• Er gefið of mikið blóð á Íslandi?

   Þorbjörn Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-01)
  • Er gefið of mikið blóð á Íslandi?

   Þorbjörn Jónsson; Blóðbankinn, Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014)
  • Er hægt að bæta íslenska heilbrigðiskerfið?

   Gunnar Ármannsson; law degree and an MBA degree from the University of Iceland. From 2002-2009 he served as the CEO of the Medical Association of Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-03-03)
  • Er náttúra Íslands eins ómenguð og talið hefur verið? [ritstjórnargrein]

   Þórólfur Guðnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-10-01)
   Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að markaðssetja Ísland sem hreint og ómengað land. Misjafnlega sterk lýsingarorð hafa verið notuð í þessu skyni og þær raddir hafa heyrst að Ísland sé eitt fárra ríkja sem geti boðið upp á hreina og ómengaða náttúru. Þessi áróður hefur mikið verið notaður til markaðssetningar erlendis á íslenskum matvælum og einnig til að laða erlenda ferðmenn til landsins. Enginn efast um fegurð óspilltrar íslenskrar náttúru og margt skáldið hefur sótt til hennar innblástur sem fætt hefur af sér stórvirki á sviði bókmennta og annarra lista. Einnig telja margir að allt sem frá náttúrunni kemur sé nánast ávísun á fullkomna heilsu og heilbrigt líf.
  • Er nokkuð yndislegra en hlæjandi, frískur krakki? [ritstjórnargrein]

   Bjarni Torfason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-11-01)
   Á undanförnum árum hafa orðið stórstígar framfarir í meðferð á meðfæddum hjartagöllum hjá börnum. Horfur barna með algenga hjartagalla eru nú góðar og viðunandi hvað varðar sjaldgæfari og alvarlegri galla. Þetta má þakka vaxandi þekkingu, nákvæmari greiningu, betri svæfingar- og gjörgæslumeðferð og ekki síst nýrri þróun í hjartaskurðtækni. Nú hafa verið gerðar vel á þriðja tug hjartaskurðaðgerða á börnum hérlendis með góðum árangri og til stendur að auka þá starfsemi verulega. Landssamtök hjartasjúklinga og Foreldrasamtök hjartveikra barna svo og Rauði kross islands og heilbrigðisráðherra í samvinnu við Tryggingastofnun ríkisins og Ríkisspítala hafa gert slík áform möguleg fjárhagslega, en læknisfræðilegur jarðvegur hefur orðið til sem eðlilegt framhald af 10 ára farsælli þjónustu hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítalans, en á síðustu 10 árum hafa verið framkvæmdar hátt í 2000 aðgerðir á fullorðnum hjartasjúklingum hérlendis, með góðum árangri.
  • Er nógsamlega ólmast gegn reykingum? [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Blöndal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-02-01)
   Árið 1996 reyktu 30% Íslendinga á aldrinum 18-69 ára daglega og bæði kynin jafnt. Eftir hnig reykinga úr 40% 1985 í 29% 1993 varð kyrrstaða og síðan aukning í 30% árið 1996. Þetta er óásættanlegt fyrir alla sem vinna að því að draga úr tóbaksneyslu. Baksvið reykinga er mikið völundarhús. Þar leika lausum hala kraftar sem hvetja og kraftar sem letja. Kraftar sem hvetja til reykinga eru meðal annars verð og framboð. Þessir kraftar eru of sjaldan ræddir á síðum Læknablaðsins en eru þó oft óbeinir sjúkdómsvaldar. Verð ræðst af innkaupsverði, gjöldum ríkisins og smásöluálagningu. Framboð er meðal annars háð möguleikum seljanda til hagnaðar, það er smásöluálagningu, sem nú er 14%. Tóbak er nú selt í smásölu á nær 1000 stöðum í landinu. Hagsmunasamtök seljanda, til dæmis Verslunarráð og tóbaksumboðsmenn, hafa oft óbeint hvatt til aukinnar tóbaksneyslu í umræðu um sölufyrirkomulag Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) því þessir aðilar líta svo á að sama sölufyrirkomulag eigi að gilda um vörur sem valda ávana og fíkn og um rúsínur og vínarbrauð. Heilbrigðisstéttir vita betur. Engin vara er meira ávanamyndandi en sígarettur. Um þriðjungur til helmingur þeirra sem reykja sjaldnar en daglega verða síðar daglegir reykingamenn og háðir nikótíni. Þeir sem farnir eru að reykja á annað borð nota oftast efnið uns sjúkdómur eða dauði leysir þá frá því. Þess vegna á enginn að ámálga söluhvetjandi breytingu á þessum vörum og ekki þá heldur nýskipuð stjórn ÁTVR. Ef horfið verður frá einkasölu og tilgreindu lágmarksverði fá heildsalar og smásalar svigrúm til verðlækkunar í söluhvetjandi skyni, sem þeir hafa ekki nú.
  • Er stríðinu lokið? [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Njálsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-07-01)
   Samkomulag tóbaksframleiðenda og 39 saksóknara og ríkja í Bandaríkjunum markar söguleg tímamót í baráttunni gegn tóbaki. Tekist er hins vegar á um það hvort tóbaksfyrirtækin hafi sloppið of auðveldlega, hvort stríðinu við tóbaksrisana sé lokið eða hvort það sé rétt að byrja. Þetta samkomulag gengur í aðalatriðum út á það að tóbaksframleiðendur greiða 26.000 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna heilsutjóns og aukins kostnaðar heilbrigðiskerfisins vegna tóbaksneyslu. Málsóknir á hendur risunum verða þá að mestu úr sögunni. Á hverju ári verður 350 milljörðum varið í skaðabætur vegna heilsutjóns og dauða af völdum tóbaksnotkunar. Um 350 milljarðar fara til að bæta kostnaðaraukningu heilbrigðiskerfisins. Rúmlega 100 milljarðar fara til að fjármagna opinberar tóbaksvarnir, rannsóknir á fíkn og til að bæta íþróttum tekjutap vegna tóbaksauglýsingabanns. Að lokum fara 100 milljarðar árlega til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Fyrirtækin borga því tóbaksvarnir, tóbakssjálfsalar verða bannaðir, tóbak fer úr hillum verslana á bak við afgreiðsluborð, allar auglýsingar utandyra verða bannaðar, svarthvítar auglýsingar leyfðar inni og Marlboro Man og Joe Camel eru bannaðir. Auglýsingar beinar eða óbeinar í kvikmyndum, á fatnaði, skóm og öðru ámóta, allt slíkt verður bannað.
  • Er tilvísanakerfið nauðsyn í heilbrigðisþjónustunni? [ritstjórnargrein]

