• Iðjuþjálfun og gigt

      Guðbjörg Guðmundsdóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2008)
      Tilgangurinn með þessari grein er að kynna stuttlega þá þjónustu sem iðjuþjálfi Gigtarfélags Íslands (GÍ) býður upp á. Fjallað verður almennt um færniskerðingu, iðjuþjálfun Gigtarfélags Íslands, liðverndarfræðslu, hjálpartæki og spelkur. Fólk á öllum aldri fær gigtsjúkdóma og eru slitgigt, vöðva- og vefjagigt og iktsýki algengastir. Slitgigt er algengasti sjúkdómur í liðum og eykst tíðni hans með aldrinum. Þó nokkuð margir greinast með slitbreytingar í hrygg eða útlimaliðum á röntgenmyndum eða um 20% einstaklinga þó allur sá fjöldi beri ekki mikil einkenni slitgigtar. Um það bil 1% Íslendinga er með iktsýki