• Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraða

      Auður Hafsteinsdóttir (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2007)
      Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraða (SHVA) hófst í september 2006 og var hleypt af stokkunum fyrir tilstuðlan heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis sem svar við útskriftarvanda Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) á veikburða öldruðum. Um er að ræða samstarfsverkefni LSH og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) þar sem þverfaglegt teymi vinnur í samvinnu við skjólstæðinga og/ eða aðstandendur að sameiginlegu markmiði.