• Öldrunarinnsæi : ný kenning í öldrunarfræðum

      Helga S. Ragnarsdóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2006)
      Þessari grein er ætlað að kynna kenningu sem sænskur prófessor í öldrunarfræðum, Lars Tornstam hefur nýlega sett fram. Gerð er grein fyrir kenningunni í bók Tornstams Gerotranscendence sem er núna aðgengileg á bókasafni LSH á Landakoti. Efni greinarinnar er allt úr þeirri bók nema annars sé sérstaklega getið. Þetta er ekki vísindaleg umfjöllun, heldur einungis til þess gerð að vekja áhuga á kenningunni og þeim möguleikum sem hún opnar til nýs skilnings á hegðun og viðhorfum aldraðra. Þess vegna er saga hugmyndanna ekki rakin, ekki farið yfir rannsóknirnar sem kenningin byggir á og ekki heldur farið í tengingar við aðrar kenningar í öldrunarfræðum eða að hvaða leyti þessi nýja kenning er frábrugðin þeim. Um þetta allt vísast til bókarinnar. Vonandi munu sem flestir fá áhuga á að skoða efni hennar nánar.