• Mikilvæg ráðgjöf : HPV-veirur leghálskrabbamein, kynfæravörtusmit og bólusetning

      Ragnheiður Alfreðsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2008-02)
      Leghálskrabbamein er næstalgengasta krabbamein meðal kvenna ef litið er til heimsins alls. Á Íslandi var leghálskrabbamein ellefta algengasta krabbameinið hjá konum á árunum 2002-2006 og dánartíðni af völdum þess hvað lægst á heimsvísu. Þessi einstaki árangur á Íslandi er að þakka skipulagðri leit sem framkvæmd er með leghálsskoðun.