn dag vikunnar og í tengslum við aðalfund Læknafélags Íslands verða tvö málþing, annað um siðfræði og hitt um fræðslu- og útgáfustarf læknafélaganna.
  • Læknafélag Íslands fagfélag og stéttarfélag. Kjarabarátta lækna í 90 ár [ritstjórnargrein]

   Birna Jónsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-09-01)
   Læknafélag Íslands hefur í 90 ár verið bæði fagfélag og stéttarfélag. Háleit og metnaðarfull siðferðileg markmið setjum við okkur með eigin siðareglum og læknaeiðnum og þetta eigum við sameiginlegt með alþjóðasamfélagi lækna. Menntun lækna sem annar hornsteinn félagsins hefur bæði farveg gegnum Fræðslustofnun á Læknadögum og á síðum Læknablaðsins. Kjarasamningsgerð sem er meginþáttur í starfi stéttarfélagsins er skipt milli LÍ og Læknafélags Reykjavíkur.
  • Læknafélag Íslands – til móts við nýtt ár

   Reynir Arngrímsson; Erfðalæknir og formaður Læknafélags Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-01)
  • Læknafélag Reykjavíkur 90 ára

   Ólafur Þór Ævarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-10-01)
   í haust, nánar tiltekið þann 18. október verður Læknafélag Reykjavíkur (LR) 90 ára. Þessara tímamóta verður minnst með ýmsum hætti. í fyrsta lagi verður hátíðardagskrá í nóvember þar sem læknar sýna aðra listræna hæfileika sína en læknislistina. í öðru lagi hefur Arni Björnsson læknir verið fenginn til að skrifa ágrip af sögu félagsins hér í blaðið. I þriðja lagi verður almenningi boðið til fræðslufyrirlestra lækna um heilsufarsvandamál í lok tuttugustu aldar. Á þeim 90 árum sem félagið hefur starfað hefur starfsvettvangur og aðstaða lækna breyst mikið. En baráttumál LR hafa mikið til verið þau sömu, það er að sameina lækna um áhuga og hagsmunamál stéttarinnar og vinna að stefnumótun í heilbrigðismálum. Eftir að Læknafélag Íslands (LÍ) var stofnað hefur saga félaganna ofist saman og samvinna milli þeirra verið mikil með verkaskiptum sem tekið hafa breytingum í tímanna rás. Hér á eftir fer frásögn af starfsemi félagsins til kynningar á skipulagi þess og til fróðleiks um helstu verkefni sem félagsmenn starfa að í dag.
  • Læknamistök nei takk - sjúklingaöryggi já takk [ritstjórnargrein]

   Hannes Petersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-06-01)
   Merk tímamót eru í uppsiglingu í flugsögunni en í desember næstkomandi eru 100 ár liðin frá flugi Wright bræðra. www.firstflightcentennial.org Tólf sekúndna flug þeirra bræðra breytti heiminum og markar upphaf flugreksturs samtímans, reksturs sem fyrst og fremst gengur út á að þjóna almenningi þannig að fólk komist fljótt og örugglega milli staða hvar sem er á jörðinni. Ef vel er að gáð má greinilega sjá hliðstæður í þróun flugs og læknisfræði á þessum 100 árum. Í upphafi voru skrefin stigin af fáum og framgangurinn oftast markaður sigrum er féllu í skaut ákveðnum einstaklingum, á þeim tíma flugmannanna og læknanna. Það var ekki undarlegt því undirbúningurinn, áræðnin og niðurstaðan var algerlega þeirra. Flug á þessum upphafsárum taldist til merkisatburða og á hverjum nýjum brottfarar- og lendingarstað þyrptist að fólk og veislur voru haldnar. Sama gilti um læknisaðgerðir og má til gamans má rifja upp að á Héraðshælinu á Blönduósi var hefð fyrir því að flagga í hvert sinn sem botnlangi var tekin og að kveldi aðgerðardags gæddu skurðlæknirinn og aðstoðarmaður hans, sem sá um svæfinguna og gjarnan var laghentur maður úr plássinu, sér á tertu og tendruðu andann með tári af brenndu víni. Því miður er ekki flaggað fyrir aðgerðum í dag, nema ef vera skyldi í hálfa stöng.
  • Læknar og lyf [ritstjórnargrein]

