• Miklar kröfur gerðar til lækna

   Reynir Arngrímsson; pPrófessor í klínískri erfðafræði/ erfðalæknisfræði, Háskóla Íslands. formaður læknaráðs Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-07-06)
  • Mislingar - á hverfanda hveli?

   Sigurður Guðmundsson; Lyflækningasvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-04)
  • Mislingar á Íslandi árið 2019, viðbrögð og lærdómur

   Sigríður Dóra Magnúsdóttir; Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-04)
  • Misnotkun lækna og lyfja [ritstjórnargrein]

   Einar Rúnar Axelsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-09-01)
   Síðastliðið vor komu upp umræður um morfínmisnotkun, dauðsföll af hennar völdum, lækna sem ávísa þessum lyfjum til fíkla, lyfjafalsanir fíkla, sölu þessara lyfja á götunni, viðhaldsmeðferð ópíumfíkla og fleira sem snýr að þessum málaflokki. Mörgum þótti umræðan löngu tímabær og þörf þó svo að allir hafi ekki verið sammála. Óþarfi hafi verið að ræða þetta í fjölmiðlum og á jafn opinskáan hátt og gert var. Sumum læknum hefur ef til vill þótt vegið að heiðri stéttarinnar en langtum fleirum tel ég þó að hafi þótt þetta þörf umræða og orðið til að vekja menn til umhugsunar um allar lyfjaútskriftir
  • Misskipt er manna láni [ritstjórnargrein]

   Engilbert Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-09-01)
   Hannes Pétursson skáld lýsir listilega lífi sveitunga í Skagafirði á 18. og 19. öld í heimildarþáttum með ofangreindu heiti sem komu út fyrir aldarfjórðungi. Þar stíga m.a. fram á sviðið gleðigjarnir og stífsinna karlar, kvennahrókar og skapvargar. Einnig koma við sögu barnlausar heljarkonur, sem „engir þorðu að rjála við með ellefta fingri“. Alnafni skáldsins, geðlæknir, prófessor og Skagfirðingur, hefur á sama aldarfjórðungi unnið að rannsóknum á erfðafræði geðklofa, framan af í samstarfi við breska lækna, en í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu (ÍE) frá árinu 1996. Hreinn Stefánsson lífefnafræðingur hjá ÍE hefur verið lykilmaður í þessum rannsóknum frá upphafi samvinnunnar. Tímamót urðu í geðklofarannsóknum árið 2002 þegar þrír rannsóknahópar birtu greinar um tengsl fjögurra gena við geðklofasjúkdóm og voru niðurstöður rannsókna hér á landi staðfestar í skosku þýði ári síðar. Þau gen höfðu þó öll fremur lágt áhættuhlutfall. Stærri rannsóknir á síðustu árum hafa ekki stutt að þessi gen gegni lykilhlutverki hjá þorra sjúklinga í því einkennasafni sem við köllum enn geðklofa. Frá árinu 2002 hefur alþjóðleg samvinna á þessu sviði aukist hratt. Hleypur fjöldi sjúklinga í rannsóknum ÍE á geðklofa nú orðið á þúsundum frá mörgum löndum í stað hundraða árið 2002, auk þess sem fjöldi og fjölbreytileiki einstaklinga í samanburðarhópum hefur aukist.
  • Mönnun í lækningum á Íslandi [ritstjórnargrein]

