• Sjúkdómsgreining fyrr og nú : tímalaus læknislist í stöðugri framþróun [ritstjórnargrein]

   Arnór Víkingsson; Department of internal medicine, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. arnor@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-06-01)
   Sú var tíðin að eiginleg læknavísindi og læknislist voru tæpast til. Örlög sjúkra voru á valdi grískra guða þar sem Eskulapíus ríkti með snákastafinn í hendi og naut aðstoðar barna sinna Hýgeu og Panakeu. En grískir læknar með "föður læknisfræðinnar", Hippókrates, í broddi fylkingar breyttu viðhorfinu til sjúkdóma, þeir reyndu að skilja eðli þeirra og lögðu þar með grunninn að síðari tíma lækningahefð. Í stað yfirnáttúrulegra afla leituðu þeir skýringa á vanheilsu í manninum sjálfum. Ójafnvægi í líkamsvessunum, blóði, gulu galli (frá lifur), svörtu galli (frá milta) og slími var talið skýra flesta sjúkdóma. Með eigin skynfæri og hugsun að vopni skráðu grísku læknarnir sjúkrasögu og skoðun af mikilli kostgæfni. Skilningarvitin fimm, snerting, sjón, heyrn, lykt og bragð nýttust til sjúkdómsgreiningar. Yfirbragð sjúklings, útlit húðar eða hárs og mýkt kviðar þótti skipta máli. Ennfremur lyktin af þvagi, saur, svita og andadrætti. Þeir létu einskis ófreistað til að fá sem bestar upplýsingar um ástand hins sjúka, til dæmis "efnagreindu" þeir líkamsvessa með bragðlaukunum. Sætan í þvaginu benti til sykursýki (mellitus = sætur). Eldhugur þessara frumkvöðla var aðdáunarverður.
  • Sjúkleg streita. Ný og mikilvæg sjúkdómsgreining

   Ólafur Þór Ævarsson; Institutet för stressmedicin í Gautaborg og Forvarnir Reykjavík (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016-10)
  • Sjúkraflutningar á Íslandi

   Viðar Magnússon; Bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-03)
  • Skimun á meðgöngu og fósturgreining

   Þóra Steingrímsdóttir; Læknadeild Háskóla Íslands og kvennadeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-06-05)
  • Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson; Sólvangur heilsugæslustöð, University of Iceland (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-04)
   Enginn velkist í vafa um að rannsaka eigi menn með einkenni sem gætu stafað af blöðruhálskirtilskrabbameini. En hvernig á að leiðbeina einkennalausum körlum? Hvorki vísindalegur grunnur né greiningartæki réttlæta skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli.
  • Skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi [ritstjórnargrein]

   Sigurður Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-10-01)
   Mikilvægi þess að geta fækkað dauðsföllum af völdum krabbameina er öllum ljóst. Krabbamein í ristli og endaþarmi valda miklu heilsutjóni og eru þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal Íslendinga og tíðni sjúkdómsins hérlendis fer vaxandi. Nokkrar mjög stórar rannsóknir hafa sýnt óyggjandi að fækka má dauðsföllum af völdum þessara krabbameina um 15-33% með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum. Starfshópur á vegum landlæknis fékk það hlutverk að gera tillögur að leiðbeiningum um skimun fyrir ristilkrabbameini á Íslandi. Leiðbeiningarnar voru birtar sem drög og leitað var eftir ábendingum frá ýmsum fagfélögum. Eftir umfjöllun starfshópsins var ekki talin ástæða til breytinga á leiðbeiningunum og birtast þær í þessu tölublaði Læknablaðsins. Næsta skref er að meta hvort ástæða sé til að mæla með almennri skimun, líkt og við gerum nú í leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi. Í kjölfar leiðbeininganna var ákveðið að stofnuð yrði framkvæmdanefnd sem huga ætti að því hvernig best væri að standa að framkvæmd skimunar. Mjög hefur verið vandað til þessarar vinnu af hálfu starfshópsins en það er síðan framkvæmdanefndar að meta hvort og hvernig framkvæma á fjöldaskimun og gera um það tillögur sem verða unnar í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið.
  • Skimun fyrir lungnakrabbameini [ritstjórnargrein]

