• Vettvangsteymi Barna- og unglingageðdeildar LSH

      Kristjana Milla Snorradóttir (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2006)
      Barna- og unglingageðdeild Landspít­ala háskólasjúkrahúss (BUGL) sér­hæf­ir sig í mati og meðferð barna og unglinga sem glíma við geðrask­anir. Vett­vangsteymi BUGL er þver­faglegt teymi sem veit­ir skjólstæðingum innl agnar­deilda eft­ir­fylgd eft­ir út­skrift. Hlut­verk teymis­ins er að aðstoða skjól­stæðing og fjöl­skyldu hans við að yf­ir­færa heim þá færni sem áunnist hef­ur á innlagnar­deild og aðlaga hana að daglegu lífi. Með mark­vissri eft­ir­fylgni tekst oft að koma í veg fyr­ir endur­innlögn, stytt a innlagnar­tíma og auka meðferðar­heldni. Eft­irfylgd hefst, meðan á innlögn stendur, með heimaþjónustu starfs­fólks deildar. Smám saman eft­ir út­skrift og í samvinnu við heimaþjónustu deildar tek­ur Vett­vangsteymið við þjónust­unni við skjól­stæðinginn. Lögð er áhersla á góða samvinnu heimaþjónustu deilda og Vett­vangsteymis og eru þarf­ir skjól­stæðings­ins ávallt hafðar að leiðar­ljósi. Gerð hef­ur ver­ið könnun á þjónustu teymis­ins og leiða niður­stöður hennar í ljós að þjónust­an hafi jákvæð áhrif á líðan skjól­stæðinganna.