• Tækjabúnaður Landspítala: umhyggja – fagmennska – öryggi – framþróun

   Þórunn Jónsdóttir; Landspítali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-09)
  • Tæknifrjóvganir á Íslandi : þróun starfseminnar [ritstjórnargreinar]

   Þórður Óskarsson; Division of Obstetrics and Gynecology, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. thosk@simnet.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-06-01)
   Lög um tæknifrjóvgun öðluðust gildi á Íslandi 1. júní 1996. Þar er tæknifrjóvgun skilgreind sem getnaður er verður í framhaldi af tæknisæðingu eða glasa-frjóvgun. Tæknisæðing er aðgerð þegar sæði er komið fyrir í eða nærri kynfærum konu á annan hátt en með samförum. Glasafrjóvgun er aðgerð þegar eggfruma sem numin hefur verið úr líkama konu er frjóvguð með sæðisfrumu utan líkamans. Reglugerð um framkvæmd laganna var sett 30. september 1997 af heilbrigðisráðherra. Tæknifrjóvgun má eingöngu framkvæma á heilbrigðisstofnun sem fengið hefur til þess leyfi ráðherra og undir eftirliti sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Meðal annarra ákvæða laganna er að konan, sem gengst undir að-gerðina, sé í samvistum við karlmann, í hjúskap eða óvígðri sambúð, sem staðið hafa samfellt í þrjú ár hið skemmsta. Aldur pars skal teljast eðlilegur með tilliti til velferðar barnsins á uppvaxtarárum. Konan skal þó aldrei vera eldri en 45 ára og eiginmaður eða sam-býlismaður að jafnaði ekki eldri en 50 ára þegar settur er upp fósturvísir. Bjóða skal upp á faglega ráðgjöf sérfræðinga, svo sem félagsráðgjafa eða sálfræðinga. Andleg og líkamleg heilsa og félagslegar aðstæður parsins skulu vera góðar. Læknir ákveður hvort tæknifrjóvgun fer fram en synjun má kæra til landlæknis. Gjafakynfrumur eru leyfilegar samkvæmt ákveðnum reglum, en skilyrði er að, að minnsta kosti önnur kynfruman komi frá parinu sjálfu. Þannig er gjöf fósturvísa óheimil sem og staðgöngumæðrun. Geyma má kynfrumur í allt að 10 ár og frysta fósturvísa má geyma í fimm ár. Rannsóknir, tilraunir og aðgerðir á fósturvísum skulu vera óheimilar. Þó skal heimilt að gera rannsóknir á fósturvísum ef þær eru liður í glasafrjóvgunarmeðferð, ef þeim er ætlað að greina arfgenga sjúkdóma í fósturvísunum sjálfum, ef þær miða að framförum í meðferð vegna ófrjósemi eða ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Hámarks leyfilegur ræktunartími fósturvísa utan líkamans er 14 dagar. Óheimilt er að framkvæma einræktun.
  • Tækniþróun og nýjungar í heilbrigðiskerfinu [ritstjórnargrein]