   Steinn Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2006-12-01)
   Lungnakrabbamein veldur nú fleiri dauðsföllum en nokkurt annað krabbamein í vestrænum löndum. Á Íslandi hafa undanfarin ár greinst um 125 tilfelli á ári, eða meira en tvö að meðaltali í viku. Árangur af meðferð lungnakrabbameina hefur lítið breyst síðastliðin 30 ár og er 5 ára lifun um 15% með bestu greiningar- og meðferðarúrræðum. Ástæðan fyrir þessum slæma árangri er sú að flest tilfelli, eða um 75%, greinast eftir að sjúkdómurinn er orðinn útbreiddur og ekki er unnt að beita skurðaðgerð (1). Jafnvel þótt sjúkdómurinn greinist á stigum I eða II sem eru skurðtæk samkvæmt núverandi greiningartækni fá 40-60% sjúklinga meinvörp seinna og 5 ára lifun þeirra er því í heild aðeins um 40%. Þetta þýðir að meinvörp hafa verið til staðar í byrjun. Rannsóknir á möguleikum þess að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi, sem gerðar voru á áttunda áratugnum með rönt-genmyndum og frumurannsóknum á hráka, sýndu ekki fram á lækkun á dánartíðni borið saman við venjulegt eftirlit (2). Þessar niðurstöður ollu miklum vonbrigðum og svartsýni varðandi árangur í þessum efnum um langt skeið.
  • Skipulag heilbrigðisþjónustu og nauðungarinnlagnir [ritstjórnargrein]

   Tómas Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1989-11-15)
   Læknum er vandi á höndum er alvarlega veikt fólk vill ekki þiggja meðferð og fortölum verður ekki við komið. Þvingunaaraðgerðir á sjúklingum eru andstæðar siðferðisvitund lækna og virðingu þeirra fyrir sjálfsákvörðunarrétti sjúklinganna. Þær aðstæður geta þó skapast við ákveðna sjúkdóma, að hugsun brenglist svo að fólk verði ófært um að taka raunhæfar ákvarðanir og því orðið nauðsynlegt að taka fram fyrir hendur þess svo að það skaði ekki eigin hagsmuni og heilsu. Til þess að þetta sé hægt án þess að ógna persónufrelsi og réttaröryggi einstaklinganna hafa verið sett sérstök ákvæði í lög um lögræði.
  • Skorið inn að kviku [ritstjórnargrein]

   Gísli G. Auðunsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-11-01)
   Frumvarp til fjárlaga, sem lagt var fram á Alþingi í byrjun október, hefur valdið ótta og reiði í fjölmörgum byggðarlögum landsins. Svo mikilli reiði að þeir sem lengi hafa fylgst með, muna ekki eftir annarri eins mótmælaöldu. Hvað veldur? Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði til flestra sjúkrahúsa á landsbyggðinni og auk þess til framhaldsskólanna. Þarna er komið við kvikuna – alveg inn að kviku. Fólk þolir margvíslegt mótlæti en þegar ýmist á að rústa eða draga allan mátt úr þeim stofnunum sem standa þeim næst, sem veita þeim öryggi, er þeim nóg boðið. Þar liggja mörkin.
  • Skorpulifur, lifrarbólga C og áfengisneysla á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Bjarni Þjóðleifsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-01-01)
   Nýgengi skorpulifrar á Íslandi er hið lægsta sem þekkist meðal vestrænna þjóða. Rannsókn fyrir tímabilið 1950-1990 sýndi að nýgengi var að meðaltali 4,8 tilfelli árlega fyrir 100.000 íbúa (1). Á árunum 1994-2003 var nýgengi 3,4 sem er 4-6 sinnum lægra en hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum (2). Skorpulifur er endastig margra ólíkra sjúkdóma en meðal vestrænna þjóða er alkóhólismi langalgengasta orsökin (50-70%) og næst á eftir kemur lifrarbólga C (8-12%), en ef þessir sjúkdómar fara saman þá margfaldast skaðsemin. Lifrarbólga C er nýr sjúkdómur á Íslandi, mest bundin við fíkniefnaneytendur og alls hafa um 1100 einstaklingar greinst með lifrarbólgu C á Íslandi. Í þessu tölublaði Læknablaðsins er grein um 97 einstaklinga úr þessum hópi sem fóru í lifrarsýnatöku og var könnuð bólguvirkni og bandvefsmyndun og tengsl við klíníska þætti. Um 73% sjúklinga höfðu enga/mjög væga bólgu og 86% voru með enga/mjög væga bandvefsmyndun og einungis fjórir höfðu skorpulifur. Þessi lága tíðni er ekki alveg óvænt þar sem meðgöngutími skorpulifrar er 10-30 ár og flestir höfðu verið sýktir í minna en 10 ár.
  • Skurðlæknafélag Íslands 50 ára [ritstjórnargrein]