   Sverrir Bergmann (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-02-01)
   Tilvísanakerfi er boðað. Mikill meirihluti lækna andmælir. Læknar senda hverjir öðrum skeyti. Miðið er slæmt. Læknar ætla ekki að særa hvern annan og skotin geiga. En skrattanum er skemmt. Í miðri orrahríðinni lýsir ráðherra heilbrigðismála því yfir að átta af hverjum tíu læknum á Íslandi, að minnsta kosti, kunni ekki að skilgreina heilbrigðisvanda fólks. Að þessi sami mikli meirihluti læknastéttarinnar sé svo ótrúverðugur að honum verði ekki treyst til þess að skipuleggja rannsóknir og meðferð. Nema inni á stofnunum eða eftir fyrirmælum og undir eftirliti þess minnihluta kolleganna sem telur innan við fimmtung stéttarinnar. Heilbrigð skynsemi finnur til. Málið er ekki flókið. Tilgangur ráðamanna með tilvísanakerfi er sá einn að draga úr komum sjúklinga til sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, og það fyrir tilstilli heimilislækna, eða þurfa ekki að taka þátt í greiðslu nema fyrir hluta af þessum komum enda verði reglum tilvísanakerfisins ekki fylgt. Prýða má búninginn orðskrúði en fötin eru ekki úr öðru klæði gerð. Skipulag heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi hefur byggst á okkar eigin forsendum. Það hefur orðið til fyrir okkur sjálf og miðast við aðstæður okkar. Við höfum haft tilvísanakerfi. Það byggði á trausti til allra lækna og á jöfnum rétti okkar allra. Við höfum verið án þessa kerfis í áratug og byggt á sömu forsendum. Með ákvæðum hins nýja tilvísanakerfis verður grundvallarbreyting á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Hún kemur öllum læknum við. Þremur spurningum verður hver læknir að svara: 1.- Þarfnast núverandi heilbrigðiskerfi lagfæringa með tilvísunum? 2.- Felst sparnaður og hagkvæmni í tilvísanakerfi? 3. - Verður mikilvægum faglegum markmiðum aðeins náð með tilvísanakerfi? Læknar hafa siðferðilegar skyldur og geta ekki setið til hlés í umræðunni og hafa enda ekki gert það. Við erum öll kölluð til ábyrgðar. Ef svar við ofangreindum spurningum er já ber okkur að styðja það tilvísanakerfi sem nú er boðað en ómerkja það ella.
  • Er þörf forgangsröðunar í heilbrigðismálum? [ritstjórnargrein]