   María Heimisdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-10-01)
   Í þessu tölublaði birtist grein þeirra Tómasar Guðbjartssonar, Höllu Viðarsdóttur og Sveins Magnússonar um framboð á skurðlæknum á Íslandi næstu áratugi. Það er ánægjulegt að sjá slíka umfjöllun í Læknablaðinu og vonandi sýna fleiri málefninu áhuga. Síðustu fimm ár hefur undirrituð verið fulltrúi Læknafélags Íslands í sameiginlegum starfshópi norrænu læknafélaganna um framboð og eftirspurn eftir sérfræðilæknum á Norðurlöndum (Samnordisk arbetsgrupp for prognos- och specialistutbildning, SNAPS). Þessi hópur hefur þróað einfalda aðferðafræði við að meta framboð og eftirspurn eftir sérfræðilæknum og hafa niðurstöður þess mats verið gefnar út reglulega. Tómas og félagar byggja á svipaðri nálgun. Þó svo SNAPS-aðferðin sé einföld, þjónar hún sem ákveðinn grunnur slíkra rannsókna og skapar möguleika til að bera saman niðurstöður ólíkra hópa. Líkan SNAPS nýtir upplýsingar um fjölda útskrifaðra lækna, hlutfall lækna sem snúa heim að loknu námi, auk lýðfræðilegra gagna um lækna, til að meta framboð næstu 20-25 ár. Spá um eftirspurn byggist á núverandi eftirspurn sem er framreiknuð með mannfjöldaspá eða efnahagsspá. Líkanið tekur ekki tillit til aldurs- og sjúkdómadreifingar þjóða né ýmissa annarra þátta sem áhrif hafa á eftirspurn.
  • Nauðsyn grundvallarbreytinga á íslensku heilbrigðiskerfi

   Birgir Jakobsson; Landlæknisembættið (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-04)
  • Nauðsyn slysavarna [ritstjórnargrein]

   Árni Gunnarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-11-01)
   Líklegt má telja, að höfundi þessa leiðara hafi verið ætlað það hlutverk að draga ályktanir af meginniðurstöðu könnunar þeirra Hólmfríðar Gunnarsdóttur og Vilhjálms Rafnssonar á dauðaslysum á sjó (drukknanir sjómanna) á árabilinu 1966 til 1986. Könnunin/rannsóknin birtist í þessu blaði og þar segir meðal annars orðrétt: »Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þrátt fyrir átak í slysavörnum hefur dauðaslysum á sjó, þar á meðal drukknunum, ekki fækkað svo óyggjandi sé.« Þessi staðhæfing hlýtur að valda starfsmönnum Slysavarnafélags Íslands og slysavarnafólki öllu talsverðu hugarangri. Getur verið, að 60 ára barátta fyrir bættum slysavörnum hafi ekki borið árangur? Það er ekki viðunandi að draga slíka ályktun, en niðurstaðan vekur hins vegar fjölmargar spurningar. Það má til dæmis velta því fyrir sér hvort ný tækni, öflugri vélar, auknar kröfur um afköst, gífurlegt vinnuálag og núverandi fiskveiðistefna hafi aukið hættu á slysum. Eða getur verið, að nauðsynlegar slysavarnir hafi að einhverju leyti setið á hakanum af því að þær kosta peninga? Eru slysin kannski fórnarkostnaður kröfunnar um aukna þjóðarframleiðslu og meiri þjóðartekjur?
  • Nálarstungur úr launsátri - um öryggi starfsmanna á sjúkrahúsum

   Magnús Gottfreðsson; Landspítali Hringbraut (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-12)
  • Náttúrulegur gangur krabbameina og sjúkdómsvæðingin [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-06-01)
   Aukinni þekkingu er vandstýrt og eru mörg dæmi þess. Þau nærtækustu eru ef til vill úr eðlisfræðinni og verður ofarlega í huga notkun kjarnorkunnar, einkum þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hírósíma og Nagasaki í Japan í lok síðustu heimstyrjaldar. Meðal eðlisfræðinga sem og annarra er enn deilt um hvort að í því ferli þegar kjarnorkan var beisluð og notuð í hernaði hafi siðvitið beðið lægri hlut fyrir bók- og verkviti. Stefán Hjörleifsson skrifaði leiðara í síðasta Læknablað og gerir að umræðuefni skyldu lækna og nauðsyn þess að læknisfræðilegri þekkingu sé ætíð beitt til góðs og bendir á að tal um sjúkdómsvæðingu sé þörf áminning um að varast beri oflækningar (1) og hér með er þakkað fyrir þá brýningu.
  • Níutíu ár og svo fljótlega eitt hundrað [ritstjórnargrein]

