• Kynning á iðjuþjálfun á bráðasjúkrahúsi

      Kristín Einarsdóttir; Alís Inga Freygarðsdóttir (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2006)
      Landspítali háskólasjúkrahús Fossvogi er bráðasjúkrahús sem þjónar öllu landinu. Iðjuþjálfunin tilheyrir endurhæfingasviði og er staðsett á endurhæfingaganginum á B-1 í návígi við sjúkraþjálfun. Iðjuþjálfun Fossvogi þjónar öllum sviðum spítalans, þau eru: Lyflæknissvið 1, skurðssvið, öldrunarsvið og endurhæfing eftir krabbamein. Verður fjallað sérstaklega um endurhæfingu eftir krabbamein Á lyflæknissviði er um að ræða, taugalækningadeild, lungnadeild, gigtlækningadeild, meltinga og smitsjúkdómadeild. Á skurðsviði eru 2 bæklunardeildir og heila og taugaskurðdeild, bruna og lýtalækningadeild. Á öldrunarsviði er bráðaöldrunardeild. Að auki sinna iðjuþjálfar gjörgæslu og gæsludeild, MND-, parkison og stroke teymi. Í iðjuþjálfun Fossvogi starf a 8 iðjuþjálfar og 3 aðstoðarmenn.