   María Sigurjónsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-03-01)
   Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hefur verið nokkuð vinsælt umræðuefni undanfarið. Ég hef verið meðal þeirra sem hef gagnrýnt þessa umræðu fyrir að vera ómarkvissa, takmarkaða og oft á tíðum ruglandi (1). Færa má rök að því að heppilegt sé að skoða forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu eins og hún eigi sér stað á nokkrum þrepum. Ástæðan er sú að umfjöllunarefni, rök, vandamál, aðferðir og lausnir eru ekki endilega þau sömu á öllum þessum þrepum. Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu hefur venjulega verið skipt í þrjú stig eða þrep sem eru; a) forgangsröðun í meðferð tiltekinna einstaklinga, b) forgangsröðun innan stofnana eða landsvæða og c) forgangsröðun fyrir þjóðina alla.
  • Erfðabreytt matvæli: ógn við heilsu?

   Magnús Karl Magnússon,; Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-11)
  • Eru konur betri læknar en karlar?

   Elsa Valsdóttir; Skurðlæknir á Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-01-04)
  • Evrópsk stefnuskrá um heilbrigði hjartans : betra er heilt en vel gróið [ritstjórnargrein]

   Karl Andersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-09-01)
   Flest deyjum við af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Þrátt fyrir gríðarlegar framfarir í meðferð þessara sjúkdóma eru þeir ennþá orsök 55% dauðsfalla hjá konum og um 43% karla. Það er líklegra að sá sem les þessar línur deyi úr hjarta- og æðasjúkdómi en af völdum allra tegunda krabbameina samanlagt. Þrátt fyrir að gríðarlegar framfarir hafi orðið í meðferð hjarta- og æðasjúkdóma, er stærri hluti þjóðarinnar hjartveikur en var fyrir nokkrum áratugum. Mótsögnin í þessu stafar af því að bætt greining og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma hefur leitt til þess að horfur þeirra sem fá hjartasjúkdóm eru betri en áður var. Af þessu leiðir að fleiri lifa með sjúkdóminn fram á efri ár. Kostnaður samfélagsins vegna hjarta- og æðasjúkdóma er gríðarlegur. Heildarkostnaður vegna þessara sjúkdóma innan Evrópusambandsins er 169 milljarðar evra á ári.
  • Evrópskar ráðleggingar um varnir gegn kransæðasjúkdómum [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson; Jón Högnason; Sigurður Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-04-01)
   Það heyrir vissulega til tíðinda þegar þrjú stór læknafélög í Evrópu (European Society of Cardiology, European Atherosclerosis Society og European Society of Hypertension) gefa sameiginlega út ráðleggingar um varnir gegn kransæðasjúkdómum. Þessar ráðleggingar hafa verið gefnar út víða (1) og félögin hafa jafnframt hvatt samsvarandi félög í hverju einstöku Evrópuríki til að gefa út sínar eigin ráðleggingar. Slíkar ráðleggingar tækju mið af séraðstæðum í hverju landi bæði með tilliti til mikilvægis áhættuþáttanna sem kann að vera mismikið og fjárhagslegra aðstæðna sem geta ráðið miklu um hvað unnt sé að ganga langt í hverju landi í forvörnum. Þessar Evrópuráðleggingar byggja á viðamiklum hóprannsóknum sem gerðar hafa verið á síðustu árum og sýnt hafa fram á að unnt sé að draga úr framþróun kransæðasjúkdóms og jafnvel koma í veg fyrir hann með réttri meðhöndlun áhættuþáttanna.
  • Eðli manna og þróun fræðitímarita [ritstjórnargrein]