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-01-01)
   Með útkomu þessa tölublaðs Læknablaðsins hefst nítugasti árgangurinn. Verðugt er að minnast þessa. Jafnframt ber að hafa í huga, að í vetrarbyrjun verður öld liðin frá því, að Guðmundur Hannesson hætti útgáfu læknablaðs síns, sem hann hafði haldið úti í rúm þrjú ár. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun hans var sú, að kollegar hans höfðu sýnt heldur lítinn áhuga þessu frábæra framtaki hans. Eins og hans var von og vísa, stóð Guðmundur hins vegar við það fyrirheit, að Akureyrarútgáfan yrði "fyrirrennari annars betra Læknablaðs" (Læknablaðið 1904; 3. árg. 12. blað, október).
  • Nota læknar heilbrigða skynsemi við sárameðferð [ritstjórnargrein]

   Árni Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-10-15)
   Vitur maður útlenskur hefur einhvers staðar sagt: »common sense is very uncommon« og sér þess víða stað. Hugtakið »common sense« hefur verið þýtt á íslensku sem heilbrigð skynsemi og án þess að viðurkenna, að það sem er »common« þurfi endilega að vera heilbrigt, þá mun ég nota íslensku þýðinguna í því sem hér fer á eftir. Einhver annar útlenskur maður eða ef til vill sá sami, hefur sagt að menntun og þó sérstaklega þröng sérfræðimenntun rugli öðru fremur þann þátt í mannlegu eðli sem menn kalla heilbrigða skynsemi. Það hefur hvarflað að mér, einkum upp á síðkastið, hvort þessi þróun sé ekki að verða í íslenskri læknastétt, en að loknu embættisprófi vita menn nær allt um sjaldgæfa sjúkdóma, djúphugsuð grunnvísindi og flóknar rannsóknir, en þau atriði í læknisfræðinni sem algeng eru og hægt er að leysa með heilbrigðri skynsemi virðast þvælast fyrir mönnum í fræðaþokunni. Sáralækningar eru fyrsta og enn í dag eitt algengasta viðfangsefni lækna. Samt er það svo, að þetta algenga viðfangsefni bögglast jafn mikið fyrir brjóstinu á læknum í dag og kannski ennþá meir en á dögum Hippokratesar heitins.
  • Notkun lyfja, fæðubótarefna og náttúruvara á meðgöngu

