• Þarf ég að bíða lengi? : innleiðing fimm flokka forgangsröðunarkerfis á slysa- og bráðadeild Landspítala

      Ágústa Hjördís Kristinsdóttir; Ingibjörg Sigurþórsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2010-02)
      Við erum stödd á biðstofu bráðamóttöku. Þar sitja 25 manns á öllum aldri. Einn er með blóðugar umbúðir á höfði, annar gengur órólegur um gólf og úti í horni situr kona sem er föl og veikindaleg útlits. Allir hafa beðið í einhvern tíma eftir að komast inn á deildina. Þeir sem hafa beðið lengst eru búnir að bíða í tvo klukkutíma. Áhyggjufull kona er að tala við móttökuritarann og segir eiginmann sinn mjög veikan og hann verði að komast næst að. Vitað er af sjúkrabílum á leiðinni með tvo einstaklinga úr bílslysi. Læknavaktin hringir inn tilkynningu um sjúkling með háan hita og hugsanlega lungnabólgu.