   Engilbert Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-01)
   Saga síðustu ára kennir okkur að spádómsgáfa heyrir til undantekninga. Mér er því hollast að reyna ekki að spá fyrir um hvernig Læknablaðið muni líta út á 100 ára afmæli útgáfu þess árið 2015. Sagan sýnir einnig að afstaða manna til krefjandi úrlausnarefna mótast meira af þeirri stöðu sem þeir eru í en yfirlýstum viðhorfum eða viðmiðum. Með öðrum orðum, við erum öll mannleg, lituð af tilfinningum, háð fjármagni, valdi, áliti eða atkvæðum. Menn sjá því oft styttra fram fyrir tærnar á sér en þeir gera sér grein fyrir. Þetta á líklega ekki síður við um lækna og rannsakendur en bankamenn eða stjórnmálamenn. Fagleg umgjörð og traust ritrýni eru því forsenda útgáfu fræðiblaðs í fámenni Íslands. Ég hef átt þess kost að sitja í ritstjórn blaðsins síðastliðin fimm ár og séð það dafna og styrkjast fræðilega á þeim tíma. Í þessum leiðara mun ég lýsa í fáum orðum mati mínu á stöðu blaðsins og stefnu minni sem nýskipaður ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins.
  • Fagfólk til forystu

   Steinunn Þórðardóttir; Landspítala (Læknafélag Íslands, 2021-06)
  • Faraldsfræðilegar rannsóknir á krabbameinum : gildi lýðgrundaðra rannsókna [ritstjórnargrein]

   Jón Gunnlaugur Jónasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2006-05-01)
   Sagt hefur verið að faraldsfræðingar séu þjóðfélaginu það sem læknir er sjúklingi og að faraldsfræði sé þannig grundvöllur lýðheilsu. Faraldsfræði lýsir og mælir sjúkdóma í samfélaginu svo spyrja megi spurninga einsog: Hvað orsakar tiltekna sjúkdóma? Hvers vegna eru ákveðnir hópar í meiri hættu en aðrir? Hvað hefur áhrif á horfur sjúklinga? Faraldsfræði aðstoðar við að velja heilbrigðisaðgerðir sem líklegastar eru til að fyrirbyggja sjúkdóma og metur árangur slíkra aðgerða. Í faraldsfræði er grunneining viðfangs hópur fólks en ekki hver og einn einstaklingur. Að þessu leyti er faraldsfræði frábrugðin klínískri læknisfræði. Faraldsfræðingar beina ekki eingöngu athygli að þeim sem fá tiltekna sjúkdóma heldur einnig að þeim sem ekki veikjast og því hvað aðgreini þessa hópa. Klínískur læknir hefur hins vegar fyrst og fremst áhuga á þeim sjúklingum sem hann hefur til meðhöndlunar og hvernig leysa megi vanda þeirra. Hugtök faraldsfræði geta því verið framandi fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem einkum er í klínísku starfi. Allflestir læknar þekkja þó vel til gagnsemi faraldsfræðirannsókna krabbameina allt frá því er Sir Percival Pott birti árið 1775 í Chirurgical Observations rannsóknir á krabbameini í sóturum. Frá miðri 20. öld hefur nútímafaraldsfræði þróast í sterkt tæki til að meta sjúkdómsbyrði og áhættuþætti sjúkdóma. Vel unnar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið afar þýðingarmiklar við að auka þekkingu okkar á krabbameinum, bæði útbreiðslu og áhættuþáttum, og nægir þar að nefna tengsl reykinga og lungnakrabbameins.
  • Fárveikir sjúklingar með inflúensu A (H1N1)v 2009 og skjót birting greina hjá Læknablaðinu [ritstjórnargrein]

   Gunnar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-02-01)
   Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á seinni hluta ársins 2009 gekk faraldur inflúensu A (H1N1)v 2009 yfir Ísland og talið er að tugþúsundir manna hafi veikst. Fram fór fjöldabólusetning og tilfellum fækkaði mikið. Búist er við að faraldurinn geti farið aftur af stað á vormánuðum 2010 en verði mun vægari en síðasta hluta árs 2009 vegna fjölda bólusetninga sem framkvæmdar hafa verið. Síðastliðið haust veiktust nokkrir einstaklingar alvarlega af inflúensu og þörfnuðust innlagnar á gjörgæslu og sumir öndunarvélameðferðar. Gísli H. Sigurðsson og félagar segja frá þessum sjúklingum í grein í þessu tölublaði Læknablaðsins sem nefnist: Gjörgæslusjúklingar með inflúensu (H1N1) á Íslandi 2009.1 Þetta voru 16 sjúklingar og var meðalaldur þeirra 48 ár. Hluti hópsins var ekki með neina alvarlega undirliggjandi sjúkdóma en 13 einstaklingar reyktu, voru of þungir eða höfðu háþrýsting. Tólf af sjúklingunum voru lagðir í öndunarvél og tveir fóru síðar í hjarta- og lungnavél. Enginn sjúklinganna lést á gjörgæslu en einn aldraður fjölveikur maður lést á gjörgæslu. Höfundar álykta að tíðni alvarlegra sjúkdómseinkenna á Íslandi sé há og einkennist af alvarlegri öndunarbilun sem láti ekki alltaf undan hefðbundinni öndunarvélameðferð. Ljóst er að starfsfólk gjörgæsludeild vann mikil afrek með því að koma öllum þessum sjúklingum í gegnum þetta erfiða sjúkdómsferli á þessum stutta tíma. Þessar niðurstöður eru að sumu leyti svipaðar og þær sem sagt hefur verið frá í öðrum löndum.2-4 Höfundar bæta einnig við með grein sinni nýjum og mikilvægum upplýsingum um sjúkdómsgang og meðferð bráðveikra sjúklinga með inflúensu A (H1N1)v 2009. Eins og Gísli og félagar benda á er ekki ljóst af hverju tíðni alvarlegra einkenna er hærri á Íslandi en í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Kanada miðað við höfðatölu. Hugsanlega skýringu telja þeir geta verið að um sé að ræða hlutfallslega stærri faraldur, en erfðafræðilegir þættir gætu líka skipt máli. Þetta gæti verið fróðlegt að rannsaka nánar.
  • Ferliverk á FSA í ljósi skýrslu ríkisendurskoðunar [ritstjórnargrein]

