• Endurhæfing eftir ísetningu gerviliðar í mjöðm

      Harpa Hrönn Sigurðardóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2005)
      Endurhæfingin Niðurstöður rannsókna sýna að helstu vöðvahópar sem eru slappir hjá einstaklingum bæði fyrir og eftir gerviliðsaðgerð á mjöðm eru réttivöðvar mjaðmar (extensorar), beygjuvöðvar mjaðmar (flexorar), fráfærsluvöðvar mjaðmar (abductorar) og beygju- og réttivöðvar í hné. Einnig geta verið styttingar í vöðvum kringum mjöðm og hné (Shih, Du, Lin, og Wu, 1994). Hreyfingarleysi samfara stórum aðgerðum og sjúkrahúslegu veldur m.a. vöðvarýrnun (Suetta, o.fl., 2004). Þá hafa verkir einnig áhrif á að hreyfigeta minnkar og vöðvarýrnun eykst.