   Reynir Arngrímsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-11-01)
   Vancouverhópurinn er samstarfshópur læknisfræðitímarita sem hefur haft frumkvæði að þemaheftum um málefni sem brenna á læknum og heilbrigðisstofnunum. Læknablaðið hefur tekið þátt í þessu samstarfi frá upphafi og enn er blásið til sóknar. I nóvember eru blöð Vancouverhópsins helguð nýjungum í læknisfræði. Læknablaðið hefur af þessu tilfefni og komandi árþúsundaskiptum ákveðið að fjalla um nýtt svið sem hefur verið að hasla sér völl bæði innan sjúkrastofnana og til hliðar við þær, það er heilbrigðistækni. Heilbrigðistækni sem skilgreina má sem þróun og hagnýtingu nýrrar tækni í læknisfræði hefur verið að ryðja sér til rúms á Islandi svo eftir hefur verið tekið. Mest hefur borið á nýjum fyrirtækjum og frumkvöðlum sem af þrautseigju hafa komið af stað nýrri starfsgrein, en einnig hefur átt sér stað mikið þróunarstarf innan sjúkrastofnana sem hafa verið uppspretta þeirrar grósku sem við erum að sjá. Ljóst er að störf margra Islendinga geta, ef vel er á haldið, byggst á þróunarstarfi þessara fyrirtækja og einstaklinga. Samstarf þessara aðila og heilbrigðisstofnana er því mikilvægt og algjör for-senda þess að árangur náist á þessu sviði.
  • Um atvinnusjúkdóma [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-06-01)
   Flestir læknar mynda sér skoðun á því af hverju sjúklingur hefur veikst enda er það hluti af ástæðu þess að sjúklingur leitar til læknis. Að læknir hugleiði hvar og hvernig sjúklingurinn sýktist er vanahugsun, til dæmis þegar um smitsjúkdóma er að ræða, en á einnig við um ofnæmissjúkdóma, lungnasjúkdóma, húðsjúkdóma og fleiri sjúkdóma. Oft eru orsakir sjúkleikans til umræðu í sjúkravitjunum og ýmist á læknir eða sjúklingur frumkvæði að þeim vangaveltum. Atvinnusjúkdómar eru sjúkdómar sem rekja má til vinnuaðstæðna í víðtækasta skilningi. Sumir halda því fram að þær aðstæður hafi maðurinn sjálfur skapað og ráði því yfir þeim og þess vegna sé hægt að koma í veg fyrir veikindi sem stafa af vinnunni. Þessar einfaldanir hafa kallað á að safnað sé upplýsingum um tíðni atvinnusjúkdóma og hvaða forvarnir séu mikilvægastar. Læknum er ætlað að greina atvinnusjúkdóma. í menntun lækna er aðaláherslan lögð á greiningu og meðferð sjúkdóma og er hvort tveggja á ábyrgð lækna. Læknum ferst þetta yfirleitt vel úr hendi og njóta sjúklingarnir þess. Hvort sjúkdóma megi rekja til vinnu og vinnuaðstæðna hefur hins vegar ekki verið megin viðfangsefni í menntun eða þjálfun lækna. Atvinnusaga sjúklings er þó hluti af almennri sjúkrasögu og er oft lykillinn að greiningu atvinnusjúkdóma. Stundum er vinna sjúklings og vinnuaðstæður framandi fyrir lækni þannig að hann er ekki einfær um að leggja mat á hvort sjúkdómsframkallandi hættur eru þar og getur þá þurft mat atvinnuhollustufræðings eða annarra til þess að hjálpa til við greininguna.
  • Um efnahag og farsóttir

   Gylfi Zoëga; Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-06)
  • Um fár í kúm og mönnum [ritstjórnargrein]

   Guðmundur Georgsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-05-01)
   Heilbrigðismálaráðherra Breta, Stephen Dorell, mun vart hafa órað fyrir því hver áhrif orð sem hann lét falla á þingi þann 20. mars síðastliðinn um hugsanleg tengsl riðu í kúm (Bovine spongiform encephalopathy) og Creutzfeldt-Jakob sjúkdóms hjá mönnum, mundu hafa. Það kom fyrir lítið að hann lagði áherslu á að það væri engan veginn sannað að kúariða bærist í menn og að áhættan væri að minnsta kosti sáralítil. Viðbrögð stjórnarandstöðu sem sökuðu stjórnvöld um að hafa haldið upplýsingum um þessa hættu leyndum svo og viðbrögð fjölmiðla og almennings leiddu til þess að viku síðar virtist blómlegur atvinnuvegur breskra bænda algjörlega rústaður. Öll þessi atburðarás sýnir glöggt hve upplýsingar er varða heilsufar folks eru vandmeðfarnar. Aðdragandi þessarar atburðarásar er þó nokkur. Þegar sýnt þótti fyrir ríflega áratug að smitefni sauðfjárriðu hefðu stigið yfir tegundaþröskuldinn (species barrier), og hreiðrað um sig í heilabúi kúa og breytt þessum sauðmeinlausu skepnum í óð dýr, „mad cow disease" var það heiti sem sjúkdómnum var gefið í fyrstu, vaknaði meðal annars sú spurning hvort menn gætu smitast? Margs konar samtök hafa alið á tortryggni gagnvart stjórnvöldum og vænt þau um aðgerðarleysi og að leyna upplýsingum. Áður en lengra er haldið er rétt að gera aðeins grein fyrir hvað riða og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur eiga sameiginlegt: 1) Þetta eru heilasjúkdómar; 2) meðgöngutími er langur, til dæmis 10-40 ár í Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi; 3) gangur sjúkdóms eftir að einkenni koma fram er hraður og leiðir ávallt til dauða; 4) megindrættir vefjaskemmda í heila eru nánast eins; 5) síðast en ekki síst er smitefnið náskylt. Vegna þess að þeir uppfylla skilmerki hæggengra smitsjúkdóma hafa þeir verið taldir til þeirra og jafnframt verið auðkenndir með heitinu „spongiform encephalopathies" sem tekur mið af einkennandi vefjaskemmdum.
  • Um læknisþjónustu sérgreina utan sjúkrahúsa [ritstjórnargrein]