   Þorvaldur Ingvarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-12-01)
   ljósi skýrslu ríkisendurskoðunar þykir rétt að drepa niður penna og útskýra viðhorf undirritaðs sem lækningaforstjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) til ferliverkastarfsemi. Ferliverk skilgreini ég sem læknisþjónustu við sjúkling sem sjúklingur þarf á að halda og sú þjónusta er veitt án innlagnar á sjúkra­hús. Liggur þá í augum uppi að um aðgerð getur ver­ið að ræða eða annað inngrip, svo sem magaspeglun eða viðtal við sérfræðing. Augljóslega þarf læknirinn aðstoð annarra heilbrigðistarfsmanna við þessa þjónustu en mismikla og stundum enga. Hér á Íslandi hefur sú hefð komist á að læknar hafa sinnt sjúklingum sem ekki hafa þurft innlagnar við á stofum sínum, sem á seinni árum hafa ekki verið staðsettar á sjúkra­húsunum, og þegið greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) fyrir unnin verk. Flestir eru sammála um að þjónusta þessi sé þörf, gæði hennar séu mikil og hún virðist ekki dýr.
  • Fiskneysla og forvarnir

   Margrét Leósdóttir; Department of Coronary Heart Disease, Skåne University Hospital, Malmö, Sweden (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-10)
  • Fjarlækningar : fetið fram [ritstjórnargrein]

   Hannes Petersen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-07-01)
   Saga læknisfræðinnar er vörðuð merkisviðburðum sem oftar en ekki verða greinanlegir þegar litið er yfir farinn veg. Atburðir þessir eru oft merkilegir fyrir þá sök að þeir marka stefnubreytingu innan læknisfræðinnar, sem hefur áhrif á alla þá þætti er varða lækningu, greiningu sjúkdóma og meðferð þeirra. Nú, 100 árum eftir einangrun og greiningu Listers, Pasteurs og Kochs á sóttkveikjum, er litið á það sem merkisviðburð enda markaði uppgötvunin upphaf á nýjum skilningi á tilurð sjúkdóma og meðhöndlun þeirra. Framfarir í læknisfræði hafa oft haldist í hendur við framfarir og tækniþróun innan annarra fræðasviða og hefðu til dæmis uppgótvanir þremenninganna hér að framan ekki orðið að veruleika ef smásjárinnar hefði ekki notið við. Læknar og aðrir þeir sem láta sér annt um heilsu folks hafa oft verið fljótir til að notfæra sér tæki og tækni, oft alls ótengda læknisfræði, við sjúkdómsgreiningu og meðhöndlun. Fjarlækningar, telemedicine, eru þar engin undantekning. Tæknin er fengin úr smiðju sjónvarps og margmiðlunar þar sem tölvur og hátæknifjarskipti leika með. Hið hefðbundna samband læknis og sjúklings er brotið upp hvað varðar fjarlægðir og tilkomu annarra er flytja á milli boð um sjúkdómsgreiningu og meðferð. Þarna eru á ferðinni byltingarkenndar nýjungar sem óefað verða dæmdar stefnumarkandi að fengnum dómi tímans og síðarmeir markaðar tímatali dagsins í dag.