• Aðlögun að stofnanalífi

   Hanna Lára Steinsson (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2004)
   Það hefur lengi loðað við íslenska öldrunarþjónustu að biðtíminn eftir plássi á vist- og hjúkrunarheimilum í þéttbýli hefur verið allt of langur. Það er þó tilfinning okkar sem störfum í þessum geira að biðtíminn hafi verið að styttast á undanförnum misserum. Um þessar mundir eru um 75 manns á Landspítala-háskólasjúkrahúsi sem bíða eftir úrlausn á öldrunarstofnun, en mörg undanfarin ár hefur þessi hópur verið yfir 100 manns. Það hefur afar slæm áhrif á fólk, þegar meðferð og endurhæfingu er lokið, að þurfa að bíða mánuðum saman á sjúkrahúsi, án þess að vita fyrir víst á hvaða stað það endar.
  • Heilabilunareining : þjónustukeðja fyrir aldraða með heilabilun og aðstandendur þeirra

   Hanna Lára Steinsson (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2002)
   Þann 6. mars árið 1998 var formlega stofnuð sérstök heilabilunareining innan öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, síðar Landspítala háskólasjúkrahúss. Einingin er staðsett á Landakoti og skiptist hún í nokkra þætti sem nýtast sjúklingum og aðstandendum á mismunandi stigum sjúkdómsins. Má þar nefna minnismóttöku, tvær legudeildir, stuðningshópa fyrir aðstandendur og þjónustusamninga við þrjár dagvistanir og eitt stoðbýli. Þessi þjónustukeðja er hugsuð út frá því markmiði að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra meðferð, stuðning og fræðslu frá sömu aðilum í gegnum allt sjúkdómsferlið, eða frá greiningu til stofnanavistunar.