   Þórður Sverrisson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-12-01)
   Undanfarna mánuði hafa samningar sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins (TR) verið til umfjöllunar víða. Sú umfjöllun hefur einkennst af lítilli þekkingu og innsæi en meira af upphrópunum og stórum orðum. Fyrir sérfræðinga hefur þessi umræða verið meiðandi en áhugi og vilji til að skoða málið af alvöru er takmarkaður hjá fjölmiðlum og eru þeir dyggilega studdir af ýmsum hrópendum af vettvangi stjórnmála og þjóðmála. Þessi umræða er þannig að trúlega er rétt að fyrirgefa þeim því þeir vita ei hvað þeir gjöra. Megináhættan er þó að almannatryggingakerfinu verði unnið óbætanlegt tjón og heilbrigðisþjónusta versni, samanber barnalæknaþjónustuna sem nýlega var í fréttum. Heilbrigðisþjónustan hvílir á þrem meginstoðum, heilsugæslu, sjúkrahúsum og -stofnunum og síðan sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Síðastnefndi hópurinn hefur haft sérstöðu þar sem miðstýring hefur verið minnst þar og áherslan á að veita þjónustu mest. Þessi meginstoð hefur því sætt harðastri gagnrýni og er grunuð um ýmis þaulhugsuð samsæri gegn almenningi og skattgreiðendum í baráttu sinni gegn stofnanavæðingu og afkastaleysi. Svo mun alltaf verða. Merkilegt er að öll umræða um heilbrigðismál snýst fljótlega um launakjör lækna, líkt og menntamál snúast í umræðu um kjör kennara, og jafnvel trúmál um laun presta. Viðfangsefnið gleymist, - því að þjónusta skal hin sjúka, nemandann og sóknarbarnið. Sjálfstætt starfandi sérfræðingar hafa árum saman rekið stofur sínar og hefur þeim vaxið fiskur um hrygg þar sem tæknibyltingin hefur gert læknum kleift að veita meiri þjónustu á stofum. Þessi breyting bætir þjónustuna og er mun ódýrari en aðrir valkostir.
  • Um meðferð sjúklinga erlendis [ritstjórnargrein]

   Hróðmar Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-01-01)
   Á undanförnum tveimur áratugum höfum við séð verulegar breytingar á tilvísunum sjúklinga til læknismeðferðar erlendis. Er ég hóf störf á Barnaspítala Hringsins sem aðstoðarlæknir á árinu 1979 var ekki búið að setja upp tölvusneiðmyndatæki hérlendis og sjúklingar voru sendir í stórum stíl í slíkar rannsóknir til Noregs. Þetta gekk um nokkurt skeið eða þar til þessi rannsóknartækni var sett upp hérlendis. Um árabil voru kransæðasjúklingar sendir til Englands til blásninga (balloon angioplasty) og aðgerða þar til þessi starfsemi var tekin upp hér heima. Glasafrjóvganir voru enn einn vaxtarbroddur íslenskrar læknisfræöi sem á rætur sínar í Glasgow í Skotlandi og hefur fært gleði og hamingju inn í barnlausar fjölskyldur. Hjartaskurðaðgerðir vegna meðfæddra hjartasjúkdóma eru enn að hluta til framkvæmdar erlendis. Á síðastliönum fjórum árum hafa allar þær aðgerðir þar sem ekki var þörf á hjarta- og lungnavél verið framkvæmdar á íslandi og á þessu ári aö auki um þriðjungur þeirra aðgerða þar sem hjarta- og lungnavél var notuð. Á síðustu árum hafa börn sem lent hafa í axlarklemmu við fæðingu og fengið lamaðan handlegg verið send utan í taugaaðgerð.
  • Um notkun skjaldkirtilsprófa [ritstjórnargrein]