   Sigurbjörn Sveinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-05-01)
   Það hefur verið haft á orði, að læknar séu læknum verstir og má vera að eitthvað sé til í því. Það hefur hins vegar fylgt læknum, að þeir hafa kunnað vel að gleðjast saman vegna sigra læknisfræðinnar og fagnað hvers konar framförum við beitingu hugar og handa í þágu sjúklinganna. Og þeim hefur tekist í þessu skyni að standa saman um grundvallargildi læknisstarfsins með siðareglum sínum, kennslu læknisefna og hina fortakslausu kvöð um dreifingu þekkingarinnar. Til þess að ná þessum markmiðum sínum hafa læknar m.a. haft með sér skipulegan félagsskap og er Skurðlæknafélag Íslands dæmi um það
  • Skyndidauði íþróttamanna: er sjúkdómaskimun nauðsynleg? [ritstjórnargrein]

   Ragnar Danielsen; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-02)
  • Sláum vörð um málfrelsið [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-09-01)
   Læknablaðið vekur athygli á málfrelsinu sem einum af hornsteinum mannréttinda. í nágrannalöndum okkar, Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru nýleg dæmi um að vinnuveitendur lækna eða yfirvöld hafi reynt að hefta tjáningarfrelsi lækna sem af ýmsum ástæðum hafa gagnrýnt sparnað í heilbrigðiskerfinu og afleiðingar takmarkaðra fjárveitinga til heilsugæslu og umönnunar sjúklinga og aldraðra. Þó að dæmin séu ljós erlendis um að reynt hafi verið að þagga niður í læknum sem blöskrað hafi niðurskurðurinn gætu tilvikin verið fleiri en þau sem komast í hámæli. Hvernig er þessum málum háttað hér á landi?
  • Smitandi lifrarbólgur á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Haraldur Briem (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1993-08-01)
   Í þessu tölublaði Læknablaðsins birtast greinar um lifrarbólgu A (1) og B (2) á Íslandi. Þetta eru sjúkdómar sem valdið geta langvinnum veikindum og jafnvel dauða. Þá er mikilvægt að greina vegna þess að hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu þeirra og í sumum tilvikum er hægt að lækna viðvarandi lifrarbólgu B. Danski læknirinn Peter Anton Schleisner var trúlega fyrstur manna til að lýsa gulufaraldri á Íslandi sem gekk yfir árin 1837-1838 (3). Síðan var aftur lýst nokkrum slíkum faröldrum í lok síðustu aldar (4). Framan af þessari öld var gula tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda á nánast hverju ári og gekk hún í stórum faröldrum á um það bil 10 ára fresti. Faraldrarnir hurfu upp úr miðri öldinni og eftir það voru einungis fá tilfelli skráð á ári hverju. Þessi sjúkdómur fór ekki fram hjá íslenskum læknum. Guðmundur Hannesson skrifaði um icterus epidemicus árið 1919 (5). Þar segir hann frá gulufaraldri sem kom upp í Reykjavik 1914 og hvernig hans varð vart næstu árin víða á landinu. Lögðust heilu fjölskyldurnar í þessum kvilla. Voru sumir allþungt haldnir, rúmfastir með talsverðan hita í eina til tvær vikur. Guðmundur kvartaði yfir sinnuleysi lækna í »þessum háskólabæ« (Reykjavik) við að rannsaka þennan sjúkdóm enda taldi hann að Íslendingar gættu frætt aðra um sjúkdóminn. Árið eftir lýsti Ingólfur Gíslason, héraðslæknir, gulusótt sem gekk í Vopnafjarðarhéraði 1918 (6). Sennilega var Ingólfur meðal fyrstu manna til að fara nærri um meðgöngutíma sjúkdómsins enda voru skilyrðin í fámennum byggðarlögum landsins ákjósanleg til að fylgjast með gangi hans. Taldi hann meðgöngutímann oftast vera eina til tvær vikur en gæti verið allt að fjórar vikur. Hann veitti því einnig athygli að ung börn og roskið fólk virtust ekki taka sjúkdóminn. Árinu áður en Ingólfur birti athuganir sínar hafði Svíinn Folke Lindstedt, trúlega fyrstur manna, lýst meðgöngutíma sjúkdómsins af nákvæmni og talið hann vera tvær til fjórar vikur og hugsanlega geta verið allt að sex vikur (7).
  • Smitsjúkdómar og sýkingavandamál : hvað er á döfinni? : hvers er að vænta? [ritstjórnargrein]