   Magnús Jóhannsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-04-01)
   Læknar eru nær einráðir um það hvort lyf eru notuð í hverju sjúkdómstilviki fyrir sig og þá hvaða lyf eru notuð. Þessu fylgir mikil ábyrgð gagnvart sjúklingnum sem á rétt á góðri meðferð og samfélaginu sem þarf oft að greiða hluta kostnaðarins. Til þess að geta sinnt þessu hlutverki sem best er mikilvægt að læknar hafi mjög greiðan aðgang að vönduðum og hlutlausum upplýsingum um lyf. Slíkar upplýsingar veita lyfjaframleiðendur því miður ekki heldur eru þær oft villandi og stundum beinlínis rangar. Sem dæmi um þetta má nefna að Lyfjastofnun, en lyfjaauglýsingar heyra undir hana, bárust um 50 kvartanir vegna lyfjaauglýsinga eða kynninga á síðasta ári. Flestar þessara kvartana eru frá samkeppnisaðilum, sumar frá læknum og aðrar verða til innan Lyfjastofnunar við lestur auglýsinga. Í langflestum tilvikum leiðir athugun til þess að gerðar eru athugasemdir við viðkomandi auglýsingu, hún bönnuð eða auglýsanda jafnvel gert að senda frá sér leiðréttingu. Tekið skal fram að lyfjaframleiðendur eru mjög misheiðarlegir að þessu leyti. Upplýsingar frá lyfjaframleiðendum á öðru formi, til dæmis í fréttabréfum, bæklingum og á netinu eru ekki betri. Í allar þessar auglýsingar og kynningar er eytt ótrúlega miklum fjármunum og samkvæmt opinberum tölum er um að ræða um 20% af veltu fyrirtækjanna að meðaltali, en kunnugir segja að ef allt er talið sé þetta hlutfall mun hærra hjá sumum fyrirtækjum, eða á bilinu 30-40%. Opinberir aðilar, sem hér á landi eru einkum Lyfjastofnun og Landlæknisembættið, geta auðvitað seint keppt við þetta mikla fjármagn en eru af veikum mætti að stunda ýmiss konar upplýsingagjöf og leiðbeiningar til lækna.
  • Læknar og nýr spítali [ritstjórnargrein]

   Kristján Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-04-01)
   Hlutirnir gerast hratt þessar vikurnar. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 18. janúar síðastliðnum setti allt af stað. Forvali hönnuða sem bjóða í skipulagningu spítalasvæðisins lýkur í apríl og tillögur þeirra sem til greina koma eiga að liggja fyrir í haust. Á heimasíðu Landspítala má líta margvísleg gögn sem skýra framvinduna, meðal annars fyrri ákvarðanir framtíðarnefndar og forsendur fyrir staðarvali. Þó hratt gangi þessa stundina er ráðgert að undirbúningur byggingar nýs spítala taki nokkur ár.
  • Læknaskóli í 140 ár

   Magnús Karl Magnússon,; Læknadeild Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016-12-02)
  • Læknirinn sem vísindamaður : rannsóknarþjálfun læknanema og lækna [ritstjórnargrein]

   Helga Ögmundsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-04)
   Fyrsta doktorsgráðan frá læknadeild Háskóla Íslands var veitt 1933 en formlegt doktorsnám hófst við deildina árið 1995. Doktorsvarnir hafa verið fimm til sjö talsins á ári síðastliðin fimm ár. Hafa ber í huga að læknar eru aðeins fimmtungur af um það bil 60 doktorsnemum við læknadeild. Fyrir fáeinum árum tóku unglæknar að innritast í meistaranám við læknadeild. Þetta virðist hafa verið bylgja sem reis og féll svo aftur, því að enginn unglæknir innritaðist síðastliðið ár. Vert væri að leita skýringa á þessu áhugaleysi nú.
  • Læknisfræði er bæði vísindi og menning

   Charlotte Haug (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-02)