   Ari Jóhannesson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-05-01)
   Ákvörðun um rannsóknir og túlkun þeirra eru snar þáttur í störfum okkar lækna. Þær gegna veigamiklu hlutverki til dæmis við kembileit, staðfestingu eða útilokun sjúkdómsgreiningar og sjúkdómseftirlit. Markviss notkun rannsókna ætti að vera keppikefii allra lækna, einkum nú á tímum vaxandi krafna um góða þjónustu, en þó með sem minnstum kostnaði. Margar athuganir hafa sýnt að rannsóknarstofur virðast ofnotaðar (1). Heildarkostnaður vegna þessa er vafalaust drjúgmikill, þótt einstakar algengar rannsóknir séu ekki ýkja dýrar ("little ticket technology"). Þá eru óþarfar rannsóknir varasamar af öðrum ástæðum, meðal annars vegna þess að þær geta hrundið af stað skriðu frekari rannsókna á grundvelli falskt jákvæðra niðurstaðna (heilkenni Odysseifs) (2). Margt getur skýrt ofnotkun á lækningarannsóknum: 1. - Skortur á tilhlýðilegri þekkingu á takmörkunum rannsókna og þar með oftrú á gildi þeirra meðal margra lækna og nær allra sjúklinga. Samfara þessu er gjarnan vanmat á hefðbundnum gildum sjúkrasögu og skoðunar. 2.- Ör þróun í rannsóknartækni, sem leiðir af sér mikið framboð rannsókna og tíð umskipti í mælingaraðferðum fyrir hverja rannsókn, gerir okkur erfitt um vik að leggja rétt mat á gildi þeirra í daglegum störfum. 3. - Of lítil tengsl eru á milli lækna og almennra rannsóknarstofa. Starfsmenn hinna síðarnefndu virðast á stundum sitja í fílabeinsturni heillandi nýjunga í mælingaraðferðum sem verða jafnvel markmið í sjálfu sér. Enn er alltof lítið um það að rannsóknarstofur í stoðgreinum, til dæmis blóðrannsóknum og myndgreiningu skýri í rituðu máli þær rannsóknir sem boðið er upp á, ekki síst þær nýjustu, helstu ábendingar, frábendingar, takmarkanir og þess háttar. 4. - Einhvers konar áráttuofnotkun sumra lækna á rannsóknum. Skýringar gætu verið til dæmis ótti við að missa af sjaldgæfri sjúkdómsgreiningu eða einhvers konar fullvissuþráhyggja í sjúkdómaleit (3). 5. - Fáfræði um kostnað rannsókna. Að hluta til er þetta vegna þess að upplýsingar um kostnað eru víða ekki aðgengilegar. 6. - Ágóðasjónarmið, til dæmis ef læknir sem ákveður rannsókn er sá sami og framkvæmir hana og fær þá jafnframt umbun fyrir.
  • Um ofnæmi : af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá [ritstjórnargrein]

   Sigurður Kristjánsson; Childrens hospital, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. sig@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-12-01)
   Í þessu hefti Læknablaðsins birtist grein sem fjallar um algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols meðal Íslendinga á aldrinum 20-44 ára. Það vekur athygli að 15% aðspurðra í slembiúrtaki fengu alltaf sams konar einkenni eftir inntöku ákveðinnar fæðu. Einungis 1,8% höfðu sannanlegt ofnæmi fyrir fæðu það er samkvæmt húðprófi eða ef mælt var sértækt IgE mótefni í blóði. Þekking okkar á ofnæmissjúkdómum það er exemi, astma, ofnæmiskvefi og fæðuofnæmi hefur aukist mikið síðastliðna áratugi og sérlega síðasta áratug. Mikil aukning á algengi þeirra á sér stað í velmegunarlöndum og hér á Íslandi á það sama trúlega við þó rannsóknir sem styðji það vanti. Sem dæmi má nefna að sambærileg faraldafræðileg rannsókn í Svíþjóð, sem framkvæmd var annars vegar árið 1979 og hins vegar árið 1991, sýndi að algengi astma meðal sjö til níu ára barna hafði aukist frá 2,5% í 5,7%, exems frá 7,1% í 18,3% og ofnæmiskvefs frá 5,4% í 8,1% (1). Algengi astma í Svíþjóð meðal 13 ára barna var 10,8% samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem framkvæmd var 1994-1996 (ISAAC) (1).
  • Um rannsóknarferlið : kapp er best með forsjá [ritstjórnargrein]