   Sigurður B. Þorsteinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-01-01)
   Allmörg læknatímarit hafa ákveðið aö helga nokkur eintök á árinu 1996 sama viðfangsefni. Það er við hæfi að sýkingar og sýkingavandamál hafi orðið fyrir valinu til að hleypa þessu samstarfi af stokkunum því að á síðustu árum hefur öllum orðið ljóst að á þessu sviði eru mörg óleyst verkefni bæði gömul og ný. Lyfjaónæmi sýkla er líklega það vandamál sem vekur mestan ugg meðal lækna. Hérlendis hefur mest verið fjallað um penicillin ónæma pneumókokka. Rannsóknir Karls G. Kristinssonar og félaga hafa vakið heimsathygli. Ekki sér fyrir endanlega lausn á þeim vanda en líklegt er þó að lykilinn sé að finna í skynsamlegri notkun sýklalyfja. Það verður eitt af höfuðviðfangsefnum smitsjúkdómalækna og annarra sem málið varða að stuðla að beinskeyttari notkun sýklalyfja bæði innan jafnt sem utan sjúkrahúsa.
  • Sortuæxli og frumubreytingar í blettum : skugginn frá ljósabekknum? [ritstjórnargrein]

   Jón Hjaltalín Ólafsson; Kristín Þórisdóttir; Department of skin and sexually transmitted diseases, Landspitali University Hospital, Þverholti, 105 Reykjavík, Iceland. jonh@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-07-01)
   Greining á blettum (naevus) í húð hefur lengi vafist fyrir læknum og ekki að ástæðulausu. Þótt til séu reglur um hvaða bletti sé eðlilegt að fjarlægja eru frávikin mikil og ekki óalgengt að niðurstöður vefjagreiningar komi lækninum á óvart. Mikilvægi frumubreytinga í blettum (dysplasia, architectural disorder) hefur einnig verið umdeilt þótt nú hafi náðst allgóð sátt um túlkun þeirra. Frumubreytingar gefa til kynna að viðkomandi sé í aukinni hættu á að fá sortuæxli. Ef náin ættmenni hafa einnig frumubreytingar eða hafa haft sortuæxli þarf að hafa gott eftirlit með sjúklingnum. Meginástæða þess að blettur er fjarlægður er grunur um frumubreytingar eða sortuæxli. Fyrir 30 árum voru um 80 af hundraði þeirra sem greindust með ífarandi sortuæxli látnir eftir fimm ár. Í dag er öldin önnur og er nærri lagi að 80 af hundraði lifi að fimm árum liðnum. Ekki er þó öll sagan sögð því fjöldi þeirra sem greinast með sjúkdóminn hefur aukist verulega. Árin 1959-1963 greindust að meðaltali 2,4 á ári með ífarandi sortuæxli en 1998 greindust 30. Dauðsföllum hefur þó ekki fjölgað á sama hátt. Erfitt getur því verið að meta miklvægi þessarar miklu aukningar, meðal annars vegna þess að þykkt æxlanna var ekki metin á sama hátt og nú er gert, en þykktin ákvarðar fyrst og fremst hve alvarlegur sjúkdómurinn er.
  • Spítalinn okkar ALLRA

   Þorkell Sigurlaugsson; Háskólinn í Reykjavík (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-10)
  • Stafrænar hjartalækningar, gervigreind og gildi hluttekningar

   Davíð O. Arnar; Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-04)
  • Starfsendurhæfingarsjóðir og atvinnutengd starfsendurhæfing

   Þorbjörn Jónsson; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-07)
  • Staða Læknablaðsins meðal annarra fjölmiðla [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-06-01)
   Fátt er mönnum jafn mikilvægt og heilsan og því þykja fréttir af nýjum uppgötvunum á sviði læknisfræðinnar spennandi. Almennur áhugi er ríkjandi á niðurstöðum nýrra rannsókna á heilsufari þjóðarinnar eða einstakra hópa hennar, til dæmis ákveðinna sjúklingahópa. Almenningur fær oftast upplýsingar um vísindi og heilbrigðismál í gegnum sjónvarp, útvarp, dagblöð og tímarit, en einnig er rætt um nýjustu fæðuóþolsskýrslurnar á kaffíhúsum, í líkamsræktarstöðvum og reyndar út um allar trissur. Læknablaðið er vísindarit, auk þess að vera félagslegur miðill fyrir lækna og fjalla um heilbrigðismál almennt. Í blaðinu birtast reglulega greinar um læknisfræði. Oftast eru þær byggðar á rannsóknum sem íslenskir læknar hafa framkvæmt á Íslandi, þar sem sjúklingarnir eða viðfangsefnin eru íslensk. Til fræðilegu greinanna eru gerðar sömu kröfur um gæði og framsetningu og hjá viðurkenndum, erlendum vísindatímaritum um læknisfræði, eins og áður hefur verið greint frá (1,2).