• Geta þeir meðtekið fræðslu?

      Þórgunnur Jóhannsdóttir; Margrét Marín Arnardóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2005-10)
      Flestir vita hve miklu máli skiptir að fræða sjúklinga um aðgerðir af ýmsu tagi, ekki síst skurðaðgerðir. Þær Þórgunnur Jóhannsdóttir og Margrét Marín Arnardóttir gerðu rannsókn undir leiðsögn Lauru Scheving Thorsteinsson á þeirri fræðslu sem sjúklingar frá bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut fá og hvaða upplýsingar þeir hefðu viljað fá.