   Reynir Arngrímsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-03-01)
   Læknablaðið hefur hvatt til framsækinnar rannsóknarstefnu á sviði læknisfræði og annarra heilbrigðisvísinda. Tæpt ár er síðan blaðið fjallaði um nýjungar í lífvísindum og áhuga lyfjafyrirtækja á fjárfestingum í erfðarannsóknum. Nú hefur sú stund runnið upp að mikið fjármagn mun streyma á stuttum tíma í íslenskar rannsóknir. Þegar þessi mál eru skoðuð er mikilvægt að velta fyrir sér upp úr hvaða umhverfi hinir hröðu atburðir á sviði erfðavísinda hafa sprottið. Ljóst er að margir meðvirkandi þættir hafa stuðlað að þessari þróun. Rannsóknir íslenskra vísindamanna innan Háskóla Íslands og samstarfsstofnana hans á sviði faralds- og erfðafræði hafa á undanförnun árum vakið athygli á erlendum vísindaþingum og er sá faglegi grundvöllur sem sýnir að íslenskt þjóðfélag er áhugavert til rannsókna á þessu sviði. Án þessara faglegu röksemda hefði sá árangur sem nú sést í að laða að erlent fjármagn ekki tekist. Má þar til dæmis nefna árangur á sviði krabbameinserfðarannsókna, sem leiddi til uppgötvunar á brjóstakrabbameinsgeni en þar voru íslenskir vísindamenn í fremstu víglínu. Ekki má heldur gleyma hinu mikla trúnaðartrausti sem ríkt hefur á milli íslenskra vísindamanna og þjóðarinnar. Fjölskyldur einstaklinga sem eiga við veikindi að stríða eiga miklar þakkir skildar fyrir samstarfsvilja og hjálpsemi við rannsóknir á sjúkdómum sem hrjá ættingja þeirra. Frumhlaup og óðagot mega ekki verða til þess að rýra þetta einstæða samband sem hefur þróast á milli lækna sem stunda vísindastörf, sjúklinga þeirra og fjölskyldna og hefur tekið áratugi að byggja upp með vönduðum vinnubrögðum og nærgætni í samskiptum.
  • Um sjúkraflug

   Björn Gunnarsson; Department of Research, Norwegian Air Ambulance Foundation, Drøbak, Norway (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-01-05)
  • Um stjórnunarhlutverk lækna [ritstjórnargrein]

   Árni Björnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-01-15)
   Í því sem hér fer á eftir verður reynt að gera grein fyrir þeim breytingum, sem orðið hafa á áhrifum lækna í stjórnun heilbrigðismála og ástæðunum fyrir þessum breytingum. Bent er á hugsanlegar leiðir til að snúa þessari þróun við, meðal annars með því að auka hlut lækna í stjórnun sjúkrastofnana. Í því sambandi er lögð fram tillaga að skipuriti fyrir stjórn Ríkisspítalanna, en samsvarandi skipurit mætti gera fyrir aðrar sjúkrastofnanir.
  • Um tveggja ára líf Vísindasiðanefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-09-01)
   Ný reglugerð um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði var gefin út af heilbrigðisráðherra þann 29. júlí síðastliðinn og frá sama tíma var felld úr gildi rúmlega tveggja ára gömul reglugerð með sama nafni, gefin út af sama ráðherra. Reglugerðin kveður á um skipan Vísindasiðanefndar. Hvað er svona merkilegt við þetta? Er það ekki heilbrigðisráðherrans að gefa út reglugerðir? Jú, það er einmitt ráðherrann sem hefur til þess valdið og ábyrgðina.
  • Um vottorðagjöf lækna [ritstjórnargrein]