   Unnur Sverrisdóttir; Freyja Jónsdóttir; Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir; Hildur Harðardóttir; Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir; 1) Lyfjafræðideild Háskóla Íslands 2) Lyfjafræðideild Háskóla Íslands‚ Sjúkrahúsapótek Landspítala 3) Lyfjafræðideild Háskóla Íslands‚ Sjúkrahúsapótek Landspítala 4) Kvennadeild Landspítala‚ læknadeild Háskóla Íslands 5) læknadeild Háskóla Íslands‚ Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-01)
   Inngangur: Lyfjanotkun á meðgöngu er talin algeng og oft nauðsynleg, þrátt fyrir að skortur sé á rannsóknum og gagnreyndum upplýsingum um notkun lyfja á meðgöngu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lyfjanotkun þungaðra kvenna fyrstu 20 vikur meðgöngu. Einnig að kanna notkun vítamína, steinefna, fitusýra og náttúruvara. Viðhorf kvenna til slíkrar notkunar á meðgöngu var einnig kannað ásamt upplýsingaöflun þeirra. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framkvæmd á fósturgreiningardeild Landspítala á tímabilinu janúar til apríl 2017. Konum sem mættu í 20 vikna ómskoðun var boðin þátttaka og spurningalisti þá lagður fyrir konurnar í kjölfar skoðunar. Niðurstöður: Af 213 þátttakendum notuðu 90% lyf einhvern tíma á fyrstu 20 vikum meðgöngu. Um 80% lyfjanna falla í FASS-öryggisflokka A og B og samkvæmt því talið óhætt að nota þau á meðgöngu. Aðeins 14% kvennanna notaði ekki fólínsýru fyrstu 12 vikurnar og voru tengsl við ungan aldur (p=0,019) og búsetu utan höfuðborgarsvæðisins (p=0,03). Hlutfall kvenna sem notuðu náttúruvörur var 14% en upplýsingar skortir um notkun þeirra á meðgöngu. Mikill meirihluti kvennanna (81%) taldi sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar þegar lyfi var ávísað og 94% þeirra taldi sig hafa aðgengi að fullnægjandi upplýsingum um lyf á meðgöngu. Algengast var að leita á netið (51%) eða til ljósmóður (44%). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að algengt er að konur taki lyf og fæðubótarefni á meðgöngu. Notkun flestra lyfjanna telst örugg á meðgöngu. Meirihluti barnshafandi kvenna tekur fólínsýru. Barnshafandi konur hafa rökrétt og allajafna jákvætt viðhorf til lyfjanotkunar á meðgöngu.
  • Notkun metýlfenídats fyrir börn með ofvirkni [ritstjórnargrein]

   Lauth, Bertrand (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-12-01)
   þessu tölublaði Læknablaðsins birtist áhugaverð grein um þróun notkunar metýlfenídats fyrir börn með ADHD á Íslandi á tímabilinu 1989-2006. Höfundar koma einnig að niðurstöðum rannsakenda í öðrum löndum. Þessi grein er þarft innlegg í umræðu sem er einatt lituð tilfinningum og áberandi fyrirsögnum. Hinn 13. nóvember sl. birti dagblaðið 24 stundir til að mynda forsíðufrétt með áberandi fyrirsögn: "Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa". Blaðið fjallar þar um niðurstöður bandarískrar langtímarannsóknar á meðferð athyglisbrests með ofvirkni eftir að breska ríkissjónvarpið BBC hafði frumsýnt heimildarmynd um rannsóknina daginn áður. Þessi þekkta langtíma rannsókn sem vísað var til ber vinnuheitið MTA (The Multimodal Treatment Study of Children with ADHD) og hófst árið 1999. Niðurstöður hennar hafa haft mikil áhrif á barnageðlækna víða um heim. Yfir 600 börnum hefur verið fylgt eftir til lengri tíma en almennt tíðkast og áhrif lyfjameðferðar hafa verið borin saman við áhrif atferlismeðferðar og annarra úrræða eins og foreldrafræðslu, stuðnings og ráðgjafar í skóla. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar víða um heim og þar til nú hafa allir höfundar verið sammála um það að lyfjameðferð með örvandi lyfjum hafa borið árangur til lengri tíma og sé einnig örugg fyrir börn.
  • Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2019 – Súrefnisskynjun frumunnar

   Magnús K. Magnússon; Læknadeild Háskóla Íslands og Íslenskri erfðagreiningu (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-11)
  • Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir uppgötvun lifrarbólguveiru C

   Sigurður Ólafsson; Landspítala og Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2020-11)
  • Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir uppgötvun nýrra sýklalyfja

   Magnús Gottfreðsson; Lyflækningasvið Landspítali, Læknadeild Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-11)
  • Nóbelsverðlaunin í læknavísindum í ár endurspegla mikilvægi sorphirðu og endurvinnslu

   Margrét Helga Ögmundsdóttir; Læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016-11-03)
  • Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2018 – bylting í meðferð krabbameina

   Örvar Gunnarsson; Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-11)
  • Nútímavæðing á niðurskurðartímum – opnun bráðageðdeildar við Hringbraut.

   Halldóra Jónsdóttir; Geðsvið, Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013)