• Hjúkrun gigtarsjúklinga á Íslandi

      Ingibjörg E. Ingimarsdóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2008)
      Gigtarsjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma hér á landi. Talið er að einn af hverjum fimm landsmönnum fái gigt af einhverju tagi. Hér er því um mjög stóran sjúklingahóp að ræða og vegna þessa þurfa flestir hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn að sinna gigtarsjúklingum með einhverjum hætti - ekki síst þeir sem tengjast öldrunarmálum. Í þessari grein eru kynntar sérhæfðar deildir hér á landi þar sem hjúkrunarfræðingar sinna gigtarsjúklingum auk þess sem fjallað verður stuttlega um áhrif gigtarsjúkdómsins á sjúklinginn og gefin innsýn í þá hjúkrunarmeðferð sem notuð er hér á landi