   Sigurbjörn Sveinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-04-01)
   Eins og mörgum er í fersku minni hafði stjórn Læknafélags Íslands sjálfsögð afskipti af máli trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar, Þengils Oddssonar, er honum var vikið tímabundið úr starfi vegna vottorðs sem hann gaf út fyrir flugmann. Í bréfi sínu til samgönguráðherra segir stjórn LÍ: "Stjórn Læknafélags Íslands hefur yfirfarið ágreining Þengils Oddssonar, fluglæknis og trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar Íslands, annars vegar og Flugmálastjórnar/Samgönguráðuneytisins hins vegar um útgáfu heilbrigðisvottorðs atvinnuflugmanns samkvæmt heilbrigðisákvæðum um flugskírteini. Í hlut á læknir með óvenju fjölþætta starfsreynslu og farsælan feril í læknisstarfi. Er það niðurstaða stjórnar Læknafélags Íslands að Þengill Oddsson hafi ekki brotið gegn þeim ítarlegu reglum sem uppfylla ber á vettvangi flugöryggismála. Samgönguráðherra hefur skipað nefnd sem skoða skal störf og viðbrögð læknisins vegna þessa ágreiningsmáls. Hafi nauðsyn borið til að stofna slíka rannsóknarnefnd hefði átt að fela henni það verkefni að skoða meðferð þessa máls í heild, - þar með talda stjórnsýslu samgönguráðuneytisins í málinu og annarra þeirra, sem aðild eiga að ágreiningnum eða komið hafa að málinu með einhverjum hætti. Óháð skoðun á öllum málavöxtum hefði það verið trúverðugri skipan mála en sú sem valin var.
  • Um þemahefti læknablaða [ritstjórnargrein]

   Vilhjálmur Rafnsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-12-01)
   Erlend læknablöð hafa í vaxandi mæli farið inn á þá braut að gefa út ákveðin þemahefti. Í slíkum tilvikum helgar blaðið eitt hefti ákveðnu málefni og fjalla þá allar greinarnar eða flestar um efnið frá ýmsum hliðum. Meginmarkmiðið er að vekja sérstaka athygli lesenda og annarra, sem ekki venjulega taka eftir læknisfræðilegri umræðu, á einstökum málum sem að jafnaði hafa almenna þýðingu fyrir heilbrigði eða heilsufar þjóða eða stórra hópa manna. Sumir hafa litið á þetta sem enn eina aðferðina til þess að ná til lesenda, heilbrigðisyfirvalda og almennings í vaxandi samkeppni fjölmiðla um athygli fólks. Það er vissulega mikið til í þessu og aðferðin virðist virka, það er tekið eftir þemaheftum læknablaða. Blað bandaríska læknafélagsins (JAMA) hefur ef til vill gengið lengst í þessu efni með góðum árangri. Þar á bæ hafa menn oft tengt myndefni forsíðunnar því þema sem er til umfjöllunar hverju sinni og beitt smekkvísi og hugkvæmni. Til dæmis var þemahefti þeirra um alnæmi án forsíðumyndar og hafði það aldrei gerst áður og hafði mikil áhrif og vakti athygli um öll Bandaríkin.
  • Umskurður: Primum non nocere

   Jórunn Valgarðsdóttir; Hannes Sigurjónsson; 1)Heimilislæknir, HSU Selfossi 2)Lýtalæknir, Karolinska háskólasjúkrahúsinu, Stokkhólmi (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-03-05)
  • Upplýsingatækni í læknisfræði [ritstórnargrein]

   Karl Andersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-11-01)
   Grundvöllur allrar læknisfræðilegrar meðferðar er upplýsingamiðlun. Læknar leita upplýsinga um meingerð og nýjar meðferðarleiðir sjúkdóma og skiptast á upplýsingum um nýjungar og framþróun. Við miðlum upplýsingum til samstarfsmanna sem skipta sköpum í ákvarðanatöku í daglegum stöfum okkar. Án þessa upplýsingaflæðis væri læknisfræðileg meðferð fljótt úrelt, handahófskennd, ósamhæfð og sennilega í mörgum tilfellum hættuleg. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við ráðum yfir tækni sem auðveldar okkur að nálgast þær upplýsingar sem við leitum að og gerir okkur mögulegt að miðla upplýsingum til annarra.
  • Úr takti við tímann

   Gunnar Thorarensen; Landspítali (Læknafélag Íslands, 2022-01)
  • Úrbóta er þörf í lyfjamálum á Íslandi

   Gylfi Óskarsson; Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-11)